Morgunblaðið - 01.03.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 01.03.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 ÞAÐ ERU ERFIÐIR TÍMAR... efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar lögðu grundvöll að þessum jákvæðu breytingum og ytri skilyrði áttu einnig sinn þátt í þeim, svo sem batnandi þorsk- og loðnuafli og hækkandi verðlag á útflutningsaf- urðum landsmanna. Aukning þjóð- artekna á árinu 1969 námu 3%. Og árið 1970 jukust þjóðartekjur okkar um 10,5%. Kreppan leið und- ir lok. Nýtt framfaraskeið var hafið. 4.000 á skrá Rúmlega fjögur þúsund einstakl- ingar voru að meðaltali án atvinnu í janúarmánuði sl. á landinu öllu, rúmlega eitt þúsund fleiri en í des- ember. Það jafngildir því að atvinn- uleysið hafi verið 3,2% af mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt upplýs- ingum frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Atvinnu- leysisdagamir voru 87 þúsund í janúar og hafa ekki áður mælst jafnmargir. Næstflestir urðu þeir í janúar 1990, 85 þúsund. Þeim fjölg- aði um 17 þúsund frá því í janúar í fyrra, en meðaltal atvinnuleys- isdaga í janúar sl. fimm ár er 59 þúsund dagar. Meira en tveir þriðju hlutar af skráðum atvinnuleysis- dögum féllu til á landsbyggðinni eða 60 þúsund á móti 27 þúsund dögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rúmur helmingur mannaflans er búsettur. Atvinnulausum á höf- uðborgarsvæðinu fjölgaði um 313 frá desember til janúar, úr 906 í 1.219. Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu sem hlutfall af mannafla á vinnumarkaði var 1,6% í janúar, en á landsbyggðinni 5,5%, sem jafn- gildir því að tuttugasti hver vinnu- fær maður úti á landi hafí ekki haft atvinnu. 7,3% kvenna á lands- byggðinni voru atvinnulaus og 4,3% karla. Mest atvinnuleysi var meðal kvenna á Suðumesjum, 11,8%, en minnst meðal karla á Vestfjörðum, 0,6%. Vinnumálaskrifstofan gerir ráð fyrir að atvinnuleysi í febrúar hafi að meðaltali verið svipað og í janúar. Þó mætti ætla að dregið hafi úr atvinnuleysi á landsbyggð- inni, en það aukist á hinn bóginn á höfuðborgarsvæðinu. „Astæðan fyrir minnkandi atvinnuleysi á landsbyggðinni er fyrst og fremst sú að fiskvinnsla er víðast hvar *komin í gang í febrúar sem hún er tæpast í janúar. Á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri tengist at- vinnuleysið ekki fiskvinnslunni, heldur öðrum greinum, svo sem verslun og almennum iðnaði, og virðist sá samdráttur ætla að vera viðvarandi og fara vaxandi," segir Óskar Hallgrímsson hjá vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Vikulegar skráningar Ljóst er að atvinnuleysi á hveij- um tíma er mun meira en opinberar tölur gefa til kynna því ekki láta allir atvinnuleysingjar skrá sig hjá vinnumiðlunum. Hinsvegar ber þeim atvinnuleysingjum, sem þiggja vilja atvinnuleysisbætur, að mæta í eigin persónu, til að sanna viðveru sfna, til skráningar vikulega hjá vinnumiðlunum, sem starfandi eru í öllum sveitarfélögum, sem hafa 300 íbúa eða fleiri. Þeir þurfa jafn- framt að vera fullgildir aðilar að Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Sverrir Einarsson, Ingunn Sigmarsdóttir ásamt dóttur sinni, Selmu Margréti, sem varð ársgömul í september sl. FLUÐU TILISAFJARÐAR VEGNA ATVINNULEYSIS Á HUSAVÍK ÞAU VILJA hvergi annars staðar búa en á Húsavík og þar hafa þau