Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuðí innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Einangrun og
útskúfun hafnað í
Suður-Afríku
Yfirgnæfandi meirihluti hvítra
Suður-Afríkubúa lýsti yfir
t stuðningi við umbótastefnu F.W.
de Klerks forseta í þjóðarat-
kvæðagreiðslu sem fram fór á
| þriðjudag. Dómur kjósenda er
ótvíræður, Suður-Afríkubúar vilja
að kynþáttaaðskilnaðarstefnunni
illræmdu, sem kallaði einangrun
og útskúfun yfir landsmenn, verði
varpað á öskuhauga sögunnar.
Þessi niðurstaða markar þáttaskil
í sögu landsins og ef fram fer sem
horfir verður blökkumönnum
tryggður kosningaréttur með
stjórnarskrárbreytingu síðar á
þessu ári. Það er fagnaðarefni að
afturhaldsöflin skuli hafa beðið
ósigur fyrir boðberum lýðræðis
og mannréttinda en vitanlega fer
því fjarri að pólitískum átökum
sé lokíð í Suður-Afríku.
r" Þvert á það sem margir frétta-
skýrendur töldu reyndist stuðn-
ingur hvítra við umbætur þær sem
F. W. de Klerk hefur innleitt og
boðað vera. yfirgnæfandi. Tæp
70% þeirra sem þátt tóku greiddu
atkvæði með stefnu forsetans en
talið hafði verið að mjótt yrði á
mununum. Kosningaþátttaka var
óvenju mikil, rúmlega 85%, og er
það til marks um að kjósendur í
Suður-Afríku hafi gert sér ljósa
alvöru málsins. Flestir gátu ekki
hugsað sér að hverfa á ný til
þeirra dimmu daga er Suður-Afr-
íkubúar voru einangraðir á al-
þjóðavettvangi og beittir þvingun-
um af ýmsum toga vegna kyn-
þáttastefnu hvíta minnihlutans.
Niðurlægingin, sem fylgdi útskúf-
un og einangrun, setti mark sitt
á þjóðlífið; kosningaþátttakan og
yfírburðasigur de Klerks ber því
glögglega vitni. Forseti Suður-
Afríku hefur fengið umboð til að
halda áfram viðræðum við fulltrúa
blökkumanna um nýja stjórnar-
skrá landsins. Ef að líkum lætur
mun þessi þróun leiða til þess að
hvítir glati pólitískum völdum í
landinu.
Kjósendur í Suður-Afríku stóðu
frammi fyrir erfíðri ákvörðun því
við blasir að umbótastefna forset-
ans skerðir völd þeirra og skapar
óvissu um framtíðina. Segja má
að valkostirnir hafí verið „hættu-
ástand" annars vegar og „harm-
leikur“ hins vegar. Á endanum
ákvað mikill meirihluti kjósenda
að atkvæðinu væri best varið með
því að koma í veg fyrir þann harm-
leik sem hefði verið óhjákvæmi-
legur hefðu fylgismenn kynþátta-
aðskilnaðar og einangrunar-
hyggju borið sigur úr býtum. Von-
in varð óttanum yfírsterkari.
Vitanlega felur þessi sögulega
þjóðaratkvæðagreiðsla ekki í sér
að pólitískum átökum sé lokið í
Suður-Afríku. Hundruð þúsunda
hvítra greiddu atkvæði gegn
breytingum þeim sem de Klerk
hyggst innleiða. Þegar tekist er á
um slík grundvallaratriði má heita
eðlilegt að mikill tilfinningahiti
einkenni málflutning manna. Hitt
er að sönnu rétt að öfgastefna
hvers konar nær að þrífast og
dafna við skilyrði lík þeim er ríkja
í Suður-Afríku. Hörðustu and-
stæðingar forsetans hafa hótað
því að láta vopnin tala. Því miður
er full ástæða til að taka mark á
hótunum sem þessum.
