Morgunblaðið - 20.03.1992, Side 18

Morgunblaðið - 20.03.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Stúlkurnar 15 hafa verið á æfingum undanfarnar vikur, m.a. hjá Katrínu Hafsteinsdóttur í World Class-líkamsræktarstöðinni. Fegurðardrottning Reykjavíkur: 15 stúlkur keppa til úrslita Fegurðardrottning' Reykjavíkur verður valin á Hótel íslandi fimmtudaginn 26. marz n.k. Að þessu sinni keppa 15 stúlkur til úrslita og hafa aldrei verið fleiri. í fyrsta skipti taka stúlkur á öllu höfuðborgarsvæðinu þátt í keppninni. Úrslitakvöldið hefst með borð- haldi klukkan 20. Síðan verður boðið upp á tízkusýningu, dans- atriði og sönghópurinn The Platt- ers syngur nokkur lög. Stúlkurnar koma fram á sundbolum og síð- kjólum. Fimm manna dómnefnd velur fegurðardrottninguna og verður valið kynnt á miðnætti. Stúlkurnar 15 sem keppa til úrslita eru: Erla Dögg Ingjalds- dóttir, 18 ára, Fjóla Hermannsd- ótitr, 22 ára, Heiðrún Anna Björnsdóttir, 18 ára, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, 18 ára, Lauf- ey Brá Jónsdóttir, 19 ára, Linda Karen Kettler, 19 ára, María Rún, 19 ára, Ragnheiður Erla Hjalta- dóttir, 19 ára, Ragnhildur Sif Reynisdóttir, 22 ára, Rakel Anna Guðnadóttir, 18 ára, Selma Gúst- afsdóttir, 18 ára, Sif Bjork Hilm- arsdóttir, 19 ára, Sigurlaug Sverr- isdóttir, 18 ára, Þórunn Geirsdótt- ir, 19 ára, og Þórunn Lárusdóttir, 19 ára. Söfnunardagur sam- takanna Barnaheilla Kristinn Sigmundsson Kristinn og Jónas Brúðarmyndin eftir Guðmund Steinsson sett upp í New York í dag, föstudag, er söfnunardagur Barnaheilla á Bylgjunni og Stöð 2 með aðstoð Gulu línunnar. Tilgangurinn er að koma á stofn með- ferðarheimili fyrir vegalaus börn sem ekki eiga fjölskyldu sem er fær um að veita þeim trausta forsjá og góð uppeldisskilyrði. Talið er að hér séu milli 20-30 börn sem þannig er ástatt um. Samtökin Barnaheill voru stofn- uð á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október 1989, um leið og Barnasátt- máli Sameinuðu þjóðanna var lagð- ur fram. íslendingar voru meðflytj- endur að sáttmálanum sem ekki er enn búið að staðfesta á Alþingi. „Það er mjög brýnt að sáttmálinn verði löggiltur á Alþingi, áður en við förum að samþykkja ný barna- lög og frumvarp um vernd barna og unglinga," segir Arthur Mort- ens, forstöðumaður kennsludeiidar Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. „Það er ýmislegt í Barnasáttmálan- um sem við þurfum að taka tillit til.“ Arthur segir, að Norðmenn og Svíar séu komnir á fullt með að láta„Umboðsmann b;-rna“ fylgja eftir framkvæmd sáttmálans í sín- um löndum. „Það er mjög brýnt að koma slíku embætti á hér,“ segir Arthur, „að fá mann sem hefði það verkefni, að sjá um að framkvæmd laga um máiefni barna séu í lagi. í þessum málaflokki skortir mjög ákveðna stefnu. Barnamálin eru undir 4 ráðuneytum: Mennta-, dóms-, heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneyti sem funda aldrei saman um þessi mál. Einnig skortir sam- ræmingu milli skólayfirvalda, heil- brigðis- og félagsmálayfirvalda. Það geta verið upp í 7-8 aðilar að vinna með sama barn og enginn veit af öðrum. Vinnubrögð eru því mjög ómarkviss." Og Arthur heldur áfram: „A sama tíma eru að vaxa hér upp einstaklingar sem eru ófærir um að fara eftir þeim samskiptareglum sem ríkja meðal fólks og gætu því orðið sjálfum sér og öðrum til tjóns. Nokkur þessara barna, í brýnni þörf á meðferð, eru á biðlista eftir leguplássi á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans sem nú á að loka í 3 mánuði yfir sumart- ímann í spamaðarskini. Fagfólk er lengi búið að vita af þessum vanda, en trúnaðarskylda er farin að hamla allri umræðu um þessi mál. Fagfólk þarf að