Morgunblaðið - 20.03.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARi 1992
5
Fundað eftir
7 mánaða hlé
Framtíð Safna-
hússins í óvissu
Hugmyndir um skrifstofur forseta
eða forsætisráðherra eða veislusali
FORNLEIFANEFND mun í dag
halda sinn fyrsta fund frá því sl.
haust en fundir hafa ekki verið
haldnir í nefndinni í vetur þar
sem ekki þótti liggja ljóst fyrir
hvernig hún ætti að vera skipuð.
Að sögn Sveinbjarnar Rafnsson-
ar, formanns hennar, hefur þetta
ekki komið að sök varðandi um-
sóknir um leyfi til fornleifarann-
sókna þar sem rannsóknirnar
fari yfirleitt fram á sumrin.
Eftir að þjóðminjalögum var
breytt í mars 1991 þótti það álita-
efni hvernig nefndin ætti að vera
skipuð og var í kjölfarið óskað eftir
úrskurði menntamálaráðuneytins.
Sá úrskurður kom í síðustu viku
en hann kvað á um að með laga-
breytingunni hefði einvörungu verið
skipt um starfsheiti á stöðu deildar-
stjóra fornleifadeildar sem nefndist
nú fornminjavörður en það var
álitaefni í upphafi hvert starfssvið
hans væri og hvort hann ætti rétt
til setu í fornleifanefnd. Guðmundur
Ólafsson sem áður gegndi stöðu
deildarstjóra fornleifadeildar er nú
fornminjavörður.
ÓLAFUR G. Einarsson mennta-
málaráðherra segir, að meðal
þeirra hugmynda sem fram hafa
komið um nýtingu Safnahússins
við Hverfisgötu, sé að þar verði
skrifstofa forseta íslands, eða
móttökusalir á vegum ríkisins og
skrifstofa forsætisráðuneytis eða
að Árnastofnun verði flutt þang-
að. Rætt er um að skipa nefnd er
fjalli um þessar hugmyndir og
aðrar sem fram hafa komið um
nýtingu hússins.
Ólafur sagði, að á undanförnum
árum hafi mikið verið fjallað um
hvað yrði um Safnahúsið án þess að
ákvörðun hafi verið tekin um hvað
yrði um húsið. „Sú hugmynd sem
kom frá nefnd sem dómsmálaráð-
herra skipaði er úr sögunni," sagði
Ólafur. „Athuga verður málið sér-
staklega, ráðstöfun hússins er eitt
og annað hvenær núverandi starf-
semi flytur úr húsinu. Framkvæmd-
eða
Félagaþjónustan greibir fyrir fjármálum
félagasamtaka.
Þá veistu hvaö þaö fer mikill tími í innheimtu félagsgjalda, aö
halda félagatalinu réttu, vita hverjir hafa gert skil,
senda rukkanir á réttum tíma, taka
viö greiöslum og koma þeim í banka.
Til aö þú hafir meiri tíma til aö sinna eiginlegum félagsstörfum
höfum viö þróaö Félagaþjónustu íslandsbanka.
Félagaþjónustan felst mebal annars í eftirfarandi þáttum:
• Círóseölar fyrir félagsgjöldum eru skrifaöir út og sendir
greiöendum á réttum tíma. Um leiö er félaginu send skrá
yfir útskrifaöa gíróseöla.
• Hœgt er aö velja árlega og allt niöur í mánaöarlega
innheimtu.
• Reikningsyfirlit meö nöfnum greiöenda eru skrifuö út í
byrjun hvers mánaöar.
• Dráttarvextir eru reiknaöir, sé þess óskaö.
• Gjöld geta hoekkaö samkvœmt vísitölu, sé þess óskaö.
Aö auki er boöin margþœtt viöbótarþjónusta.
Notfœröu þér Félagaþjónustu íslandsbanka fyrir þitt félag og
notaöu tímann til ab sinna sjálfum félagsstörfunum.
Ert þú í forsvari fyrir félag, fámennt
fjölmennt, formlegt eða óformlegt?
um við Þjóðarbókhlöðu á að ljúka
árið 1994 og er ekkert sem bendir
til annars en að svo verði. Þá verður
Þjóðskjalasafnið að fá viðunandi að-
stöðu í gamla Mjóikurfélagshúsinu,
þar sem hluti safnsins er í Safnahús-
inu. Innan ríkisstjórnarinnar hefur
verið rætt um að setja niður nefnd
til að íjalla um þetta einu sinni enn
og safna saman þeim gögnum sem
til eru.“
Safnahúsið við Hverfisgötu.
Sagði hann, að upp hafi komið
hugmyndir um að forsetaembættið
fengi húsið, að það yrði móttökuhús
fyrir ríkisstjórnina og skrifstofa for-
sætisráðuneytisins, og að Árnastofn-
un fengi húsið, þar sem það tengdist
sögu og menningu þjóðarinnar en
engin ákvörðun hefur enn verið tek-
in.
í frétt blaðsins í gær um safnahús-
ið féll niður að kostnaður við breyt-
ingar á húsinu fyrir starfsemi Hæsta-
réttar hefði verið áætlaður 100 millj-
ónir króna.
Forseta-
kosningai'
27. júní
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
hefur sent út til birtingar aug-
lýsingu um framboð og kjör
forseta íslands og segir þar
að kjörið skuli fara fram Iaug-
ardaginn 27. júní 1992. Fram-
boðum skal skilað i hendur
dómsmálaráðuneytis ásamt
samþykki forsetaefnis, nægi-
legri tölu meðmælenda og
vottorðum yfirkjörstjórna um
að þeir séu á kjörskrá, eigi
síðar en fimm vikum fyrir
kjördag.
í tilkynningu forsætisráðu-
neytisins segir ennfremur að for-
setaefni skuli hafa meðmæli
minnst 1.500 kosningabærra
manna, en mest 3.000, er skipt-
ist þannig eftir kjördæmum: úr
Sunnlendingafjórðungi minnst
1.120 meðmælendur, en mest
2.235, úr Vestfirðingafjórðungi,
minnst 95 meðmælendur en
mest 195, úr Norðlendingafjórð-
ungi minnst 200 og mest 405
og úr Austfirðingafjórðungi
minnst 85 meðmælendur en
mest 165.
Fornleifanefnd:
Hassplönt-
urræktaðar
í Arbænum
Fíkniefnalögreglan lagði í
fyrradag hald á 13 kannabis-
plöntur sem verið var að
rækta í húsi í Árbæjarhverfi.
Upp komst um málið þegar
almenna lögreglan var kölluð á
staðinn. Lögreglumenn veittu
þá plöntunum athygli. Sú hæsta
þeirra var u.þ.b. 1 metri á hæð.
Lögreglan tók plönturnar í sína
vörslu en húsráðandinn var víðs
fjarri þegar þetta bar að og var
hann ófundinn í gær.