Morgunblaðið - 01.03.1992, Side 36

Morgunblaðið - 01.03.1992, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 ir A UGL YSINGAR Bókasafnsfræðingur Staða deildarstjóra flokkunar- og skráningar- deildar Bókasafns Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Umsóknir sendist forstöðumanni fyrir 15. mars. Stjórn Bókasafns Hafnarfjarðar. Eldhússtarf Óska eftir starfsmanni í 50% starf í eldhús. Vinnutími kl. 16.00-20.00 (vaktavinna). Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Ráðningarstofunni frá kl. 9-13. ‘HákmMtofm STÁRFS- OG^NÁMSRÁÐGJÖF KRINGLUNNI 4, (BORGARKRINGLUNNI), * 677448 Lausar stöður Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða starfs- menn til eftirtalinna starfa: Við upplýsingaþjónustu - eftirlit og umsjón fasteigna, - símavörslu og almenn skrifstofustörf. Sjúkraþjálfari óskast Heilsugæslustöðin og sjúkrahúsið á Hvamms- tanga óska að ráða sjúkraþjálfara til starfa sem fyrst. Góð aðstaða er til sjúkraþjálfunar í ný- legri heilsugæslustöð. Upplýsingar veita Karl Kristjánsson, heilsu- gæslulæknir, símar 95-12345 og 95-12484 og Guðmundur Haukur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, símar 95-12348 og 95-12393. Heilsugæslustöð og sjúkrahús Hvammstanga. Skrifstofustarf Verktakafyrirtæki óskar eftir hæfum starfs- krafti til að annast fjárhagsbókhald, verkbók- hald, launakeyrslur, tilboðs- og sölukerfi (STÓLPI) ásamt fésýslu fyrirtækisins. Við leitum að aðila með reynslu, þekkingu 9g vilja til að takast á við ofangreind verkefni. Áhugasamir leggi inn skriflegar umsóknir á auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudag 3. mars nk. merktar: „H - 9658". WURTH verslar með festi- og tengihluti ásamt verkfærum og efnavöru fyrir fagmenn. Vörunúmer á lager skipta þúsundum. Sölumaður óskast Við óskum að ráða sölumann fyrir trésmíða- verkstæði. Ábyrgð og starfslýsing: Afgreiðsla og sala til núverandi viðskiptavina. Kynning á nýjum vörum. Afla nýrra viðskiptavina. Eiginleikar: Iðnmenntun svo sem trésmíði. Eiginleikar til að vinna skipulega. Vilji til að ná árangri. Samstarfsvilji og jákvæð viðhorf. Reynsla við sölu æskileg en ekki nauðsyn- leg. Staðan gefur góða möguleika bæði fag- lega og persónulega fyrir viðkomandi aðila hjá fyrirtæki í mjög örri þróun. Það verður veitt kerfisbundin kennsla bæði innan fyrir- tækisins og utan. Athugið: Reyklaus vinnustaður! Tekjumöguleikar eru þokkalegir og munu byggj- ast að hluta til á föstum launum og bónus. Viljir þú vita meira um þetta starf þá getur þú hringt í síma 687567 á milli kl. 12.00 og .18.00 og fengið frekari upplýsingar um starfið. Ef þú hefur áhuga á slíku starfi, sendu þá skriflega umsókn fyrir 15. mars nk. til WURTH á íslandi pósthólf8748, Bíldshöfða 10, 128 Reykjavík, sími 687567. Bifvélavirkjar Við erum að leita að manni til að sjá um varahluti í vörubíla fyrir okkur. Viðkomandi þarf að vera bifvélavirki og hafa unnið að viðgerðum á vörubílum, helst heml- um. Hann þarf einnig að geta.lesið og talað a.m.k. ensku (fyrir utan íslensku). Þessi mað- ur þarf að vera duglegur, atorkusamur og vera óhræddur við að takast á við ný verk- efni. Það eru einnig skilyrði að viðkomandi geti starfað sjálfstætt við uppbyggingu á þessari deild. Umsóknir, ásamt meðmælum og upplýsing- um um fyrri störf, skulu berast á skrifstofu okkar fyrir 10. mars nk. Vinsamlegast athugið að upplýsingum