Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
13
NORRÆNT GIGTARAR
em
tegund bakverkja
*
eftirArna Tómas
Ragnarsson
Einn algengasti kvilli sem læknar
sjá á stofum eru bakverkir. Oftast
stafa þeir af of miklu álagi á bak-
ið, t.d. miklum setum eða erfiðis-
vinnu. Sem betur fer lagast þessir
verkir yfirleitt eft-
ir stuttan tíma en
» stundum verða
jA bakverkir þrálátir
eða það sem lækn-
ar ^alla ..krónísk-
ir“. Meðal þeirra
orsaka sem þá
geta legið að baki
er gigtsjúkdómur
sem kallast
hrygggigt eða
hrygg-ikt (Spondylitis ankylopo-
etica).
Tíðni - orsök
Hrygggigt kemur oftast fram á
aldrinum 20-30 ára og er miklu
algengari hjá körlum en konum.
Talið er að tæplega 1% fólks fái
þennan sjúkdónt. Orsök et' óþekkt
en ónæmisfræðilegit' þættir eru
taldir liggja að baki og er sjúkdóm-
urinn að miklu leyti arfgengur.
Einkenni
Sá sem fær hrygggigt finnur
fyrir vet'kjum og miklum stirðleika
í baki, einkum á morgnana í allt
að 2-3 klukkustundir. Það er hinn
mikli morgunstirðleiki sem skilur
hrygggigtina frá „venjulegum“
bakverkjum sem yfirleitt eru hvað
skástir á morgnana. Einkenni
hrygggigtar koma fram í mjóbaki
og bijósthrygg, oft einnig í hálsi
og bijóstkassa og stundum í útlima-
liðum sem geta bólgnað. Þá fylgja
iðulega einkenni frá sinafestum en
aðrir fylgikvillar geta m.a. verið
blöðruhálskirtilsbólga og lithimnu-
bólga í augum.
Greining og meðferð
Þegar greina á hrygggigt getur
saga sjúklings og skoðun læknis
gefið sterkar vísbendingar en örugg
greining fæst aðeins með því að sjá
einkennandi breytingar á röntgen-
mynd. ísótópa-skann getur hjálpað
við greiningu en venjulegar blóð-
rannsóknir oft lítið; stundum má
þó sjá hækkun á blóðsökki. Nær
allir sem hafa hrygggigt eru með
svokallaða HLA B27 vefjagerð sem
hægt er að greina með venjulegu
blóðsýni. Þessi vefjagerð gengur í
erfðir og hafa hana tæplega 20%
Íslendinga en aðeins lítill hluti
þeirra hefur þó sjúkdóminn.
Meðfet'ð sem leiðir til fullkom-
innar lækningar er ekki fyrir hendi
en hægt er að minnka óþægindi og
hindra óæskilegar afleiðingar sjúk-
dómsins. Séu einkenni veruleg eru
gefin „bólgueyðandi" gigtarlyf sem
minnka stirðleika og draga úr verkj-
um. Ef einkenni verða meiri eru
gefin enn sterkari lyf sem geta
haft bremsandi áhrif á sjúkdóminn.
Eitt helsta atriði meðfet'ðar er
sjúkraþjálfun sem miðar að því að
halda við hreyfigetu og að auka
hana eftir mætti. Leiðbeint er um
heimaæfingar og kenndar réttar
vinnustellingar. Hópæfingar undir
leiðsögn sjúkraþjálfara hafa einnig
gefist vel. Slíkar æfingar fara m.a.
fram í þjálfunarstöðinni Mætti og
einnig er nú unnið að því að skipu-
leggja hópþjálfun á vegum Gigtar-
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' sjöum Moggans!
félags íslands, m.a. í vatni, sem
vonir standa til að geti hafist á
þessu ári. Öll slík þjálfun hjálpar
til við að fyrirbyggja þá hættu sem
af sjúkdómnum stafar, þ.e. að
hryggurinn stirðni og festist í bog-
inni stöðu.
Horfur
Eftir allmörg ár brennur hrygg-
gigt oftast út. Þótt stirðleiki sé þá
enn í baki verður bæklun sjaldan
mikil hafi meðferð verið rétt. Lang-
flestir geta því lifað nokkurn veginn
eðlilegu lífi þótt taka þurfi tillit til
sjúkdómsins hvað starfsval og
starfsaðstöðu snertir.
Fyrir nokkru var stofnuð deild
sjúklinga með hrygggigt innan
Gigtarfélags íslands. Upplýsingar
„Hrygg'gigt kemur oft-
ast fram á aldrinum
20-30 ára og er miklu
algengari hjá körlum
en konum. Einkenni
hennar koma fram í
mjóbaki og brjóst-
hrygg, oft einnig í hálsi
og brjóstkassa og
stundum í útlimaliðum
' sem geta bólgnað.“
um starfsejni þess má fá hjá Gigtar-
félaginu, Ármúla 5, í síma 35310.
Höfundur er sérfræðingur í
gigtsjúkdómum.
Árni Tómas Ragnarsson
ilrauna
Tilraunaútsendingar Sýnar hefjast
laugardaginn 21. mars kl. 17.00 og
fyrst um sinn verða þœr aðeins um
helgar milli kl. 17.00 og 19.00.
Tilraunaútsendingar Sýnar verða í
opinni dagskrá til að byrja með**.
Sendar Stöðvar 2 og Sýnar eru á
Vatnsendahœð. Þeir sem ná
útsendingum Stöðvar 2 frá Vatnsenda
(Rás 12*) koma einnig til með að geta
náð tilraunaútsendingum Sýnar.
(Rás 6*).
Athugið að aðeins þarf að endurstilla
sjónvarpstœkið til að ná þessum
útsendingum að svo stöddu.
Allar breytingar sem gera þarf á
myndlyklum verða auglýstar síðar.
Allar upplýsingar varðandi
tilraunaútsendingar þessar og
dagskrá eru veittar í síma 67 22 55.
SÝN
* Rás er útsendingartíðni sendis, ekki minnis-
hnappur á sjónvarpstæki/myndlykli.
** Áhorfendur sem nota endurvarpssenda á
eftirtöldum stöðum á liöfuðborgarsvœðinu og
nágrenni ná tilraunailtsendingum Sýnar illa eða
ekki: Víðines (Mosfellsbær), Borgarspitali (hluti
Kópavogs), Digranes (neðanvert Seljahverfi).
Gamli Garður (Pinghollin), Porbjörn (Grindavík).