Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 JMwgmiÞIfiMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Lífrannsóknir í fisk- veiðilögsögunni Lífríki sjávar hefur lengi ver- ið, er og verður um fyrir- sjáanlega framtíð hornsteinn efnahagslegs sjálfstæðis og lífskjara þjóðarinnar. Landið væri vart byggilegt ef ekki nyti þessarar gjöfulu auðlindar. Það var því mikilvæg aðgerð í sjálfsbjargarviðleitni þjóðar- innar þegar fiskveiðilandhelgin var færð út í 200 mílur, til að tryggja íslenzk yfirráð yfír þessum lífskjaragrunni fólksins í landinu. Sama máli gegnir um mikilvægar haf- og fiski- rannsóknir. Sem og um þá við- leitni að færa veiðisókn að veiðiþoli fiskistofna, þótt deilt sé um verklag í því efni. Síðast en ekki sízt er mikilvægt að vinna gegn mengun sjávar, sem er eitt mikilvægasta samstarfs- verkefni sjávarútvegsþjóða í samtíð og framtíð. Ríkisstjóm Stefáns Jóhanns Stefánssonar steig mikið gæfu- spor með setningu landgmnns- laganna 1948 um vísindalega vemdun fiskimiðanna. Bjami Benediktsson, þáverandi dóms- mála- og utanríkisráðherra, hafði á hendi verkstjóm við þá lagasmíð. Á þeim lögum vom útfærslur fiskveiðilandhelginn- ar í 4 mflur 1952, 12 mílur 1958, 50 mflur 1972 og loks 200 mílur 1975 byggðar. Með þeirri löggjöf og síðari tíma ákvörðunum vora íslenzk yfir- ráð yfir auðlindinni tryggð og erlendum _ fískveiðiflotum stuggað frá íslandsmiðum. Haf- og fiskirannsóknir hóf- ust við Island um aldamótin 1900. Það var dr. Bjami Sæ- mundsson sem bezt vann að uppbyggingu fiskirannsókna á fyrstu áratugum þessarar ald- ar. Árið 1937 var Atvinnudeild Háskóla íslands stofnuð og var dr. Árni Friðriksson forstjóri hennar frá upphafi til loka árs 1953. Með sérstökum lögum um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna árið 1965 urðu Haf- rannsóknarstofnun og Rann- sóknarstofnun fískiðnaðarins að sjálfstæðum stofnunum og eignum fiskideildar Háskólans ráðstafað til Hafrannsóknar- stofnunar. Hver nytjastofn í lífríki sjáv- ar er takmörkuð auðlind með ákveðin nýtingarmörk, sem verður að virða, ef ekki á illa að fara. Ofveiði síldar fyrir nokkrum áratugum leiddi, ásamt slöku árferði í lífríki sjávar, til hruns þessa fyrrum gjöfula nytjastofns. Það þarf að vera okkur víti til vamaðar. Verði einstakir stofnar hins vegar of stórir má búast við því, að samkeppnin um fæðuna verði svo hörð að dragi úr vexti einstaklinganna, auk þess sem þá era ekki nýtt sem skyldi mikilvæg verðmæti. Það er megintilgangur ís- lenzkra haf- og fiskirannsókna að leita eins mikillar þekkingur og unnt er til skynsamlegrar nýtingar á einstökum fiskstofn- um. Það verður að byggja veiði- stjórn og veiðisókn á niðurstöð- um slíkra rannsókna, með þau markmið að leiðarljósi, sem fólust í löggjöfinni um vísinda- lega vemdun fiskimiðanna frá árinu 1948. Allar fiskveiðiþjóðir við Norður-Atlantshaf hafa hlið- stæðra og í sumum tilfellum sömu hagsmuna að gæta að því er varðar hiaf- og fiskirann- sóknir, fiskvemd og veiði- stjómun og aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun hafs- ins. Það þarf fjölþjóðlegt átak og samstarf til að ná settum mörkum í þessum efnum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að á þessu ári verður hleypt af stokkum viðamikilli rannsókn á botndýralífi í íslenzkri efna- hagslögsögu. Gert er ráð fyrir að rannsóknarverkefnið standi í sex ár. Stefnt er að því að það verði alþjóðlegt. Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra kynnti rannsóknar- verkefnið á blaðamannafundi fyrir um það bil viku. Hann sagði markmiðið að rannsaka hvaða botndýrategundir lifðu 'innan íslenzkrar efnahagslög- sögu, skrá útbreiðslu þeirra, magn og tengsl við aðrar lífver- ur sjávar. Slíkar upplýsingar sköpuðu nauðsynlegan gagna- grunn til að kanna ætisskilyrði fiskstofna, meta áhrif mismun- andi veiðarfæra á botndýralíf við landið, fylgjast með breyt- ingum á botnlífi í kjölfar breyt- inga á ástandi sjávar, vakta og vernda hafsvæðin. Rannsóknir á botndýralífi í íslenzkri efnhagslögsögu er veigamikill þáttur í öflun þekk- ingar á lífríki sjávar. í öflun þekkingar á þeirri auðlind sem gerir Island byggilegt; þeirri auðlind sem er og verður undir- staða efnahagslegs fullveldis og lífskjara þjóðarinnar. Frá aðalfundi Eimskipafélagsins á fimmtudag, frá vinstri Hörður Sigurgestsson, forstjóri ásamt stjórn- armönnunum Hjalta Geir Kristjánssyni og Jóni Ingvarssyni. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips: Allir starfsmennirnir fái fræðslu um gæðastjómun EIMSKIP vann á sl. ári að þróun svokallaðrar altækrar gæðastjórnun- ar í rekstri félagsins í samstarfi við bandariska ráðgjafarfyrirtækið Juran Institute Inc, en það er eitt af frumkvöðlum gæðastjórnunar í heiminum. í febrúar 1991 tóku til starfa fimm gæðalið sem hvert er skipað 5-7 starfsmönnum og unnu þau að umbótum og lausn af- markaðra verkefna í starfsemi félagsins. Þar á meðal var gæðalið um bætta símsvörun og hafði það m.a. til viðmiðunar algengan erlend- an símastaðal sem miðar við að svarað sé í síma innan fjögurra hringinga. í þeim deildum sem mest áhersla var lögð á hefur símsvör- un batnað um 60%. Er áformað að allir starfsmenn fái fræðslu um gæðastjórnun á árinu. „Gæðastefna Eimskips er að þjónustu þar sem gæðin ráða ferð- veita framúrskarandi og hagkvæma inni,“ sagði Hörður Sigurgestsson, Samtökin Barnaheill: Landssöfnun fyrir meðferðarheimili vegalausra bama SAMTOKIN Barnaheill efna til landssöfnunar í samvinnu við Stöð 2 og Bylgjuna föstudaginn 20. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að safna fé til kaupa á húsnæði fyrir vegalaus börn á Islandi, en talið er að um 20 og 30 börn á aldrinum 6 til 12 ára eigi ekki fjöl- skyldu, sem geti veitt þeim trausta forsjá og góð uppeldisskilyrði. Vegalaus böm eru böm, sem eiga við alvarleg félagsleg og geðræn vandamál að stríða, og þau.eru oft félágslega einangruð og lenda oft í alvarlegum útistöðum við önnur böm. „Þetta átak er gert vegna ákveðins þjóðfélagsvanda, sem við stöndum nú frammi fyrir og höfum sjálfsagt staðið frammi fyrir nokk- uð lengi. Þetta er eitt af þeim mál- efnum barna, sem hefur einhverra hluta vegna fallið milli skips og bryggju og ekki hefur verið tekið á fyrr en nú,“ segir Arthúr Morth- ens, formaður samtakanna. Hann segir að meðferðarheimili fyrir vegalaus börn sé ætlað fjórum til fímm bömum af þeim 20 til 30 manna bamahóp sem talið er að sé vegalaus hér á* landi. „Það er álit fagfólks að ekki sé hægt að hafa fleiri á slíku