F. W. de Klerk sýndi einstætt
pólitískt hugrekki er hann ákvað
að efna til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Niðurstaðan sýnir að
stöðumat hans var rétt, hvítir
voru tilbúnir til að taka ábyrga
afstöðu í máli er varðar alla fram-
tíð þeirra. Það sýnir að de Klerk
er ekki einungis hugrakkur stjórn-
málamaður, hann hefur einnig til
að bera innsæi og hyggindi. Mjög
mun reyna á þessa hæfileika F.W.
de Klerks á næstunni, jafnt í við-
ræðum við leiðtoga blökkumanna
um framtíð landsins sem og í sam-
skiptum forsetans við andstæð-
inga umbótastefnunnar sem
kunna að fyllast örvæntingu.
Markmið forsetans verður að
tryggja hagsmuni hvíta minni-
hlutans í landinu þegar við blasir
að blökkumenn taki við stjórn-
inni. Jafnframt mun de Klerk
leggja ríka áherslu á að markaðs-
hagkerfi verði viðhaldið í Suður-
Afríku. Á þeim vettvangi verður
ekki betur séð en breyting hafi
orðið á stefnu Afríska þjóðarráðs-
ins (ANC) sem virðist á mörgum
mikilvægum sviðum hafa hvikað
frá þeim sósíalísku hugmyndum
sem stefna samtakanna var
grundvölluð á hér á árum áður.
Kynþáttastefnan á með réttu
heima á öskuhaugum sögunnar
ásamt sósíalismanum og annarri
þeirri hugmypdafræði mannhat-
urs og -fyrirlitningar sem hafnað
hefur verið. Hvítir í Suður-Afríku
hafa í senn sýnt aðdáunarvert
hugrekki og yfirvegun og þjóðar-
atkvæðagreiðslan verður lengi í
minnum höfð. Mikilvægt er nú að
heimsbyggðin og þá ekki síst lýð-
ræðisríkin í vestri sýni de Klerk
stuðning sinn í verki. Refsiaðgerð-
um þeim sem eftir standa og beitt
var vegna kynþáttastefnunnar ber
að aflétta auk þess sem Suður-
Afrí'ka þarf sárlega á margvís-
legri aðstoð að halda á þessum
umbrotatímum í sögu landsins.
Lýðræðisríkjunum ber að leggja
sitt af mörkum til að tryggja að
umskipti þau sem í vændum eru
í Suður-Afríku fari fram með frið-
sömum hætti í samræmi við yfir-
lýstan vilja mikils meirihluta
hvítra manna sem í landinu búa.
Morgunblaðið/KGA
Hluthafar í Flugleiðum á aðalfundinum í gær.
Aðalfundur Flugleiða hf. haldinn í gær:
Flugleiðir verða að leita vaxtar-
möguleika á erlendum mörkuðum
— sagði Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður
EF evrópskt efnahagssvæði verður að veruleika munu reglur
Evrópubandalagsins um flugmál ná til íslands og þar með mun
sérleyfi Flugleiða til flugs til og frá íslandi væntanlega falla
niður áður en langt um líður. Nái hið evrópska efnahagssvæði
ekki fram að gangá telja Flugleiðir brýnt að ísland nái samskon-
ar samningi um flugmál við Evrópubandalagið og Noregur og
Svíþjóð hafa náð. Sá samningur felur í sér að flugmálalöggjöf
EB nær til þessara landa. Framkvæmdastjórn EB hefur heimilað
að gengið verði til samninga um flugmál við ísland, Finnland,
Austurríki og Sviss. Flugleiðir livelja eindregið til að íslensk
stjórnvöld gangi til slíkrar samningagerðar. Þetta kom fram í
ræðu Harðar Sigurgestssonar,
aðalfundi félagsins í gær.
