Morgunblaðið - 01.03.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKIA/VEÐUR SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
9
„Samfélag heilagra
á himni ogjörðu “
Við íslendingar gerum lítið af
því að tala um heilaga menn
og helgar konur. Kannski stafar
það af því hversu erfitt við eigum
með að ímynda okkur einhveija
öðrum betri eða hæfari, hvað þá
heldur að við teljum okkur þurfa
á þeirra ráðum að halda. Það er
svo ríkt í hveijum Frónbúa að
trúa á mátt sinn og megin. Auð-
vitað eru til þeir einstaklingar sem
flestir bera virðingu fyrir, líta
jafnvel á sem fyrirmynd annarra.
En ekki þar fyrir eru þeir álitnir
heilagir, nema þá af fáeinum sér-
vitringum. Samt er það nú svo,
að í trúaijátningunni, sem kirkju-
gestir fara með í hvert sinn sem
messa er sungin, segjast þeir hin-
ir sömu játa trú á eitthvað sem
kallað er „samfélag heilagra“.
Hvað er nú
það? Að vera
„heilagur"
merkir að vera
frátekinn fyrir
Guð, frátekinn
af Guði. Það
samfélag manna og kvenna sem
þannig kallast heilagt er frátekið
fyrir Guð, er hópur einstaklinga
sem Guð hefur sett til hliðar sem
sitt fólk. Auðvitað einnig fólk sem
hefur ákveðið að gera Guð að
hreyfiafli lífs síns. Það þýðir ekki
þar með að þau sem samfélaginu
tilheyra séu á einhvern hátt betri
eða verri en gengur og gerist.
Öll erum við víst svipuð mannanna
börn. Þau þrá einfaldlega samfé-
lag, samneyti við Guð, þrá aðe.ins
að fá að vera í friði með trú sína,
setja tilbeiðslu Guðs öllu ofar. Öll
þau sem eru skírð í nafni Föður-
ins, Sonarins og hins Heilaga
anda tilheyra þessu heilaga sam-
félagi, eru heilög, frátekin fyrir
Guð. Það er orðinn dágóður hóp-
ur, séu allir taldir til. Auðvitað
leggja hinir skirðu mismikið upp
úr trú sinni, það vitum við öll
vel. Að segja annað væri barna-
skapur. En hvað sem því líður
fylgir Guð öllum þeim sem til-
heyra þessu samfélagi, stendur
með þeim í lífinu, gefur þeim þrek
og þor og kraft þegar á bjátar.
Hann fer eins og lífgefandi nær-
ing um samfélag hinna heilögu
og heldur því saman, dag eftir
dag, stund eftir stund. Jafnvel þó
menn snúi við honum bakinu, af-
neiti honum, snýr hann ekki við
þeim bakinu, heldur býður hann
þeim samfylgd. En að lokum hlýt-
ur dauðinn að slíta þetta samfélag
í sundur. Eða hvað? Er dauðinn
ekki raunveruleg endastöð? Bend-
ir reynsluheimur okkar tii annars?
Allt efni deyr og eyðist er það
ekki? Mennirnir eru aðeins tíman-
legar og skapaðar verur en ekki
guðlegir. Við erum ekki eilíf. Sam-
kvæmt öllum lögmálum sem við
þekkjum hættir einstaklingurinn
að vera til þegar dauðinn ber dyra.
Því fæli dauðinn vissulega í sér
hina endanlegu útþurrkun okkar
allra, og þar með samfélagsins
sem við erum hluti af, ef Guð léti
samfélagið við okkur lönd og leið.
En það gerir hann ekki. Við erum
heilög, heilagt samfélag, erum frá-
tekin fyrir Guð. Hann sem leiðir
okkur um veg lífsins, kallar okkur
með nafni handan landamæra lífs
og dauða og lætur okkur lifa
áfram. Fyrir krossfestingu og up-
prisu Jesú Krists hefur Guð rofið
vald' dauðans.