búið saman í fjögur undanfarin ár. En þolinmæðina þraut um síðustu mánaðamót. Þau neyddust til að bregða búi vegna atvinnuleysis og stefnan var tekin á ísafjörð þar sem þau voru bæði búin að fá vinnu áður en Iagt var í’ann. Hann starfar nú við saltfiskvinnslu og löndun hjá Norðurtanganum og hún í 100% vaktavinnu sem gangastúlka á sjúkrahúsinu. ♦ Ifjögur ár hefur Sverrir Einars- son gengið á milli atvinnurek- enda á Húsavík í von um að úr rættist. Á sumrin hefur hann fengið afleysingavinnu hjá bæn- um og mest megnis verið á atvinn- uleysisbótum þess á milli. Sambýl- iskona hans, Ingunn Sigmarsdótt- ir, hefur verið í stopulli vinnu á sjúkrahúsinu á Húsavík og þegið atvinnuleysisbætur þess á milli. Þau hugsuðu með sér að þetta gengi ekki lengur, enda gátu þau engar áætlanir gert — ekki einu sinni fram í næsta mánuð því þau vissu aldrei hveijar tekjumar yrðu í það og það skiptið. Þau leigðu verkamannaíbúðina sína á Húsa- vík á 25 þús. kr. á mánuði og fengu leigða þriggja herbergja íbúð á ísafirði á 35 þúsund krón- ur. „Mér fannst það fulldýrt, en lét slag standa. Tekið var mjög vel á móti okkur og okkur gefnar allar þær upplýsingar sem hægt var að vélta. Við fengum meira að segja sérstaklega góða fyrir- greiðslu hjá Eimskipi vegna flutn- ingsins," segir Sverrir. - En af hveiju Ísafjörður? „Við ákváðum að fara á stað þar sem væri framhaldsskóli því okkur dreymir bæði um að fara í nám. Á Húsavík er framhalds- skóli og var Ingunn reyndar byij- uð þar, en annað okkar getur ekki stundað nám ef hitt er at- vinnulaust. Það gengur ekki upp. Eg hef mikinn áhuga á rafvirkja- námi, talaði við meistara á Húsa- vík sem taldi ólíklegt að hann tæki inn nema næstu sex til sjö árin.“ - Þið eruð þá væntanléga hæstánægð með „nýtt líf“ á ísafirði? „Já, það er óhætt að segja það. Nú er maður orðin eðlilegur mað- ur, farin að vinna eins og annað eðlilegt fólk. Það versta sem at- vinnuleysingjar gera er að ala með sér einhveijar gyllivonir, sem ekki svo rætast. Vonbrigðin verða enn meiri ef dottið er í þá gryfju. Það er miklu betra að fá hreint „nei“ strax frá atvinnurekendum heldur en eitthvert hálfgildings- svar um að hann skuli hugsa málið. Atvinnuleysi er mjög pirr- andi og getur auðveldlega lagst á sálina á manni ef maður passar sig ekki. Og oftast byijar sá sem verður atvinnulaus á því að snúa sólarhringnum við. Eg gat sætt mig við mitt atvinnuleysi að því leyti að ég vissi innst inni að ég var að gera mitt besta til þess að fá vinnu. Ég vissi að ég var heiðarlegur í því. Ég held að ég hafi verið búinn að gera alla at- vinnurekendur á Húsavík grá- hærða. Og auðvitað ætluðu þeir allir að hugsa vel til mín, en því miður lifír maður ekki á góðri til- hugsun," segir Sverrir. -Voruð þið kannski litinn hornauga í bænum fyrir að ganga um atvinnulaus? „Nei, það held ég ekki, en mér hefur fundist að það fólk sem ekki þekkir til manns haldi að maður sé rótlaus og tolli ekki í neinni vinnu. Það er hins vegar mjög áberandi að fólk sem hefur allt sitt á tæru veit ekki hvemig ástandið er í raun og veru. Kerl- ingamar sem em óánægðar með allt og eiga eiginmenn í nokkuð ömggum stöðum tala um að mað- ur sé bara að mála skrattann á vegginn. Fólk á svona stað skipt- ist í tvennt, það er ófaglærða fólk- ið sem oftast er í einhverri lausa- mennsku og svo þeir sem hafa