heimili. Þess vegna þarf meira að koma til í fram- tíðinni, en nú tökum við fyrsta skrefið. Þessi börn eru vegalaus vegna þess að þau eiga ekki for- eldra eða trausta forsjáraðila, sem geta annast þau, þau eru félagslega erfið og eiga við geðræn vandamál að stríða og skólarnir treysta sér ekki til að hafa þau. Þeim hefur verið komið í fóstur hjá fósturfor- eldrum en vegna allra erfiðleikanna gefast fósturforeldramir oftast upp að hafa þau,“ segir Arthúr. Söfnunin fer fram eins og áður segir 20. mars næstkomandi og hefst á Bylgjunni kl. 9 og verður allan daginn. Um kvöldið kl. 21 hefst skemmti- og fræðsludagskrá á Stöð 2 undir stjórn Bryndisar Schram og Heimis Karlssonar þar sem símar verða opnir og tekið verður við fjárframlögum. Gula línan hefur lagt til símanúmer sín, 626262 og græna númerið 996262. Auk þess hafa samtökin fengið Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis til að taka að sér fjárgæslu í söfnun- inni þannig að þeir taki við söfnuð- um peningum og ávaxta þá á bestu kjömm þar til þeim verður ráðstaf- að. forstjóri Eimskips, á blaðamanna- fundi á fimmtudag þar sem hann kynnti starfsemi félagsins á sl. ári í tilefni af aðalfundi þess. „Við höf- um unnið að þessu síðan í febrúar 1991. Þetta eru ákveðnar starfsað- ferðir sem notaðar eru fjölmörgum fyrirtækjum í Japan, fyrst og fremst í iðnaðarframleiðslunni en síðan hefur gæðastjómun verið útfærð yfir í þjónustu.“ Hörður sagði að í vaxandi mæli væri verið að mæla gæðin í ýmiss- konar þjónustu. „Það er alþjóðlegur staðall að ef ekki er svarað í síma innan fjórðu hringingar sé það óvið- unandi þjónusta. Við erum m.a. á þessum vettvangi að setja okkur þann staðal að það sé svarað hér betur í síma heldur en gert hafði verið. Við settum í upphafi upp fimm lið eða vinnuhópa innan fyrir- tækisins. Þess er gætt að í þeim séu ekki aðeins þeir sem vinna við ákveðin viðfangsefni. Það voru teknir saman aðilar úr fjóram eða fimm deildum í fyrirtækinu til að finna út hvernig ætti að leysa það hvemig hér yrði svarað í síma. Þeir eru langt komnir með að leysa það verkefni. Við höfum síðan tekið ákvarðanir um að bæta við 12 liðum í viðbót þannig að núna eru starf- andi 17 lið og það eru rétt um 100 starfsmenn sem hafa tekið þátt í þessum gæðaliðum. Það er síðan áformað á yfirstandandi ári að allir starfsmenn félagsins hérlendis og erlendis fá fræðslu um gæðastjóm- un. í þjónustu eins og okkar kemur þetta t.d. fram í því að svarað sé í síma, réttir reikningar séu sendir út og að vara sé ekki skilin eftir sem á að fara með ákveðnu skipi. Þetta kemur einnig fram í því að skipin fari á réttum tíma, notaðir séu hreinir gámar og þar fram eft- ir götunum," sagði Hörður Sigur- gestsson. Indriði Pálsson, nýkjörinn stjóm- arformaður Eimskips, vék sérstak- lega að gæðastjórnunarátakinu í ræðu sinni á aðalfundi félagsins. „Vinnubrögð sem byggja á aðferð- um gæðastjórnunar, eiga á næstu árum að skila margvíslegum ár- angri, aðallega í lægri rekstrar- kostnaði, bættri þjónustu og aukn- um samkeppnisstyrk," sagði hann. