Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Morgunblaðið/Rúnar Þór Á Kópaskeri Hann Olgeir sem á heima á Kópaskeri var úti að leika sér í snjónum á meðan móðir hans, hún Helga, var að hengja út þvottinn. Siglufjörður: Vaka komin til heimahafnar Siglufirði. Fjölveiðiskipið Vaka kom til nýrrar heimahafnar á Siglufirði í gær. Skipið, sem er um 950 rúm- lestir að stærð, var smíðað á Spáni á síðasta ári og það er Þormóður rammi hf. sem nú kaupir það af Eskfirðingi hf. Að sögn Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, verður skipið i fyrstu gert út til út- hafsrækjuveiða en hugsanlega síðar til loðnu- og úthafskarfaveiða. Rekstur Þormóðs ramma hf. gekk ágætlega á síðasta ári. „Sala á nýju hlutafé og endurskipulagning fyrir- tækisins gefur okkur svigrúm til að ráðast í þessi kaup. Við höfum fulla trú á því að tilkoma þessa nýja frystiskips renni enn styrkari stoðum undir rekstur fyrirtækisins," sagði Róbert Fjöldi manns fagnaði skipinu við heimkomuna. Bæjarbúum gafst kostur á að skoða skipið, og á eftir bauð Þormóður rammi hf. viðstödd- um til kaffisamsætis. - M.J. Fjölveiðiskipið Vaka í Siglufjarðarhöfn. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Gefla hf. á Kópaskeri: Viima hafín við breyt- Háskólinn á Akureyri: ingar á nýja húsinu Háskólanemar mótmæla FRAMKVÆMDIR hófust í vikunni við breytingar á húsnæði því sem Gefla hf. á Kópaskeri keypti fyrir nokkru, en þangað er fyrirhugað að flytja starfsemi rækjuvinnslunnar í vor. hækkun skólagjalda HÁSKÓLANEFND Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi í vik- unni að innritunargjöld við skólann verði 17 þúsund krónur og var rektor og skrifstofustjóra falið að koma þeirri samþykkt á framfæri við nemendur sem og reglum um hvernig innheimta skuli fara fram, en greiða á gjaldið fyrir 20. júní næstkomandi. Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri hefur mótmælt hækkun á innritunargjöldum og telur formaður þess að hún muni fæla fólk frá því að sækja um skólavist fyrir næsta haust. Davíð Hjaltesteð formaður Fé- lags stúdenta við Háskólann Akureyri sagði að um væri að ræða mikla hækkun á innritunar- gjöldum, fram til þessa hefðu stúd- entar greitt 8.100 krónur í svoköll- uð skólagjöld og skiptust þau þannig að í hlut skólans kæmu 2.700 krónur, jafnhá upphæð til Félagsstofnunar stúdenta og til Félags stúdenta. Stúdentar þurfa nú að greiða um 15 þúsund krónum meira í þessi skólagjöld, innritunargjald til skólans verður 17 þúsund krón- ur, gjald til Félagsstofnunar og Félags stúdenta hækkar í 3 þús- und krónur, þannig að upphæðin sem stúdentar þurfa nú að greiða er 23 þúsund krónur. Davíð sagði að þessi hækkun myndi eflaust hafa það í för með sér að lægra hlutfall nýnema myndi hefja nám við skólann næsta haust en verið hefði, þessi háu gjöld myndu fæla fólk frá. í bréfi sem Félag stúdenta sendi á fund Háskólanefndar á þriðjudag segir m.a. að farið sé inn á alvar- lega braut með hækkun skóla- gjalda. Jafnrétti til náms hafi ver- ið einn af hornsteinum samfélags- ins og æskufólki hafí staðið til boða að stunda það nám er það kýs án tillits til efnahags. „Telur stjórn FSHA að meðþví að hækka