Morgunblaðið - 01.03.1992, Síða 16

Morgunblaðið - 01.03.1992, Síða 16
''Síörö'íjMéiáóYð áöMMtföÁGtm' i:marz' 1992 eftir Agnesi Bragodóttur ÓHÆTT er að fullyrða að naprir vindar hafi gnauðað um ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar að undanförnu. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir sparnaðaraðgerðir í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, al- mannabótakerfinu. Henni hefur verið leg- ið á hálsi fyrir ruddafengin vinnubrögð, sem sýni sig í því að fólkið hafi tapað trúnni á stjórnina og fylgi hennar hrun- ið, en árangur af sparnaðar- og niður- skurðaráformum hennar sé ekki að sama skapi sá sem vænst hafði verið. Kjara- samningar eru lausir, atvinnuleysi fer vaxandi og hagur sjávarútvegsins virðist, samkvæmt meðaltalsupplýsingum þeim sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra kynnti á Alþingi í síðustu viku vera svo bágborinn að stefni hraðbyri í gjald- þrotahrinu verst stöddu fyrirtækjanna í sjávarútvegi. Davíð Oddsson forsætisráð- herra er ekki þeirrar skoðunar að hér sé allt í kalda kolum, eða að hrun atvinnu- lifsins blasi við. Hann hafnar öllum gervi- lausnum. Hann segir þær aðgerðir sem ríkisstjómin hafi beitt sér fyrir vera að skila árangri, hægt og bítandi. Festa og varanlegur stöðugleiki séu að skapast í íslensku efnahagslífi. Stjórnvöld séu nú að plægja akurinn fyrir atvinnulífið, þannig að atvinnufyrirtækin geti sáð og uppskorið innan tíðaj-, þótt einhveijir verði að gefast upp og hætta rekstri, sem sé bara lífsins gangur. Forsætisráðherra ræðir hér í viðtali við Morgiinblaðið stöðu mála í dag, hvað blasi við og hvað hafi þegar verið gert. Davíð Oddsson, forsætisráðherra: Höfum hvergi bugast undan árásum. Morgunbiaðið/Þorkeii Davíð, ríkisstjóm þín hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir það sem sumir hafa nefnt mdda- fengnar aðfarir í niðurskurð- aráformum. Getur verið að ríkisstjómin hafi með þessum aðgerðum sínum fómað miklu fylgi og vinsældum, fyrir mjög takmarkaðan árangur? „Nei, ég held að all vemlegur árangur hafi náðst. Við höfum viðurkennt að aðgerðirnar sem í hefur verið ráðist em tiltölulega litlar og árangurinn í samræmi við það. Þó er hann töluverður, vegna þess að við höfum verið að fara inn á nýjar brautir. Menn em í fyrsta skipti að reyna að stöðva þessa vélgengu sjálf- virkni í hækkunum opinberra gjalda. Ég tel ekki rétt að lýsa þessum aðgerðum okkar sem raddafengnum. Allir segja: Jú, jú. Við emm sammála því að skera niður ríkisútgjöld, en það má bara ekki skera niður í heilbrigðismál- um og ekki í menntamálum. Vandamálið er bara það, að þar em allir peningamir. Fyrstu viðbrögðin við aðgerðum okkar til þess að ná niður lyfjakostnaði í fyrra voru nákvæmlega eins, en nú skrifa apótekarar um að þar hafi náðst afskaplega fínn árangur og hrósa heilbrigðisráðherranum, en þeir gerðu það nú ekki síðastliðið sumar." - Samanburður á lyfjakostnaði í janúar í ár og í janúar í fyrra sýnir að árangurinn er nú ekkert stórkostlegur, ekki satt? „Árangurinn er ekki takmarkaður, síður en svo. Sparnaðurinn í lyfjakostnaði nálgast einn milljarð króna miðað við heilt ár, án þess að hagsmunum nokkurs sé stefnt í voða. Þessar aðgerðir til þess að spara í lyfjakostnaði vom í fyrrasumar sagðar harkalegar, en út á hvað gengu þær? Þær gengu út á það að þeir sem stóðu illa, standa betur eftir breytingarnar, en þeir sem stóðu vel, standa örlítið verr. Eg lít ekki þannig á að þótt ég fái flensu, eða einhver önnur minniháttar veikindi, og þurfi þess vegna að fá einhver lyf í nokkra daga á ári, að ég sé sjúklingur í þeim skiln- ingi. Ég er bara heilbrigður maður, með fullar tekjur, sem fæ einhverja pest. Það er eðlilegt að ég borgi dálítið hærra gjald fyrir mín lyf, en þeir sem skilgreinast sem raunverulegir sjúklingar, sem þurfa virkilega á lyfjum að halda til lengri tíma. Þeir sjúklingar standa