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Nauðsynlegt að efla líkn- armeðferð hér á landi - segir dr. Robert G. Twycross sérfræðingnr í líknarmeðferð BRESKI læknirinn dr. Robert G. Twycross, prófessor í líknarmeð- ferð við Oxford-háskóla, kom til landsins fyrir helgina til að vera innan handar hópum lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna um þessar mundir að stofnun áhuga- hópa um líknarmeðferð og til að lialda fyrirlestur um efnið fyrir starfsfólk Landspítala og Borgar- spítala. Að sögn Twycross er vax- andi áhugi á líknarmeðferð í Evr- ópu en aðeins í Bretlandi er hún enn sem komið er viðurkennd sér- grein innan læknisfræðinnar. Líknarmeðferð beinist að öllum þáttum aðhlynningar dauðvona sjúklings og hefur fram til þessa einskorðast við krabbameinssjúkl- inga. Twycross segir mikla þörf á að þessi þáttur krabbameinslækn- inga verði efldur hér á landi sem annars staðar í Evrópu. „Staðreyndir málsins em þær að krabbameinstilfellum fjölgar stöðugt. Reikna má með að þriðjungur íbúa Vesturlanda fái krabbamein einhvem tímann á lífsleiðinni og jafnvel þó að miklar framfarir hafi orðið í forvam- arstarfi og lækningum á sjúkdómnum mun fjórðungur íbúanna samt sem áður deyja úr honum. Viðurkenning á þessu hefur gert það að verkum að líknarmeðferð hefur þróast sem sérgrein innan læknisfræðinnar í Bretlandi," segir Twycross. Hann segir að líknarmeðferð snúist um gæði lífs í stað magns. Búið sé að gera allt sem hægt sé að gera til að vinna bug á sjúkdómnum og það liggi fyrir að hann verði ekki læknað- ur. „Við viðurkennum í þessum tilfell- um að við getum ekki haft bein áhrif á það að sjúklingurinn lifi heldur ein- beitum okkur að því að bæta þá líf- daga sem hann á og það er ákaflega margt sem við getum gert því oft er ekki hægt að bæta dögum við líf fólks en yfirleitt er hægt að gæða daga þess lífi,“ segir Twycross. Hann segir að líknarmeðferð bein- ist að öllum þáttum aðhlynningar sjúklingsins og aðstoðar við fjölskyldu hans. „Við reynum eftir mætti að lina sársauka og draga úr sjúkdómsein- kennum auk þess að veita sjúklingn- um og fiölskyldu hans ýmiss konar aðstoð, þar á meðal aðstoð geðlækna. Stundum nær þessi aðstoð fram yfir dauða sjúklingsins með því að hjálpa ástvinum hans að komast yfir miss- inn,“ segir Twycross. Hann segir að líknarmeðferð verði best veitt af fleiri en einum aðila. „Sá Fyrsta rit Sögufélags voru svo- nefndir Morðbréfabæklingar Guð- brands biskups Þorlákssonar, sem komu út í heftum á árunum 1902 til 1906, en síðan rak hvert ritið annað og hefur ekkert ár liðið svo, að Sögufélag stæði ekki að einhverri útgáfu. Viðamestu verkin eru Al- þingisbækur íslands, þ.e. gerð- arbækur Alþingis á árunum 1570 til 1800, en það verk kom út í 17 bind- um á árunum 1912 til 1990, Landsyf- irréttar- og hæstaréttardómar í ís- lenzkum málum 1802 til 1874, sem út komu í 11 bindum á árunum 1916 til 1987, Safn til sögu Reykjavíkur, hópur samanstendur að minnsta kosti af lækni, hjúkrunarfræðingi, sjúklingnum og fjölskyldu hans en oft eru fleiri í hópnum eins og félagsráð- gjafar, sálfræðingar og prestar." í Bretlandi era, að hans sögn, yfir 150 líknarmeðferðarstöðvar en áherslan er hins vegar lögð á að veita sjúklingum stuðning heima fyrir. Um 800 hjúkrunarfræðingar, sérhæfðir í líknarmeðferð, starfa á vegum hins opinbera ásamt læknum við að styðja fólk og fjölskyldur þess á heimilum. en af því hafa komið 6 bindi