Morgunblaðið - 01.03.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.03.1992, Qupperneq 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 ERLEINIT INNLENT Krossnes SH fórst með þremur mönnum Þrír menn fórust og níu mönn- um var bjargað um borð í nær- stödd skip er skuttogarinn Kross- nes SH-308 frá Grundarfirði fórst á Halamiðum að morgni sunnu- dags um 44 sjómílur norður af Galtarvita. Skipið var að veiðam er slysið varð og sökk á ör- skammri stundu. Ekki er fullvíst um orsakir, en talið líklegt að sjór hafi komist í lest. ASÍ athugar möguleika á aðgerðum Landssambönd Alþýðusam- bands íslands athuga möguleika á aðgerðum til þess að þrýsta á um að niðurstaða fáist í þeim við- ræðum um kjarasamninga sem staðið hafa yfir að undanförnu. Forysta Verkamannasambands íslands kom þeim skilaboðum á framfæri að áhugi væri fyrir að- gerðum eftir að hafa átt fundi með stjórnum og trúnaðarmann- aráðum verkalýðsfélaga víða um land. V erðbólgu væntingar verulega minni Væntingar almennings um verðbólgu næstu tólf mánuði hafa farið mjög minnkandi ef marka má skoðanakönnun sem Gallup gerir með reglulegu millibili fyrir Vinnuveitendasamband íslands. Tæp 80% aðspurðra telja að verð- bólga verði undir 10% næstu 12 mánuði samanborið við innan við þriðjung í fyrrahaust og 35% telja að verðbólga verði innan við 5% samanborið við 1% í fyrrahaust. Ný Fokker-vél Flugleiða nauðlenti Ásdís, ný Fokker-flugvél Flug- leiða, nauðlenti á Keflavíkurflug- velli á miðvikudag eftir að ekki tókst að setja nefhjól vélarinnar niður þegar hún átti að lenda á Akureyri. Nauðlendingin tókst vel og sakaði engan þeirra 43 farþega sem um borð voru og litlar skemmdur urðu á vélinni. Talið er að gijóthlíf hafi orsakað það að nefhjólið fór ekki niður. Gijót- hlífin tilheyrir ekki öryggisútbún- aði vélarinnar og hafa Flugleiðir ákveðið að þær verði ekki á vélum félagsins. Vaxtalækkun um mánaðamót Landsbanki íslands lækkar raunvexti um 0,4 prósentustig um mánaðamótin til samræmis við lækkun vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs í frumsölu úr 7,9% í 7,5%. Kjörvextir verða 8,1% eftir lækkun. Sparisjóðirnir lækka um 0,25 prósentustig og er með 85 kjörvexti eins og Búnaðarbankinn hefur verið með um skeið. Verð- tryggðir kjörvextir íslandsbanka eru 8,25%. Landsbanki lækkaði einnig nafnvexti útlána um 1% og er áfram með hæstu útláns- vexti banka og sparisjóða. ERLENT Baker setur Israelum tvo kosti JAMIES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti síðastlið- inn mánudag, að Bandaríkjastjórn ábyrgðist ekki 10 milljarða dollara lán til ísraels nema hætt yrði taf- arlaust við nýbyggðir gyðinga á hemumdu svæðunum. Kvað hann Bandaríkjamenn ekki mundu am- ast við, að lokið yrði við bygging- ar, sem byijað væri á, en kostnað- urinn við þær drægist þá frá láns- fénu. Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísraels og leiðtogi Likud- flokksins, hefur fátt sagt um þetta mál en aðrir ráðherrar segjast ekki munu gefast upp fyrir skil- málum Bandaríkjamanna. Talið er, að þetta geti haft mikil áhrif í þingkosningunum í ísrael í júní því að Yitzhak Rabin, nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins, er harðlínumaður og höfðar því til margra kjósenda Likud-flokks- ins en vill fara þá leið að halda nokkru landi en láta annað af hendi við Palestínumenn. George Bush Bandaríkjaforseti segir stjórnina munu halda sínu striki í þessu máli en á þingi er mjög þrýst á uiu íuálamiðlun. Fóstureyðingarúrskurði hnekkt HÆSTIRÉTTUR írlands hnekkti í vikunni þeim úrskurði undirrétt- ar í Dyflinni, að 14 ára gamalli stúlku, sem er barnshafandi eftir nauðgun, væri óheimilt að láta eyða fóstrinu í Bretlandi. Sam- kvæmt írskum lögum eru fóstur- eyðingar bannaðar en þetta mál hefur valdið miklum deilum á ír- landi. Er raunar talið, að lögin stangist á við Rómarsáttmála Evrópubandalagsins og jafnvel mannréttindaákvæði og vilja mörg samtök í landinu beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Barist í Nagorno-Karabak STRÍÐ geisar í Nagomo-Karabak milli armenskra íbúa þess og Az- era en héraðið er í Azerbajdzhan og hefur verið frá 1923. Vilja Armenar losna undan þeim yfír- ráðum og hafa nokkrar þúsundir manna fallið í átökum milli þjóð- anna á síðustu tveimur árum. Á miðvikudag náðu Armenar á sitt vald bæ í héraðinu, sem byggður var Azerum, og beittu stórskotal- iði og flugskeytum í árásinni. Svöruðu Azerar í sömu mynt og lá höfuðstaður Nagorno-Kara- baks, Stepanakert, undir stöðug- um eldflaugaárásum. Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra ír- ans, reyndi að miðla málum en án árangurs. Finnska stjórnin vill í EB FINNSKA stjómin ákvað á fimmtudag að sækja um aðild að Evrópubandalaginu en úr því verður endanlega skorið á þingi 18. mars. Er stjórnin raunar klof- in í málinu en þó talið víst, að meirihluti þingmanna sé því hlynntur. Setur stjórnin fram ýmsar sérkröfur varðandi varnar- og landbúnaðarmál og hafa jafn- aðarmenn, sem eru í stjórnarand- stöðu og fylgjandi EB-aðild, mót- mælt landbúnaðarkaflanum. Vilja þeir ekki taka meira tillit til land- búnaðar en annarra atvinnugreina og Hægriflokkurinn, stærsti stjórnarflokkurinn, er því sam- Gengið til stuðnings auknu landnámi gyðinga á hernumdu svæðunum. Rabin vill stöðva það tafar- laust en halda eftir nokkru landi í öryggisskyni. Yitzhak Rabin, formaður Verkamannaflokksins í ísrael: Harðlínumaður sem vill semja við nágrannana YITZHAK Rabin, sem velti Shimon Peres úr sessi sem formanni Verkamannaflokksins í ísrael, þykir eiga nokkra möguleika á að leiða flokkinn til sigurs í þingkosningunum í júní og leysa þar með af hólmi harðlínumanninn Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og leiðtoga Likud-flokksins. Raunar er Rabin harðlínumaður sjálfur, fyrrum yfirmaður ísraelska hersins og talsmaður þess, að uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum verði barin niður með öllum tiltækum ráðum, en staðan í ísraelskum stjórnmáluin um þessar mundir er þannig, að aðrir eiga ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta kjósenda. Rabin getur því höfðað til margra stuðningsmanna Likud-flokksins og meðal annars vegna þess, að hann er ekki jafn ósveigjanlegur og Shamir og hlynntur nokkurri málamiðlun varð- andi hernumdu svæðin. Rabin leiddiísraelska herinn til frækilegs sigurs í Sex-daga-stríð- inu 1967 og varð síðan forsætisráð- herra 1974. Tók hann við af Goldu Meir, sem neyddist til að fara frá vegna óánægju með frammistöðu ísraelska hersins á fyrstu dögum Yom Kippur-stríðsins 1973. Rabin mátti hins vegar sjálfur segja af sér embættr þremur árum síðar eða 1977 þegar upp komst, að kona hans átti fé á bankareikningum í Bandaríkjunum en það var óheim- ilt samkvæmt ísraelskum lögum. Síðan eru liðin 15 ár en Rabin, sem varð sjötugur fyrir nokkrum dög- um, hefur aldrei farið dult með, að hann vildi komast til æðstu metorða á nýjan Ieik. Öryggi ísraels ofar öllu Rabin var leiðtogi Palmach- hópsins, einnar skæruliðahreyfíng- ar gyðinga, sem börðust fyrir stofn- un ísraelsríkis á fímmta áratug aldarinnar, og fékk þá strax orð fyrir kuldalegt viðmót en jafn- framt einbeitni og ákveðinn vilja. Hann er harðlínumaður í þeim skilningi, að hann setur öryggi Israelsríkis ofar öllu, en á hinn bóginn er hann andvígur ódulbú- inni útþenslustefnu Shamirs og trú- arlegu smáflokkanna, sem veitt hafa Likud-flokknum brautar- gengi. Hann vill hætta við ný- byggðir gyðinga á hernumdu svæð- unum og láta þau af hendi við Palestínumenn en með nokkrum mikilvægum undantekningum þó. Segir hann, að ísraelar verði að halda eftir landskikum hér og þar, til dæmis í Golan-hæðum, sem teknar voru af Sýrlendingum, og í Jórdandal og víðar, sem nauðsyn- legir séu hernaðarlegu öryggi landsins. Ekki er víst, að Palestínumenn eða Sýrlendingar muni nokkru sinni fallast á þessa stefnu Rabins en hún á hljómgrunn meðal margra ísraela, ekki vegna þess, að þeir séu svo sáttfúsm gagnvart ná- grönnum sínum, heldur vegna þess hrikalega ástands, sem