Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar; Tapaði 35 millj. vegna lánveitingar til KRON Veðið var selt á nauðungaruppboði LÍFEYRISSJÓÐUR Dagsbrúnar og Framsóknar tapar um 35 millj- ónum kr. vegna lánveitingar til KRON sem stjórn sjóðsins sam- þykkti árið 1989. Lánið var tryggt með veði í fasteigninni Þöngla- bakka 1 á 14. veðrétti en hún var slegin Landsbankanum á nauðungaruppboði í janúar sl. fyrir 315 millj. kr. Halldór G. Björns- son, stjórnarformaður sjóðsins, segir að sjóðurinn verði að af- skrifa alla þessa upphæð sem sé áfall, þar sem lífeyrissjóðurinn hafi aldrei áður orðið fyrir tapi. Hins vegar hafi reglum sjóðsins um útlán verið fylgt enda hafi brunabótamat fasteignarinnar ver- ið 828 millj. kr Halldór benti á að Samvinnulíf- eyrissjóðurinn hefði átt veð vegna 120 millj. kr. láns fyrir aftan veð Dagsbrúnar og Framsóknar. „Ég held að Sambandið sé ábyrgt fyrir því, þannig að ef við hefðum þurft að tryggja okkar veð hefðum við þurft að bjóða upp í topp á móti Landsbankanum, sem hefði ekki náð nokkurri átt. Mér skilst að Sambandið standi á bak við það,“ sagði Halldór. Að hans sögn voru áhvílandi lán undir 40% af brunabótamatsverði fasteignarinnar þegar lífeyrissjóð- urinn keypti skuldabréfið af KRON en það var þá að nafnverði rúm- lega 20 millj. kr. Að sögn Halldórs var haldinn fundur vegna þessa máls í stjórn lífeyrissjóðsins á þriðjudag og aftur í gær en að engar ákvarðanir hefðu verið teknar. „Við höfum haldið fast við að vera fyrir innan 50% af brunabótamati og þegar við tök- um veð út á landi er farið niður í 25% til frekari tryggingar," sagði Halldór. Hann sagði aðspurður að ekkert hefði verið um það rætt hvort stjórnin segði af sér í kjölfar þessa máls. „Ég sé ekki að pening- arnir skili sér til baka við það,“ sagði hann. Halldór sagði að þrátt fyrir þetta tap væri staða lífeyrissjóðsins sterk og eigið fé hans um 7 milljarðar kr. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Helmild: Veðurstofa ísiands (Byggt á vedurspá ki. 16.15 í gær) W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri Z skýjað Reykjavík 1 léttskýjað Bergen vantar Helsinki vantar Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq +8 alskýjað Nuuk •f7 léttskýjað Ósló vantar Stokkhólmur vantar Þórshöfn vantar Algarve 19 heiðskírt Amsterdam 10 skýjað Barcelona 17 mistur Berlín vantar Chieago 4-1 skýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt vantar Glasgow 9 rigning Hamborg vantar London 13 skýjað LosAngeles 11 heiðskfrt Lúxemborg 10 skýjað Madríd 20 léttskýjað Malaga 16 þokumóða Mallorca vantar Montreal +11 skýjað New York vantar Orlando 20 skýjað París 14 hálfskýjað Madeira 18 skýjað Róm 14 heiðskirt Vin vantar Washington vantar Winnipeg +7 skýjað Morgunblaðið/Sverrir Skaut mink í miðri Reykjavík LEOPOLD Jóhannesson,. sem margir muna sem veitingamann á Hreðavatni, nú starfsmaður Olíufélagsins á Gelgjutanga, skaut mink þar á svæðinu á sjötta tímanum í gærdag. „Það má segja að ég hafi skotið mink í miðri Reykjavík,“ sagði Leopold í gær. Hann sagðist hafa verið á heimleið um sexleytið þegar minkurinn læddist inn í tunnuskúr niðri við sjó. „Ég dreif mig heim og sótti byssuna. Ég klifraði upp á tunnur og sá minkinn í einu horninu og vann hann í tveimur skotum,“ sagði Leopold í gær. Hugsanleg sala á Verðbréfasjóðnum hf.: Viðræður við fulltrúa Skandia í næstu viku Á STJÓRNARFUNDI í Fjárfestingarfélagi íslands hf. í gær var ákveðið að ganga til viðræðna við norræna tryggingafélagið Skan- dia um hugsanleg kaup þess á Verðbréfasjóðnum hf., sem er í eigu Fjárfestingarfélags Islands hf. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður Ijárfestingarfé- lagsins, sagði að von væri á mönn- um frá Scandia Nord um miðja næstu viku til viðræðna. Hann kvaðst eiga von á því að þeir myndu skýra nánar frá áhuga sínum á kaupunum en átti síður von á því að lagt yrði fram tilboð. „Auðvitað er hægt að verðleggja sjóðinn, en við erum ekki að selja hann,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að ekki væri ástæða til að verðleggja það sem ekki væri í sölu. I byijun marsmánaðar kom hing- að til lands Leif Passmark, fram- kvæmdastjóri Skandia Link og varamaður í stjórn Skandia, og fóru þá fram óformlegar þreifingar um þetta mál. Nú hefur Skandia gefíð til kynna að það hafi frekari áhuga á að ræða um þessi kaup, að sögn Guðmundar. Hann sagði að þetta væri harður markaður og mikil samkeppni framundan, sérstaklega verði samningur um evrópska efna- hagssvæðið samþykktur. „Við, eins Utigöngu- fé finnst Borg í Miklaholtshreppi. NÝLEGA fundust tveir lamb- hrútar sem gengið hafa úti í vetur. Lömbin fundust í Hraunsfirði í Helgafellsleið og eru þau furðu vel á sig komin þrátt fyrir storma og hrakviðri sem oft hafa verið hér í vetur. Lömbin eru frá Hjarðarfelli og Fáksstöðum. Lömbin hand- sömuðu Þorsteinn á Kóngs- bakka og Hreinn á Bergsvíks- eyri. - Páll. SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari er komin í úrslit í alþjóð- legri samkeppni fiðluleikara í Wellington á Nýja-Sjálandi. Auk Sigrúnar koma fram þrír aðrir fiðluleikarar úrslitakvöldið að- faranótt nk. laugardag. 40 fiðluleikarar voru valdir í keppnina af mun stærri hóp um- sækjenda. Sigrún mun leika fiðlu- konsert eftir Mendelssohn með sinfóníuhljómsveit Wellington- borgar úrslitakvöldið. Þetta er fjórða alþjóðlega keppnin sem Sig- rún kemst alla leið í úrslit. Hún hafnaði í þriðja sæti í Sibelius- fiðlukeppninni í fyrra í Finnlandi og í öðru sæti í Leopold Mozart keppninni í Þýskalandi. Hún hafn- Æðarvarpið leigt áfram Sigrún Eðvaldsdóttir í úr- slit alþjóðlegrar keppni ► i og aðrir, þurfum að gera okkur ^ gréin fyrir því,“ sagði Guðmundur. aði einnig í verðlaunasæti í Carl Nielsen-keppninni í Danmörku. -------» ♦ »------- BORGARRÁÐ hefur samþykkt að framlengja leigusamning við Guðvarð Sigurðsson um nýtingu hiunninda af æðavarpi í Þerney. í bréfi Hjörleifs Kvaran, fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, kemur fram að Guð- varður hafi hlúð að æðavarpi í eynni undanfarin ár með góðum árangri. Hann hafi haft leyfi til að nýta þau hlunnindi sem æðavarpinu fylgja samkvæmt sérstökum samningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.