og Þýdd i’it síðari alda, sem nú eru 3 bindi. Útgáfubækur Sögufélagsins á síðasta ári voru íslandslýsing dansks vísindamanns frá 17._ öld í síðast- nefndu ritröðinni og íslandssaga til okkar daga, en sú bók nýtur mikilla vinsælda sem yfirlitsrit um alla sögu þjóðarinnar. Tímarit hóf Sögufélag að gefa út 1918, og var það Blanda, sem naut lengi vinsælda og kom út til ársins 1948. Tveimur árum seinna, 1950, hóf tímaritið Saga göngu sína á veg- um félagsins og hefur það komið út síðan sem ársrit. Þetta tímarit er Hann segir það undir íslendingum og aðstæðum komið hvemig líknar- meðferð verði þróuð hér á landi. „Sjálfsagt verður þetta með öðram hætti en í Bretlandi en það er samt mikið hægt að hagnast á því fyrir báða aðila að virkja gagnkvæm tengsl." Twycross kom hingað til lands á vegum Krabbameinsfélags íslands og læknafélaganna. í gær flutti hann fyrirlestur fyrir starfsfólk Borgarspít- ala og Landspítala um hlutverk lækna í líknarmeðferð. Að sögn Sigurðar Ámasonar, læknis á krabbameinslækningadeild Landspítalans og í heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, hafa hug- myndir um líknarmeðferð verið að ryðja sér til rúms hér á undanfömum árum, sérstaklega meðal hjúkranar- fræðinga. Frá árinu 1987 hefur auk þess verið starfandi hópur innan Krabbameinsfélagsins sem unnið hef- ur að þessum sömu markmiðum. kjölfestan í starfsemi Sögufélagsins og era ritstjórar nú Sigurður Ragn- arsson rektor og Gísli Ágúst Gunn- laugsson dósent. Tímaritið Ný saga kom fyrst út árið 1987. Frá upphafi hafa þessir menn ver- ið forsetar Sögufélags: Jón Þorkels- son 1902-1924, Hannes Þorsteinsson 1924-1935, Einar Amórsson 1935- 1955, Þorkell Jóhannesson 1955- 1960, Guðni Jónsson 1960-1965, Björn Þorsteinsson 1965-1978, Einar Laxness 1978-1988, Heimir Þorlefis- son frá 1988. Auk Heimis sitja nú í stjórn félagsins: Sveinbjöm Rafnsson ritari, Loftur Guttormsson gjaldkeri, Anna Agnarsdótir og Bjöm Bjama- son. Starfsmaður félagsins er Ragn- heiður Þorláksdóttir. I tilefni afmælis félagsins ákvað stjórnin að gefa út afmælisrit og varð að ráði að láta ljósprenta hinn sögufræga Hljóðólf, tölublað það af Sögufélagið 90 ára; Hljóðólfur ljósprentað- ur í tilefni af afmælinu SÖGUFÉLAGIÐ er 90 ára í dag, þar eð þennan dag árið 1992 kom 30 manna hópur saman á Hótel Islandi til þess að stofna félag með það ætlunarverk að gefa út „heimildarrit að sögu íslands í öllum greinum". Meðal forvígismanna í þessum hópi voru Jón Þorkelsson landsskjalavcrð- ur, Benedikt Sveinsson, síðar alþingismaður, Bjarni Jónsson frá Vogi, Jón Aðils, sagnfræðingur og Þórhallur Bjarnason lektor og síðar biskup. 23 Dr. Robert G. Twycross blaðinu Þjóðólfi, sem ritstjórinn Sveinbjörn Hallgrímsson, fékk prent- að í Kaupmannahöfn 1850 vegna þess að stiftsyfirvöld létu banna prentun Þjóðólfs í Landsprentsmiðj- unni, einu prentsmiðju á íslandi um þær mundir. Bannið var sett á vegna hins svonefnda hneykslis í Dómkirkj- unni, en Sveinbjörn ritstjóri reis upp í kirkjunni og flutti harðorða ræðu um vanhæfni prestsins til starfa. Meðferðin á þessu máli þykir sýna ótta yfirvalda við uppþot á íslandi f kjölfar febrúarbyltinarinnar frægu í Frakklandi 1848. Hljóðólfur var 8 síðna blað í stóru broti og meðal efnis