Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 5 Mor.gunblaðið/PPJ Ný flugvél í ísing- arleit við Island FRUMGERÐ nýjustu farþegaflugvélar frá bresku flugvélaverk- smiðjunum British Aerospace, BAe Jetstream 41, er nú í ísingar- leit við ísland. Nýja vélin kom til Reykjavíkur 28. febrúar ásamt hópi sextán flug- og tæknimanna og verður væntanlega hér við ýmsar tilraunir næstu tvo mánuði. Þessar tilraunir eru liður í viða- mikilli reynsluflugsáætlun sem mun væntanlega ljúka með tegund- arviðurkenningu flugmálayfirvalda í september nk. BAe Jetstream 41 er tuttugu og níu farþega skrúfuþota ætluð til notkunar á styttri flugleiðum. Frumgerð vélarinnar fór sitt fyrsta flug 25. september sl. Vélin er knúin tveimur 1.500 ha. Garrett- skrúfuhverflum Og er farflugshraði vélariúnar um 540 km/klst. Flug- drægi Jetstream 41 með fullfermi er um 1.000 km. Hönnun Jetstre- am 41 byggir á gömlu 18 farþega Jetstream-skrúfuþotunum sem Handley Page-verksmiðjnrnar bresku hönnuðu um miðjan sjö- unda áratug, en þessar vélar voru síðan endurbættar svo um munaði af British Aerospace snemma á níunda áratugnum og fengu þá heitið Jetstream 31. Þessar flug- vélar hafa reynst afar vinsælar meðal flugfélaga, einkum vestan hafs þar sem þær eru víða notaðar á stuttum flugleiðum til þess að mata stærri flugvélar á aðalflug- völlum í Bandaríkjunum og Kanada. British Aerospace bindur miklar vonir við þessa nýju flugvél en þegar hefur verið samið um sölu 114 Jetstream 41. Fyrstu vél- arnar verða væntanlega afhentar kaupendum í september nk. um leið og tegundarviðurkenning hef- ur fengist. ísland hefur nokkrum sinnum verið vettvangur ísingartilrauna British Aerospace þegar verið er að reynslufljúga nýjum flugvéla- tegundum. Er þess skemmst að minnast að fyrir ári var nýjasta gerð smáþota British Aerospace, BAe 125-1000, hér í um þijár vik- ur við ísingartilraunir. Þar áður hafa Bretarnir reynt ýmsar aðrar tegundir farþegaflugvéla hér svo sem hina hljóðlátu fjögurra hreyfla þotu BAe 146 og BAe ATP-skrúfu- þotuna. Frestun á beinum greiðslum til umræðu á Búnaðarþingi: Stéttarsambandið höfði skaðabóta- mál verði greiðslum frestað til 1993 f ÁLYKTUN sem kom til fyrri umræðu á Búnaðarþingi í gær er skorað á Stéttarsamband bænda að standa fast á rétti sauðfjárbænda um að ríkisstjórn standi að fullu og öllu við búvöru- samninginn frá 11. mars 1991. Brjóti ríkisstjórn ákvæði samn- ingsins, t.d. með því að fresta beinum greiðslum til ársins 1993, þá höfði Stéttarsambandið þegar í stað skaðabótamál á hendur ríkissjóðifyrirhöndbænda. Gunnar Sæmundsson beindi því erindi til Búnaðarþings að mótmæla því að frestað verði til 1993 að greiða sauðfjárbændum hluta af beinum greiðslum og bijóta með því búvörusamninginn frá liðnu ári, og komu tvær ályktanir allsheijar- nefndar um þetta mál til fyrri um- ræðu á Búnaðarþingi í gær. í annarri þeirra skorar Búnaðar- þing á landbúnaðarráðherra að standa að fullu og öllu við búvöru- samninginn, og minnir sérstaklega á ákvæði í 5. grein hans um greiðsl- ur ríkissjóðs, en þar segir meðal annars að tilhögun beinna greiðslna skuli tryggja framleiðendum áþekka fjármögnun og verið hefur, og fullnaðaruppgjör fari fram ekki síðaren 15. desember. Búnaðarþing bendir á að sauðfjárbændur taki á sig verulegar skuldbindingar með fækkun bústofns, og þar með, þeg- ar til lengri tíma sé litið, að draga úr útgjöldum ríkisins. Því sé verið að ráðast á garðinn þar sem hann sé lægstur ef ekki verði staðið við áðurnefnt ákvæði, og því verði reyndar ekki trúað fyrr en á reyn- ir. Telur Búnaðarþing því ekki koma til greina að fresta fyrsta hluta af beinum greiðslum bænda til ársins 1993. Flugsljóri BAe Jetstream 41 vél- arinnar, Tim Allen, er hér að skoða flugvélina fyrir flug. Fimm blaða loftskrúfur eru af nýjustu gerð, sem m.a. gera það að verk- um að vélin verður hávaðaminni á flugi sem og á jörðu niðri. Seljum ekki listaverk - segir forstöðu- maður Silkeborg