skólagjöldin sé verið að snúa baki við þessari stefnu. Að í framtíðinni verði aðeins þeim sem af efnuðu fólki eru komnir gert kleift að stunda nám við háskól- ann. Það eru ekki ný sannindi að þau gjöld sem einu sinni eru kom- in á, hafa sjaldan verið lækkuð, hvað þá aftur tekin,“ segir í bréf- inu. Stúdentar hvetja háskólanefnd- armenn í bréfinu til að leita allra leiða til að mæta skertum framlög- um úr ríkissjóði, svo áfram megi halda því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið við skólann, án þess að kafað verði dýpra í félitla vasa námsmanna. Sigurður Óskarsson verkstjóri sagði að í húsinu hefði Útnes verið með saltfiskverkun og þyrfti að gera á því nokkrar breytingar áður en hægt verður að flytja rækju- vinnsluna þangað. Trésmiðjan Tré- mál á Kópaskeri mun sjá um allt tréverk í húsinu og sagði Sigurður að stefnt væri að því að flytja starf- semina seinni hluta maímánaðar yfir í nýja húsið. Fjórir bátar, Þorsteinn, Krist- björg, Þingey og Öxarnúpur hafa verið á inníjarðarrækju í vetur og hefur afli verið góður, en bátarnir verða búnir með kvótann í kringum næstu mánaðamót. Einhveijir þeirra fara á grásleppu og aðrir á þorskanet, en reiknað er með að þegar húsnæði Geflu verður tekið í notkun í vor fari þeir á úthafs- rækju. Morgunblaðið/Kúnar Þór Framkvæmdir við breytingar á nýju húsnæði Geflu á Kópaskeri hófust í vikunni og er stefnt að því að hefja þar vinnslu í vor. Apple-skákmótið: Kotronias efstur eftir sigur á Alexei Shírov ___________Skák Bragi Kristjánsson GRISKI stórmeistarinn, Vasilios Kotronias varði efsta sætið á Apple-skákmótinu, þegar hann í fjórðu umferð vann öruggan sigur á stigahæsta skákmanni mótsins, Lettanum Alexei Shírov. Tafl- mennskan á mótinu í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 hefur verið mjög fjörug til þessa, en skákáhugamenn hafa ekki ennþá sýnt þann áhuga, sem lífleg barátta og spennandi skákir verðskulda. 4. umferð: Kotronias — Shírov, 1-0, 46 leikir, Jón L. — Jóhann, 0-1, 34 leikir, Þröstur — Conquest, 0-1, 40 leik- ir, Margeir — Karl, Vi, 40 leikir, Helgi — Plaskett, 1-0, 41 Ieikur, Hannes Hlífar — Renet, Vj, 25 leik- ir. Kotronias tefldi af öiyggi í byijun gegn Shírov, og fórnaði sá síðar- nefndi drottningunni fyrir biskup og hrók, þegar hann sá að litlir mögu- leikar væru til að flækja taflið. Eftir fórnina gat Shírov þó tæplega gert sér vonir um meira en jafntefli, en afleikur í 25. leik leiddi til auðunninn- ar stöðu fyrir Grikkjann. Jón L. og Jóhann tefldu flókna skák, sem framan af var örlítið hag- stæð hvítum. Jón L. lagði út í ótíma- bærar sóknaraðgerðir, en við það náði Jóhann góðum tökum á mikil- vægum miðborðsreitum. I tímahraki missti Jón L. tökin á stöðuni og gafst upp eftir 34 leiki. Þröstur fékk yfir sig mikla sókn andstæðingsins, án þess að ná nokkru mótspili, og réð ekki við stöð- una eftir það, Margeir lenti í vand- ræðum í skákinni við Karl, en tókst að halda jöfnu. Helgi náði snemma betra tafli gegn Plaskett og vann peð. Upp kom hróksendatafl, sem tapað var fyrir Plaskett, þótt hann ætti aðeins peði minna. Hannes Hlífar komst ekkert áfram gegn Frakkanum Renet og var jafn- tefli samið eftir 25 leiki. Staða efstu manna eftir 4. umfefð: 1. Kotronias, 3 Vi V. 2. Jóhann Iljartarson, 3 V. 3. Helgi Ólafsso, 2Vj V. 4. -8. Margeir Pétursson, 2 V. Shírov, 2 V. Hannes Illífar Stef., 2 V. Plaskett, 2 V. Conquest, 2 V. Hvítt: V. Kotronias Svait: A. Shírov Sikileyjar-vöm 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Rc6, 6. Bg5 - e6, 7. Dd2 - a6, 8. 