einhveija menntun og fasta vinnu. Það er tvennt ólíkt að labba um bæinn atvinnulaus á miðjum degi og að labba um bæinn í fríi frá vinnu. Ég vona svo sannarlega að Húsavík deyi ekki drottni sín- um svo að einhvem tímann komi sá dagur að við getum snúið aftur til baka með dóttur okkar sem fæddist á Húsavík og er Húsvík- ingur,“ segir Sverrir. OTTAST LANDFLOTTA MIENNT A STÉTTANNA LAUNANNA VE6NA - segir Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdasf jóri BHMR „Ég á ekki von á því að at- vinnuleysi snerti okkar félags- menn í neinum mæli sem orð er á gerandi, en mér sýnist allar aðstæður stefna í að verða svipaðar og þegar fólks- flóttinn mikli kom upp í kring- um 1970. Þrátt fyrir að þá hafi verið búið að keyra kjörin niður í botn, kom upp atvinnu- leysi, og kann svo að fara að bölmóðurinn einn og sér, sem var til staðar þá og er til stað- ar nú, stuðli að því að fólk hreinlega flytjist á brott, í betri lgör erlendis," segir Birgir Björn Siguijónsson, framkvæmdastjóri BHMR. Lengst af höfum við ekki þekkt annað en mikla umframeft- irspum eftir fólki innan okkar vébanda og má í því sambandi nefna bæði kennara og bjúkrun- arfólk. Og ég tei að atvinnuleys- isvandinn komi til með að verða hvað minnstur hjá okkar fólki, ef á heildina er litið. Aftur á móti eru að opnast ýmsir atvinn- umöguleikar fyrir okkur, ekki bara á Norðuriöndunum heldur út um alla Evrópu, og það er auðvitað mjög gefandi að leita á mið, þar sem fagþekking manna er einhvers metin. ísland er veiði- mannaþjóðfélag, sem hagnýtir sér menntun manna iry'ög ilia. Og þaðan af síður er vilji til þess að borga því fólki, sem lagt hef- ur á sig langa skólagöngu, mann- sæmandi laun. Ég hef orðið þó nokkuð var við það upp á síðkast- ið að það fólk, sem er við nám erlendis, hættir við að flytja heim, ekki vegna þess að það er hrætt við atvinnuleysi heldur vegna launakjaranna sem hér bjóðast. Sem dæmi má nefna að byijunarlaun lektora á íslandi eru 73.665 krónur á mánuði. Laun lektora í Noregi eru 165.630 kr. og I Danmörku 215.475 kr. Munurinn er enn meiri þegar kemur að prófessors- embættum, en byijunarlaun pró- fessora hér á landi eru 114.565 kr. I Finnlandi er prófessor ráð- inn upp á 228.963 kr. og í Dan- mörku á 312.255 kr. á mánuði. Ef fyrirtækin í landinu væru virkilega að vinna að því að gera sína samkeppnisaðstöðu sterka, þyrftu þau á þekkingunni að halda og í mörgum okkar ná- grannalöndum eru fyrirtækin hreinlega með peninga inni í skól- unum. Hér skiptir það aftur á móti engu máli hvemig fyrirtæk- in okkar eru rekin. Þau eru alin upp í pilsfaldakapítalisma. Þau hafa getað gengið að því visu að ríkið komi til bjargar, sama hvort hér er vinstri eða hægri stjórn. Okkur vantar allan metn- að og dugnað. Ég hef vissulega áhyggjur af því fyrir þjóðarbúið ef dugiegir og kraftmiklir menntamenn fælast úr landi, fara að vinna fyrir önnur þjóðfé- lög svo þau verði ríkari. En því miður, þá held ég að klókir há- skólamenn muni heinlega leita á vit betur launaðra starfa en hér bjóðast," segir Birgir Björn. stéttarfélagi. Fullar atvinnuleysis- bætur greiðast þeim, sem unnið hafa 1.700 stundir eða fleiri á und- angengnum 12 mánuðum og nema fullar bætur 2.104,88 kr. á dag. Ef bótaþegi hefur unnið skemur en 1.700 stundir, minnka bætur til hans í réttu hlutfalli við vinnustund- afjöldann, allt