Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 35 □ Sumarstörf Eftirfarandi sumarstörf hjá Kópavogskaup stað fyrir sumarið 1992 eru laus til umsókn ar: Almenn störf: 1. Verkamenn í almenn störf: Garðyrkju, malbikun, gangstéttagerð, almenna jarð- vinnu, hreinsun og ýmis viðhaldstörf á íþróttavelli. 2. Flokksstjórar við garðyrkju og á íþrótta- velli. 3. Forstöðumaður og leiðbeinendur í skóla- garða og á starfsvelli. 4. Aðstoðarmenn á leikvelli (hlutastarf). 5. Afleysingarmenn við Sundlaug Kópavogs. 6. Önnur afleysingarstörf. Vinnuskólinn: 1. Tveir yfirflokksstjórar. 2. Flokksstjórar. 3. Starfsmaður á skrifstofu, þarf að hafa reynslu í meðferð Macintosh tölvu (þarf að geta hafið störf í maí)- Garðyrkja: Verkstjóri með skrúðgarðyrkjumenntun (4 mánaða starf). Væntanlegur ráðningarsamningur við laus- ráðna sumarstarsmenn í almennum störfum mun miðast við 8 stunda dagvinnu, eftirvinna verður tilfallandi. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Félagsmálastofnunar í Fannborg 4, sími 45700. Umsóknum skal skila á sama stað fyrir 16. mars 1992. Starfsmannastjóri. ALFA-LAVAL Sölu- og þjónustufulltrúi Jötunn hf. óskar að ráða sölu- og þjónustu- fulltrúa í Alfa-Laval þjónustu sem fyrst. Starfið felst í: ★ Gerð söluáætlana og skipulagningu sölu- starfsins. ★ Tilboðsgerð. ★ Sölu og uppsetningu á vélum og búnaði fyrir mjaltakerfi. ★ Þjónustu og ráðgjöf við bændur. ★ Miklum samskiptum við bændur og okkar birgja erlendis. Starfinu fylgja ferðalög innanlands og erlend- is. Viðkomandi verður að sækja námskeið til Alfa-Laval í Svíþjóð. Við væntum þess að þú: ★ Hafir söluhæfileika. ★ Hafir hagnýta þekkingu og menntun á sviði bú- eða mjólkurfræði. ★ Hafir góða kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. Við bjóðum þér: ★ Sjálfstætt og spennandi starf í rótgrónu og vaxandi fyrirtæki. ★ Góð laun. Skrifleg umsókn, ásamt upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, merkt: „ALFA- LAVAL" sendist til Jötuns fyrir 6. mars. sími 91-670000. Jötunn hf. skiptist í 5 deildir sem annast innflutning og sölu á búvélum, bifreiðum, raftæknibúnaði og varahlutum, ásamt framleiöslu á fóðri. Hjá Jötni starfa 100 manns. Heildarvelta 1991 var 1,8 milljarðar kr. „Amma“ Við erum fjórir bræður í suðurbæ Hafnar- fjarðar og langar að fá góða „ömmu" til að passa okkur. Við getum verið ósköp góðir, ef við fáum pínulitla þolinmæði. Gummi, Óli, Sibbi og Grímur. Helga og Karl, sími 54878. íslensk tónverkamiðstöð Okkur vantar liðsauka í fullt starf frá 1. apríl til að sinna Ijósritun og frágangi á nótum, svo og almennri afgreiðslu. Áskilið er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af nótnalestri, áhuga á tónlist og haidgóða enskukunnáttu. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf, sem gerir kröfur. Starfið veitist aðeins til lengri tíma. Skriflegar umsóknir sendist íslenskri tón- verkamiðstöð, Freyjugötu 1, pósthólf 978, 121 Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar í síma 12322. Reyðarfjarðarhreppur Laus staða Staða yfirhafnarvarðar við Reyðarfjarðarhöfn er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. og skal senda umsóknir til undirritaðs, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið í síma 97-41245 eða á skrifstofu sveitarfélagsins, Heiðarvegi 5, 730 Reyðarfirði. ísakJ. Ólafsson, sveitarstjóri. _^^^|^HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Staða er laus til umsóknar á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri: Hjúkrun íheimahúsum er sjálfstætt, gefandi og þakklátt starf. Unn- ið er á dagvinnutíma. Ahugavert þróunar- verkefni er í gangi. Starfslið heimahjúkrunar mun taka mjög vel á móti þér í samstarfið. Hafðu samband fyrir 15. mars nk. og kynntu þér málið betur annað hvort hjá Þóreyju í heimahjúkrun, Konny eða Guðfinnu í síma 96-22311. Staða hjúkrunarfræðings til afleysinga í sumar er einnig laus til umsóknar. Laus störf Starfsmaður óskast til starfa við bókarklúbb. Starfið felst í móttöku viðskiptavina, síma- vörslu, innslætti á tölvu o.fl. Starfsmaður óskast í bókabúð - ritfanga- deild. Aðeins er um framtíðarstörf að ræða. Aldur 30 ára og eldri. Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. mars merktar: „BM - 7491“. Filmuskeytinga- maður Stór prentsmiðja f borginni óskar að ráða filmuskeytingamann til starfa sem fyrst. Vaktavinna. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 7. mars nk. Guðntíónsson RÁÐ.CJÖF &RÁÐNINCARNÓNUSTA TjARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK. SÍMI 62 13 22 Framkvæmdastjóri Norrænu leiklistar- og dansnefndarinnar Starf framkvæmdastjóra er laust til um- sóknarfrá 1. september 1992. Norræna leiklistar- og dansnefndin er nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem fjallar um leikhús, tónlistarleikhús og dans. Henni er ætlað að standa fyrir námskeiðum og ráðstefnum auk þess að úthluta styrkjum til gestaleikja og skipta á leikstjórum, danshöfundum og leik- myndateiknurum innan Norðurlandanna. Fjárveiting nefndarinnar árið 1992 nemur 6.222.000 d.kr. Nefndin fundar á hálfs árs fresti og ákveður þar hvaða verkefnum skuli hrint í framkvæmd. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir að ákvörðunum sé fylgt - í samstarfi við annað starfsfólk skrifstof- unnar. Starfið krefst listrænnar þekkingar og stjómunarhæfileika, yfirlits og mikillar reynslu af sviðslist auk samstarfshæfí- leika, skipulagshæfileika og fjármálavits. Gengið er út frá því sem vísu að um- sækjendur hafi tilhlýðilega tungumálakunn- áttu til samskipta milli Norðurlandanna. Gera má ráó fyrir talsverðum ferðalögum, vinnu um helgar og á sumrin. Skrifstofa nefndarinnar er nú staðsett í Kaupmanna- höfn og þurfa umsækjendur frá öðmm Norðurlöndum að vera reiðubúnir til að flytja þangað. Framkvæmdastjóri er ráðinn af Norr- ænu ráðherranefndinni eftir tillögu leik- listar- og dansnefndarinnar. Samningur- inn nær til fjögurra ára og má framlengja hann til allt að tveimur ámm til viðbótar. Núverandi mánaðarlaun em 23.861,00 d.kr. Skrifleg umsókn berist framkvæmda- stjóm Norrænu leiklistar- og dansnefnd- arinnar eigi síðar en mánudaginn 30. mars kl. 12.00. Teater og Dans i Norden Vesterbrogade 26:I DK-1620 Kobenhavn V Nánari upplýsingar veita formaður nefndarinnar Iwar Wiklander, Svíþjóð í síma +46 3113 15 18 eða Anders Ahnfelt-Ronne framkvæmdastjóri í síma +45 33 22 45 55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.