0-0-0 - h6, 9. Bf4 - Bd7, 10. Rxc6 - Bxc6, 11. f3 - d5, 12. Del - Bb4, 13. a3 - Ba5, 14. Bd2 - b5 Þessi leikur fær tvö upphrópunarmerki í síðasta hefti júgóslavneska ritsins „Informator", og er talinn jafna tafl- ið fullkomlega fyrir svart. Shírov hefur áður reynt 14. - 0-0 í þessari stöðu. Dæmi: 14. - De7, 15. e5 - Rd7, 16. Kbl - d4!?, 17. Re4 - Bxd2, 18. Rxd2 - 0-0, 19. Rb3! - Dg5, 20. Hxd4 - Dxe5, 21. Dxe5 - Rxe5, 22. Be2 - Hfc8 með jöfnu tafli (Kholmov-Shírov, Búdapest 1989). Eða 14. - 0-0, 15. exd5 - exd5, 16. Re2 - Bb6, 17. Dg3 - Kh8, 18. Dh4 - Hc8, 19. Bg5 - He8, 20. Kbl - He5, 21. Bxf6 - Dxf6, 22. Dxf6 - gxf6, 23. Rf4 - Hce8, 24. Bd3 - Be3, 25. Re2 - Bf2 og skákinni lauk með jafntefli. 15. exd5 - Rxd5, 16. Bd3 - Bxc3 í skákinni Glek-Serper, Sovétríkj- unum 1991, var leikið 16. - Hc8 (!) og framhaldið var 17. Kbl - 0-0, 18. Rxd5 - Bxd2, 19. Dxd2 (19. De4 - g6, 20. Hxd2 - Bxd5 með jöfnu tafli) Bxd5, 20. f4 - Db6, 21. f5?! - exf5, 22. Bxf5 - Hcd8, 23. Bd3 - a5 og svartur hafði betri stöðu, sem hann vann. 17. Bxc3 - 0-0, 18. h4 - 18. - Rxc3!? Shírov fórnar drottn- ingunni fyrir hrók og biskup og fær við það upp stöðu, sem hann getur varla gert sér vonir um að vinna. Þessi ákvörðun er furðuleg, þegar haft er í huga, að hann þarf nauðsyn- lega að vinna þessa skák við efsta mann mótsins. Rólegri sálir hefðu leikið 18. - De7, t.d. 19. De4 - f5!? (eftir 19. - g6, 20. Bd4 stendur hvítur mjög vel) 20. De5 - Rxc3, 21. Dxc3 - Bd5 o.s.frv. 19. Bh7+ - Kxh7, 20. Hxd8 - Ra2+, 21. Kbl - Hfxd8, 22. Kxa2 - Hd4, 23. Da5 - e5, 24. Dc7 - Bd5+, 25. Kbl - f6? Eftir 25. - e4, 26. De5 - Hd8!„ 27. Kcl (27. Dxd4 - Ba2+) Bb7 verður erfitt fyrir hvít að vinna skákina. 26. Kcl! - Nú getur svartur ekki leikið 26. - Ha8-d8 og við það riðl- ast varnir hans. 26. - Hc4, 27. Dd7 - Bg8, 28. Hdl - b4, 29. b3! - Hxh4, 30. Db7 - Hf8, 31. axb4 - Kotronias tekur ekki óþarfa áhættu, en hann hefði einnig unnið auðveídlega eftir 31. Hd7 - bxa3, 32. Hxg7+,Kh8, 33. Hg3 - Bf7, 34. Dxa6 o.s.fi-v. 31. - Hf7, 32. Dc8 - g6, 33. Hd8 - IIg7, 34. Dxa6 - Hxb4, 35. Dxf6 - e4, 36. Dd6 - Hbb7, 37. fxe4 - Hbe7, 38. Dd4 - h5, 39. Hd6 - Hgf7, 40. e5 - Hf5, 41. Hd7 - Hfxe5, 42. Dxe5 - Hxd7, 43. c4 - Hf7, 44. Dd4 - Hfl+, 45. Kb2 - Be6, 46. b4 og Shírov gafst upp, því hann ræður ekkert við frípeð hvíts á drottningarvæng. í dag, laugardag, verður 6. um- ferð tefld kl. 17-23 í skákheimili TR, Faxafeni 12, og þá tefla: Jón L.-Mar- geir, Hannes Hlífar-Jóhann, Helgi- Karl, Kotronias-Renet, Þröstur-Plas- kett, Conquest-Shírov. Sunnudaginn 8. mars verður 7. umferð tefld á sama stað og tíma: Shírov-Jón L., Plaskett-Conquest, Renet-Þröstur, Karl-Kotronias, Jó- hann-Helgi, Margeir-Hannes Hlífar. Mánudaginn 9. mars verður frídagur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.