Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
11
götvar allt í einu að þess er ekki
lengur vænst á vinnumarkaðnum,
fylgir mikil sálarkreppa í kjölfarið.
þetta sama fólk veigrar sér oft á
tíðum við því að fara á atvinnuleys-
isbætur vegna þess að það lítur á
þær sem einhvers konar „sveita-
styrk“ og finnst mjög niðurlægjandi
að ætla að fara að þiggja ölmusu
frá hreppnum, eins og sagt var í
gamla daga. En sem betur fer, er
fólk að skynja það smátt og smátt
að atvinnuleysisbætur eru áunnin
réttindi, rétt eins og sjúkrabæturn-
ar, en ekki sveitastyrkur," segir
viðmælandi.
Spáð er verulegum samdrætti í
þjónustugreinum á höfuðborgar-
svæðinu. Samkvæmt upplýsingum
frá Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur, eru nú vel á þriðja hundrað
félagsmenn komnir á skrá það sem
af er árinu, þar af 83 aðeins i síð-
ustu viku, og ef fram heldur sem
horfir, má ætla að sú tala verði um
eða yfir eitt þúsund í árslok. Til
samanburðar má geta þess að 184
komu inn á atvinnuleysisskrá hjá
VR árið 1988, 706 árið 1989, 723
árið 1990 og 521 árið 1991.
2,6% atvinnuleysi
Þjóðhagsstofnun spáir 2,6% at-
vinnuleysi á árinu 1992, sem er
svipað atvinnuleysi og var á
„kreppuárinu" 1969. Þjóðhags-
stofnun vinnur nú að endurskoðaðri
þjóðhagsspá, en ekkert hefur komið
fram sem bendir til þess ’að spá um
atvinnuhorfur komi til með að
breytast. í fyrra var atvinnuleysi á
landinu öllu að meðaltali um 1,5%
og 1,7% tvö árin þar á undan.
Ákveðin árstíðarsveifla á sér stað
í atvinnuleysi á hveiju ári og hafa
erfiðustu mánuðirnir, hvað það
snertir, verið desember, janúar og
febrúar. Þannig var t.d. atvinnu-
leysi í janúar 1984 um 3,4%, en
meðaltalið út árið ekki nema 1,3%.
Jafnframt telur Þjóðhagsstofnun að
meira muni bera á menntafólki á
atvinnuleysisskrá nú en áður.
Hvað er til ráða?
En hvað er til ráða í svartnætt-
inu? Við gætum eflaust lært af fyrri
reynslu því efnahagsáföll hafa áður
dunið yfir íslensku þjóðina. Efna-
hagsáföll áranna 1967 og 1968
leiddu til töluverðs atvinnuleysis á
árunum 1968 og 1969, en meðal-
fjöldi skráðra atvinnuleysingja á
árinu 1969 var um 1.975 eða 2,5%
af mannaflanum, tvöfalt meira en
árið áður. Fyrstu merki versnandi
atvinnuástands komu fram í stytt-
ingu vinnutíma og erfiðleikum skól-
afólks við að fá sumarvinnu. Um
miðjan janúar 1969 ákáðu ríkis-
stjórnin og aðilar vinnumarkaðarins
að taka höndum saman um aðgerð-
ir til útrýmingar atvinnuleysi enda
lýsti þáverandi ríkisstjórn því yfir
að eitt meginatriði í stefnu sinni
væri að næg atvinna héldist í land-
inu, og það markmið lægi til grund-
vallar þeim aðgerðum ríkisvaldsins,
sem gripið yrði til, til stuðnings
atvinnulífinu og til að halda opin-
berum framkvæmdum sem mestum
þrátt fyrir hina miklu fjárhagserfið-
leika.
Atvinnumálanefndir voru stofn-
aðar í hveiju kjördæmi til að fylgj-
ast sem best með atvinnuástandi
og þróun atvinnumála á hveiju
svæði og gera tillögur til nýskipaðr-
ar Atvinnumálanefndar ríkisins,
sem einnig var stofnuð á þessum
tíma, um eflingu atvinnulífs. Nefnd-
ir þessar voru allar skipaðar fulltrú-
um ríkisvaldsins, Vinnuveitenda-
sambandsins og Alþýðusambands-
ins. Atvinnumálanefnd ríkisins átti
í fyrstu að miða tillögur sínar og
ákvarðanir við að sem fyllst nýting
fengist á þeim atvinnutækjum-sem
fyrir hendi væru í landinu. Og ríkis-
stjórnin skyldi beita sér fyrir öflun
fjármagns til atvinnuaukningar og
eflingar atvinnulífs í landinu. At-
vinnujöfnunarsjóði, skyldi, sam-
kvæmt ákvörðunum Atvinnumála-
nefndar ríkisins, veija fjármunun-
um til lána til atvinnuframkvæmda
sem leiddu til sem mestrar atvinnu-
aukningar og væru jafnframt arð-
bærar. Aðilar samkomulagsins voru
sammála um nauðsyn þess að stuðla
að aukningu atvinnu og eflingu
Greiddar
atvinnu-
leysisbætur
í janúar (þús. kr.)
Bæjarfógetar og
sýslumannsembætti
greiða út atvinnuleysis-
bætur til verkalýðsfélaga
á hverjum stað og verka-
lýðsfélögin sjá síðan um
að borga bætur til sinna
félagsmanna. í janúar-
mánuði síðastliðnum
námu atvinnuleysisbætur
á landinu öllu um
170 milljónum króna.
fíEYKJAVÍK'
49.789
20.020
2.703
.1
iSAFJÖRÐUfí
5.700
I
SIGLUFJÖfíÐUfí•*_
I ÓLAFSFJÖfíÐUfí
4.835
i
1122 BARÐASTfíANDAR-
m SYSLA
24-377 SNÆFELLS-
OG HNAPPA-
OALSSYSLA
.................
BORGAR- 14*1
NES
AKUREYRI
17.609
4.358
I
6.707
<4»A.
AKRANES9----1
V
ph
KEFLA-
VIK
9,386
Aðrir
staðir
SELFOSS
5.300
2.072
!•■
HÚSAVÍK
8.619
SEYÐISFJÖfíÐUR I •
NESKAUPSTAÐUfí •'
104
VESTMANNA-
EYJAR^r^
‘meöKópavog, Settjarnames og Mosfeflsbæ
atvinnulífsins með því að tryggja
atvinnuvegunum nægilegt rekstr-
arfé, stuðla að sem bestri hagnýt-
ingu framleiðslugetu höfuðatvinnu-
veganna, vinna að nýtingu orku-
linda landsins og þróun nýrra at-
vinnugreina. Aðilarnir töldu m.a.
þýðingarmikið að auka rekstrarlán,
þar á meðal framleiðslu- og sam-
keppnislán til iðnaðarins, togara-
og bátaútgerða, skipaviðgerða og
nýsmíði skipa innanlands svo og
að gera aðrar ráðstafanir til að
auka hlutdeild iðnaðarins í innlend-
um markaði og útflutningi. Þá var
um það samstaða að afla fjármagns
til byggingarsjóðs ríkisins til að
flýta fyrir byggingu íbúða, sem
voru í smíðum.
Á árinu 1969 urðu umskipti í
íslenskum efnahags- og atvinnu-
málum, en þá byijaði þjóðarbúskap-
urinn að lyftast upp úr öldudalnum.
Gengisbreyting í nóvember og aðrar
SJÁ NÆSTU SlÐU
Venjulegt verð:
MJÓLKURDAGSNEFND
Tilboðsverð:
1/41128 kr,
1/21253 kr.
11502 kr.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA