Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992
Um ábyrgð sjónvarps
og Menningarsjóð útvarpsstöðva
eftir Eirík
Thorsteinsson
Sjöunda febrúar síðastliðinn birt-
ist grein í Morgunblaðinu eftir Dav-
ið Stefánsson, formann SUS, undir
fyrirsögninni „Óþurftarsjóður", og
er þar átt við Menningarsjóð út-
varpsstöðva. í þessarí grein leggur
Davíð til að sjóðurinn verði lagður
niður og nefnir hann helstu ástæður
fyrir þessari skoðun sinni. Sjón-
•varps- og kvikmyndaiðnaður er
margslungið fyrirbæri þar sem
margir ólíkir, en samvirkandi þætt-
ir, mynda flókið kerfi. Ég lái það
engum, sem ekki hefur sérþekkíngu
á þessu sviði, þótt óskyld efnisatriði
ruglist saman, á kostnað heildar-
myndar. En þar sem höfundur
greinarinnar gengur jafnframt út
frá röngum forsendum, er mér ekki
stætt á öðru en að gera nokkrar
athugasemdir við þessi skrif.
Það fyrsta sem glöggur lesandi
hlýtur að staldra við, ef hann hefur
á annað borð kynnt sér þetta mál,
er sú rangfærsla sem kemur fram
í orðum Davíðs að í lögum um
menningarsjóð sé . kveðið á um
sérstaka tíund, menningarsjóðs-
gjald, sem allir aðilar er standa í
útvarps- og sjónvarpsrekstri þurfa
að greiða af auglýsingatekjum sín-
um..." Hið rétta í málinu er eftirfar-
andi: Tekjur Menningarsjóðs eru
10% gjald ofan á auglýsingatekjur
(en ekki af auglýsingatekjum).
Sjónvarpsstöðvarnar gegna, með
öðrum orðum, innheimtuhlutverki.
Þessi misskilningur Davíðs er skilj-
anlegur í Ijósi þeirrar villandi um-
ræðu sem ýmsir andstæðingar
sjóðsins hafa haft í frammi á undan-
fömum mánuðum og árum.
En lítum nánar á þennan „óþurft-
arsjóð“. í grein sinni vill Davíð
minna á „þá gagnrýni sem hug-
myndin að baki sjóðnum sjálfum
hefur fengið síðastliðin ár“. I þess-
ari setningu er ekki allt sem sýn-
ist. Það er rétt að sjóðurinn hefur
sætt mikilli gagnrýni á undanförn-
um árum, ekki síst af háífu kvik-
myndagerðarmanna, en það er
vegna þess að hugmyndin að baki
sjóðnum hefur ekki verið fram-
kvæmd. Tildrög málsins eru þessi:
Menningarsjóður útvarpsstöðva var
settur á stofn árið 1985 að fmm-
kvæði Félags kvikmyndagerðar-
manna. Sjóðurinn var hugsaður sem
mótvægi við mjög aukið erlent sjón-
varpsefni (tilkoma STÖÐVAR 2 var
þá á næsta leiti) en einnig sem
mótvægi við óeðlilega hlutdeild
sjónvarpsins í framleiðslu á inn-
lendu dagskrárefni. Afgreiðsla
málsins fór þó á annan veg. Kvik-
myndagerðarmönnum var meinað-
ur aðgangur að sjóðnum en sjón-
varps- og útvarpsstÖðvum var falin
stjórn hans. Fulltrúar þeirra aðila
sem innheimtu fyrir sjóðinn tóku
síðan ákvarðanir um úthlutanir sér
til handa. í stað þess að úthluta fé
á grundvelli þeirra umsókna sem
lágu fyrir hveiju sinni var megin-
reglan sú að fénu var skipt á milli
stöðvanna í sama hlutfalli og þær
höfðu innheimt fyrir sjóðinn. Jafn-
framt var sjóðnum gert skylt að
standa, að stórum hluta, undir
rekstri Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands. Þessi hringavitleysa hélt
áfram til áprílmánaðar 1991, en þá
stóð þáverandi menntamálaráð-
herra, Svavar Gestsson, fyrir reglu-
gerðarbreytingu" sem gerði kvik-
myndagerðarmönnum kleift að
sækja um framleiðslufé til sjóðsins.
Jafnframt skipaði núverandi
menntamálaráðherra, Ólafur G.
Einarsson, kvikmyndagerðarmann
í stjórn sjóðsins í nóvember síð-
astliðnum, en það er í fyrsta sinn,
sem kvikmyndagerðarmenn fá þar
fulltrúa. Það er fyrst núna, að menn
eygja von um að sjóðurinn geti
gegnt upphaflegu hlutverki sínu
þótt enn eigi eftir að móta framtíð-
arstefnu sjóðsins og festa hana í
lög.
