Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 21 vatnssveit, til að kynna sér gögn um lífríki vatnsins. Parker kallar það þjóðarslys að hér skyldi hafa verið heimilað kísilgúrnám árið 1967 án þess að umhverfisáhrif þess væru metin. Hann telur að verstu áhrif kísilvinnslunnar í Ytriflóa séu trufl- anir sem verði á setflutningum, næringargrundvelli lífvera í fæðuvef vatnafugla og fiska í vatninu og útfalli þess. Dælingin dýpki vatnið og lýri búsvæði vatnafugla. Niðurstöður þeirra sérfræðinga •sem rannsakað hafa áhrif kísilnáms- ins á lifríki vatnsins eða fyrirliggj- andi gögn eru hins vegar ekki á einn veg. I skýrslu sem Parker gaf út eftir veru sína hér kemur fram að aukið köfnunarefnisaðstreymi, sem hann telur að tengist beint eða óbeint kísil- gúrvinnslunni, valdi hættu á breyt- ingum í tegundasamsetningu þess vatnagróðurs sem sé ríkjandi frum- framleiðandi vatnsins, þ.e. standi undir öllu öðru lífí. Hann telur að dælingu eigi að hætta í áföngum eins fljótt og auðið sé. „Hugsanlegt er,“ segir hann, „að bæta orðinn skaða með því að jafna svæðið sem dælt hefur verið af.“ Rannsóknir Sérfræðinganefndar- innar leiddu í ljós aðrar niðurstöður. þær að breytingar á aðstreymi köfn- unarefnis sem rekja mætti til starf- semi Kísiliðjunnar væru óverulegar í samanburði við magn efna í vatn- inu sjálfu. M.ö.o. að mengandi áhrif frá kísilnáminu væru óveruleg. Hins vegar sýndu rannsóknirnar að tilflutningur sets innan vatnsins hefur breyst verulega vegna dýpkun- ar Ytriflóa og vegna landriss þar. Ekki var hins vegar talið mögulegt að fullyrða um áhrif þess á lífríki vatnsins án frekari rannsókna. Takmarkanir á námaleyfinu til skoðunar Námaleyfí Kísiliðjunnar gildir til ársins 2001 en frá því að það var endurnýjað árið 1985 hefur verk- smiðjunni aðeins verið heimilt að dæla hráefni úr hluta Ytriflóa vatns- ins. Þessar takmarkanir, sem falla áttu úr gildi í ágúst 1991, hafa nú tvívegis verið framlengdar, fyrst fram til 31. mars, þar sem enn hef- ur ekki verið talinn grundvöllur til að ákvarða nánar um framhaldið vegna skorts á vitneskju um áhrif setflutninga í vatninu á lífríki þess. Nýlega var skipaður ráðgjafahóp- ur sem koma á með tillögur til iðnað- ar- og umhverfísráðuneytis um áframhaldandi rannsóknir á set- flutningum svo og tillögur að áfram- haldandi takmörkunum á námaleyfi Kísiliðjunnar. Jón Gunnar Ottósson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að markmiðið með því að skoða málið núna sé að komast að niðurstöðu sem komi í veg fyrir eyðileggingu á vatninu. „í tengslum við það verða ýmsar leiðir athugaðar en enn er ekki hægt að gefa neitt upp. Það er hins vegár ljóst að það er vilji beggja ráðherra, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra, að nýta endur- skoðunarákvæðið í námaleyfinu því að ef það væri ekki gert þýddi það að verksmiðjan hefði óbundnar hendur í vatninu og það kemur ekki til greina,“ sagði Jón Gunnar. Skýrsla sérfræðinganefndar ekki túlkuð á einn veg Eftir að skýrsla sérfræðinga- nefndarinnar kom út sl. sumar, gáfu deiluaðilar út yfírlýsingar þar sem fram komu mjög mismunandi túlk- anir á niðurstöðum hennar. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps og forsvarsmenn Kísiliðjunnar fögn- uðu því að ekki hefði tekist að rekja tengsl milli sveiflna í dýrastofnum vatnsins og starfsemi verksmiðjunn- ar. í ályktun sem sveiíarstjórnin sam- þykkti skömmu eftir að skýrslan kom út var áhersla lögð á að stjóm- in teldi að þar kæmi skýrt fram að ekki væri um efnamengun að ræða í Mývatni og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af mældri aukningu nær- ingarefna í lindarvatni. Óvissa um afleiðingar af breyttu setreki væri næg ástæða til að fara með gát við nýtingu kísilgúrnáúiunnar en fjarri því næg ástæða til að takmarka nýtinguna við Ytriflóa. í umsögn Náttúruvemdarráðs um skýrsluna var hins vegar ályktað stöðva bæri kísilgúrtöku úr Mývatni hið fyrsta og ganga ætti frá nám- unni á skipulegan hátt auk þess sem endanleg mörk svæðis og tímamörk vinnslunnar yrðu ákvörðuð út frá vísindalegum forsendum og gerð yrði sérstök áætlun um lok starfsem- innar. Kísilnámið ber vitni um vanþróun Arnþór Garðarsson, formaður Náttúruvemdarráðs, segir engan vafa leika á því að nú þegar liggi fyrir nægar upplýsingar sem bendi til að áhrif Kísiliðjunnar á lífríkið séu skaðleg og ráðið sé á þeirri skoð- un að henni beri að loka. Kísiliðjan við Mývatn. Undantarin ár hefur veiti verið minni á svxtinu en nnkkurn Svipat er að segja um andastotna sem verit hafa í meiri lægt nú en á undan- förnum sjtttíu árum. Skýringar á hessu eru mismunandi. Hann segir að upphaf þeirrar deilu sem nú sé í gangi megi rekja til þess að starfsemi Kísiliðjunnar hafí hafíst áður en lög um verndun Lax- ár og Mývatns tóku gildi árið 1974 en verksmiðjan hóf starfsemi sína árið 1967. „Á þessum tíma gerðu menn ekki ráð fyrir neinum um- hverfisáhrifum og því var farið af stað með rekstur verksmiðjunnar á þessum viðkvæma stað án tillits til þeirra. Það má í raun segja að þetta hafi verið hluti af vanþróun okkar og frá þessum tíma hafa menn bar- ið höfðinu við stein," segir Amþór í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að sveiflukenndar stofnstærðir dýrategunda á svæðinu hafí valdið nokkrum erfíðleikum við mælingar. „Frá 1970 hafa menn hamrað á því að breytingamar séu eðlilegar og alltaf er verið að bíða eftir að þetta lagist aftur. Langtíma- meðaltalið er hins vegar niður á við og það er Ijóst að lægðimar í dag eru mun dýpri en fyrr á öldinni og hæðimar ekki eins háar.“ Eina fausnin að loka verksmiðjunni Nú er talið að kísilnámið hafí rýrt setflutning úr Ytriflóa yfír í Syðri- flóa um 10 til 15%. Arnþór segir að hugsanlega séu þessi áhrif meiri en það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. „Það sem við vitum hins vegar er að ef farið yrði suður fyrir Teigasund inn á svokallaða Stranda- boli, sem er næsta vinnslusvæði ef Kísiliðjan heldur áfram, þá má gera ráð fyrir enn meiri áhrifum," segir hann. Kísilgúrinn í Ytriflóa vatnsins verður upp urinn eftir fimm ár og þá mun kísilnám þurfa að hefjast i Syðriflóa þess ef hægt á að vera að reka verksmiðjuna. Arnþór segir þann kost ekki koma til greina af hálfu Náttúruvemdar- ráðs og leggur áherslu á að ráðið hafi miklar skyldur við lífríki vatns- ins. „Mývatn er afar óvenjulegt vatn og það liggja ekki fyrir neinar verk- fræðilegar skoðanir á því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þau umhverfisáhrif sem Kísiliðjan veld- ur. Rekstri hennar fylgir áhætta og á meðan ekki hafa verið fundnar leiðir til að draga marktækt úr henni er eina lausn málsins sú að loka verksmiðjunni," segir Amþór. Ekki veruleg áhætta fólgin í vinnslu sunnan Teigasunds fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, segist vera afar óánægður með framgöngu Náttúruvemdarráðs í málinu og tel- ur umsögn ráðsins um skýrslu sér- fræðinganefndarinnar óvandaða. En þar segir að engir umhverfisþættir, aðrir en kísilgúmámið, séu líklegir til að hafa áhrif á lífríki Mývatns. Sem dæmi nefnir Róbert að ráðið fullyrði að veðurfar hafí ekki áhrif á lífríki Mývatns. „Virtir haffræð- ingar sýna hins vegar fram á að veðurfar hefur áhrif á lífríki hafsins. Hér er um að ræða mjög gmnnt vatn svo ef veðurfar hefur ekki áhrif á það er jafn óhugsandi að það hafí áhrif á lífríki hafsins," segir Róbert. Talsmenn Kísiliðjunnar telja að ekki hafi verið sýnt fram á það með rökum að veruleg áhætta sé fólgin í vinnslu í Bolum, sunnan Teiga- sunds. „Eina staðreyndin sem liggur fyrir er að Mývatn mun í framtíð- inni fyllast af kísilgúr. Aðrar kísil- gúrverksmiðjur í heiminum taka