í honum var ræða Sveinbjamar ritstjóra í Dóm- kirkjunni og frásögn af Pereatinu í Lærða skólanum. Með ljósprentuðu útgáfunni er formáli eftir dr. Aðal- geir Kreistjánsson, þar sem hann skýrir m.a. hvernig bannið á Þjóðólfi fellur inn í deilur um prentfrelsi í Danmörku og á íslandi á þessum tíma. í dag, á afmæli Sögufélagsins verður afgreiðsla þess í Fischersundi 3 opin frá klukkan 13 til 17. Afmæl- isritið Hljóðólfur verður þá afhent félagsmönnum endurgjaldslaust, en ella sent þeim í pósti. Það verður jafnframt til sölu, en í mjög takmörk- uðu upplagi. 40. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki lokið: Þingið markar kaflaskil — segir Davíð Oddsson forsætisráðherra Slokkhólmi. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir að 40. þing Norðurlandaráðs í Helsinki, sem lauk í gær, hafi markað kaflaskipti í norrænu sam- starfi. Sjónum sé nú beint til Evrópu og ræða Helmuts Kohl, kanzlara Þýzkalands, á þinginu sé tímanna tákn. Davíð tekur undir að norrænt samstarf muni í auknum mæli færast á evrópskan vettvang. Hann telur þó að íslendingar þurfi ekki að einangrast frá því samstarfi þótt ísland verði áfram utan Evrópubandalagsins, heldur muni þeir geta fylgzt með þróun EB og komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum. önnur Norðurlönd. „Það er horft til annarra átta en fyrr,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var á leið heim til íslands frá Finnlandi. „Hingað til hafa menn aðallega verið að strengja heit og styrkja gott og gróið samstarf. Ríkin eru nú öll á einhvetjum þröskuldi, sem þau miða allar sínar umræður um utanríkismál við. Það er tímanna tákn að fyrsti gesturinn, sem beðinn er að ávarpa Norðurlandaráðsþing, er kanzlari Þýzkalands, sem menn telja nú í lykil- stöðu innan Evrópubandalagsins. Þýzkaland hefur tekið við forystuhlut- verki innan bandalagsins af Frökkum og Bretum. Það segir mikla sögu um afstöðu Norðurlandaráðs sjálfs, for- svarsmanna þess og gestgjafalands- ins, að Kohl skuli halda ræðu. Sama máli gegnir um ræðu kanzlarans, sem var rgjög pólitísk, afgerandi og ákveð- in.“ Davíð átti tvo fundi með Helmut Kohl á fimmtudag, fyrst sem forsæt- isráðherra og síðan sem formaður Sjálfstæðisflokksins, en kanzlarinn óskaði eftir því að hitta leiðtoga hægri manna á Norðurlöndum. „Þetta voru mjög fróðlegir og áhuga- verðir fundir. Menn ræddu einkum og sér í lagi um tímaáætlanir, stöðu samninga og framtíðarmöguleika inn- an Evrópubandalagsins," sagði Davíð. „Þetta var ekki með þeim hætti að einstakir ráðherrar eða formenn flokka tækju upp málefni sín eða sinna þjóða varðandi samskipti við Evrópubandalagið, heldur var reynt að ræða þetta almennt. Kohl talaði hins vegar jafnan þannig að hann vildi helzt að öll EFTA-ríkin kæmu inn í Evrópubandalagið. Hann talar í þá veru að Evrópa öll verði í Evrópu- bandalaginu, að það hljóti að vera keppikefli. Hann leggur mikla áherzlu á að Evrópubandalagið sé að átta sig á því að meiri valddreifing þurfi að koma til. Hann sagði á fundunum að hann sæi ekkert, sem benti til að dýpkun og útvíkkun bandalagsins þyrftu að stangast á. Hann taldi að Davíð Oddsson forsætisráðherra. þau sjónarmið mætti auðveldlega samræma. Hann áleit líka að skrif- ræði mætti minnka og draga úr til- hneigingu Evrópubandalagsins að jafna allt út. Tekið var dæmi af því að EB vildi að allar agúrkur væru beinar og banna bognar agúrkur. Menn átta sig ekki á þvi hvað slíkt kemur bandalaginu við. Það voru því ekki einungis samræður um sam- skipti Norðurianda við bandalagið, sem fóru fram, heldur um stöðu Evr- ópubandalagsins sjálfs á næstu áram.