Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
67. tbl. 80. árg.
FOSTUDAGUR 20. MARZ 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nýfundnaland;
Mótmæla
rányrkju
EB-flotans
St. John’s á Nýfundnalandi. Frá Hiiii
Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
SAMTOK sjómanna og fiskverka-
fólks og samtök fiskverkenda á
Nýfundnalandi og Labrador
kynntu í gær sameiginlega
ákvörðun sína þess efnis að fara
með sex togara út á fiskimiðin á
Miklabanka þar sem skip frá Evr-
ópubandalaginu stunda umtals-
verða rányrkju. Með þessu ætla
þau að vekja athygli á stöðu mála
en allar þorskveiðar frá Ný-
fundnalandi og Labrador liggja
nú niðri vegna slæms ástands
þorskstofnsins.
John Crosby, sjávarútvegsráð-
herra Kanada, lýsti því jafnframt
yfir að aðgerðir þeirra nytu stuðn-
ings hans svo fremi ekki yrði um
ólöglegt athæfi eða ofbeldi að ræða.
„Sjómenn okkar hafa allan rétt til
að ná athygli heimsins hvað varðar
þá staðreynd að verið er að eyði-
leggja auðlindir okkar. Þeir hafa all-
an rétt til að mótmæla þeirri ógnun
sem rányrkja erlendra fiskiskipa er
við lífsafkomu þeirra," sagði Crosby.
Togaramir leggja af stað sunnu-
daginn 29. mars og verða fjóra til
fímm daga við þessi mótmæli sín.
tijií f*
I flC bl I láLCW
WORLD APPLAUDS
FW LANDSLIDE
CF cfash mw
iioff is Íikalif
Reuter.
Vinirnir Moaby Moleby og Matthew Rosen, sem báðir eru niiklir
áhugamenn um krikkett og ganga I sama skóla, halda fagnandi á
dagblaði með frétt um kosningaúrslitin.
Kosningaúrslitum í S-Afríku fagnað:
De Klerk vill sam-
komulag við blökku-
menn fyrir lok 1993
Jóhannesarborg, Lissabon. Reuter.
F.W. DE Klerk, forseti Suður-Afríku, sagði í viðtali við CWN-sjón-
varpsstöðina í gær að hann hygðist gera allt sein í sínu valdi stæði
til að ná fljótlega samkomulagi við meirihluta blökkumanna um fram-
tíða stjórnskipan landsins. „Mér liggur á að ná niðurstöðu eins fljótt
og auðið er,“ sagði forsetinn og bætti við að hann kysi að samkomu-
lag mýndi nást fyrir árslok 1993. Hann sagðist líka búast við að
niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar myndi sýna fram á það í eitt
skipti fyrir öll að hinn hvíti minnihluti Suður-Afríku vildi koma á
lýðræði í stað aðskilnaðar kynþátta.
Stjórnvöld fjölmargra ríkja um
allan heim lýstu í gær yfir ánægju
sinni með úrslitin og mörg ríki boð-
uðu aukin samskipti við Suður-Afr-
íku og afnám þeirra viðskiptaþving-
ana sem enn væru í gildi.
Evrópubandalagið fagnaði úrslit-
um atkvæðagreiðslunnar og sagði
í yfirlýsingu frá bandalaginu að
þetta myndi verða til að haldið yrði
staðfastlega áfram á þeirri braut
lýðræðisþróunar sem byijað var að
feta fyrir tveimur árum. Embættis-
menn í portúgalska utanríkisráðu-
neytinu sögðu að Portúgalar, sem
nú fara með forystuna innan EB,
hefðu lagt til að öllum viðskipta-
þvingunum, sem enn væru í gildi
yrði aflétt. Einnig vilja Portúgalir
Utanríkisráðherra Armeníu um Nagorno-Karabak:
Stuðningur Tyrkja við Azera
gæti þýtt allsherjarstyrjöld
Jerevan, Moskvu. Reuter, The Washington Post.
RAFFI Hovannisian, utanríkisráðherra Armeníu, sagði í gær að
allsherjarstríð gæti blossað upp milli Armeníu og Azerbajdzhans
ef tyrknesk stjórnvöld veittu Azerum hernaðarstuðning vegna bar-
daganna í héraðinu Nagorno-Karabak. Suleyman Demirel, forsætis-
ráðherra Tyrklands, sagði að stjórn landsins sætti æ meiri þrýst-
ingi af hálfu almennings um að koma Azerum, trúbræðrum Tyrkja,
til aðstoðar í bardögunum gegn Armenum, sem eru kristnir. Aðstoð-
arutanríkisráðherra Irans, Mahmoud Vaezi, sagði að náðst hefði
samkomulag um sjö daga vopnahlé frá og með deginum í dag.
100.000 manna hersveitir hans
verði fluttar þaðan. Slíkt sagði
hann raska hernaðaijafnvæginu á
svæðinu því taka yrði tillit til fjöl-
mennra hersveita Atlantshafs-
bandalagsins í Tyrklandi.
að bandalagið sendi sendinefnd
þriggja utanríkisráðherra til Suður-
Afríku í því skyni að lýsa yfir stuðn-
ingi við umbótastefnu de Klerks.
Verða þessar tillögur væntanlega
ræddar á fundi háttsettra embætt-
ismanna utanríkisráðuneyta aðild-
arríkjanna í Lissabon 1. og 2. apríl,
sem undirbýr fund utanríkisráð-
herra EB-ríkjanna þann 6. apríl.
