Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Frjálshyggjan og sósíalisminn Greinar af sama meiði? eftir Gunnar A.H. Jensen Eins og fyrri daginn skipar um- ræða um efnahagsmál einna veg- legastan sess í samfélagi voru og sýnist sitt hveijum. Nú er svo komið að háværastar eru raddir sem lúta að því hvernig komast megi hjá því að þjóðar- kakan minnki og hvernig henni skuli skipt á milli þegnanna. Gjarnan hefur svo helstu málpíp- unum verið skipt í klassísku fylk- ingamar tvær, hægri og vinstri. Þó mörkin hljóti ávallt að vera óvissu háð er ekki úr vegi að ein- skorða umfjöllunina hér við hug- tökin fijálshyggja og sósíalismi og það sem þetta tvennt stendur fyrir. Þó skal ekki gerð tilraun til að útskýra þetta tvennt með hefð- bundnum hætti. Nú er svo komið að erfitt reyn- ist fyrir hinn almenna mann að lesa mikilvægustu skilaboðin út úr allri ringulreiðinni sem einkennir efnahagslega umræðu i dag og er nema von, allar málpípurnar heyja' heilagt stríð. Stórmeistarar hins efnahagslega endatafls þijóskast síðan við að forðast mát, sannfærð- ir um að enn hafi þeir ekki leikið af sér, höfuð em svo lögð í bleyti svo finna megi næsta mótleik sem réttlæti það sem á undan er geng- ið, réttlæti fyrirfram mótaðar skoðanir manna. Ef allt þrýtur megi þó alltént knýja fram jafn- tefli. En aldrei skal þó skákin gefín og byijað upp á nýtt. Sérhver óbreyttur skákmaður efnahags- taflsins reynir svo af fremsta megni að vinna sína afmörkuðu skák að gefnum leikreglunum. Stórmeistar- ar hægri og vinstri bítast svo um að fá að ráða leikreglunum. Markmið leiksins er aukin vel- ferð og ættu því leikreglurnar að stuðla sem best að því að einstak- lingar samfélagsins vinni að þessu markmiði. Sósíalisminn reiðir sig síðan á hinn „fórnfúsa félagshyggjumann“ sem setur þarfir samfélagsins ofar sínum og stuðlar þannig að aukinni velferð allra. Lærisveinar Adams Smiths reiða sig hins vegar á sk. sjálfsbjarg- arviðleitni einstaklingsins, sem félagshyggjumenn kalla eigingirni, til að ná megi sama markmiði. Og hvernig hefur svo tekist til við að meta og virkja þær hvatir sem knýja einstaklinga til þess að láta gott af sér leiða fyrir samfélag- ið í heild? Sósíalisminn er allavega skák og mát. Hvatir einstaklinga miðast því fyrst og fremst við eigin þarfir og sjáifsbjargarviðleitni hvers og eins er því líklegust til árangurs. En hvernig er sjálfsbjargarvið- leitni einstaklinga háttað? Eða, hvernig birtist hún? Tæki sjálfsbjargarviðleitninnar eru tvö eins og Adam Smith benti réttilega á en margir lærisveina hans hafa gleymt. Annað er upp- byggilegt en hitt óuppbyggilegt eða hamlandi. Uppbyggileg sjálfsbjargarvið- leitni er svo það þegar einstakling- ur leggur sig allan fram um að standa sig í samkeppninni um lífs- gæðin að gefnum eiginleikum sín- um og umhverfi. Óuppbyggileg sjálfsbjargarvið- leitni er aftur á móti það þegar einstaklingur reynir allt hvað af tekur að skerða þá samkeppni sem hann annars stæði frammi fyrir. Er þetta ýmist gert upp á eigin spýtur eða í samráði við aðra. Uppbyggileg sjálfsbjargarvið- leitni er svo sú sem er þjóðhagslega hagkvæm. Markmiðið er svo að afla sér og sínum lífsins gæða. Getuna til þess að afla lífsins gæða á markaði ætla ég einfaldlega að kalla markaðsvöld. Þessi mark- aðsvöld eru svo mismikil eftir hveij- um og einum og fara eftir ýmsu s.s. smekk, dugnaði, líkamlegum styrk, hugviti, gáfum, útliti, stöðu, auði, samvisku, heppni o.s.fi-v. Markaðsvöld geta svo verið verð- skulduð eða óverðskulduð. Verð- skulduð markaðsvöld einstaklings spretta af verðleikum hans og ár- angri í samkeppni við aðra. Óverð- skulduð markaðsvöld einstaklings eru fengin með því að takmarka samkeppnina beint og öðlast þar með vernd. Umijöllunina mætti svo leiða út í umfjöllun um markaðsvöld hópa, stofnana og fyrirtækja en læt ég það vera að sinni. í lokuðu samfélagi eru heildar- markaðsvöld föst stærð en dreifing þeirra á einstaklingana breytileg.