betur í þessu kerfi, heldur en áður. Þessi gjörð okkar er því réttlætisgerð, og það er fjarri öllu lagi að hún sé hrottaleg. Ef við ræðum aðeins það sem hefur verið til umræðu í heilbrigðismálunum að undan- fömu, þá má kannski segja að erfíðir hlutir, sem þurfa að taka langan tíma, eins og samein- ing spítalanna, líti harkalega út. Auðvitað má segja að æskilegra væri að geta tekið lengri tíma til þess að ná fram málum eins og sam- einingu sjúkrahúsanna. Þetta fékk náttúrlega á sig neikvæðari blæ en ella hefði orðið, vegna þess að öllum starfsmönnum Landakotsspítala var sagt upp. Raunvemlega var það heiðarleg aðgerð af hálfu spítalans og alls ekki gert til þess að spilla fyrir sameiningartilrauninni. En það vantar peninga og það vantar þá fljótt, og þess vegna þurfti að gera þessa hluti tiltölu- lega hratt, þótt annað hefði verið æskilegra. Það er fullur vilji alls staðar til þess að slíkar aðgerðir komi ekki niður með harkalegum hætti. Meginafstaða ríkisins er sú að það eigi að spara tilteknar upphæðir, en síðan segir ríkið: Við emm mjög opnir fyrir því að þessi spamað- ur komi niður þar sem stjómendur viðkom- andi stofnana og starfsfólk telji það vera heppi- legast. Málið er það, að þegar við erum gagn- rýndir, þá em alltaf dregin fram einhver hroða- leg dæmi og skýrasta dæmið um það er af sjúkrahúsunum, þar sem því hefur verið hald- ið fram að það sem við erum að gera, geti jafnvel skaðað líf og heilsu sjúklinganna. Þetta er auðvitað fásinna, því starfstéttirnar hafa val um hvar er sparað og þá verða menn auð- vitað að velja það sem þeir helst geta verið án. Með því að gera það, þá þarf enginn að segja mér að þar með sé verið að stofna lífi og heilsu fólks í stóra hættu. Það er mjög ákveðin tregða sem við mætum í þessum efn- um, og sú tregða er skiljaníeg, vegna þess að þetta hefur aldrei verið reynt í þessum mæli áður. Menn hafá reynt að spara með því að fresta vegarspotta hér, brúargerð þar um eitt ár og svo framvegis, en þar var ekki um varanlegan spamað að ræða. Varanlegur sparnaður næst með breyttu skipulagi og minnkandi yfirbygg- ingu. Slíkur sparnaður skilar sér til lengri tíma.“ - Nú er því oft haldið fram að flatur niður- skurður á ríkisútgjöldum sé ekki rétta sparnað- arformið, til þess að ná varanlegum árangri. Vænlegra sé að að fara nákvæmlega yfír allt sviðið, vega og meta hvað er nauðsynlegt og hvað ekki og skera niður samkvæmt því. Hvað segir þú um þessa skoðun? „Það er enginn vafi á því að það væri betra að vinna að sparnaði í ríkisfjármálum með þeim hætti sem þú lýsir, ef menn hefðu efni á því að gera þetta á mjög löngum tíma, hins vegar er ég ekki viss um að við Islendingar hefðum þolinmæði til þess. Raunar hafði ég miklar efasemdir um það að flatur niðurskurð- ur myndi ganga, vegna reynslunnar sem var af slíku þegar vinstri menn höfðu meirihluta hér í Reykjavík. Þegar vinstri meirihlutinn gat ekki lokað fjárhagsáætlun, þá sögðu þeir bara: Við skerum niður um 5% og fundu þannig ákveðna tölu. En það var ekkert skorið niður — þetta varð aldrei annað en tala á blaði. En við höfum farið í raunverulegan niðurskurð, með öllum þeim erfíðleikum og óvinsældum sem því fylgdi, vegna þess að við vildum sjá raunverulegan árangur. En samhliða höfum við úr ákveðinni upphæð að spila, til þess að hægt sé að milda áhrifín þar sem það á við í samráði við forsvarsmenn stofnananna og starfsfólk. Þannig gemm við það á heldur snaggaralegan hátt, sem þú ert að tala um. Ég held að íslenska veiðimannseðlið sé þannig að íslendingar vilji ganga hratt í hlutina og komast í gegnum erfiðleikana á tiltölulega skömmum tíma, en ekki vera að gaufast við þá allt of lengi." - Hafnar þú þá ásökunum á hendur þér og ríkisstjórninni í þá veru að þið séuð að eyðileggja velferðarkerfí íslendinga? „Já, það geri ég. Ég held að stjórnmála-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.