Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Málverkauppboð á á Hótel Sögu 10. marz GALLERÍ Borg heldur listmunauppboð í samvinnu við Listmunaupp- boð Sigurðar Benediktssonar hf. næstkomandi sunnudagskvöld. Upp- boðið fer fram í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 20.30, Haraldur Blöndal býður upp. Að þessu sinni verða boðin upp um 90 verk og eru þau flest eftir okkar þekktustu listamenn. Af yngri höfundum má nefna Kristján Dav- íðsson, Hring Jóhannesson, Hafstein Austmann, Jóhannes Geir og Jón Reykdal. Þá verða boðin verk eftir Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttir, Jón Engilberts, Louisu Matthíasdóttur, Valtý Pétursson, Mugg, Snorra Arinbjamar, Kristínu Jónsdóttur, Svavar Guðnason, Þórarinn B. Þor- láksson, Akureyrarmynd frá 1901 eftir Einar Jónsson frá Fossi, tvær bronsstyttur eftir Tove Ólafsson og módelmynd eftir Gunnar Blöndal, málaða í París 1930. Einnig verður boðin til sölu upp- stoppaður Gjóður eða Fiskiöm sem er flökkufugl hér á landi og er ekki vitað til þess að fleiri eintök finnist uppstoppuð hér á landi. Uppboðsverkin verða til sýnis í dag, föstudaginn 6. mars, laugar- daginn 7. og uppboðsdaginn 8. mars í Gallerí Borg við Austurvöll frá kl. 14 til 18 alla dagana. Mynd Gunnlaugs Blöndals, eitt verkanna sem verður boðið upp. 305 ný kynferðisleg ofbeldismál til Stigaméta 1991: Helmingxir þolenda er yngri en 10 ára Sifjaspell 56% nýrra mála í ÁRSSKÝRSLU Stígamóta, Samtaka kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, kemur fram að sifjaspellsmáj eru langalgengust þeirra mála sem samtökin hafa haft afskipti af. í fyrra voru nýjar komur Stíga- mót vegna kynferðislegs ofbeldis 305. Stígamót hófu starfsemi 1990 og á þessum tveimur starfsárum hafa 556 einstaklingar leitað til samtakanna vegna þessa. Tæp 50% þolenda kynferðislegs ofbeldis á síðasta ári voru á aldrinum 0-10 ára. 78,5% ofbeldismanna eru nánir ættingjar eða kunnugir þolendunum, þar af feður í 11,5% tilfella. í 151 ofbeldismáli af 305 voru skýri það hvers vegna ofbeldismenn þolendur kynferðislegs ofbeldis tíu ára og yngri, þegar ofbeldið átti sér stað. I 76 tilfellum voru þolendur á aldrinum 10-15 ára. Þolendur kynferðislegs ofbeldis voru í 94% tilfella konur. 6% karl- kyns þolenda höfðu orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi af hendi annarra karla. Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum sagði að samtökin vísuðu fullorðnum karlmönnum sem orðið hefðu fyrir kynferðislegu ofbeldi yfirleitt til karlahóps sem væri starf- andi á þessu sviði. Af nýjum málum sem bárust Stígamótum voru 56% vegna sifja- spells, 25% vegna nauðgunar, 12% vegna gruns um sifjaspell, 2% vegna gruns um nauðgun og 5% vegna kynferðislegrar áreitni. Þegar endurkomur á síðasta ári eru skoð- aðar kemur í ljós að af 757 málum voru um 66,6% vegna sifjaspells, 23,3% vegna nauðgunar, 5,5% vegna gruns um sifjaspell, 0,1% vegna gruns um nauðgun og 4,5% vegna kynferðisiegrar áreitni. Guðrún sagði að enginn saman- burður væri til við önnur Norðurlönd um hlutföll mismunandi þátta kyn- ferðislegs ofbeldis. Engin sambæri- leg samtök væru starfandi á Norð- urlöndunum sem héldu utan um þessar tölur. 416 ofbeldismenn komu við sögu nýrra mála sem bárust Stígamótum á síðasta ári, þar af 5 konur og 411 karlar. 