I ræðu sinni sagði Hörður að við
Flugleiðum blasti aukin samkeppni
innlendra og erlendra flugfélaga og,
væri félagið reiðubúið að mæta þess-
ari samkeppni. Hann lagði jafnframt
áherslu á að félagið yrði að leita sér
olnbogarýmis og vaxtarmöguleika á
erlendum mörkuðum þar sem ástand
í efnahagsmálum og spár um fram-
vindu á næstu misserum gæfu ekki
miklar vonir um vöxt á heimamark-
aði. Sem dæmi um hvar Flugleiðir
gætu keppt á opnum Evrópumarkaði
nefndi Hörður að nýjar samkeppnis-
reglur. myndu opna félaginu leið í
flugi frá Keflavík til Glasgow til að
taka þar nýja farþega og frakt og
flytja áfram til dæmis til Berlínar.
„Flugleiðir geta leitað nýrra
markaða beggja vegna Atlandshafs-
ins. Ef evrópska efnahagssvæðið
verður að veruleika eða evrópsku
flugmálareglurnar taka gildi með
öðrum hætti, þá opnast möguleikar
til flugs með farþega og fragt á
milli landa í Evrópu utan íslands-
markaðarins. Mestar líkur á að slíkt
takist er á smærri jaðarmörkuðum
annarra flugfélaga og væntanlega í
markaðssamstarfi við flugfélög og
önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Félagið hefur þegar hafið könnun á
möguleikum á þessum vettvangi,"
sagði Hörður.
Árið 1991 var velta Flugleiða
12.715 milljónir króna og jókst að
raungildi um 2% á milli ára. Hagn-
aður ársins var 150 milljónir eða um
1,5% af tekjum. Eigið fé í árslok var
4.408 milljónir og eiginfjárhlutfall
21%.
„Það má segja að við þær kring-
umstæður sem ríktu í alþjóðaflug-
rekstri og við áframhaldandi stöðnun
í íslensku efnahagslífi á árinu 1991
hafi Flugleiðir háð árangursríka
varnarbaráttu. Þegar horft er til
lengri tíma er fjárhagsleg afkoma
sljórnarformanns Flugleiða á
ársins 1991 ekki viðunandi. Á þessu
ári náðust ekki þau fjárhagslegu
markmið sem félagið hafði sett sér.
Það má hins vegar segja að við þær
kringumstæður sem ríktu hafi náðst
viðunandi árangur sem er betri en
ýmis flugfélög í nágrannalöndum
okkar geta státað af.“
I máli Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða kom fram farþega-
tekjur af Evrópuflugi hefðu verið
36% af heildartekjum félagsins. Far-
þegum fækkaði nokkuð á þessum
markaði frá árinu áður eða úr 324
þúsund í 318 þúsund en gert hafði
verið ráð fyrir aukningu. Þá versn-
aði sætanýting úr 62% í 58% milli
ára. Varðandi Norður-Atlandshafs-
flugið sagðkSigurður að nokkurt tap
væri enn á rekstri þeirra leiða en
afkoman hefði batnað verulega. Far-
þegar voru samtals tæplega 166
þúsund og fjölgaði um 9% frá árinu
1990. Þá var sætanýting 75% og
batnaði hún um 2 prósentustig.
Fram kom í máli Harðar Sigur-
gestssonar að hlutur Lúxemborgar
í Norður-Atlandshafsfluginu hefði
minnkað verulega en vægi annarra
áfangastaða í Evrópu vaxið að sama
skapi. Vægi Lúxemborgar væri nú
innan við 40% en hefði verið meira
en 70% á fyrri hluta síðasta áratug-
ar.
Markaðsverð flugvéla hærra en
bókfært verð
Sigurður Helgason vék í ræðu
sinni að verðgildi flugvéla Flugleiða
í ljósi lækkunar á verði flugvéla á
heimsmarkaði. Hann sagði að eftir
gjaldþrot flugfélaga að undanförnu
hefðu eldri vélar flætt inn á markað-
inn og væru nú seldar eða leigðar á
mjög lágu verði. Þetta hefði valdið
nokkru verðfalli á nýjum flugvélum
þar sem til skemmri tíma væri hag-
Hörður Sigurgestsson stjórnar-
formaður Flugleiða flytur skýrslu
stjórnar á aðalfundinum í gær.
kvæmt að leigja gamlar flugvélar.
