Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 33 Hermann Guð- mundsson, Hafnar- firði — Minning Kynni okkar Hermanns voru stutt. Þau byijuðu er ég hóf störf við Sjóminjasafn íslands í Hafnar- firði, en Hermann bar ætíð hag þess fyrir brjósti. Árið 1947 flutti hann þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði falið að hefja undirbúning að stofnun sjó- minjasafns. Tillögunni var vísað til ríkisstjórnarinnar og hlaut ekki frekari afgreiðslu. Ráðamenn töldu þá enga þörf á sérstöku sjóminja- safni og liðu næstum 40 ár áður en sá draumur rættist. Hermann var starfsmaður safnsins á tímabili eftir að það var opnað í júní 1986. Hann var einstakur hagleiksmaður og eftir hann liggja frábær skipslík- ön, m.a. af Bjarna riddara GK 1. Og um tveimur vikum fyrir andlát- ið lauk hann við viðgerð á líkani af Baldri KE 97 fyrir Sjóminjasafn- ið. Hermann var mér hjálplegur á ýmsan máta og lagði á sig tölu- verða fyrirhöfn til þess að koma safninu að sem bestu liði. Saman fórum við í skoðunarferðir í bæjara- landinu og á Skerseyri þar sem Sjóminjasafninu hefur verið ætlað- ur staður. Hann sagði mér frá þjóð- málabaráttu og pólitík en líka frá reimleikum í Brydepakkhúsi og nissa um borð í gömlum línuveið- ara. Á kreppuárunum gengu menn um atvinnulausir hópum saman og áttu kannski ekkert til að éta nema eina saitfisktunrru. Og það gat ver- ið auðmýkjandi að vera alfarið háð- ur náð verkstjóranna. Stundum kusu atvinnurekendur fremur að ráða konur til starfa vegna þess að þær. fengu lægri laun. Þá máttu karlarnir vera heima yfir grautar- pottunum og þola háð og spott fyr- ir. Það var mikil harka í pólitíkinni á þessum tíma, jafnvel hatur á milli manna. Einhvem tímann hafði Her- mann orð á því við mig að yngsta kynslóðin skildi ekki þá baráttu sem lægi á bak við velferð nútímans. Skildi ekki að á bak við ýmislegt sem menn telja sjálfsagt í dag lægi blóð, sviti og tár. Hermann Guðmundsson var af- skaplega ljúfur maður og þægilegur í umgengni. Hann hafði til að bera náttúrulegt látleysi og var í senn hlýr og hress í viðmóti. Það geisl- aði af honum einhveijum krafti og hann var ákaflega lifandi persóna. Hann var raunverulega enn í blóma lífsins þótt árunum væri farið að fjölga. Hermann heimsótti mig reglu- lega Asafnið en venjulega stoppaði hann ekki lengi í einu. Hann var mikið á ferðinni og fór auk þess í langa göngutúra. Ef hann átti ann- að erindi kom hann bara til að spjalla eða heilsa upp á mig. En nú er þessum heimsóknum lokið. Ég fylgi honum til dyra í síðasta skipti og horfi á eftir honum ganga upp stíginn í átt að Vesturgötunni. Hann veifar í kveðjuskyni. Út um gluggann sé ég gráum jakka og svörtum buxum snöggvast bregða fyrir um leið og hann hverfur úr augsýn. Ágúst Olafur Georgsson. Hermann Guðmundsson, fyrrum formaður Hlífar og forseti ASI, virt- ur forustumaður verkalýðssamtak- anna og öflugur liðsmaður íþrótta- hreyfingarinnar í áratugi, er fallin frá. Þegar Hermann komst til áhrifa í verkalýðshreyfingunni voru tímar grimmilegra stéttaátaka, þjóðfé- lagslegra umbrota og harðvítugra pólitískra sviptinga. Hermann var einn af þeim sem lagði sjálfan sig undir í þessu umróti. Hann'féll illa inn í flokkakerfíð. Hann hóf póli- tískan feril sinn sem formaður Fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Hann var erindreki Sjálfstæðisflokksins 1939 til 1942 en flutti sig um set í pólitíkinni og sat á þingi með stuðningi Sósíalista- flokksins 1946 til 1949 en var síðan lengst af óháður og óbundinn póli- tískum flokkum. Ég er ekki fæddur fyrr en 1945 og fylgdist því af eðlilegum ástæð- um ekki með starfi Hermanns á þessum umbrotatímum, þótt ég hafí heyrt sögur af vasklegri fram- göngu Hermanns þegar í barnæsku og nafn hans því verið sveipað dýrð- arljóma kynntist ég honum ekki persónulega fyrr en ég hóf störf hjá Alþýðusambandinu árið 1974. Þau kynni sannfærðu mig um að afstaða Hermanns var heilsteypt og mörkuð af einlægum vilja til að vinna fyrir sitt fólk. Ég skil vel að hann hafi rekist illa í flokki. Tilskip- anir flokksbrodda hafa sjaldan ver- ið traust veganesti. Dómgreind þeirra sem bera hitann og þungann Minning: Anna K. Ólafsdóttir frá Lækjarbakka Fædd 5. janúar 1906 Dáin 2. mars 1992 í dag verður borin til grafar amma okkar, Anna Kristín Olafs- dóttir, frá Lækjabakka, eða amma á Lækjarbakka eins og við kölluðum hana alltaf. Þó amma hafi verið orðin 86 ára þegar hún dó og mað- ur hafi kannski átt von á því að kallið gæti komið hvenær sem er, þá kom það okkur samt í opna skjöldu. Hún hafði jú alltaf sigrast á öllum veikindum og stigið upp jafn hress og áður. Amma fæddist 5. janúar 1906 á Lækjarbakka í Mýrdal. Hún giftist Gísla Júlíusi Skaftasyni frá Suður- Fossi í Mýrdal 13. janúar 1938, en Gísli fæddist 22. júlí 1907. Hann lést 9. febrúar 1980. Þau eignuðust þrjú börn en þau eru: Fjóla, búsett í Vík í Mýrdal, gift Birgi Hinriks- syni og eiga þau fjögur börn; Ragn- hildur, búsett á Lækjarbakka, gift Guðbergi Sigurðssyni og eiga þau fimm börn; Þórólfur, búsettur á Lækjarbakka, ókvæntur. Auk þess eru komin í hópinn tvö bamaböm. Amma bjó alla sína tíð á Lækjar- bakka og undi þar hag sínum vel því hún vildi hvergi annars staðar vera. Hún var óvenju gestrisin, en alltaf hefur verið mikill gestagang- ur á Lækjarbakka og alltaf verið pláss fyrir alla, og enginn fór svo úr hlaði að hann hefði ekki fengið sér eins og einn bolla af kaffi. Og alltaf hafði hún áhyggjur af því að einhver væri nú ekki saddur. Maður var varla kominn inn til hennar þegar hún spurði hvort maður væri búinn að borða og hvort maður vildi nú örugglega ekki neitt. Ófáir voru þeir molarnir, sem hún galdraði fram úr fataskápnum inni í bað- stofu, eins og hún kallaði gjarnan svefnherbergið sitt. Hún var algjör snillingur í hönd- um og var alltaf með prjónana á lofti. Dúkarnir sem hún hristi fram úr erminni skipta nú sjálfsagt orðið hundmðum og eru allir hrein lista- verk. Ekki gátum við barnabörnin svo eignast borð að ekki kæmi stuttu steinna dúkasending. Það var í verkalýðsbaráttunni hefur reynst traustari. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Alþýðusambandinu fékk Hermann mig á fyrsta fund minn hjá Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Síðar átti ég fleiri fundi með Her- manni og félögum hans í Hlíf. Þeg- ar Hermann talaði var hlustað. Stöðumat hans var óumdeilt. Hann vék sér ekki undan átökum væru þau óumflýjanleg. En hann hafði einnig kjark til að taka af skarið og segja: „Þótt niðurstaðan sé ekki sú sem við viljum, verður of dýrt að sækja lengra. Þess vegna mælir skynsemi með því að við gerum þennan samning." Þannig samein- aði hann þá hörku ogþann sveigjan- leika sem einkennir hæfan forustu- mann. Hermann var forseti ASÍ á árun- um 1944 til 1948. Hann var því kornungur, aðeins þrítugur