er í efna- hagsmálum þjóðarinnar. ísraelskt efnahagslíf er reyrt í viðjar sósíal- skrar miðstýringar og hafta og þegar tekið er tillit til gífurlegra hernaðarútgjalda er augljóst, að án mikillar fjárhagsaðstoðar Bandaríkjastjórnar, þriggja millj- arða dollara á ári, kæmust ísraelar ekki af. Það, sem gerír svo útslag- ið, er aðstreymi gyðinga frá Sovét- ríkjunum fyrrverandi en þeir eru orðnir um ein milljón talsins. Innflytjendavandinn og ný staða í alþjóðamálum Ísraelar eru fimm milljónir og að byggja yfír eina milljón nýrra íbúa, veita þeim atvinnu eða sjá þeim farborða með öðrum hætti er meira en þeir fá undir risið hjálp- ariaust, jafnvel þótt allt léki í lyndi í efnahagslífínu. Það var þess vegna, sem þeir fóru fram á við Bandaríkjastjórn, að hún ábyrgðist fyrir þá 10 millj- arða dollara lán. ísraelar • eiga marga velvildar- menn í Bandaríkjunum en staða þeirra er önnur en verið hefur. Með hruni Sovétríkjanna og kommúnis- mans eru þeir ekki lengur jafn mikilvægir fyrir bandaríska utan- ríkisstefnu og áður var; bandalag- ið, sem tókst með arabaríkjunum og Bandaríkjastjóm í stríðinu við Iraka, hefur einnig orðið til að breyta áherslunum og síðast en ekki síst standa nú yfír viðræður um frið í Miðausturlöndum fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar og Ja- mes Bakers utanríkisráðherra. Palestínumenn og arabaríkin segja, að ekki sé um neitt að semja haldi fram sem horfír, að ísraelar leggi undir sig hernumdu svæðin og Bandaríkjastjórn er sama sinn- is. Hefur hún margoft lagt að ísra- elsstjórn að hætta landnámi gyð- inga en án nokkurs árangurs til þessa. Það var svo síðastliðinn mánudag, að James Baker lýsti yfir, að skilyrðin fyrir ábyrgð Bandaríkjastjómar á 10 milljarða dollara láninu væru, að landnáminu yrði hætt. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, hefur þagað þunnu hljóði um þessa yfirlýsingu Bakers en sumir samráðherrar hans hafa haft uppi stór orð um að ekki verði gefíst upp fyrir skilmálum Banda- ríkjamanna. Jafnvel Rabin hefur talað um „óþolandi, erlend af- skipti“ í þessu máli en það gerði hann af pólitískum klókindum, ekki vegna þess, að hann væri andvígur kröfu Bandaríkjastjómar. Nú er að vísu uppi hreyfing á Bandaríkja- þingi, einkum meðal demókrata, í þá átt að finna einhveija málamiðl- unarleið en eins og staðan er núna á Shamir tvo kosti og báða illa. Láti hann undan Bandaríkjastjórn hrekur hann frá sér mesta harðl- ínufylgið en láti hann engan bilbug á sér finna fær stjómin ekki lánið. Segja sumir, að þá blasi ekki að- eins við auknir erfíðleikar, heldur jafnvel efnahagshrun. Samstjórn stóru flokkanna? Það er í þessari stöðu, sem möguleikar Rabins og Verkamann- aflokksins eru fólgnir. Miðjufylgið í Likud-flokknum og það, sem næst því stendur, mun hugsa sig vandlega um áður en það fórnar efnahagslegri afkomu sinni hug- myndinni um ísrael Biblíunnar. Verkamannaflokkurinn gerir sér einnig vonir um mikinn stuðning meðal „sovésku“ gyðinganna og Shimon Peres, sem missti for- mennskuna í hendur Rabin, var svo viss um hann, að hann hefur stund- að rússneskunám af miklum krafti i meira en ár. Stjómmálaskýrendur segja þó allt á huldu um hvernig fylgi þessara nýju kjósenda, 250.000 manns, muni skiptast og það hefur flækt málin, að nú hafa þeir stofnað sinn eiginn stjórnmála- flokk. Heitir hann „Da“, sem þýðir ,já“ á rússnesku og á að vinna sérstaklega að hagsmunamálum þeirra. í skoðanakönnunum að undan- förnu hefur Likud-flokkurinn held- ur haft vinninginn yfir Verkamann- aflokkinn en með litlum mun. Hvor- ugur flokkurinn er nærri því að fá hreinan meirihluta og margir spá því, að frammi fyrir gífurlegum erfíðleikum þjóðarinnar neyðist flokkarnir til að taka höndum sam- an í stjórn. Það ætti að verða létt- ir fyrir Shamir, sem hefur verið í eins konar gfslingu litlu heittrúar- flokkanna, og í slíkri stjórn felst líklega eina vonin um árangur í Jnðarviðræðunum. BAKSVIÐ eftir Svein Sigurdsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.