Hins vegar myndu þessar vélar
hverfa af sjónarsviðinu á næstu
tveimur árum vegna hávaðatak-
markana á flestum stærstu flugvöll-
um heims og hækkunar rekstrar-
kostnaðar mest vegna krafna um
aukið viðhald. „Hins vegar er rétt
að geta þess að verð á flugvélum
sömu gerðar og Flugleiðir eiga hefur
ekki lækkað mikið og markaðsverð
er enn mun hærra en bókfært verð
vélanna." Fram kom hjá Sigurði að
vátryggingarverð sjö millilandaflug-
véla félagsins er 20,4 milljarðar en
bókfært verð er um 14,9 milljarðar.
Raunverulegt markaðsverð væri nær
vátryggingarverði.
Á sl. ári samþykkti stjórn Flug-
leiða að hefjast handa um byggingú
viðhaldsstöðvar flugvéla á Keflavík-
urflugvelli. Er gert ráð fyrir að þessi
nýja aðstaða verði tilbúin í árslok
1992. Fram kom hjá Herði að þegar
nýja stöðin væri tilbúin myndi allt
viðhald flytjast til Keflavíkurflug-
vallar að línuviðhaldi innanlands-
flugvélanna undanskyldu. „Þessi
nýja viðhaldsstöð skapar möguleika
til að leita verkefna erlendis og er
félagið byijað að leita fyrir sér á
þeim vettvangi. Með verkefnum fyr-
ir erlenda aðila má bæta arðsemi
þessarar fíárfestingar og skapa nýj-
an útflutning."
Tap af innanlandsflugi 144
milljónir
Varðandi innanlandsflugfélagsins
benti Hörður á að afkoma þess hefði
verið með öllu óviðunandi undanfarin
ár. „Á árinu 1991 var tap af innan-
landsfluginu að upphæð 144 milljón-
ir króna sem er um 12% af veltu
þess. Nokkur atriði skipta mestu
þegar skýringa er leitað á þessu tapi.
Fyrst ber að nefna stöðnun í efna-
hagslífi innanlands hin síðustu ár.
Gífurlegar endurbætur á vegakerfi
landsins hafa leitt til vaxandi sam-
keppni bílaumferðar við innanlands-
flugið og ríkisstyrkir til feijusiglinga
hafa einnig haft neikvæð áhrif. Hár
rekstrarkostnaður gamalla flugvéla
skiptir einnig verulegu máli.
Þá ber einnig að nefna að sam-
gönguyfirvöld hafa ákveðið að koma
á samkeppni á stærstu flugleiðum
innanlands. Þessi samkeppni verður
aukin um næstu áramót þegar Flug-
leiðir missa sérleyfi sitt til flugs til
Akureyrar, ísafjarðar og Egilsstaða
og takmörkuð samkeppni verður
heimiluð á flugleiðum þangað. Nú
þegar er takmörkuð samkeppni á
flugleiðunum til Vestmannaeyja og
Húsavíkur."
Hörður greindi frá því að félagið
hefði þegar hafið undirbúning að
stefnumótun innanlandsflugs sem
yrði kynnt síðar á þessu ári. „Leiða
má líkur að því að dregið verði úr
flugi stórra véla á borð við Fokker-
50 til smæstu staðanna en hugað
að því að fá í staðinn minni vélar.
Sennilega yrði það gert með sam-
starfi við minni flugfélög sem hafa
sérhæft sig í rekstri minni flugvéla.
Það er óhjákvæmilegt fyrir Flug-
leiðir að líta á rekstur innanlands-
flugsins sem hveija aðra starfsemi
sem skila verður hagnaði. Það er því
eitt þýðingarmesta verkefni félags-
ins nú, að snúa þessu tapi í hagnað."
Á aðalfundinum var samþykkt að
greiddur yrði 10% arður og gefin
yrðu út jöfnunarhlutabréf sem nem-
ur 10% hækkun á hlutafé í árslok.