27 þeirra voru á aldrinum 10-15 ára, 47 á aldrinum 16-20 ára, 49 á aldrinum 21-30 ára, 38 á aldrinum 31-40 ára, 14 á aldrinum 41-50 ára, 14 á aldrinum 51-60 ára og 29 voru 61 árs og eldri. Óvíst var um aldur 198 ofbeldismanna. í skýrslu Stígamóta segir að sum- ir þolendur hafi orðið fyrir barðinu á fleiri en einum ofbeldismanni og eru fleiri en íjöldi þolenda. Skýring- in geti einnig verið sú að sami þol- andi verði fyrir sifjaspelli af hendi fleiri en eins ofbeldismanns eða fyr- ir nauðgun síðar á ævinni. M.C. Ciurlionis kvartettinn. Strengjakvartett frá Litháen hjá Tónlistarfélaginu M.K. CIURLIONIS strengjakvartettinn heldur sunnudaginn 8. mars tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík og hefjast þeir kl. 20.30. Félagamir í M.K. Ciurlionis kvartettinum hafa leikið saman síðan þeir vom við nám í Tónlist- arskólanum í Litháen, undir hand- leiðslu Eugenijus Paulauskas. Árið 1969 lá leiðin í Tónlistarháskólann í Leningrad, þar sem kvartettinn fékk tilsögn hjá Dmitri Shebalin, víóluleikara Borodin kvartettsins, og síðan til Búdapest þar sem hann naut leiðsagnar fiðluleikarans V. Tatrai úr samnefndum kvartett. Árið 1977 tók kvartettinn upp nafnið Mikalojus Konstantinas Ciurlionis, eftir frægum málara og tónskáldi og frumhetja í lithá- enskri tónlistarmenningu. Síðan hefur M.K. Ciurlionis kvartettinn haldið yfír 2.000 tón- leika um alla Evrópu, fyrmm Sov- étríkin og Kanada og einnig verið gestur margra helstu tónlistarhá- tíða Evrópu. M.K, Ciurlionis kvartettinn hef- ur ekki einungis unnið til verðlauna heldur einnig vakið mikla athygli tónlistamnnenda og gagntýnenda fyrir afburða samspil og ríkuleg blæbrigði í tónmyndum og styrk. Árið 1990 var kvartettnum veitt æðsta viðurkenning litháíska lýð- veldisins. Kvartettinn kemur nú til íslands í tilefni af Baltneskum menningar- dögum sem Reykajvíkurborg stendur fyrir. M.K. Ciurlionis strengjakvart- ettinn skipa Rimantas Siugzdinis, 1. fiðla, Jonas Tankevicius, 2. fiðla, Aloyzas Grizas, víóla, og Saulius Lipcius, selló. Á efnisskránni á sunnudag verða Strengjakvartett í d-moll op. 34 eftir Dvorák, Strengjakvartett í F-dúr eftir Ravel og Passacaglia eftir Hándel. Aðgöngumiðasala verður við innganginn. Um hundrað læknar end- anlega sest- ir að erlendis SAMKVÆMT félagaskrá Lækna- félags Islands eru um 100 ís- lenskir læknar endanlega sestir að erlendis. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Flestir þeirra lækna sem nú eru búsettir erlendis eru fæddir á árunum 1956-1960 en athygli vekur að af 106 læknum sem fæddir eru 1958 og 1959 eru 80 erlendis eða 75,5%. Alls em nú 376 íslenskir læknar erlendis en í grófum dráttum má áætla að læknar fæddir 1950 eða fyrr þ.e. eldri en fertugir séu sestir að erlendis en þeir em sem fyrr segir um 100 talsins. íslenskir læknar sem búsettir eru erlendis búa að stærstum hluta annaðhvort í Svíþjóð eða Bandaríkjunum. Virð- ist sem þeir hafi skiptst nokkuð jafnt milli þessara landa fram til 1975 en síðan þá hafa áberandi fleiri þeirra sótt til Svíþjóðar eða 2/3 þar til á síðustu fjórum ámm að þetta hlutfall hefur jafnast út. ♦ ♦ ♦ Samsýning í Hlaðvarpanum í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Reykjavík, verður opnuð samsýning á verkum eftir Lilju Egilsdóttur, Elvu Jónsdóttur og Lind Völundar- dóttur laugardaginn 7. mars. ----»-♦-♦--- Selfoss: Fundur for- sætisráðherra Selfossi. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra verður frummælandi á fundi Sjálfstæðiskvennafélags Árnessýslu þriðjudaginn 10. mars kl. 20.30 í félagsheimili sjálfstæðisfólks, Óðinsvéum, við Austurveg á Selfossi. Á fundinum mun Davíð ræða horfur í íslenskum stjórnmálum og aðgerðir ríkisstjómarinnar til að ná tökum á fjármálum ríkisins. - Sig. Jóns. Rafmagnsframleiðsla til útflutnings: Hvorki bjargvættir Evrópubúa né Bandaríkjamanna um hreina raforku - segir Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla SÞ INGVAR Birgir Friðheifsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna (SÞ), segir að íslendingar verði hvorki bjargvættir Evr- ópubúa né Bandaríkjamanna um hreina raforku, þar sem sú umfram- orka sem hægt væri að fá hér á landi með fullri nýtingu auðlinda væri ekki nema brot af því sem þessar þjóðir nota. í Morgunblaðinu á miðvikudaginn var greint frá hugmyndum bandarísks raforkufyrir- tækis um að beisla jarðhita á íslandi til rafmagnsframleiðslu í stórum stíl til útflutnings, aðallega til austurstrandar Bandaríkjanna en einn- ig til Evrópu. „Það er vissulega gott þegar forystumenn erlendra fyrirtælya hugsa hlýtt til jarðhitans á íslandi, en það er þó nauðsyn- legt að halda áttum þegar stórhuga menn eru að tala, og ætíð verður að líta til þess hve mikla orku viðkomandi lönd þurfa,“ sagði Ingvar Birgir í samtali við Morgunblaðið. Ingvar Birgir sagði að hér á landi væru í dag framleiddar liðlega fjórar TWh af rafmagni á ári, eða fjögur þúsund milljón kílówattstundir. Talið væri hugsanlegt að framleiða til við- bótar 30 TWh af óbeisluðu vatnsafli á markaðshæfu verði og án þess að ganga of nærri náttúrunni. Til raf- orku í jarðhitanum væri þessi tala hins vegar ekki eins þekkt, en gisk- að væri á 10-20 TWh, þannig að umframorkan væri um það bil 40 TWh. „Það er það sem við værum af- lögufærir með varðandi raforku- framleiðslu ef við myndum virkja allt. Bandaríkin nota hins vegar 2.800 TWh af rafmagni, og þar af eru um 1.600 TWh framleiddar með kolum, sem eru jú mjög mengandi, og síðan um 500 TWh með kjam- orku. Hvað nærliggjandi lönd varðar þá er raforkuframleiðslan í Bretlandi um 320 TWh á ári, og af því eru um 200 TWh framleiddar með kolum og 60 TWh með kjarnorku. í Svíþjóð er raforkunotkunin um 140 TWh á ári, og þar af er um helmingur fram- leiddur með vatnsafli og hinn helm- ingurinn með kjamorku. Með þess- um samanburði vil ég alls ekki gera lítið úr íslenskum orkulindum, en hins vegar er alveg ljóst að við verð- um hvorki bjargvættir Evrópubúa né Bandaríkjamanna um hreina raf- orku. Ef öll umframorka okkar væri flutt til Bretlands þá mætti að visu slökkva þar á fimmta hverju kola- orkuveri, og vissulega myndi það draga úr mengun. Þetta væri auðvit- að engin allsheijariausn, og því mið- ur er engin allsherjarlausn í augsýn varðandi hreina raforkuframleiðslu," sagði hann. Ingvar Birgir sagði að jarðhitinn sjálfur kæmi að mjög miidu gagni í vissum löndum. Það væru um 19 lönd í heiminum sem framleiddu raforku með jarðhita, og fengu þau verulegan hluta af raftnagni sínu úr jarðgufu. Þarna væri til dæmis um að ræða E1 Salvador, Nicaragua, Filippseyjar og Kenya, en þessi lönd fengju um og yfir 20% af sinni raf- orku úr jarðhita. „Það eru hins veg- ar miklu fleiri lönd, eða um 35 tals- ins, sem nýta jarðhitann til upphit- unar. Þar er mun meiri orkufram- leiðsla með jarðhita heldur en í raf- orkunni, og þar er auðvitað líka ver- ið að draga úr mengun. Framtíð jarðhitans sem orkugjafa er því ekki síður í þessari beinu nýtingu en í raforkunni," sagði Ingvar Birgir Friðleifsson. -:--» ♦ ♦-- Tónleikar í Norræna húsinu GUÐBJÖRN Guðbjörnsson óperusöngvari og Þórarinn Stef- ánsson píanóleikari halda tón- leika í Norræna húsinu þriðju- daginn 10. marz klukkan 20,30. A efnisskrá eru verk eftir ýmsa höfunda, m.a. Grieg, Peterson- Berger, Mendelsohn, Haydn og ís- lensk tónskáld. Guðbjörn hefur nýlega endurnýj- að samning sinn við óperuna í Kiel til eins árs og Þórarinn Stefánsson er nú í framhaldsnámi hjá Eriku Haase í Hannover.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.