Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 19 Fyrsta sýning ársins í Reiðhöllinni: Norðlendingamir eru mættir með 7 5 hross NORÐLENSKIR hestamenn eru mættir með sjötíu og fimm hross sem koma munu fram á Norðlenskum hestadögum í Reiðhöllinni. Meðal atriða má nefna sýningu kynbótahrossa en þar koma fram fyrstu verðlaunahross bæði hryssur og stóðhestar og af þeim má nefna Hjört frá Tjörn, Stjarna frá Grænuhlíð og Safír frá Viðvík sem er albróðir hins kunna Viðars 979 frá Viðvík. Nemendur Hólaskóla eiga drjúg- an þátt í sýningunni og má þar meðal annars nefna hindrunar- stökkseinvígi þeirra við Sigurbjörn Bárðarson sem staðið hefur manna fremst í hindrunarstökkskeppnum hér á landi. Þrjú atriði verða byggð á þjóðsögum sem settar eru í leik- rænan búning með ljóðalestri og má þar nefna Djáknann á Myrká og Hvarf séra Odds í Miklabæ. Unglingar frá Létti á Akureyri verða með atriði undir stjórn Kol- brúnar Kristjánsdóttur og Björn Sveinsson frá Varmalæk mætir með gæðinginn Hrmni frá Hrafnagili og nýkrýnd fegurðardrottning Norður- lands mun ríða í söðli í einu atriðinu. Sex afkvæmi Elds 950 frá Stóra- Hof verða sýnd og einnig kemur fram ræktunarhópur frá Keldudal sem skipaður er hrossum út af Nös frá Stokkhólma. Auk hestasýninga verða nokkur fyrirtæki með sýningarbása í and- dyri Reiðhallarinnar þar sem kynnt verður framleiðsla þeirra og má þar nefna Slátursamlag Skagfirðinga, Steinullai’verksmiðjan á Sauðár- króki, Kaupfélag Skagfirðinga og Hólaskóli. Þá verða þrjár konur úr Svarfaðardal með kynningu á ýmis- konar heimilisiðnaði. Alls verða sýningarnar þrjár, föstudag, laugardag og sunnudag og hefjast þær allar klukkan 20.30. Kynningardagur Stýri- mannaskólans í Reykjavík HINN árlegi kynningardagur Stýrimannaskólans í Reykjavík verður laugardaginn 21. mars nk. Þar verður að venju fjölþætt kynning á starfsemi skólans, fyr- irtækjum í sjávarútvegi, Land- helgisgæslunni og SVFI, ásamt Siglingamálastofnun og sjávar- útvegsráðuneytinu. Gestir og gangandi geta reynt sig í siglinga- og fiskveiðisamlíki Stýrimannaskólans og séð ný stöðugleikalíkön og önnur tæki svo sem siglinga- og fiskileitartæki og tölvur. Nemendur skólans verða til aðstoðar og kynna það sem er í boði. Kynningardagurinn verður settur kl. 13.00 í hátíðarsal Stýri- mannaskólans. Auk þess sem áður er talið kemur björgunarþyrla LHG ■ KRISTÍN Þorkelsdóttir opn- aði myndlistarsýningu í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 14. mars sl. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 12-23 fram til sunnu- dagsins 29. mars en síðustu tvo dagana, 30. og 31. mars, verður opið frá kl. 12-18. Lokað verður þriðjudaginn 24. mars. kl. 13.30, haldin verður krafta- keppni kl. 14.00 og vírasplæsinga- keppni kl. 15.00. Kvenfélagið Hrönn verður með kaffisölu í mat- sal Stýrimannaskólans. ------» ♦ ♦---- Hafnarfjarðarsókn: Fræðslufund- ir laugardaga TVO NÆSTU laugardags- inorgna, 21. mars og 28 mars, mun dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor fjalla um máltíð Drott- ins, altarissakramentið, á fræðslufundum í safnaðarað- stöðu Hafnarfjarðarkirkju í Dvergi inn frá Brekkugötu. Fundirnir hefjast kl. 11.00 og standa fram að hádegi en þá verður þátttakendum boðið upp á léttan hádegisverð. Síðasta laugardag var fyrsti fundurinn í röð þriggja slíkra fræðslufund og þá fjallaði dr. Einar um skírnina. Þessir fundir er öllum opnir sem áhuga hafa að sækja þá. SherwoocT Hljómflutningssamstæðan sem sló í gegn í Ameríku ipMigp^ a«|| |i Jj ________I Ji Ja li mTDIi/mVTP A DP TAP r CinlvlilM urinu J Ur ÚTVARPSTÆKIÐ Grafískur skjár, 30 stöðva minni, sjálfvirkur leitari og fínstilling. MAGNARINN Mjög öflugur, 2x100 músik Wött. 5 banda grafískur tón- jafnari (Equalizer). Mótordrif- inn styrkstillir. Aukainngangur fyrir videó og sjónvarp. TVÖFALT SEGULBAND Frábær hljómgæði (Dolby B). Tvöfaldur upptökuhraði. Sjálf- virk spilun á spólu beggja vegna. (Auto Rev.) Sjálfvirk upptökustilling. Sjálfvirk stöðvun á enda. GEISLASPILARINN Fullkominn lagaleitari. 20 laga minni. Grafískur skjár. Hægt er að láta sama lagið eða lögin hljóma endalaust. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. HÁTALARARNIR Þriggja-átta lokaðir hátalarar með bassa „Woofer". FJARSTÝRINGIN Mjög fullkomin fjarstýring sem gefur þér möguleika á að sitja í rólegheitum í hæfilegri fjar- lægð og stýra öllum aðgerðum. PLÖTUSPILARINN Hálfsjálfvirkur, tveggja hraða 45 og 33 snún. Verð kr. 7.890,- £83** yi _ _ _ Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI69 15 15 ■ KRINGLUNNI SÍMI 69 15 20 Traust þjónusta í 30 ár. VISA Sherwood hljómtækin hafa svo sannarlega gert garöinn frægan í henni Ameríku, frábærir dómar og gríðarleg sala á þeim segir meira en mörg orð. Góðar viðtökur hér á íslandi hafa sýnt okkur að hægt er að mæla með MC 1200 hljómflutningssamstæðunni. STÓRÚTSALA GiRDÍWBÚÐIN „„“o'f.-,. Skipholti 35, sími 35677.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.