í aðalstjórn voru kjörnir til tveggja
ára þeir Indriði Pálsson, Ólafur John-
son, Grétar Kristjánsson og Halldór
Þór Halldórsson. Þá voru kjörnir í
varastjórn þeir Jóhann J. Ólafsson,
Björn Theódórsson og Jón Ingvars-
i son.
1
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. MARZ 1992
25
Erlend eignaraðild í íslenskum sjávarútvegi:
Lögin eru óframkvæmanleg
og því þarf að breyta þeim
- sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðheira á morgunverðarfundi Yerzlunarráðsins
LÖGIN um fjárfestingu erlendra eignaraðila í íslenskum sjávarútvegi
eru að mati Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra óframkvæmanleg
og því telur hann að þurfi að breyta þeim. Hann segir að óhjákvæmilegt
geti reynst að opna fyrir óbeina erlenda eignaraðild að sjávarútveginum,
til þess að gera lögin framkvæmanleg og „atvinnugreinina hliðsettari
öðrum greinum". Þetta kom fram í máli .ráðherrans á morgunverðar-
fundi Verzlunarráðs íslands í gærmorgun, þar sem liann, ásamt Gesti
Jónssyni, hrl., Friðrik Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Fjárfestinga-
félagsins, og Kristni Björnssyni, forstjórá Skeljungs hf., hafði framsögu
um þetta álitamál.
Þorsteinn sagði að sjávarútvegs-
ráðuneytinu hefði borist upplýsingar
frá viðskiptaráðuneytinu um sjö til-
vik, þar sem um beina eða óbeina
eignaraðild útlendinga í sjávarút-
vegsfyrirtækjum hér á landi væri að
ræða. Þessar upplýsinga væru nú til
meðferðar og umsagnar hjá ríkislög-
manni og afstaða sjávarútvegs-
ráðuneytisins í þessu álitamáli lægi
ekki fyrir, fyrr en ríkislögmaður
hefði komist að niðurstöðu hvernig
túlka beri löggjöf um erlenda fíár-
festmgu sem sett var síðastliðið vor.
„Ég hallast sjálfur að því, að
ýmis lagaleg rök styðji það að eignar-
aðild útlendinga að íslenskum út-
gerðarfyrirtækjum sé með öllu
óheinril, og þar á meðal óbein eignar-
aðild. Mér finnst flest mæla með því
við túlkun á gildandi lögum að þessi
sé niðurstaðan," sagði sjávarútvegs-
ráðherra, „en hér ítreka ég enn og
aftur að ráðuneytið hefur ekki tekið
afstöðu til þessa álitaefnis."
Á að svipta útgerðarfyrirtæki
veiðiheimildum?
Þorsteinn sagði að menn hlytu þá
að spyija, ef þetta væri rétt túlkun
laganna, hvernig menn ættu að
bregðast við að óbreyttum lögum.
Hægt væri að hugsa sér að beina
þeim tilmælum til þeirra erlendu
aðila sem ættu beina eða óbeina eign-
araðild að íslenskum sjávarútvegs-
fyrirtækjum að þeir losuðu þá eigna-
raðild. „Hin leiðin er sú að svipta
þau fyrirtæki sem þannig er ástatt
um heimildum til veiða í fiskveiði-
landhelginni," sagði Þorsteinn og
bætti við að hann teldi eðlilegast að
túlka lagaákvæðin eins og þau nú
eru orðuð á þann veg að erlendum
aðilum væri í sjálfu sér ekki óheim-
ilt að eignast hlut í útgerðarfélögum,
en félögum sem þannig væri ástatt
um væri á hinn bóginn óheimilt að
stunda veiðar í íslenskri landhelgi.
„Því væri það sennilega nærtækasti
kosturinn að við yrðum að ganga
þannig til verks, að óbreyttum lög-
um, að svipta viðkomandi fyrirtæki
veiðiheimildum," sagði Þorsteinn
Pálsson.