að aldri, þegar hann skipaði æðsta embætti hreyfingar okkar, það lýsir Her- manni vel að þótt hann hætti sem forseti dró hann sig ekki út úr virku starfi í hreyfingunni. Þvert á móti var hann allan starfstíma sinn einn af áhrifamestu forustumönnum hreyfingarinnar. Þrátt fyrir víðtækt félagsmála- starf á vettvangi íþróttahreyfingar- innar er í mínum huga ekki vafi á því að starf verkalýðssamtakanna skipaði veglegan sess í huga hans. þegar aldurinn færðist yfir dró hann sig út úr miðstjórn ASÍ, fram- kvæmdastjóm VMSÍ og for- mennsku Hlífar. Þótt hann sinnti ekki lengur stjórnarstörfum lifði hann og hrærðist í því sem var að gerast í verkalýðshreyfingunni. Hann hringdi jafnaðarlega I mig, spurði út í stöðu mála og gaf góð ráð. Ekki trúi ég hann hafi síður lagt því lið sem var að gerast á vettvangi Hlífar. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil ég, fyrir hönd Alþýðusam- bandsins, þakka Hermanni heil- steypta og trausta forustu í samtök- unum. Fyrir mína hönd þakka ég góða vináttu. Eftirlifandi eiginkonu Hermanns, Guðrúnu Ragnheiði Erlendsdóttur, ættingjum hans og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Fimmtudaginn 27. febrúar sl. lést í Borgarspítalanum í Reykjavík Hermann Guðmundsson, fv. fram- kvæmdastjóri íþróttasambands ís- lands, á 78. aldursári. Með Her- manni er horfinn af sjónarsviðinu einn litríkasti persónuleiki í for- ustuliði íslensku íþróttahreyfingar- innar um langt árabil. Þegar litið er yfir starfsvettvang þessa dug- mikla félagsmálamanns er ljóst að «* ómögulegt að eignast borð án þess að hafa á því dúk frá ömmu. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum þakka elsku ömmu fyr- ir allar velgjörðirnar og það sem hún hefur kennt okkur. Það verður skrítið að koma upp í gamla bæ núna, þegar engin amma situr í stólnum með ptjónana sína og spyr hvort við séum búin að borða og hvort við viljum örugglega ekki kaffi núna. Hvíl í friði. Kveðja frá barnabörnum. verkalýðshreyfingin og íþrótta- hreyfingin á þar mest að þakka, þótt víðar hafi hugur og hönd verið lögð að verki. Við samherjarnir í íþróttahreyf- ingunni gerum okkur ljóst hversu mikils virði það var að hafa hann í forustuliði ISÍ á mesta og farsæl- asta mótunarskeiði samtakanna. Ég hygg að á engan sé hallað þótt það sé viðurkennt að Hermann Guðmundsson hafði mesta og besta yfirsýn yfir lög og leikreglur hreyf- ingarinnar enda átti hann ásamt fleirum stóran þátt í gerð þeirrar löggjafar. Hermann var dverghagur handverksmaður og listaskrifari, vakti það aðdáun okkar sem með honum unnum hvernig skjölum og öðrum skráðum heimildum var til haga haldið á hans vinnustað og hygg ég að ÍSÍ muni njóta þess um langa framtíð. Fyrstu minningar mínar um þennan eftirminnilega samferða- mann eru af æskustöðvunum í Hafnarfirði og kannske naut ég þess alla tíð á sameiginlegum starfsvettvangi að við töldum okkur samsveitunga. í ferðum okkar á héraðsþing og aðrar samkomur ungmenna- og íþróttafélaga var Hermann alltaf hinn trausti skipu- leggjandi sem allir tóku mark á, hann var líka afburðasnjall funda- maður og ræðumaður svo af bar. Við sem yngri vorum gerðum okkur far um að læra af þessum góða og trausta félaga. Traustur vegna þess að hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur og var óragur að gagnrýna það sem hann taldi betur mega fara. Traustur vegna þess að hann bar ætíð virðingu fyr- ir samkeppnisaðilum