Nú vík ég máli mínu aftur að
grein Davíðs Stefánssonar þar sem
hann segir að með stofnun
Menningarsjóðs útvarpsstöðva sé
„... gefið í skyn að útvarps- og sjón-
varpsstöðvum sé ekki treystandi til
að standa að gerð menningarlegs
dagskrárefnis“. Höfundur er hér í
virðingarverðu en misskildu vemd-
arhlutverki fyrir íslenska ljós-
vakamiðla. Hlutverk Menningar-
sjóðs snýst ekki um traust eða van-
traust til sjónvarps- og útvarps-
stöðva heldur um peningaflæði,
markaðslögmál og hagsmunaá-
rekstra milli „útsendingarstöðva"
og framleiðsluaðila. Hvað kvik-
myndaframleiðslu snertir , eru það
fyrst og fremst áhrif sjónvarps, sem
skipta máli, og mun ég einskorða
þessa umfjöllun við það svið.
Ahrif sjónvarps á kvikmyndaiðn-
að eru alkunn og koma fram með
þeim hætti að sjónvarpsstöðvar,
sem nærast að verulegu leyti á
kvikmyndaiðnaði (kvikmyndir af
ýmsu tagi eru eitt vinsælasta sjón-
varpsefnið), em á sama tíma að
höggva stórt skarð í þann markað
sem kvikmyndagerðin byggir til-
veru sína á. Nærtækt dæmi er 30.
septémber 1966, daginn sem RÚV
hóf sjónvarpsútsendingar, en á
þeim degi hvarf sá markaður sem
íslensk heimildarmyndagerð hafði
áður byggt á. Frá og með þeim
degi hefur greinin ekki náð að þró-
ast eðlilega.
Hér er ekki verið að setja
spurningarmerki við tilverurétt
sjónvarps, heldur einungis að benda
á vel þekkt lögmál sem tekið er
mið af í stjórnun sjónvarps- og
kvikmyndamála annars staðar í
heiminum. Aðrar þjóðir hafa fyrir
löngu komið til móts við þessi áhrif
með ýmsu móti, og í langflestum
tilvikum eru þessar ráðstafanir
bundnar í lög. Hér skulu nefnd
nokkur dæmi: í Frakklandi greiða
sjónvarpsstöðvar allt að því 5% af
heildarveltu í kvikmyndasjóð (CNC)
þar sem sjónvarpsmenn hafa lítil
sem engin ítök; I Noregi er starf-
ræktur voldugur sjónvarpskvik-
myndasjóður sem er fjármagnaður
að hálfu leyti af norska sjónvarpinu
(og að hálfu leyti .af menntamála-
ráðuneyti); í Bretlandi er ríkisreknu
sjónvarpsstöðinni BBC skylt að
kaupa 25% af öllu dagskrárefni frá
kvikmyndafyrirtækjum (utan sjón-
varps); í Danmörku (TV2), Bret-
landi (CH4), Frakklandi (CANAL+)
og víðar er einkastöðvum skylt að
kaupa 100% af dagskrárefni utan
frá (og víða eru jafnframt ákvæði
um að stór hluti af öllu útsendu
efni skuli vera innlendur). Það skal
Eiríkur Thorsteinsson
„Það er rétt að sjóður-
inn hefur sætt mikilli
gagnrýni á undanförn-
um árum, ekki síst af
hálfu kvikmyndagerð-
armanna, en það er
vegna þess að hug-
myndin að baki sjóðn-
um hefur ekki verið
framkvæmd.“
tekið fram að hér er einungis verið
að tala um hlutdeild sjónvarps-
stöðva í kvikmyndaiðnaði þessara
landa en ekki heildarijármögnun.
Eftir er að telja opinbera kvik-
myndasjóði þessara landa. Þýska-
land er nokkuð sér á parti þar sem
þarlendur kvikmyndaiðnaður er
fjármagnaður, að langstærstum
hluta, af þýskurp sjónvarpsstöðv-
um.
í öllum þessum löndum eru gerð-
ar fjölmargar aðrar ráðstafanir en
þær sem hér hafa verið nefndar.
Allar þessar aðferðir miða að því
að flytja peninga frá sjónvarps-
stöðvunum til kvikmyndaiðnaðar-
Stóriðja í lagmetisiðnaði
eftir Grím Karlsson
Hér í Keflavík - Njarðvík hefur
verið aflagður allskonar atvinnu-
rekstur. Má nefna til dæmis gúanó-
verksmiðju í Innri-Njarðvík sem
brann og var ekki endurreist. Einn-
ig í Keflavík verksmiðju, sem var
orðin miðsvæðis í bæjunum, og
ekki heldur endurreist. Einnig var
hætt við verksmiðju á Reykjanesi.
