Morgunblaðið - 20.03.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 20.03.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Seðlabanki Þýskalands: Sameiningin kall- ar á hærri skatta Frankfurt. Reuter. SEÐLABANKI Þýskalands skýrði frá því í mánaðarskýrslu sinni fyrir mars að kostnaðurinn af uppbyggingunni í austurhluta Þýska- lands væri miklu meiri en gert hefði verið ráð fyrir og að hann myndi aukast enn frekar. Þetta myndi stuðla að æ meiri fjárlaga- halla sem gerði frekari skattahækkanir óhjákvæmilegar. í skýrslu seðlabankans sagði að uppbyggingin í austurhluta Þýska- lands hefði kostað Þjóðverja og Vesturlönd alls 140 milljarða marka (um 5.000 milljörðum ÍSK) í fyrra og líklegt væri að kostnað- urinn yrði 180 milljarðar marka á þessu ári. „Ef við göngum út frá því að þjóðarframleiðslan í Austur- Þýskalandi verði 215 milljarðar marka í ár verður uppbyggingar- kostnaðurinn hartnær 80% af henni,“ sagði Ulrich Stiehler, yfír- hagfræðingur Nomura-rannsókn- astofnunarinnar í Frankfurt. Oskar Lafontaine, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna í fyrstu kosningunum eftir sameiningu Þýskalands í október 1990, varaði við því í kosningabaráttunni að sameiningin myndi kosta 100 milljarða marka á ári. Helmut Kohl kanslari vísaði þessu á bug og sagði að sameiningin myndi ekki hafa skattahækkanir í för með sér. Nú viðurkenna embættis- menn í Bonn hins vegar að þýska stjórnin verði að veija 100 millj- örðum marka árlega í nokkur ár til að rétta efnahag austurhlutans við. Kurt Biedenkopf, forsætisráð- herra Saxlands, sagði um helgina að þegar yfír lyki gæti heildar- kostnaðurinn orðið rúmlega 900 milljarðar marka. Þá hefur Ric- hard von Weizsácker forseti sagt að þýsk stjórnvöld þurfí að veija miklum fjármunum í tíu ár, fremur en þijú eins og gert hefur verið ráð fyrir, til að lífskjörin í austur- hlutanum verði jafn góð og í vest- urhlutanum. Hagfræðingar segja að austurhlutinn verði háður vest- urhlutanum efnahagslega í allt að áratug en svo geti farið að aldrei verði hægt að jafna lífskjaramun- inn til fulls. „Það má segja að austurhluti Þýskalands verði fá- tækari hluti landsins það sem eft- ir er,“ sagði Ulrich Stiehler. Samkvæmt skoðanakönnunum gerist almenningur í Þýskalandi æ óánægðari með kostnaðinn af sameiningunni. Tugir manna fórust í aurskriðu AÐ minnsta kosti 35 manns iétu lffið og 60 slösuðust þegar aurskriða færði á kaf hluta af fátækrahverfi í borginni Belo Horizonte í Brazilíu. Var aðallega um að ræða aldraðar konur og börn og næsta víst þykir, að tala Iátinna eigi eftir að hækka mikið. Litlar líkur eru á, að nokkur finnist á lífi í skriðunni. íbúar fátækra- hverfisins voru flestir við vinnu annars staðar þegar skriðan féll og börnin, sem oft eru lokuð inni meðan for- eldrar eru ljarverandi, voru því ein heima eða með ömmum sínum og öfum. Er óttast, að meira en 100 manns hafi farist og talið er, að það geti tekið nokkrar vikur að ryðja burt aurnum. Fátækrahverfið var utan í hlíð en uppi á fellinu var sorphaugur og það voru framkvæmdir við hann, mikið jarðvegsrót, sem komu skriðunni af stað. Hafði verið varað við þessu en því var ekki sinnt. Um eitt hundrað hús grófust í skriðunni. Mörg hundr- uð hermenn unnu að björgunarstörfum í gær og hér heldur einn þeirra á líki lítillar stúlku. Rússland: Þj óðaratkvæðagreiðsla um sjálfsstjóm í Tatarstan Ekki stefnt að því að slíta tengslin við rússneska sambandslýðveldið Kazan. Reuter. IBUAR í Tatarstan, einu rúss- nesku sambandslýðveldanna, ganga að kjörborðinu á morgun, laugardag, til að ákveða hvort lýst verði yfir sjálfsstjórn. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, skoraði í gær á ráðamenn i lýðveldinu að hætta við atkvæðagreiðsluna og fyrr í vikunni kvað rússneskur stjórnlagadómstóll upp þann úr- skurð, að hún væri ólögleg. Tat- arstan, sem er á Volgubökkum og mjög olíuauðugt, er byggt Tatör- um, tyrkneskumælandi músl- imum, að hálfu en Rússum að hálfu. Ráðamenn I Moskvu óttast, að lýsi Tatarar yfir sjálfsstjórn muni það valda keðjuverkun í öðr- um sambandslýðveldum Rúss- lands. Tatarar segja raunar, að þeir ætli ekki að segja skilið við Rússland, éia) KLOSSAR Stærðir: 36-46 Litir: Hvítt, svart, brúnt Verö frá Kr. 2.195,- Ath. Mikið úrval af klossum og fótlaga skóm á góðu verði. | Póstsendum samdægurs. 