- Hagkvæm eða óhagkvæm dreifing þein’a ræður ein stærð þjóðartekn- anna til lengdar. Utanríkisviðskipti ein geta svo aukið eða minnkað þennan fasta. í þessu felst sú staðreynd að ógerningur er að auka markaðsvöld eins án þess að minnka þau hjá öðrum. M.ö.o. allar reglur og að- gerðir einstaklinga eða ríkisvalds lúta þessu einfalda lögmáli hvort sem um er að ræða tilfelli hreins markaðs- eða áætlunarbúskaps eða eitthvað þar á milli. Mismunandi verðleikar einstak- linga eru svo í raun eini réttláti og eini hagkvæmi mælikvarðinn á hvernig dreifing markaðsvaldanna skuli líta út. Sú dreifing næst svo aldrei full- komlega nema í fullkomlega hreinu markaðskerfi sem er svo fullkom- lega ómögulegt í framkvæmd. Til að slíku kerfi mætti koma á þyrfti að útrýma allri óuppbyggiíegri sjálfsbjargarviðleitni úr hagkerfínu sem m.a. þýddi að erfður aðstöðu- munur væri óþekktur og hið opin- bera mætti aldrei hygla einum á kostnað annars. Þessar staðreyndir réttlæta þó alls ekki þá skoðun að tilgangs- laust sé að leitast við að hámarka Gunnar A.H. Jensen „Kenningar Keynes og fleiri mætra manna eru harla lítils virði þegar hið opinbera er veðsett í topp.“ hagkvæmnina og arðsemina í þjóðfélaginu, öðru nær. Þessar staðreyndir segja okkur einungis það að, að öllu óbreyttu munu vand- amálin sem nú steðja að hagkerfinu halda áfram að hrannast upp og lausnimar sem stórmeistarar efna- hagsumræðunnar bjóða upp á halda áfram að vera tilgangslaust hjal. Það þýðir nefnilega ekki til lengdar að leita lausna til að lappa upp á hagkerfið. Og kenningamar sem helst er haldið á lofti í dag eiga ekkert svar við aðsteðjandi kreppum, kenningar Keynes og fleiri mætra manna eru harla lítils virði þegar hið opinbera er veðsett í topp. Heilbrigð markaðsbygging er því eina raunhæfa lausnin. Býður þá fijálshyggjan upp á slíkt? Því miður virðist hún ekkert tillit ætla að taka til staðreyndarinnar um hið tví- eggja sverð sjálfsbjargarviðleitn- innar. Þess utan hamrar hún mest Laus staða flugmálastjóra Samgöngtiráðuneytið hefur auglýst stöðu flugmálastjóra lausa til umsóknar. Staðan er veitt frá og með 1. júní. Umsóknarfrestur um embættið gönguráðuneytisins. Samgöngu- er til 10. apríl næstkomandi og ráðherra veitir stöðuna að fenginni skal umsóknum skilað til sam- umsögn flugráðs. Námsefni um Norðurlönd íslenska greinin í heftinu er viðtal við Guðrúnu S. Johnsen, nemanda í MR, sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 29 september 1991. Samtaiið bar fyrirsögnina „Lært undir lífið“. eftir Sigurlín Sveinbjarnardóttur í tilefni af 40 ára afmæli Norður- landaráðs á þessu ári hefur verið gefið út sérstakt námsefni um Norðurlönd og norræna samvinnu. Norðurlönd á dálkum dagblaðanna heitir það og er samvinnuverkefni Norðurlandaráðs og samtaka um aukna notkun dagblaða í kennslu og íjármagnað af Norðurlandar- áði. Þetta námsefni er ætlað kenn- umm sem kenna efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum til þess áð auðvelda þeim efnissöfn- un um Norðurlönd og norrænt samstarf. Heftið er 28 bls. og með fijálsum ljósritunarrétti. Þar er fjallað á ýmsan hátt um Norður- lönd og um notkun dagblaða í al- mennri kennslu um Norðurlönd og til málþjálfunar af ýmsu tagi. Á undanfömum áram hefur í auknum mæli verið horft til sam- vinnu Evrópuþjóða, hugtök eins og Evrópubandalagið og Evrópska efnahagssvæðið láta kunnuglega í eyrum. Umfjöllun um nýja Evrópu hefur verið fyrirferðarmikil. Einnig hefur kastljósinu .