Stærsti hluti fiskveiðiflotans hef-
ur verið tekinn af svæðinu. Hér
standa ónotuð frystihús og tugþús-
unda fermetra iðnaðarhús, allt
ónotað sem einskisnýtir hlutir.
Þið stjórnmálamenn sem horfið
yfir verkin á Suðurnesjum hljótið
að sjá eins og aðrir, að þetta geng-
ur ekki öllu lengur. Það verður eitt-
hvað að korrth í staðinn fyrir það
sem tekið hefur yerið af Suður-
nesjasvæðinú. T þeim efnum verður
ekki hægt að stoppa með hálfnað
verk. Við sem búúrfi á svæðinu vilj-
um fara að sjá seinni hlutann,
hvernig sem þið hafið hugsað ykkur
að hafa hann.
Mig langar að varpa þeirri spum-
ingu fram, hvort ekki sé löngu tíma-
bært að Síldarverksmiðja ríkisins,
SR, komi inn í málið og þá með
lagmetisiðnað, en dragi þá lítillega
úr endurbyggingu gömlu gúanó-
verksmiðjanna.
Ef SR byggði í staðinn eina stóra
lagmetisverksmiðju á Suðumesjum
þyrfti hún að vera nýtískuleg, með
mörgum vinnslulínum, en þó sér-
staklega fyrir sfld og loðnu. Það er
alls ekki sjálfgefið, að við getum
endalaust mokað ferskum matfiski
í gúanó. Þörf fyrir þennan físk til
manneldis fer vaxandi. Við höfum
heldur ekki efni á því að landa
ferskri sfld og loðnu í þessa verð-
minnstu afurð í því magni sem gert
er. Það má ekki koma okkur á óvart
ef einn góða veðurdag verði gerðar
athugasemdir við þessa meðferð á
úrvals ferskum matfiski.
Margir framsæknir hugsjóna-
menn hafa unnið gífurlegt braut-
ryðjendastarf í lagmetisiðnaði. Að
vísu eru þeir, að því er virðist, mis-
jafnlega á vegi staddir, en þeim
hefur öllum tekist að gera íslenskt
lagmeti að lostæti, og ekki síst
loðnu og síld.
Þessir brautryðjendur hafa bók-
staflega leyst allt sem í þeirra valdi
stendur, við hin erfiðustu og frum-
stæðustu skilyrði.
Nú er eins og komið sé að þeim
punkti þar sem vantar sterkan að-
ila í forystusveit lagmetis.
Ekki viljum við láta sterka er-
lenda aðila hirða af okkur vaxtar-
brodd þjóðarinnar, sem er aukin
matvöruframleiðsla úr íslenskum
sjávarafla.
Er það ekki einmitt núna sem
SR, með reynslu í stórrekstri og
„Hér í Keflavík -
Njarðvík er flest til
staðar og óskaskilyrð-
um fullnægt, til stóriðju
í lagmetisiðnaði eða
hverskonar annarri
stóriðju sem veitti fólk-
inu atvinnu og skapaði
þjóðinni verðmæti og
kaupendum eftirsóttar
vörur og heilsusamleg
matvæli.“
markaðsmálum, þyrfti að koma til
skjalanna?
Tímarnir breytast, og SR má
ekki endalaust einskorða sig við
framleiðslu á síðasta og verð-
minnsta vinnsluþrepi fiskafurða.
Mér hefur verið sagt að ef við
gætum framleitt lagmeti á sam-
keppnishæfu verði, myndum við
aldrei geta annað eftirspurn.
SR þekkir og hefur um langan
aldur leyst þann markaðsvanda og
staðið af sér allar verðsveiflur. Ef
SR kæmi inn þarf að vanda stað-
setningu verksmiðjunnar vel með
tilliti til útflutnings með skipum og
flugi. Verksmiðjan þarf að vera í
þéttbýli en hafa samt mikið land-
rými. Það þarf góða birgðastöð og
hráefnisgeymslur fyrir saltsíld,
frysta síld og loðnu, hrogn og ann-
að hráefni.
Verksmiðjuna þarf að starfrækja
á vöktum allan sólarhringinn allt
árið, rétt eins og aðrar verksmiðjur
SR í rekstri.
Nú á bara að framleiða ljúffeng
matvæli úr hluta af sama hráefni,
á auðseljanlegu verði til útflutnings.
Frumkvöðlar lagmetis myndu í
staðinn fyrir vöruþróun njóta góðs
af birgða- og hráefnisgeymslu SR
og markaðsöflun og kynningar-
starfi eða eftir öðru samkomulagi.