5% síaögreiðsluafsláttur. / • VELTUSUNDI • SIIHl: 21212 heldur vilji þeir, að samskiptin við Rússa verði á jafnréttisgrundvelli. Um 4,5 milljónir manna búa í lýð- veldinu og hefur sambúð þjóðanna ávallt þótt góð og þar er meira um blönduð hjónabönd en annars staðar í Sovétríkjunum fyrrverandi. íjóð- ernisvitund Tatara hefur hins vegar aukist að undanfömu og nú vilja þeir ekki lengur taka þegjandi við skipunum frá Moskvu, heldur kveða á um samskiptin með tvíhliða samn- ingum. Vassílíj Líkhatsjev, varaforseti Tatarstan, segir, að Tatarar vilji stjóma efnahagsmálunum sjálfir en láta Rússum eftir varnarmálin en talsmenn Rússa í lýðveldinu segja, að sjálfsstjórnarhugmyndin sé örþrif- aráð gömlu, kommúnísku valdhaf- anna, sem hafi nú gerst miklir þjóð- ernissinnar í von um að halda völdun- um. „Við lítum á þetta sem tilraun til að hafna umbótum og standa vörð um efnahagslega stöðnun," sagði Rashid Akhmetov, leiðtogi rússneska lýðræðisflokksins. í skoðanakönnunum kemur fram, að kjósendur skiptast nokkurn veg- inn til helminga í afstöðu til sjálfs- stjórnar og aðeins 20% vilja segja skilið við Rússland. Innan Rússlands eru 16 sam- bandslýðveldi og í sumum, sem eru byggð að hluta eða miklu leyti fólki af öðru þjóðerni en rússnesku, eru mikil náttúruauðæfi. Er til dæmis mikil olía í Bashkíríu og Komí og þar hefur einnig gætt aðskilnaðartil- hneiginga. Eru þær þó fyrst og fremst af efnahagslegum rótum runnar enda rússneskur meirihluti í báðum lýðveldunum. Eitt lýðveldið, Tsjetsjen-íngústan nyrst á Kákasus- svæðinu, hefur þó lýst yfir fullu sjálf- stæði. ERLENT, Jean-Marie Le Pen á kosningafundi en honum er spáð allt að fimmt- án prósent atkvæða í frönsku héraðsráðskosningunum. Kosið til héraðsráða í Frakklandi: æshrun sósíal- elst talið koma Le Pen til góða París. Reuter. ^ BÚIST er við að franski Sósíalistaflokkurinn muni bíða gífurlegt afhroð þegar kosið verður þar í landi til héraðsráða á sunnudag. Samkvæmt fjölmörgum skoðanakönnunum mun flokkurinn missa allt að þriðjung af fylgi sínu og fá minna en 20% atkvæða á Iandsvísu í fyrsta skipti síðan á sjötta áratugnum. Kosningarnar skipta litlu sem engu máli varðandi valdahlutföllin í Frakklandi en þær eru taldar eiga eftir að gefa góða vísbendingu um stöðu einstakra stjórnmálaflokka. Þó að um kosningar til héraðs- ráða sé að ræða má rekja þetta fylgishrun Sósíalistaflokksins til mikillar óánægju meðal kjósenda með Francois Mitterrand, sem gegnt hefur forsetaembætti í ellefu ár, og Edith Cresson, forsætisráð- herra. Hefur stöðnun í efnahagslíf- inu, mikið atvinnuleysi og endalaus hneykslismál tengd fjármálum Sós- íalistaflokksins ekki orðið til að bæta stöðu þeirra. En þrátt fyrir þessa slæmu stöðu sósíalista er því einnig spáð að helstu flokkar miðju- og hægri- manna, UDF og RPR, muni tapa einhveiju fylgi og fá samtals ein- ungis 33-34% atkvæða. Það eru því líkur á að sósíalistar gætu þrátt fyrir allt unnið sigur í einhveijum héruðum þar sem hægriflokkarnir ætla ekki að gera svæðisbundin kosningabandalög við hægri öfga- manninn Jean-Marie Le Pen og flokk hans Þjóðarfylkinguna, líkt og gert var á einstaka stöðum í síðustu kosningum árið 1986. Sós- íalistar fara eins og stendur með stjórn í tveimur héruðum af 22. Skoðanakannanir benda til að allt að þriðjungur kjósenda muni greiða annað hvort Þjóðarfylking- unni eða öðrum af tveimur flokkum Græningja atkvæði sitt. Er því spáð að jafnt Le Pen sehi Græningjar muni fá um 15% atkvæða hvor. Jafnvel Kommúnistaflokkurinn, sem gengið hefur mjög illa í síðustu kosningum, er talin eiga eftir að bæta við sig og fá allt að níu pró- sent atkvæða. Þátttaka í kosningunum er talin verða ein sú minnsta í mörg ár eða einungis um 50%. í héraðskosning- unum árið 1986 var kosningaþátt- taka 78%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.