í æ ríkara mæli verið beint að ýmsum viðburðum um víða veröld. Sumir telja að áherslan á hið norræna hafi að sama skapi minnkað á Norðurlönd- um. En margir telja að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að Norðurlöndin standi saman. Það.er staðreynd að Norðurlönd- in vinna saman á ýmsum sviðum með margvíslegum hætti. Oft er samvinnan það sjálfsögð að við tökum varla eftir henni. Af þeim sökum er brýnt að minna á nor- rænan frændgarð, fjalla um tengsl Norðurlandabúa og það helsta sem greinir þjóðirnar að. Mikilvægt er að skoða norræna sögu og sameig- inlegan menningararf og hugleiða hvert Norðurlöndin stefna á kom- andi árum. í dagblöðunum er mik- ið skrifað um þessi mál frá ýmsum sjónarhorum. Heftið „Norðurlönd á dálkum dagblaðanna" er gefið út með dönskum, norskum og sænskum textum. Vonandi er þetta kærkom- ið ítarefni fyrir dönsku-, norsku- og sænskukennsluna. I heftinu eru verkefni ætluð nemendum sem kennarar geta notað eftir aðstæð- um. Ekki er nauðsynlegt að nota eingöngu norræn dagblöð þegar íjallað er um Norðurlönd í skólum, heldur einnig íslensk, en dagblöð gefa ágæta innsýn í daglegt líf manna í viðkomandi landi og þankagang hverrar þjóðar. Þess er vænst að „Norðurlönd á dálkum dagblaðanna“ leiði til aukinnar notkunar dagblaða í kennslu, eink- um í samfélagsgreinum og mála- námi. Dagblöð henta einnig ágæt- lega til lestrarþjálfunar og heim- ildaöflunar í ýmsum námsgreinum og námsþáttum, t.d. íslensku og umhverfismennt. Heftið „Norðurlönd á dálkum dagblaðanna" verður sent í skóla á þeirri skoðun að afnám ríkisaf- skipta sé nægjanlegt til að skapa heilbrigt markaðsumhverfi. Við nánari athugun kemur þó í ljós að fijálshyggjan gengur ekki upp nema fyrir tilstuðlan hins „fórnfúsa fijálshyggjumanns“ sem þræla óþaiflega mikið á gullárum sínum og víkur með bros á vör þegar hans er ekki lengur þörf. Reglan um að heildar-markaðs- völd hagkerfis séu fasti gefur til kynna að ekki sé fært að afnema markaðsvöld eins einstaklings eða hóps áh þess að annar einstakling- ur eða hópur öðlist þar með aukin markaðsvöld. Þeir sem öðlast hafa óverðskulduð markaðsvöld án af- skipta eða verndar ríkisvalds öðlast þar með aukin markaðsvöld á sama hátt og allir aðrir o.s.frv. Eina lausnin er allt eða ekkert. Afnema yrði allan eignarrétt (markaðsvöld) sem byggst hefði upp í skjóli óuppbyggilegrar sjálfs- bjargarviðleitni einstaklinganna og byrja upp á nýtt. Leikreglurnar yrði síðan að hanna þannig að uppbyggileg sjálfsbjargarviðleitni hámarkaðist en sú óuppbyggilega lágmarkaðist. Því yrði að skilgreina eignarréttinn upp á nýtt. Einstaklingur á heilagan rétt til verðskuldaðra markaðsvalda sinna er lúta lögmálum uppbyggilegrar sjálfsbjargarviðleitni öllum stund- um. Hvers konar reglur eða samráð sem takmarkaði þennan rétt og jafnframt skyldu yrði þá með öllu ólöglegt. Hið opinbera yrði svo að vernda þennan rétt og skapa al- mennar leikreglur er allir lytu og hefðu það að markmiði að þessi séreignarréttur skilaði þjóðfélaginu sem mestum arði. Aðeins í slíku kerfi er samkeppn- in nánast fullkomin og mannúðleg og hagkvæmnin hámörkuð, sem og hámarkar velferð allra. Aðeins í slíku kerfi er tekjudreifing réttlát og normaldreifð. Aðeins í slíku kerfi má hámarka fjölbreytni atvinnuh'fs, stöðugleika og hagvöxt og útrýma atvinnuleysi. Smávægilegustu brot á þessu hafa margfaldandi áhrif óhag- kvæmni út í samfélagið og í áætlunarbúskap lýsir það sér m.a. þannig að sumir verða „jafnari en aðrir“ en í fijálshyggjubúskap verða sumir„fijálsari en aðrir“. Höfundur er viðskiptafræðingur af hagstjórnarsviði HÍ. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þeim að kostnaðarlausu til notkun- ar í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum. í heftinu eru ýmsar upplýsingar um Norður- löndin og 7 greinar, þar af ein frá íslandi. Greinarnar birtast • á ís- lensku í Morgunblaðinu á næst- unni, en sú íslenska birtist í Morgunblaðinu 29. september 1991 og birtist í danskri þýðingu í heftinu. Höfundur er norrænn skóla- ráðgjafi í Norræna húsinu í Reykjavík og íritnefnd heftisins „Norðurlönd á dálkum daghlaðanna".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.