í Svíþjóð þykir íslenskt lagmeti
það langbesta af sambærilegum
vörum sem þar eru á boðstólum,
en verðið þykir of hátt. Enda er
framleiðslan hjá okkur hálfgerður
heimilisiðnaður, og þar sem best
gegnir má segja að verið sé að
prufukeyra daglega. Allt sett á stað
að morgni, og allt stöðvað að kveldi.
Gæti SR hafið vinnslu til mann-
eldis úr einhverju broti af því hrá-
efni sem fyrirtækinu berst, þá er
miklum áfanga náð.
í lagmeti skipta umbúðir miklu
máli og raunar alltaf þegar mat-
væli eiga í hlut. Það nýjasta er að
nota álblöndu í einnota ílát. En það
er sama spurningin, viljum við flytja
þessar umbúðir inn? Eða aðrar
kannski löngu úreltar? Eða viljum
ins, og skapa þannig eðlilega hring-
rás á fjármagni. ( Tekjur sjónvarps-
stöðva eru að hluta til á kostnað
kvikmyndaiðnaðar ) Allar þessar
aðgerðir helgast af sama grunvall-
arlögmálinu: Ábyrgð sjónvarps
gagnvart kvikmyndaiðnaði.
Þessi ábyrgð er óumdeilanleg og
viðurkennd um heim allan. Sú regl-
ugerðarbreyting í lögum Menning-
arsjóðs sem áður er minnst á, svo
og skipun kvikmyndagerðarmanns
í stjórn sjóðsins, eru fyrstu skrefin
sem Stigin hafa verið á íslandi í
heilan aldarfjórðung sem miða að
því að rétta hlut kvikmyndaiðnaðar
gagnvart sjónvarpi. Að hverfa frá
þessari þróun núna væri stórkostleg
afturför. Andstæðingar sjóðsins
hafa haldið á lofti vafasömum rök-
semdum, og m.a. reynt að spyrða
sjóðinn við hugtök eins og „óeðlileg
ríkisafskipti“ og „vinstristefnu". En
reyndin er allt önnur. Það sést best
ef ábyrgðarhlutur Ríkissjónvarpsins
er skoðaður sérstaklega, en opinber
sjónvarpsrekstur, sem ekki tekur
mið af kvikmyndaiðnaði í landinu
(og hér er verið að tala um annað
og meira en geðþóttaákvarðanir
dagskrárstjóra), er hrein valdníðsla
ríkisins á einkaframtaki.
- O -
Með þessu harkalega orðalagi er
ég ekki að kasta rýrð á Ríkissjón-
varpið, fólkið, sem þar starfar né
það uppbyggingarstarf sem sann-
anlega átti sér stað hjá RÚV á sín-
um tíma. Ríkissjónvarpið hefur látið
margt gott af sér leiða og spjarað
sig furðuvel miðað við þær fjár-
þrengingar sem stofnunin hefur
búið við í árarðir. Hér er einungis
verið að benda á að það hefur skort
yfirsýn í stjórnun sjónvarps- og
kvikmyndamála á undanförnum
árum. Sá tími er vonandi á enda.
Skilningur Ólafs G. Einarssonar á
málefnum Menningarsjóðsins kom
berlega í ljós á málþingi Félags
kvikmyndagerðarmanna í nóvem-
ber síðastliðnum, þar sem Ólafur
sagði m.a.: „ Ýmsir vilja leggja nið-
ur Menningarsjóð útvarpsstöðva,
sem ljármagnaður er af auglýsend-
um í útvarpsstöðvum með 10% álagi
á auglýsingagjöld, en ekki af al-
mennu rekstrarfé stöðvanna eins
og margir virðast halda. Með því
að breyta til muna laga- og reglu-
gerðarákvæðum um þennan sjóð
og framkvæmd þeirra hef ég þá trú
að enn megi freista þess að hann
geti þjónað upphaflegum tilgangi
sínum.“
En gagnrýnendur sjóðsins halda
áfram að láta í sér heyra með kröf-
Grímur Karlsson
við vinna frekar úr álinu okkar, og
gera þetta sjálf, og flytja seljan-
legri vöru út.
Við þurfum að komast upp úr
því fari að vinna sjávaraflann að-
eins að því marki að hann sé flutn-
ingshæfur milli staða. Eigi að síður
er best að frumvinnsla fari fram
sem næst veiðisvæðum hér eftir
Sem hingað til, en flytjist síðan í
birgðageymslur.
En hvort við vinnum hráefnin
frekar hér á landi, er stóra spurn-
ingjn.
Hér í Keflavík - Njarðvík er flest
til staðar og óskaskilyrðum full-
nægt, til stóriðju í lagmetisiðnaði
eða hverskonar annarri stóriðju sem
veitti fólkinu atvinnu og skapaði
þjóðinni verðmæti og kaupendum
eftirsóttar vörur og heilsusamleg
matvæli.
Höfundur er skipstjóri.