Því hann gekk
í dauðann og
braut dauðann
þannig á bak
aftur. Margir
eiga erfitt með
að hugsa sér Guð hangandi á
krossi, finnst það ógeðfellt og ekki
passandi því afli sem öllu ræður.
Aðrir gera gys að hinum kross-
festa og því að sigraður og þjáður
maður skuli tilbeðinn sem Guð.
Nær sé að rækta sinn eigin anda
og treysta á hann, frekar en ein-
hvern krossfestan aumingja. En
þannig er Guð nú einu sinni, við-
kvæmur, lítillátur, fórnfús. Andlit
hins krossfesta er andlit Guðs.
Þannig er Guð. Og þegar við
stöndum við dimmar dyr dauðans
eigum við enga von nema þennan
krossfesta Guðs sem drukkið hefur
kaleik þjáningarinnar í botn og
þekkir því sérhveija örvæntingu.
Þá er andi okkar, máttur okkar
einskis megnugur, sama hversu
vel og lengi við höfum þjálfað
hann, sama hversu erfitt við eigum
með að þurfa að beygja okkur
fyrir Guði. En þegar við beyjum
okkur fyrir honum munum við sjá
að hann er sjálfur beygður í duf-
tið hjá okkur. Slíkur er sá Guð sem
einn mun láta okkur lifa. Eða eins
og segir í Jobsbók: „Ég veit að
lausnari minn lifír, og hann mun
síðastur ganga fram á foldu. Og
eftir þessi húð mín er sundurtætt,
og allt hold af mér, mun ég líta
Guð.“ „Samfélag heilagra“ teygir
sig því í gegnum aldirnar, frá þess-
um heimi til hins næsta. Hina
heilögu er að fínna í amstri dags-
ins í dag. Þá er einnig að finna í
þeim hópi sem nú þegar stendur
hjá Guði í dýrð hans, hinum látnu.
Við lifum í heiminum. Þau eru
horfín úr heiminum. Við, þau og
sköpun Guðs lifum fyrir kraft
Guðssonarins. Það er því engin
þörf á miðlum eða miðilsfundum
til þess að koma á einhveiju sam-
bandi milli þeirra sem lifa í heimin-
um og hinna sem lifa frammi fyr-
ir augliti Guðs. Samfélagið er eitt
og heilt þeirra í milli, af því að
þau eru öll frátekin af Guði, helg-
uð af Guði og tengd saman af
Guði. Það er í raun hrokafull til-
raun til þess að gera sjálfan sig
að Guði, að ætla sér að íjúfa hóp-
inn sem í kringum Guð stendur
með því að særa einn eða fleiri til
sambands við okkur í drungaleg-
um stofum og kompum. Nær er
að treysta Guði sem gefur okkur
samfélag hvort við annað án milli-
göngu særingarmeistara. Guð hef-
ur gefið okkur mönnunum bæn-
ina. í bæninni getum við beðið
Guð um styrk, ákallað hann og
tengst honum, snert hann. I bæn-
inni getum við líka beðið fyrir
hvort öðru, fyrir kunningjum, ætt-
ingjum, vinum og öðrum þeim sem
við viljum fela Drottni. Að sjálf-
sögðu hljótum við þá einnig að
geta beðið fyrir hinum látnu, því
þau eru hluti af samfélagi heil-
agra, samfélagi allra þeirra sem
Guð hefur tekið til sín á himni og
á jörðu. Eins og við getum og
megum biðja fyrir þeim, þannig
geta þau beðið fyrir okkur. Bænir
þeirra sem Jesús Kristur hefur
leitt frá dauðanum til lífsins
hljóma dag og nótt, að eilífu,
frammi fyrir fótskör Guðs. Saman
biðjum við á himni og á jörðu fyr-
ir hvort öðru. Við biðjum vini okk-
ar um að biðja fyrir okkur þegar
okkur líður illa. Við hljótum því
einnig að geta beðið hina heilögu
hjá Guði að biðja fyrir okkur rétt
eins og hveija aðra vini okkar.
Þau standa hjarta drottins næst.