ein- mitt hráefni sitt úr uppþomuðum stöðuvötnum. Allir skilja að fiskar lifa ekki á þurm landi og endur kjósa gjaman að vera í vatni. Það má því til sanns vegar færa að við séum miklu frekar að bjarga vatninu, en að eyðileggja það,“ segir Róbert. Hann segir að talsmenn kísilnáms í Mývatni séu ekki síðri náttúru- verndarmenn en andstæðingar þess og vilji ekki liggja undir ómaklegum orðrómi um að þeir séu að eyði- leggja lífríki vatnsins. Hann segir hins vegar að skilgreining þeirra á náttúmvemd sé önnur en sú sem Náttúruvemdarráð styðjist við. „Náttúmverndarráð virðist skil- greina náttúruvernd á þann hátt að láta eigi náttúmna í friði. Við teljum hins vegar að það sé náttúruvernd þegar auðlindir sem landið hefur upp á að bjóða em nýttar skynsamlega án þess að ganga svo nærri náttúr- unni að hún bíði verulegan skaða af,“ segir Róbert og bætir við að ef lífvænlegt eigi að vera í þessu landi verði þjóðin að nýta auðlindir þess. „Við verðum að nýta fískinn í sjón- um. Við vitum hins vegar aldrei hvenær kemur að þeirri stund að þeirri hugmynd skjóti upp í kollum erlendra öfgamanna um náttúm- vemd, að rétt væri að koma í veg fyrir nýtingu á þeim fisktegundum, sem þetta þjóðfélag byggir á. Auðvitað geta menn haft skoðan- ir á því að verksmiðjan stingi í stúf við náttúmfegurð Mývatnssveitar. En auðlindirnar em hér og verða ekki nýttar annars staðar," segir Róbert. „Þetta er verksmiðja og eins og aðrar verksmiðjur ekkert for- kunnarfögur að sjá fyrir þá sem ekki þekkja. Þeir sem hins vegar þekkja eitthvað til þessa rekstrar sjá ákveðna fegurð í honum að því leyti að þetta er þjóðþrifafyrirtæki sem vinnur úr innlendum hráefnum, nýt- ir innlenda orkugjafa og hefur inn- lent vinnuafl. Þjóðhagslega séð er fyrirtækið því borðleggjandi og á tímum þegar saman dregur í hag- kerfinu finnst mér óvarlegt að rakka slíkt fyrirtæki niður.“ Skoðanir skiptar í Mývatnssveit í Mývatnssveit em skoðanir mjög skiptar um ágæti Ktsiliðjunnar þó erfitt sé að fullyrða nokkuð um hvemig afstaða íbúa skiptist ná- kvæmlega. Að sögn Jóns Árna Sigfússonar, sem búið hefur við Ytriflóa vatnsins í 62 ár, hefur vatnið í Ytriflóa grynnst, með landrisi og fyllingu þess af kísilgúr, um einn metra frá árinu 1940. „Ég tel því engan vafa leika á því að Kísiliðjan sé að gera vatninu gott og er sannfærður um að ef Kísiliðjan væri ekki í Mývatns- sveit væri það nú brýnt mál hjá náttúruvemdarsamtökum hvernig bjarga ætti Mývatni frá því að fyll- ast af kísilgúr," segir Jón Árni. Bændur myndu krefjast lögbanns á kísilnámið Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, segir að verði kísilnám leyft í Syðriflóa vatnsins sé búið að leggja náttúm- vernd á íslandi í rúst. „Eg hef hins vegar rökstuddan grun um að iðnað- arráðherra vilji veita Kísiliðjunni leyfí til vinnslu þar. Spumingin er hvað hann kemst upp með því að vinnslan sunnan Teigasunds gæti þýtt endalok lífríkis við Mývatn,“ segir Starri í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að hlunnindi bænda við vatnið og stór hluti af bútekjum þeirra muni hrynja verði kísilnám leyft í Syðriflóa og þeir muni beijast gegn því með öllum ráðum. „Við eigum bandamenn, sem fylgjast náið með því sem er að gerast hér, með- al náttúruverndarsamtaka víða í veröldinni. Ef ráðist yrði í vinnslu sunnan Teigasunds yrði því tekið afar illa og með svo mikilli hörku að það yrði geysilegur ófriður," seg- ir Starri. Hann segir að með stuðningi er- lendra náttúruverndarsamtaka yrði farið í mál og krafist lögbanns á kísilnámið, á þeim forsendum að verið væri að bijóta lögin um vernd- un Laxár og Mývatns með því að bijóta á bak aftur umsögn Náttúru- verndarráðs. Starri vill ekki tilgreina nánar til hvaða aðgerða yrði gripið en segist vonast til að til ofbeldisað- gerða þurfí ekki að koma. Styijaldarástand verði vinnslan