á hvaða starfsvettvangi sem var og taldi eins og sönnum íþróttamanni sæm- ir að öll heiðarleg samkeppni væri ekki einasta æskileg heldur líka skemmtileg. Þess vegna naut hann hverrar stundar í störfum sínum fyrir íþróttahreyfínguna og var ætíð glaður á að hitta. I mínum augum leit Hermann eins út frá því fyrsta til hins síðasta er fundum okkar bar saman. Hann bar aldur- inn vel, teinréttur og snöggur í hreyfingum, snyrtimenni - sem sagt talandi ímynd hins sanna íþróttamanns. Þessar fáu línur mín- ar eru ekki eftirmæli, heldur fátæk- leg kveðjuorð til samheija sem ég mat mikils og á margt að þakka. Heimabær okkar, Hafnarfjörður, hefur misst einn af sínum bestu sonum, mann sem setti svip á bæ- inn, mann sem markaði varanleg spor í félagsmálasögu þjóðarinnar. . Blessuð sé minning hans. Eiginkonu Hermanns, Guðrúnu Ragnheiði Er- lendsdóttur, og aðstandendum öll- um og vinum sendum við Hildur innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson. Kveðja frá íþróttanefnd ríkisins Ágætur félagi okkar og vinur, Hermann Guðmundsson fyrrum framkvæmdastjóri ÍSÍ lést fimmtu- daginn 27. febrúar sl. Meðal fjölbreyttra og farsælla félagsstarfa Hermanns var seta hans í íþróttanefnd ríkisins frá 1946 til 1952 og þar af fjögur ár sem formaður. Við sem nú skipum íþróttanefndina og höfum allir unn- ið með Hermanni með einum eða öðrum hætti þökkum honum af heilum hug samfylgdina og hand- leiðsluna sem honum var svo auð- velt að veita, vegna þeirrar þekk- ingar sem hann bjó yfir á öllum þáttum íþróttamála. Hermann hreif menn með sér vegna þeirrar hugsjónar sem hann bar svo greinilega í bijósti að vinna af alhug að vexti og viðgangi íþróttahreyfingarinnar. Hann var framkvæmdastjóri ÍSÍ tímabilið 1951 til 1985 og það geisl- aði af honum krafturinn og áhuginn hvort sem hann var að stjórna stór- um fundum og ársþingum, flytja skýrslur, skýra lög eða fylgja eftir nauðsynja- og framfaramálum. Á sama hátt var hann trúr þeirri hugsjón sinni að þjóðfélaginu beri að veita einstaklingunum jafnan rétt og félagslegt öryggi og þeim málefnum barðist hann fyrir sem stjórnmálamaður og verkalýðsfor- ingi. Þegar við nú kveðjum Hermann Guðmundsson hinsta sinn með sár- um söknuði lifir í huga okkar minn- ingin um góðan dreng og sérstak- lega dugmikinn félaga. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnu Ragnheiði Erlends- dóttur, og öllum aðstandendum þeirra innilegustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa með honum og eiga hann . að við þau fjölbreytilegu verkefni sem hugsjónastörfin krefjast. Ingi Björn Albertsson, Reynir G. Karlsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Friðjón B. Friðjónsson. Fleiri greinar um Hermann Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHANNSJÓNSSONAR frá Seglbúðum. Vandamenn. t Eiginkona mín, systir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐUR MAGNÚSDÓTTIR kennari, Bústaðavegi 67, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóö Lands- pítalans eða Málræktarsjóð. Tómas Gislason, Marfa Magnúsdóttir, Sverrir Tómasson, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, Magnús Tómasson, Jóhanna Ólafsdóttir, Þóranna Tómasdóttir Gröndal, Gylfi Gröndal, Sigurður G. Tómasson, Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigríður Tómasdóttir, Robert Christie, GerðurTómasdóttir, Sveinn Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.