Þeirra fremst er móðirin dýra,
María sem fæddi Guð í heiminn,
sem stóð hjá syni sínum undir
krossinum forðum þegar allir aðr-
ir höfðu yfirgefið hann. Hennar
trúfesti er einskonar endurljómi
samstöðu þess samfélags sem hér
hefur verið kallað „samfélag heil-
agra“. Eins og aðrir í því samfé-
lagi biður hún fyrir náunga sínum.
Næsta sunnudag skulum við íhuga
saman þessa merkilegu konu sem
fæddi son Guðs í heiminn.
Höfundur er fræðslufulltrúi
þjóðkirkjunnar á Austurlandi.
KRISTNIÁ
KROSSCÖTUM
Þórhallur Heimisson
VEÐURHORFUR í DAG, 1. MARZ
YFIRLIT í GÆR: Um 600 km vestur af Reykjanesi er 955 mb lægð
sem þokast vestur og grynnist. Heldur vaxandi 970 mb lægð um 1.000
km suðvestur í hafi hreyfist norðaustur og nálgast suðvestanvert land-
ið í kvöld.
HORFUR í DAG: Hæg austan- og norðaustan átt norðan- og vestan-
lands. Él verða víða á annesjum og hálendinu. Lægð verður yfir nán-
ast miðju landinu.
HORFUR Á MÁNUDAG:
Vaxandi suðaustan átt og snjókoma eða slydda, einkum um sunnan-
og vestanvert landið, talsvert hvass og rigning þegar líður á daginn.
Heldur hlýnandi veður.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG:
Suðlæg eða suðaustlæg átt og aftur heldur kólnandi. Snjó- eða slyddu-
él um landið sunnan- og vestanvert en léttir líklega til norðaustanlands.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma
Stadur hiti veður Staður hiti veður
Akureyri +4 alskýjað Glasgow 7 skýjað
Reykjavík 4 skýjað Hamborg 6 súld
Bergen 5 skýjað London 7 þokumóa
Helsinki +2 skýjað LosAngeles 18 alskýjað
Kaupmannahöfn 1 þoka Lúxemborg 5 þokumóða
Narssarssuaq -r8 skýjað Madríd 2 skýjað
Nuuk +8 léttskýjað Malaga 9 þokumóða
Ósió +3 skýjað Mallorca 6 þokumóða
Stokkhólmur 0 þokumóða Montreal +13 skýjað
Þórshöfn 9 rigning NewYork 10 skýjað
Algarve 11 heiðskírt Orlando 10 heiðskirt
Amsterdam -i-4 þokumóða París 4 heiðskírt
Barcelona 5 þokumóða Madeira 15 skúr
Berlín 4 þokumóða Róm 6 þokuruðningur
Chicago +1 alskýjað Vín 2 þokumóða
Feneyjar 1 heiðskírt Washington 13 skýjað
Frankfurt -i-1 þoka Winnipeg +12 skýjað
Svarsími Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600.
Q / / / A Norðan, 4 vindstig:
HoiSskírt / / / / / / / Rigning V Skúrir Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar
4 Léttskýjað * / * Slydda * Slydduél | vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig.
V
i Hálfskýjað ./ * / •J 0” Hitaatlg:
* Skýjað * * * * * * * * * * Snjókoma * V Él 10 gráður á Celsíus = Þoka
m Alskýjað Súld oo Mistur — Þokumóða
Kvöld-, nœtur- og helgarþjónusta apótekanna i Reykjavik dagana 28. febrúar til
5. mars, að báðum dögum meðtöldum, er i Holts Apóteki, Langholtsvegi 84. Auk
þess er Laugarvegs Apótek, Laugavegi 16, opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar
nema sunnudag.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog i Heilsuverndarstöð Reykjavik-
ur við Barónsstig frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. i s. 21230.
Lögreglan í Reykjavík: Neyðarsimar 11166 og 000.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064.
Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Simsvari 681041.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær
ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami simi. Uppl.
um lyfjabúöir og læknaþjón. í simsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini.