Ráðherra sagði að hver maður sæi
í hendi sér að býsna snúið væri að
ætla að ganga þann veg til leiks,
þegar staðfest dæmi kæmu fram um
óbeina erlenda eignaraðild að mörg-
um stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum
landsins, að sjávarútvegsráðuneytið
gengi þá fram og svipti þau umsvifa-
laust veiðiheimildum. „Eg er þeirrar
skoðunar að hér sé uppi sú lagalega
óvissa og sú staða að mjög örðugt
sé uin framkvæmd, þannig að vel
geti farið. Ég held þess vegna að
allar líkur bendi til þess að óhjá-
kvæmilegt sé að gera breytingar á
þeirri löggjöf sem við búum nú við,“
sagði ráðherra.
Við endurskoðun laganna sagðist
ráðherra telja að enn væri í fullu
gildi, þrátt fyrir breyttar aðstæður í
alþjóðlegum samskiptum, það
meginsjónarmið að varðveita yrði
íslensk yfirráð yfir fískveiðilögsög-
unni. „Við getum ekki hleypt útlend-
ingum óheft inn í hana, með óheftri
beinni eignaraðild,“ sagði Þorsteinn.
Þetta þyrftu menn að hafa í huga
við endurskoðun laganna, þótt óhjá-
kvæmilegt gæti reynst að opna fyrir
óbeina erlenda eignaraðild að sjávar-
útveginum, til þess að gera lögin
framkvæmanleg og „atvinnugreinina
hliðsettari öðrum greinum".
Ráðherra verður að framfylgja
lögunum
Gestur Jónsson gerði grein fyrir
álitsgerð sem hann vann að beiðni
Skeljungs hf. um hvaða áhrif breyt-
ingar á lögum um fjárfestingar er-
lendra aðila í íslenskum atvinnu-
rekstri hefðu á stöðu hlutafélags eins
og Skeljungs, gagnvart hlutafélög-
um sem hafa leyfi til fiskveiða í ís-
lenskri fiskveiðilögsögu. Þegar hefur
verið gerð ítarleg grein íyrir þessari
álitsgerð Gests hér í blaðinu, en
niðurstaða hans er sú að eftir að
lögunum var breytt í marsmánuði í
fyrra, sé öll erlend eignaraðild, bein
eða óbein, í íslenskum útgerðarfyrir-
tækjum óheimil og varði veiðileyfis-
sviptingu viðkomandi útgerðarfyrir-
tækis. Gestur sagði að ráðherra ætti
ekki annars kost en fara að lögum,
og því væri ekki um annað að ræða
en breyta viðkomandi lögum, ef nú-
gildandi lög væru talin óframkvæm-
anleg.
Eru atkvæðislaus hlutabréf
lausnin?
Friðrik Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Fjárfestingafélagsins, kvaðst
telja að hægt væri að heimila erlenda
fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtækj-
um með takmörkunum. Segja mætti
að það væri ákveðið réttlætismál
fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að þau
væru ekki sett skör lægra en annar
atvinnurekstur í landinu, hvað að-
gang að fjármagni varðaði. Atvinnu-
greinin væri skuldsett og þyrfti á
auknu eigin fé að halda. Friðrik
spurði hvort veita ætti heimild til
erlendra aðila að fjárfesta í sjáarút-
vegsfyrirtækjum hér upp að vissu
marki. Hann nefndi lög á Norður-
löndum þar sem kveðið væri á um
að útlendingar gætu ekki eignast
nema ákveðinn hámarkshluta í fyrir-
tækjum. Almenna reglan í Noregi
væri sú að útlendingar gætu ekki
eignast nema 20% í hlutafé fyrir-
tækja. Algengt væri síðan að hlutafé-
lög takmörkuðu enn frekar erlenda
eignaraðild í samþykktum sínum. Því
væru reglurnar á Norðurlöndum
sambærilegar við það sem tíðkast
hér. „Annar möguleiki sem hér kem-
ur til greina, er að gefa út hluta-
bréf, án atkvæðisréttar,“ sagði Frið-
rik. Hann sagði að þótt slíkt form
hefði verið á undanhaldi á síðustu
árum, væri það nokkuð algengt á
Norðurlöndum. Slíkt form væri
nokkð algengt í Noregi, þar sem hlut-
afélög væru skráð á verðbréfaþingi
væru skráð með tvo og jafnvel þijá
flokka hlutabréfa. Einn flokkurinn
væri hlutabréf án atkvæðisréttar, og
í honum mættu erlendir fjárfestar
eiga ótakmarkað magn bréfa. Þó
væru settar skorður við því hversu
hátt hlutfall af heildarhlutafé slík
atkvæðislaus bréf mættu vera og í
Noregi væri hámark slíkrar hluta-
bréfaeignar 33%.