fara að velta því fyrir sér hvort ekki sé sið- ferðisleg skylda þeirra að opna á umræðu um þessi viðkvæmu mál þannig að þjóðin vakni ekki upp við' vondan draum þegar allt er að fara úr böndunum. Það er skylda þjóðfé- lags allnægta og velferðar að gefa öllum bömum sínum kost á upp- eldi, umhyggju og hlýju,“ sagði Arthur. * í Operunni KRISTINN Sigmundsson syngur á ljóöatónleikum Gerðubergs, sem að þessu sinni eru haldnir í samvinnu við Tónlistarfélagið í Reykja- vík. M þeim sökum verða tónleikarnir í Islensku óper- unni föstudaginn 20. mars kl. 20.30. Með Kristni leikur Jónas Ing- imundarson og munu þeir félagar flytja söngva eftir Beet- hoven, Schumann, Fauré, Dup- arc og Ravel. Kristinn Sigmundsson hefur ekki sungið hér heima síðan í maílok á síðastliðnu ári er hann ásamt Jónasi stóð fyrir tónleik- um í Þjóðleikhúsinu. Uppselt var á þá tónleika og komust færri að en vildu. Sýningarréttur á tveimur öðrum leikritum eftir Guðmund hefur verið seldur í Bandaríkjunum LEIKRITIÐ Brúðarmyndin eftir Guðmund Steinsson verður frum- sýnt í Kampo Cultural centre, í Greenage Village í New York í dag. Uppfærsla verksins hefur átt sér sex ára aðdraganda en árið 1986 var það valið til kynningar í Bandarikjunum. Verkið var þá kynnt af íslenskum leikurum og þýtt samhliða á ensku. Níu banda- rískir leikarar taka þátt í sýningunni og leikstjóri þess er Rebecca Kreinen. Guðmundur Steinsson segir að æfingar á leikritinu hafi gengið vel og lofi góðu um framhaldið. Sýningarréttur á tveimur öðrum leikritum eftir Guðmund hefur verið seldur í Bandaríkjun- um. Eugene O’Neill stofnunin í Wat- erford í Connecticut valdi verkið árið 1986 sem annað tveggja er- lendra verka til kynningar en stofnunin velur innlend og erlend verk til kynningar í Bandaríkjun- um á hveiju ári. Hitt verkið sem varð fyrir valinu var rússneskt. Að sögn Guðmundar Steinsson- ar tekur leikhúsið í Kampo Cultur- al centre 100 manns í sæti. Hann er nú staddur í New York þar sem hann hefur tekið þátt í undirbún- ingi fyrir sýningar leikritsins und- anfarnar vikur. Hann segist vera mjög ánægður með æfíngarnar á leikritinu og segir að þær lofi góðu. Brúðarmyndin fjallar um fjöl- skyldu og leikstjóra sem kemur inn á heimili hennar til að gera mynd fyrir sjónvarp. Vera hans á heimil- inu reynist örlagarík fyrir fjöl- skylduna. „Myndavélin er mikill áhrifavaldur og það er undirstrikað Guðmundur Steinsson. mjög vel í sýningunum í New York með því að láta stóra kvikmynda- vél vera á sviðinu. Á öllum æfing- um hefur kvikmyndatökumaður frá sjónvarpinu auk þess stjórnað og sett viðkomandi leikara inn í kvikmyndagerð. Þá sést allt sem tekið er upp á fimm skjám í saln- um,“ segir Guðmundur. Amerískur leikari af íslenskum uppruna, William Atli Kendall, þýddi verkið fyrir uppfærsluna. „Leikritið hefur því á sér amerísk- an blæ, orðavalið er amerískt og það er látið gerast í Pennsylvaníu í dag,“ segir Guðmundur. Hann segir að staðið hafi verið vel að uppfærslunni. „Mér finnst skilningurinn á verkinu mjög góður og réttur. Áhuginn á æfingunum hefur verið mikill og samstaðan góð,“ segir Guðmundur. Umboðsmaður Guðmundar hef- ur selt sýningarrétt á tveimur öðr- um leikritum eftir hann í Banda- ríkjunum. HagstiElt ytrð ií Storno Jarsímum \feióermiðaðvið gengi 27. jan. 1992. Vegna mikillar sölu á síðasta ári náðum viö mjög hagstæðum samningum við framleiðendur og getum nú boðið Storno farsíma á hreint ótrúlega lágu verði. Storno bílasími kr. 79-580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk. Burðarsíma fylgir 4 Ah rafhlaða. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustraeti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.