leyfð í Syðriflóa Starri segist telja að skynsamleg- ast væri fyrír sveitarfélagið og ríkið að taka sig saman um að mæta nú þegar efnalega og atvinnulega þeirri breytingu sem yrði við það að Kísil- iðjan hyrfí af vettvangi. „Við erum ekki að fjandskapast við það fólk sem býr hér og auðvitað kemur ekki til greina að því verði hent út og það missi bæði atvinnu og eignir. En að leggja verksmiðjuna niður á fímm árum og skapa um leið atvinnu fyrir það fólk sem nú byggir afkom- una á kísilgúmáminu er eina leiðin til að leysa þetta mál með skynsemi og í friðsemd," segir hann og bætir við að annars verði styijaldarástand i sveitinni og málið muni ekki leys- ast nema með ósköpum. Starri segist sannfærður um að tíminn vinni gegn Kísiliðjunni. „Það mun ekki þurfa okkur bænduma við Laxá og Mývatn til þess að Kísiliðj- unni verði lokað. Það verður hrein- lega ekki liðið lengi að verksmiðjan raski því lífríki sem á alþjóða vísu er talið svo dýrmætt að ekki megi hrófla við því.“ Bandaríski fiskifræðingurinn Carl Parker kom hingað til lands á vegum bænda við Laxá og sunnanvert Mý- vatn. Að sögn Starra var hann feng- inn hingað til að meta gögn um líf- ríki vatnsins þar sem bændumir töldu vafa leika á því hve mikið fag- legt gildi rannsókna sérfræðinga- nefndarinnar væri. „í nefndinni sátu menn sem ekki voru sérfræðingar heldur höfðu einungis það hlutverk að gæta hagsmuna Kísiliðjunnar. Þetta Iíð setti mark sitt á niðurstöð- urnar og rýrði faglegt gildi þeirra. Við fengum því Carl Parker til að meta rannsóknargögn sem fyrir liggja um Mývatnssvæðið og á þeim byggir hann niðurstöður sínar sem um leið eru viðvömn til stjóm- valda,“ segir Starri. Stórar fuflyrðingar varhugaverðar Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, tel- ur varhugavert að setja fram svo stórar fullyrðingar sem Náttúm- verndarráð og fleiri hafí gert und- anfarið um að hætta beri starfsemi verksmiðjunnar. Þessir aðilar séu famir að túlka það sem enn hafí ekki verið mælt. „Það er ekki ágrein- ingur um hvað þurfí að rannsaka eða hvernig heldur stendur hann um það hvemig túlka beri það sem við vitum í dag,“ segir Sigurður Rúnar í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að í skýrslu sér- fræðinganefndarinnar komi fram að vinnslan hafi mest áhrif á einn þátt, setflutningana. „Þessi þáttur er skil- inn eftir án þess að hægt sé að full- yrða neitt um afleiðingar og hvatt er til frekari rannsókna. Það er því alls ekki veijandi á gmndvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir að láta sér detta í hug að leggja af þessa starfsemi," segir Sigurður Rúnar. 700 milfjóna króna gjafdeyristekjur af vinnslunni Um 40% af tekjum sveitarsjóðs Skútustaðahrepps eiga upprana sinn í verksmiðjunni og þriðjungur íbúa hefur lífsviðurværi sitt af rekstrin- um. „Ef ekkert kæmi í staðinn myndi brotthvarf þessa fyrirtækis draga svo máttinn úr sveitinni að braut hennar til hægfara dauða væri mörkuð," segir Sigurður Rúnar. Hann leggur áherslu á að efna- hagsleg áhrif af þvf að leggja verk- smiðjuna niður myndu snerta fleiri en Mývetninga eina en þjóðarbúið fær um 700 milljóna króna gjaldeyr- istekjur af starfsemi hennar árlega og um 40-50 milljónir renna til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta. „Fólk verður að athuga að þetta fyrirtæki er burðarás atvinnulífsins í af- skekktri byggð og því verður að liggja mjög sterk sönnun að baki svo veijandi sé að leggja starfsemina af. Stæðu íbúum þessa svæðis hins vegar til boða sambærileg störf á sinni heimaslóð mætti athuga málið. Þá vaknar hins vegar sú spurning hvort landsmenn hefðu efni á því að eiga hér ónýtta auðlind," segir Sigurður Rúnar. fram . til áramóta ög fyrír skömmu tíma á úessari öld. Róbert B. Agnarsson, Ljósmynd/Rúnar þór ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.