Alnæmi: Læknir eða hjúkrunarfræðingur veitir upplýsingar á miðvikud. kl. 18-19 i
s. 91-622280. Ekki þarf að gefa upp nafn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann
styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í s. 28586. Mótefnamælingar vegna
HIV smits fást að kostnaðarlausu í Húð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18 kl.
9-11.30, á rannsóknarstofu Borgarspitalans, virka daga kl. 8-10, á göngudeild Lands-
pitalans kl. 8-15 virka daga, á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag-
mælsku gætt.
Samtökin ’78: Upplýsingar og ráðgjöf i s. 91-28539 mánudags- og fimmtudagskvöld
kl. 20-23.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafa viðtalstima á
þriðjudögum kl. 13-17 i húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlið 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Mosfells Apótek: Opið virka daga 9-18.30. Laugard. 9-12.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apótekið: Virka daga kl. 9-18.30.
Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opiö virka daga 9-19. Laugardögum kl. 10-14. Apótek Norður-
bæjar: Opiö mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10
til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu i s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavik: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstudag. Laugardaga, helgidaga og
almenna fridaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, simþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum
kl. 10-12. Uppl. um læknavakt fást i simsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. - Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga
kl, 10-13.Sunnudaga kl. 13-14. HeimsóknartímiSjúkrahússinskl. 15.30-16ogkl. 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Neyðarathvarf opið allan sólarhringinn, ætlað börn-
um og unglingum að 18 ára aldri sem ekki eiga i önnur hús að venda. Opið allan
sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622.
Símaþjónusta Rauðakrosshússins. Ráðgjafar- og upplýsingarsimi ætlaður börnum
og unglingum að 20 ára aldri. Ekki þarf að gefa upp nafn. Opið allan sólarhringinn.
S: 91-622266, Grænt númer: 99-6622.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla 5, opið kl. 12-15 þriðjudaga
og laugardaga kl. 11-16. S. 812833.
G-samtökin, landssamb. fólks um greiðsluerfiðleika og gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópa-
vogi, opið 10-14 virka daga, s. 642984, (simsvari).
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og
foreldrafól. upplýsingar: Mánud. 13-16, þriöjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfengis-
og fikniefnaneytendur. Göngudeild Landspitalans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrun-
arfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9-10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsaskjól og aðstoö fyrir konur sem
beittar hafa verið ofbeldi i heimahúsum eða orðið fyrir nauögun.
Stígamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miöstöð fyrir konur og börn, sem orðið
hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Virka daga kl. 9-19.
MS-félag islands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama. Pósth. 8687 128 Rvik. Simsvari allan sólar-
hringinn. S. 676020.
Lífsvon - landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111.
Kvennaráðgjöfin: Simi 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22.
Vinnuhópur gegn sifjaspellum. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku-
dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Simi 626868 eða 626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö, Siðumúla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5 (Tryggvagötumegin). Mánud.-
föstud. kl. 9-12. Laugardaga kl. 10—12, s. 19282.
AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega.
FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. Fundir Tjarnargötu 20 á fimmtud. kl. 20.
i Bústaöakirkju sunnud. kl. 11.
Unglingaheimili ríkisins, aðstoð við unglinga og foreldra þeirra, s. 689270 / 31700.
Vinalína Rauða krossins, s. 616464 og grænt númer 99-6464, er ætluð fullorðnum,
sem telja sig þurfa að tjá sig. Svaraö kl. 20-23 öll kvöld.
Skautar/skiði. Uppl. um opnunartíma skautasvellsins Laugardag, um skíðabrekku i
Breiöholti og troðnar göngubrautir í Rvik s. 685533. Uppl. um skiðalyftur Bláfjöll-
um/Skálafelli s. 801111.
Upplýsingamiðstöð ferðamóla Bankastr. 2: Opin vetrarmán. món./föst. kl. 10.00-
16.00, laugard. kl. 10.00-14.00.
Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju: Útvarpað er
óstefnuvirkt allan sólarhringinn á 3295,6100 og 9265 kHz. Hádegisfréttum er útvarp-
að til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á
15790 og 13830 kHz. og kvöldfréttum. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855
kHz. Til Kanada og Bandarikjanna: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 15770 og 13855 kHz.
Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35-20.10 á 15770 og 13855 kHz. kvöldfréttir. Daglega
kl. 23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardög-
um og sunnudögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. isl. timi, sem er sami-og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspitalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20..
Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl.
19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsóknartímar: Almennur kl. 15-16.
Feðra- og systkinatimi kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi. Barnaspitali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20
og eftir samkomulagi. - Geðdeild Vifilstaðadeild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Landa-
kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartimi annarra en
foreldra er kl. 16-17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30
til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. a laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnar-
búðir: Alla daga kl. 14-17. - Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili.
Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30
— Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Heimsóknartimi
frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.00. - Klepps-
spitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Ftókadeild: Alla daga
kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum.
- Vifilsstaðaspitali: Heimsóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefs-
spitali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimili i Kópa-
vogi: Heimsóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér-
aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð
Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30—
19.30. Um helgar og ó hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkra-
húsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og
hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusimi fró kl. 22.00-8.00,
s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hitaveitu, s. 27311, kl. 17 til kl.
8. Sami simi á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn islands: Aðallestrarsalur opinn mánud. - föstud. kl. 9-19 og laugar-
daga kl. 9-12. Handritasalur mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Utlánssal-
ur (vegna heimlána) mánud.-föstud. kl. 9-16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Opiö mánudaga til föstudaga kl.
9-19. Upplýsingar um útibú veittar i aðalsafni, s. 694326.
Borgarbókasafn Reykjavikur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbóka-
safnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima-
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir. mánud. —
fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsalur, s.
27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. - föstud. kl. 15-19. Bókabilar, s. 36270. Viðkomu-
staðir viðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið i Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn rniðvikud. kl. 10-11.
Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Leiösögn
um safnið laugardaga kl. 14.
Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18.
Árnagarður: Handritasýning til 1. sept., alla virka daga kl. 14-16.
Ásmundarsafn í Sigtúni: Opið alia daga 10-16.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.-föstud. kl. 13-19. Nonnahúsalladaga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýningarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn islands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sumarsýning
ó islenskum verkum i eigu safnsins.
Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur við rafstöðina við Elliðaár. Opiö sunnud. 14-16.
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla daga nema mánudaga kl.
13.30-16.
Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðvikudaga, kl. 13-17. Opinn um
helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugamesi: Opið laugardaga og sunnudaga kl.
14-17.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og
16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud.
og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl. 13.30-16. Á öðrum timum eftir
samkomulagi.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-fimmtud. kl. 10-21. Föstud. 10-19.
Lesstofan opin fró mánud.-föstud. kl. 13-19.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opiö laugard. og sunnud. kl. 14-18 og eftir samkomu-
lagi. S. 54700.
Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18.
Bókasafn Keflavíkun Opið mánud.-miövikud. kl. 15-22, þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19
og föstud. kl. 15-20.
ORÐ DAGSINS Reykjavik simi 10000.
Akureyri s. 96-21840.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir í Reykjavik: Þessir sundstaðir: Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Breið-
holtslaug eru opnir sem hér segir: Mánud. - föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30-
17.30, sunnud. 8.00—17.30. Sundhöll Reykjavikur: Mánud. — föstud. kl. 7.00—19.00.
Lokað i laug kl. 13.30-16.10. Opið i böð og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir börn frá
kl. 16.50-19.00. Stóra brettiö opið frá kl. 17.00-17.30. Laugard. kl. 7.30-17.30,
sunnud. kl. 8.00-17.30.
Garðabær Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud.
8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga:
8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga - föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga - fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helg-
ar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud. kl. 6.30-8 og 16-21.45,
(mánud. og miðvikud. lokað 17.45-19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16-18.45. Laugar-
daga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30.
Sundmiðstöð Keflavikur: Opin mánudaga - föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnu-
daga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og aunnu-
daga kl. 8-16.30. Siminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnu-
daga 8-16. Simi 23260.
Sundlaug Seltjamamess: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-
17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.