niður í 425 vinnu- stundir. Ef viðkomandi hefur unnið 425 vinnustundir á síðustu 12 mánuðum, á hann rétt á 526,22 kr. á dag í atvinnuleysisbætur. Með bömum yngri en 18 ára, sem eru á framfæri bótaþega, greiðast 84,20 kr. á dag, burtséð frá vinnu- stundafjölda. Bótaþegi getur neitað vinnu í annarri starfsgrein heldur en þeirri, sem hann kemur úr, fyrstu fjórar vikumar á skrá hjá vinnumiðlun, ef því starfí fylgir meiri vosbúð og kuldi heldur en fyrra starfí. Eftir að sá tími er úti, er sá atvinnu- lausi, skyldugur til þess að taka hvaða starfi, sem honum býðst, nema að hann geti sannað með læknisvottorði að hann sé ófær um að sinna því af heilsufarsástæðum, samkvæmt upplýsingum frá Mar- gréti Tómasdóttur, deildarstjóra í Atvinnuley sistryggingasj óði. 45 þús. kr. mánaðarlaun Hvert bótatímabil stendur í 52 vinnuvikur af hveijum 68, sem þýð- ir 260 bótadaga. Eftír 52 vikur, líða 16 vikur sem bótaþegi fær engar greiðslur, en að þeim tíma liðnum, getur viðkomandi einstaklingur komið inn aftur, hafi honum ekki boðist nein vinna, gegn því að hafa látið skrá sig vikulega hjá vinnum- iðlun á þeim biðtíma sem líður á milli bótatímabila. Mánaðarlaun þess, sem á rétt á fullum atvinnu- leysisbótum, nema 45.613 krónum. Og sé bótatímabilið allt tekið inn í reikninginn, það er eitt ár í senn, nema árstekjur atvinnuleysingja 547.269 þúsund krónum. Sé hins- vegar miðað við þann, sem á rétt á lágmarksbótum, nema mánaðar- laun hans 11.403 krónum og árs- tekjur 136.817 kr. Þess ber þó að gæta að atvinnuleysisbætur eru skattskyldar og eru þær skattlagðar eftir á, samkvæmt gamla skattkerf- inu. Árstekjur atvinnulausra með hveiju barni innan 18 ára aldurs nema 21.892 kr. Ef báðir foreldrar eru atvinnulausir, fá þeir tvöfalda þessa upphæð, eða 43.784 kr., þar sem að böm eru í flestum tilvikum talin vera á framfæri beggja for- eldra. Vantar 450 millj. kr. Á fjárlögum 1992 er Atvinnu- leysistryggingasjóði ætlaðar 1.155 milljónir króna, sem miðast við tæplega 2% atvinnuleysi á lands- vísu. „Ef spá Þjóðhagsstofnunar um 2,6% atvinnuleysi á árinu reynist rétt, er ljóst að fjárþörf sjóðsins verður mun meiri en fram kemur í fjárlögum. Atvinnuleysistrygginga- sjóður þyrfti yfír 1.600 milljónir króna, eða um 450 milljónir til við- bótar þeim fjármunum sem honum eru nú ætlaðir. Ríkissjóður er ábyrgur fyrir greiðslum atvinnu- leysisbóta, samkvæmt lögum. Eng- in hætta er því á að hætt verði að borga út bætur þó að þeir pening- ar, sem okkur eru ætlaðir á fjárlög- um fyrir þetta ár, verði uppurnir áður en árið er úti,“ segir Margrét Tómasdóttir. Helsti tekjustofn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs er 0,15% af stofni svokallaðs tryggingagjalds, sem all- ir launap-eiðendur þurfa að standa skil á til ríkissjóðs. Allar atvinnu- greinar skila 6% af launum starfs- manna í formi tryggingagjalds, nema tvær, iðnaður og landbúnað- ur, sem lögum samkvæmt ber að- eins að greiða 2,5%. Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi út í janúarmánuði sl. tæpar 170 milljónir króna í atvinnuleysis- bætur á landinu öllu, á móti rúmum 135 milljónum króna á sama tima í fyrra og tæpum 140 milljónum í janúar 1990.1 fyrra voru heildarút- gjöld sjóðsins 957 milljónir króna og árið 1990 rúmur einn milljarður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.