Viðskipti við Suður-Afríku með
ákveðnar vörur, s.s. vopn og olíu,
eru enn ekki leyfð af hálfu EB og
á það sama við um samvinnu á
sviði kjarnorkumála. Bretar og
Þjóðveijar sögðust í gær vera reiðu-
búnir að aflétta banninu við við-
skipti með olíu en önnur ríki hafa
ekki gert grein fyrir afstöðu sinni.
Uffe Ellemann Jensen, utanríkis-
ráðherrra Danmerkur, skýrði í gær
frá því að hann hygðist halda í
opinbera heimsókn til Suður-Afríku
í apríl en Danir hafa þegar ákveðið
að fella úr gildi viðskiptabann á
Suður-Afríku.
Cyril Ramaphosa, framkvæmda-
stjóri Afriska þjóðarráðsins (ANC),
gagnrýndi í gær þau ríki sem hafa
boðað afnám viðskiptaþvingana og
sagði þau láta tilfinningar í kjölfar
kosningaúrslitanna ráða þeirri
ákvörðun sinni. ANC vill ekki að
viðskiptaþvingunum verði að fullu
aflétt fyrr en stjórn svertingja hefur
tekið við völdum í landinu.
Cyrus Vance, sérlegur sendi-
maður Sameinuðu þjóðanna, kom
í heimsókn til Jerevan, höfuðborg-
ar Armeníu, og áréttaði í stuttri
yfirlýsingu að tilgangur ferðarinn-
ar væri ekki að stilla til friðar
heldur eingöngu sá að kanna stöðu
mála. Ráðgert er að hann fari til
Nagorno-Karabak í dag.
Hovannisian kvaðst vona að ferð
Vance til Kákasuslandanna yrði til
þess að samkomulag næðist um
friðaráætlun og að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu aukin afskipti af
deilunni. Einungis alþjóðlegar frið-
argæslusveitir gætu komið í veg
fyrir áframhaldandi bardaga Arm-
ena og Azera um héraðið. Azersk-
ir embættismenn hafa á hinn bóg-
inn sagt að ekki komi til greina
að Sameinuðu þjóðirnar skerist i
leikinn.
Hovannisian fór hörðum orðum
um Tyrki og sagði þá hafa þjálfað
hermenn fyrir azerska herinn, ögr-
að Armenum með heræfingum við
landamæri Tyrklands og Armeníu
og hindrað flutninga á þúsundum
tonna af matvælum frá Bandaríkj-
unum til Kákasuslandsins. „Við
höfum verið undir stjórn heims-
veldis í 70 ár og höfum engan
áhuga á öðru slíku,“ sagði hann.
Stjórnvöld í Armeníu hafa lýst
yfir efnahagslegu neyðarástandi í
landinu vegna þess að Azerar hafa
hindrað flutninga á matvælum og
ýmsum nauðsynlegum varningi,
svo sem olíu, til landsins. Meðal
annars verður gripið til þess ráðs
að stöðva orkudreifingu í tólf tíma
á sólarhring, sex tíma í senn.
Mahmoud Vaezi kvaðst vera
vongóður um að vopnahléið, sem
samið var um í gær, yrði virt.
Fyrri vopnahlé Azera og Armena
í Karabak hafa verið mjög skamm-
vinn.
Valeríj Patríkejev, yfirmaður
samveldishersins í Kákasuslöndun-
um, hefur lagst gegn því að
Bandarísku forsetakosningarnar:
Tsongas hættir barátt-
unni vegna fiárskorts
Boston. Reuter.
PAUL Tsongas, öldungardeildarþingmaður frá Massachusetts,
skýrði í gær frá því að hann hygðist ekki taka lengur þátt í barátt-
unni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins fyrir
bandarísku forsetakosningarnar. „Það er óhagganleg staðreynd að
það þarf mikla fjármuni til að taka þátt í forkosningunum og í
gærkvöldi varð ljóst að við höfum ekki næga peninga til að taka þátt
í fjölmiðlaslagnum í New York,“ sagði Tsongas á blaðamannafundi
í gær.
Tsongas hefur oft verið hrósað
fyrir stefnufestu sína og seiglu en
hann var hins vegar einnig talinn
skorta algjörlega persónutöfra.
Hann kom á óvart með því að vinna
fyrstu forkosningarnar í New
Hampshire en hefur síðan átt erfítt
uppdráttar og unnið fáa sigra.
Næstu mikilvægu forkosningar
verða haldnar í New York 7. apríl
og var ljóst að þar varð Tsongas
að vinna sigur ef hann ætti að eiga
einhveija möguleika áfram. Tsong-
as sagði á fundinum að hann hefði
„frestað" áframhaldandi baráttu
sinni. Þegar hann var spurður hvers
vegna hann notaði ekki ákveðnara
orðalag sagði hann það vera til að
þeir kjörmenn hans sem hefðu hug
á að sækja þing Demókrataflokks-
ins og hafa þar áhrif gætu gert
það. Framboð hans væri formlega
enn í gildi.
Ekkert er nú talið geta staðið í
vegi fyrir því að Bill Clinton, ríkis-
stjóri í Arkansas, verði forsetaefni
Demókrataflokksins og muni
keppa við George Bush forseta í
nóvember. Jerry Brown, fyrrum
ríkisstjóri í Kaliforníu, sem einnig
Reuter.
Paul Tsongas kemur af fundi
með starfsfólki kosningabar-
áttu sinnar þar sein hann til-
kynnti um ákvörðun sína.
sækist eftir útnefningu Demó-
krataflokksins, er ekki talinn geta
ógnað Clinton á nokkurn hátt.