Kunstmuseum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Tro- els Andersen safnstjóra Silke- borg Kunstmuseum: „I frétt í Morgunblaðinu þann 6. mars er haft eftir starfsmanni hjá Gallerí Borg í Reykjavík, að Silkebörg Kunsmuseum hafi und- anfarin ár selt myndir í sinni eign til að eignast önnur listaverk. Silkeborg Kunsmuseum vísar þessari staðhæfingu algerlega á bug. Eins og öllum öðrum opin- berum söfnum, sem lúta danskri safnalöggjöf, er Silkeborg Kuns- museum óheimilt að selja eða gefa listaverk í sinni eigu. Við teljum þessa ófrávíkjanlegu reglu vera meginforsendu þess að söfn rísi undir nafni sem menningar- stofnanir. Kaup safnsins á hinni stóru trémynd Manni og konu frá 1939-14 eftir Siguijón Ólafsson, sem voru tilefni ofangreindrar staðhæfingar frá Gallerí Borg, voru fjármögnuð með styrk frá Statens Museumsnævn, sem heyr- ir undir danska menntamála- ráðuneytið. Maður og kona er fyrsta högg- myndin sem safnið eignast eftir íslenskan myndhöggvara og hún er veigamikil viðbóta við íslensk Silkeborg Kunstmuseum/Lars Bay. Trémyndin Maður og kona eftir Siguijón Ólafsson var meðal verka sem sýnd voru á yfirlitssýningunni Sigurjón Ólafsson, Danmörk-ísland 1991. Sýningin var m.a. á Silkeborg Kunstmuse- um en þar er myndin tekin. listaverk frá 4. og 5. áratugnum sem fyrir eru í Silkeborg Kunst- museum, m.a. eftir Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason. Silkeborg, 6. mars 1992. Troels Andersen safnstjóri." M * Ovönduð vinnubrögð við prent- un íslenskra peningaseðla - segir Ragnar Ingimarsson forstjóri HHÍ RAGNAR Ingimarsson forstjóri Happdrættis Háskóla íslands segir að sér virðist sem vinnubrögð við prentun íslenskra peningaseðla séu óvönduð. Hann hefur gert samanburð á prentun peningascðla og komist að þeirri niðurstöðu að oft og tíðum skeiki nokkrum millimetrum að myndirnar á tveimur seðlum fyrir sömu upphæð séu eins. Hann sýndi blaðamanni Morgunblaðsins dæmi þess að með því að leggja afrit tveggja seðla, hvort heldur er tveir 5.000 króna seðlar, tveir 1.000 króna seðlar eða tveir 500 króna seðlar, og skorti 2-3 millimetra á að myndirnar á seðlunum stæðust á. Einnig var greinilegur munur á lenskum peningaseðlum væri hins litum í munstri frá seðli til seðils. Ragnar sagði að eins og sjálfsagt allur almenningur hefði hann talið að prentun peningaseðla væri vandasamasta og mesta nákvæmn- isvinna sem um gæti í prentverki. Niðurstaða sín eftir skoðun á ís- vegar sú að þeir erlendu aðilar sem prentuðu seðla fyrir Seðlabanka Islands skiluðu vinnu sem ekki þætti viðunandi ef til dæmis um prentun á bók væri að ræða. Hann sagðist ekki hafa gert samanburð að þessu leyti á íslensk- um peningaseðlum og seðlum ann- arra Evrópuþjóða en sagði þó ljóst að íslensku seðlamir stæðust eng- an samanburð við bandaríska doll- araseðla. Eins og fram kom hjá Ragnari Ingimarssyni í Morgunblaðinu á þriðjudag hafa þessir gallar á ís- lenskum peningaseðlum valdið HHÍ erfiðleikum við að taka í notk- un sjálfsala fyrir happaþrennur og happó-miða en stjórntölvur sjálf- salanna hafna seðlum sem frá- brugðnir eru frummyndinni að ein- hveiju leyti. Svipuð vandamál hafa komið upp í tengslum við bensín- sjálfsala. SAMKVÆMT LÖGUM NR.10 SAMKVÆMT LÖGUM NR 29.MARS1S SEÐLABAN ÍSLANDS Við fljótlega yfirferð í skúffu hjá gjaldkera Morgunblaðsins fundust tveir þúsund króna seðlar og tveir fimmþúsund króna seðlar sem talsvert vantar á að séu eins. Á myndinni hér að ofan hafa filmur gerðar eftir seðlunum verið lagðar hvor yfir aðra, þannig að önnur er prentuð í rauð- um lit en hin í bláum. Tölurnar lengst til vinstri eru látnar standast á en glöggt sést skekkja í prentuninni, sem birtist til dæmis þannig að sjá má rauðan eða bláan lit í seðlinum. Frumgerð nýrrar farþegaflug- vélar, British Aerospace Jetstream 41, er nú i tilraunaflugi hér á landi. Verið er að reynslu- fljúga vél- inni i ísing- arskilyrðum. f áSrs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.