Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992
17
Norrænt gigtarár 1992:
Slitgigt
eftir Helga Jónsson
Slitgigt er algengasti liðasjúk-
dómurinn og má segja að allir sem
lifa fram á efri ár fái þessa gigt.
Miðað við reynslu annarra þjóða
má reikna með því að hægt sé að
greina slitgigt með röntgenmynd-
um hjá að minnsta kosti 40% íslend-
inga.
Slitgigtareinkenni eru þó ekki
jafn algeng en talið er að um það
bil 15% af þjóðinni hafi einkenni
sjúkdómsins. Einkennin eru algeng-
ari hjá konum. Oftast leggst slit-
gigtin á hryggjarliði, hné, hendur
og mjaðmarliði.
Sjúkdómseinkenni
Einkenni sjúkdómsins eru fyrst
og fremst verkir í liðum, oft tengd-
ir áreynslu, en bóiga og morgun-
stirðleiki eru ekki eins áberandi og
við iktsýki. Einkennin eru oftast
sveiflukennd og í byijun er oft um
að ræða væg köst tengd áreynslu
hjá miðaldra fólki. Kvöld- og nætur-
verkir eru algengir og einnig finna
sjúklingar oft fyrir
veðurbreytingum.
Smám saman vilja
einkennin þó verða
meira samfelld en
andstætt iktsýki
er þetta hægfara
sjúkdómur og
horfur sjúklinga
eru almennt betri.
Svokölluð Heberd-
ens-slitgigt í hönd-
um er sérstaklega
algeng hjá konum um og eftir miðj-
an aldur en hún einkennist af rauð-
um og aumum hnútum við ystu
fingurliði. Þessu fylgja oft einkenni
frá þumli og veiklað grip.
Orsakir slitgigtar
Stundum eru ástæður slitgigtar
í einstökum liðum augljósar, t.d.
við meðfædda galla í stoðkerfi, eft-
ir áverka eða bólgur sem valdið
hafa ójöfnum á liðflötum. Mun al-
gengara er þó að orsakir slitgigtar
séu óþekktar. Þó er vitað að auknar
líkur eru á því að fólk fái slitgigt
eftir því sem aldurinn færist yfír,
Drengjakór Laugarneskirkju,
Tónleikar Drengja-
kórs Laugameskirkju
„SYNGJA eins og englar, hegða sér eins og herrar, leika sér eins
og börn.“ Þannig hljóða emkunnarorð Drengjakórs Laugarnes-
kirkju, eina drengjakórsins á íslandi. Kórinn, sem er tæplega tveggja
ára gamall, heldur tónleika sunnudaginn 8. mars kl. 17.00 í Laugar-
neskirkju. Aðgangur er ókeypis.
Á efnisskrá eru m.a. lög eftir
Costantini, J.S. Bach, Gabriel
Faure, Egil Hovland og ýmis íslensk
tónskáld. Stjórnandi kórsins er Ron-
ald Vilhjálmur Turner. Undirleik
annast David Knowles. Guðrún Sig-
ríður Birgisdóttir leikur einieik á
flautu og Kristján Stephensen leik-
ur einleik á óbó.
Drengjakórinn er meðlimur í
„Federation Intemationale des Cho-
eurs d’Enfants“. Tónleikarnir eru
lokaáfangi í undirbúningi kórsins
fyrir þátttöku í alþjóðlegu drengja-
kóramóti sem haldið verður í
Flórida dagana 17.-23. mars.
GEFÐU DOS TIL HJALPAR!
Á laugardögum söfnum við einnota
umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli
kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum.
ÞJÓÐÞRIF
UMMUO bUNSUU BUu
KJEí5S2r LANDSBJÖRG
Dósakúlur um allan bæ.
Helgi Jónsson
„Slitgigt er algengasti
liðasjúkdómurinn og má
segja að allir sem lifa fram
á efri ár fái þessa gigt.
Oftast leggst slitgigtin á
hryggjarliði, hné, hendur
og mjaðmarliði.
Á síðustu árum hefur
þekking á orsökum henn-
ar og meðferð stóraukist."
ef nánir ættingjar eru með slíka
gigt, ef líkamsþyngd er óeðlilega
mikil og einnig ef fólk stundar vissa
tegund erfiðrar líkamlegrar vinnu.
Meðferð
Meðferð sjúkdómsins er marg-
þætt. Hægt er að draga úr einkenn-
um með lyfjameðferð, hjálpartækj-
um og sjúkra- og iðjuþjálfun. Auk
þess hafa skurðaðgerðir gjörbreytt
horfum sjúklinga með slæma slit-
gigt í mjöðmum, hnjám og öxlum
en gerviliðaaðgerðir á þessum liðum
eru nú algengar.
Stórauknar rannsóknir
Á síðustu árum hefur þekking á
orsökum slitgigtar og meðferð stór-
aukist. Liðspeglanir og segulómun-
artæki gefa betri möguleika til að
fylgjast með gangi sjúkdómsins en
hægt er með röntgenmyndum.
Rannsóknir á dýrum og lifandi
bijóskfrumum hafa leitt í ljós að
liðbijósk hefur mun meiri hæfíleika
til að endurnýja sig en talið hefur
verið. Þetta gefur vísbendingar um
að hafa megi áhrif á gang slitgigt-
ar með lyfjum. Nýlega hafa borist
hingað til lands lyf frá Mið-Evrópu
en þau eru talin geta aukið nýmynd-
un á liðbijóski og hamlað niður-
broti þess. Miklar vonir eru bundn-
ar við meðferð með þessum lyfjum
en hópur sjúklinga með hratt vax-
andi slitgigtareinkenni fær nú slíka
meðferð á göngudeild Landspítala.
Höfundur er doktor í
gigtarlækningum og starfar sem
sérfræðingur & lyflækningadeiid
Landspítala.
Eitt verka Önnu Guðjónsdóttur.
Anna Guðjóns-
dóttir sýnir í
Gerðubergi
Myndlistarsýning á verkum
Önnu Guðjónsdóttur verður opnuð
í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi mánudaginn 9. mars kl.
20.00.
Anna fæddist 1958 og nam við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1981-1983 en frá 1986 hefur hún
stundað nám við Listaháskólann í
Hamborg. Anna hefur tekið þátt í
fjölda sýninga og núna síðast Kunst,
Europa-Island, Kölnischer Kunstve-
rein. Anna er búsett í Þýskalandi og
er þetta fyrsta einkasýning hennar
hér heima.