“ EES-samningurinn nægjanlegur — Hver er þín skoðun? Ertu sam- mála Kohl um að Evrópa öll, EFTA-ríkin og ísland þar með talið, eigi heima í Evrópubandalaginu? „Ég er þeirrar skoðunar, já, að ís- land eigi heima í evrópsku samstarfi. Við erum hluti af Evrópu. Ég tel hins vegar jafnframt að miðað við þær aðstæður, sem við þekkjum, sé samn- ingurinn um Evrópskt efnahagssvæði nægjanlegur fyrir okkur. Hann gefur tækifæri til samstarfs og samskipta við Evrópuríkin.“ — Gefur hann tilefni til áhrifa? „Hann gefur ekki tilefni til áhrifa og við gætum út af fyrir sig velt því fyrir okkur hversu mikil þau áhrif yrðu, þótt við yrðum innan bandalags- ins. Við megum ekki ofmeta þau áhrif, sem við kynnum að hafa, að minnsta kosti ef við teljum að innganga í band- alagið myndi gera okkur erfitt fyrir á mikilvægum sviðum. Sama máli gegnir um Norðurlöndin. Hvert um sig munu þau hafa takmörkuð áhrif innan bandalagsins, en sameiginlega gætu þau hugsanlega haft nokkur áhrif.“ Ekki boðflennur — en utangátta — Á Norðurlandaráðsþingi létu margir í ljós þá skoðun að þau Norð- urlönd, sem stæðu utan Evrópuband- alagsins í framtíðinni, myndu ekki taka fullan þátt í því non-æna sam- starfi, sem miðað er að. Ýmsir telja að lönd, sem standa utan EB, muni einangrast. Hver er þín skoðun á þessu? „Það er nokkuð til í þessu. Þama er augljós hætta á ferðum, einkum vegna þess að umtalsverður tími Norðurlandaráðs og mikið af sam- skiptum norrænna ríkisstjóma mun í framtíðinni fara í að sinna því, sem er að gerast innan Evrópubandalags- ins. Miklum tíma verður varið til að stilla saman strengi þjóðanna til þess að þær hafi raunveraleg áhrif þar, vegi þyngra en einstök ríki myndu gera. Áð því leyti myndum við sjálf- sagt verða — ekki kannski boðflennur í því samkvæmi, en dálítið utangátta. ■Það er eðlilegt að menn telji það. En frá okkar bæjardyram séð getum við sagt á móti: Það er ákjósanlegt og áríðandi fyrir okkur að vera virkir í norrænu samstarfi, einmitt vegna þessara aðstæðna. Þama eigum við innhlaup og fáum tækifæri til að fylgjast betur með en við gætum gert ella. Við gætum jafnvel komið okkar sjónarmiðum á framfæri við Evrópu- bandalagið, beint eða óbeint, í gegn- um bræðraþjóðir okkar á Norðurlönd- um.“ — Þú sagðir á þinginu í Helsinki að ísland myndi ekki sækja um aðild að Evrópubandalaginu í nánustu framtíð. Hvemig skilgreinir þú nán- ustu framtíð? „Hún er nú þannig skilgreind að menn verða eiginlega hver fyrir sig að meta það. Ærlegast er líklega að skýra þetta með þeim hætti, að við sjáum ekkert i núverandi stöðu, sem bendir til þess að við göngum í band- alagið. Sagan sýnir hins vegar, bæði hvað Finnland snertir og til dæmis Rússland, að það er mjög óvarlegt að loka leiðum til framtíðar. En ? augnablikinu er ekkert sem bendir til að ísland sé á þessari leið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.