er' ekki svarað í síma. OlStilling Skeifunni 11 Símar 31340 og 82740 Skeifunni 11, 108 Reykjavík. Fóstrur Okkur vantar góðar fóstrur til að taka þátt í skemmtilegu leikskólastarfi með okkur og börnunum í Mosfellsbæ. Bærinn okkar er ört vaxandi og þar búa um 4.400 manns. Umhverfið er friðsælt, stutt er milli fjalls og fjöru og hér er gott mannlíf. Nú eru reknir hér tveir leikskólarm Hlað- hamrar, sem er tvísetinn þriggja deilda leik- skóli, og Hlíð, sem er leikskóli með tvær heilsdagsdeildir og eina tvísetna deild. Leikskólarnir eru á sömu lóðinni og leiksvæð- ið er stórt og skemmtilegt. Náið samstarf er milli skólanna um innra starf og skipulag. í báðum skólunum dvelja börn á aldrinum 2-6 ára. Starfshlutfall og vinnutími er skv. samkomu- lagi. Nánari upplýsingar veita góðfúslega: Gunnhildur Sæmundsdóttir, leikskólastjóri Hlíðar, s. 667375, Lovísa Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri Hlaðhamra, s. 666351 og fé- lagsmálastjóri í síma 666218 kl. 10-11 virka daga. Skólaafdrep Brúarlandi Forstöðumaður í skólaafdrepi Brúarlandi er rekin gæsla fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Það er starfrækt alla skóladaga vetrarins og miðast daglegur dvalartími barnanna við að barni sé tryggð hálfsdagsvistun að meðtöldum skólatíma. Hér er um að ræða fullt starf þá mánuði, sem skólinn er starfræktur. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Ólafs- dóttir, forstöðumaður Skólaafdreps, s. 667524 og félagsmálastjóri í síma 666218 kl. 10-11 virka daga. Laun í fyrrgreindum störfum eru skv. kjara- samningi Fóstrufélags íslands og Launa- nefndar sveitarfélaga. Félagsmálastjóri. Tungumálakunnátta áskilin. Laun skv. kjarasamningi opinberra starfs- manna. Allar nánari upplýsingar gefur starfs- mannahald Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 2. hæð, og ber að skila umsóknum þangað fyrir mánudaginn 9. mars nk. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp- eldismenntun óskast til starfa á neðan- greinda leikskóla: Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380 Fellaborg v/Völvufell, s. 72660 Dyngjuborg v/Dyngjuveg, s. 38439 Hamraborg v/Grænuhlíð, s. 36905 Efri-Hlíð v/Stigahlíð, s. 813560 Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa. Umsjón með viðskiptamannabókhaldi (Stólpi), innheimtu, ásamt almennum skrif- stofustörfum. Vinnutími frá kl. 9-17. Umsóknum skal skila á auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. mars næstkomandi merktum: „Skrif- stofustarf - 12403" með upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu. óskar eftir tveimur snyrtifræðingum til starfa á nýrri snyrti- og gjafavöruverslun við Laugaveg 80. Vinnutími er frá kl. 10-14 og 14-18. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu í sölu á snyrtivörum og góða þjónustulund. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað strax. Skriflegar umsóknir ásamt mynd sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Karen - 13765“ fyrir miðvikudaginn 4. mars nk. Bókasafnsfræðingur fyrir hádegi Fjölmiðlafyrirtæki í borginni óskar að ráða bókasafnsfræðing til starfa við greinasafn sem fyrst. Vinnutími fyrir hádegi. Starfið er aðeins laust í 8 mánuði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 7. mars. GlJfíNT TÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN U STA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.