„Kosturinn við atkvæðislaus bréf
er augljóslega sá að eigandinn öðlast
ekki áhrif á stjórn fyrirtækisins og
hefði því ekki áhrif á stjórnun og
meðferð afla í tilfelli sjávarútvegs-
fyrirtækjanna," sagði Friðrik.
Vondur viðsnúningur
Kristinn Björnsson forstjóri
Skeljungs hf. kvaðst telja eðlilegt að
velta því fyrir sér hvort það væri
ekki ofmat að ætla að erlendir aðilar
myndu hafa áhuga á að fjárfesta hér
í þeim mæli sem margir teldu. „Því
liefur verið haldið fram að þrátt fyr-
ir allt væru áhrif útlendinga nú þeg-
ar mjög mikil í þessum greinum
(veiðum og vinnslu - innskot blaða-
manns) vegna gífurlegra skulda ís-
lendinga við aðrar þjóðir. Fjárfest-
ingar Islendinga í sjávarútvegi eru
líklega að meirihluta til-fjármagnað-
ar með erlendú lánsfé. Reynslan og
reglurnar eru nefnilega þannig að
litlar skorður eru reistar við því að
fá heimildir fyrir erlend lán, en mikl-
ar við því að fá erlenda aðila til sam-
starfs. Þetta hlýtur að orka tvímæl-
is, svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið,“ sagði Kristinn.
Kristinn sagði að afstaða stjórn-
málamanna í þessum efnum kæmi
engum sem til þekkti á óvart. Grund-
völlur þeirrar afstöðu hefði verið sú
viðleitni að tryggja yfirráð íslendinga
yfir fiskimiðunum þannig að þau
nýttust þjóðinni sem best. Hann
sagði að í sínum huga og margra
annarra blundaði sú spurning hvort
þetta væri raunhæf afstaða þegar
til lengri tíma væri litið. „Skiptir það
ekki mestu máli að lögsagan yfir
fiskimiðunum sé íslensk og að okkar
sé forræðið yfir fiskimiðunum?“
spurði Kristinn.
Síðar sagði Kristinn: „Það er skoð-*-
un mín að það sé ekki óeðlilegt að
vel stæð fyrirtæki í hvaða atvinnu-
grein sem er ijárfesti í öðrum áhuga-
verðum fyrirtækjum. Olíufyrirtæki
eru hér síst undanskilin, enda hefur
sú verið raunin, þó í tiltölulega litlum
mæli sé. Ég get þó tekið undir þau
sjónarmið sem heyrst hafa að við-
snúningur hafi orðið mikill á þessu
sviði. Hér á árum áður voru útgerðar-
menn og sjávarútvegsfyrirtæki ein-
hveijir stærstu hluthafar í þjónustu-
fyrirtækjum á íslandi, þar á meðal
í olíu- og tryggingafélögum. Nú er
þetta að snúast við og töluvert er
um það að t.d. olíufélög gerist hlut-
hafar í sjávarútvegsfyrirtækjum,
Mér finnst þetta vondur viðsnúning-
ur.“
Kristinn sagði það vondan við-
snúning þegar eignarhald færðist frá
sjávarútvegi til notendaþjónustu,
„yfir í það að þjónustuaðilar eignast
viðskiptavini sína. Þetta segi ég
vegna þess að með því er valdahlut-
föllunum snúið við, ef svo má að
orði komast. I stað þess að viðskipta-
aðili gangi á milli þjónustufyrirtækja
og velji sér viðskipti þar sem þau
eru best og hagkvæmust, þá gerist
alveg þveröfugt: viðskiptaaðilinn
verður bundinn í báða skó, hugsan-
lega með öll sín viðskipti til langrar
framtíðar hjá þjónustufyrirtæki, í
einhveijum tilvikum olíufélagi, vegna
þess að olíufélagið er orðinn stór
hluthafi. Nú þegar hillir undir frelsi
í viðskiptum með olíu og frelsi hefur
náðst í flestum öðrum greinum við-
skiptalífs, þykir mér sem allt of
mörg fyrirtæki í sjávarútvegi geri
sér ekki grein fyrir hvaða afleiðingar
hlutafjáreign þjónustufyrirtækja
getur haft, séu þau ekki því sjálf-
stæðari,“ sagði Kristinn.
Kristinn sagði að þau fyrirtæki í
sjávarútvegi þar sem um óbeina er-
lenda eignaraðild væri að ræða vii-t:—
ust ekki gera sér grillur út af þeim
lögum sem hefðu verið til umræðu,
eignaraðildinni tengd. „Kannski er
það í þeirri vissu, hvaðan sem hún
nú er komin, að lögunum verði breytt
á næstunni, eða þá vegna þess að
menn þykjast hafa það fyrir satt að
viðurlögum verði ekki beitt.“
Landsbankinn:
Hreinn hagnaður var
53,5 milljónir í fyrra
1.000 milljónir lagðar á afskriftarreikning útlána
HAGNAÐUR Landsbankans á síðasta ári nam 198 milljónum króna
af reglulegri starfsemi eftir að 1.000 milljónir króna voru lagðar á
afskriftarreikning útlána. Eftir skatta nam hagnaðurinn 53,5 milljón-
um króna. Bankinn telur þetta viðunandi afkomu að teknu tilliti til
mikilla erfiðleika í íslensku atvinnulífi á árinu.
Heildarinnlán Landsbankans þriðja árið í röð.
námu 62 milljörðum króna í árslok
1991 og jukust um 14,8% frá fyrra
ári. Útlán jukust um 7,1% en að
meðtöldum endurlánuðum erlend-
um lánum jukust útlán um 5,3%.
Heildareignir bankans voru 102,1
milljarður króna í árslok og jukust
um 7,4% frá árslokum 1990. Eigið
fé bankans var 6.469 milljónir
króna og hafði aukist um 515 millj-
ónir í árslok og eiginfjárhlutfall var
7,1% miðað við 6,8% í byrjun árs-
ins. Heildarvaxtamunur var 3,9%
Þegar Brynjólfur Helgason að-
stoðarbankastjóri Landsbankans
var spurður hvort þetta væri ekki
betri niðurstaða en búist hefði verið
við, sagði hann að áætlanir hefðu
gert ráð fyrir að reksturinn yrði í
kringum núllið, og ef tillit væri tek-
ið til eigin fjár bankans væru 53
milljónir ekki mikill hagnaður. Hins
vegar væri vel viðunandi að geta
lagt eitthvað til hliðar miðað við
aðstæður. Einnig væri ljóst að
áfram yrðu háar fjárhæðir lagðar
á afskriftareikning útlána, einnig á
þessu ári.
Landsbankinn hefur nú haft
hæstu útlánsvexti í bankakerfinu
um skeið. Þegar Brynjólfur var
spurður hvort bankinn myndi end-
urskoða það miðað við þessa rekstr-
arniðurstöðu, svaraði hann að vext-
ir hefðu verið lækkaðir nokkrum
sinnum á fyrstu mánuðum þessa
árs, sem þýddi að vaxtamunur væri
nú minni en á síðasta hluta síðasta
„Vextirnir verða áfrarn undir
smásjá á næstunni en ákvarðanir
byggjast á því hvaða forsendur
verða til frambúðar," sagði Brynj-
ólfur.