Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. MARZ 1992
Fyrirspurn:
Víðtækari takmarkanir
á sölu o g neyslu tóbaks
ÞÓTT ekki séu nema rúm sjö ár síðan núgildandi lög um tóbaks-
varnir tóku gildi „þarf að herða ýmis ákvæði þeirra og bæta við
nýjum ákvæðum til að nálgast það markmið, sem sett hefur ver-
ið, að draga úr og síðar útrýma reykingum," segir Þuríður Back-
man (Ab- Al) sem hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráð-
herra um endurskoðun laga um tóbaksvarnir.
Sighvatur Björgvinsson heil- tóbaksvarnir hafi vakið athygli
brigðisráðherra er krafinn skrif-
iegra svara: 1) Hvernig gengur
endurskoðun laga um tóbaksvarn-
ir frá 1984? 2) Hveijir annast
endurskoðunina? 3) Verður frum-
varp til nýrra tóbaksvarnarlaga
lagt fram á yfirstandandi þingi?
Þuríður segir að lögin um
víða um heim og þótt til fyrir-
myndar. En þótt ekki séu nema
rúm sjö ár síðan lögin tóku gildi
þurfi að herða ýmis ákvæði þeirra
og bæta við nýjum ákvæðum til
að nálgast það markmið, sem hefði
verið sett; að draga úr og síðar
útrýma reykingum. Af þeirri
reynslu sem hefði fengist af heil-
brigðisfræðslu ekki hvað síst í
skólum, væri varla að vænta meiri
árangurs af tóbaksvamarstarfí
meðal barna og unglinga, nema
fastar væri tekið á þeim málum í
þjóðfélaginu. Umhverfi barna og
unglinga þyrfti að breytast og
kæmi þar til kasta löggjafans að
hafa frumkvæði um enn víðtækari
og markvissari löggjöf um tak-
markanir á tóbakssölu og tóbaks-
neyslu. Tóbaksvarnarlöggjöfin sé
einnig viðspyrna gegn sterkari
fíkniefnaneyslu.
Sumarþing mjög líklegt
Þingforseti segir rangt eftir sér haft af EFTA-fundi
SALOME Þorkelsdóttir forseti Alþingis segir að fundargerð af
'óformlegum fundi forseta þjóðþinga EFTA-Ianda sé röng og vill-
andi. Það sé hrein firra að ætla Alþingi að afgreiða 200 lagafrum-
vörp á 4-6 vikum. En hún hefði sagt það líklegt að koma þyrfti til
aukafunda Alþingis í sumar, hugsanlega I lotum, hugsanlega 4-6
vikur.
Salome Þorkelsdóttir forseti
Alþingis kvaddi sér hljóðs á 105.
fundi Alþingis í gær. Þingforseti
sagði tilefnið vera það að á síðasta
fundi hefðu orðið nokkur orðaskipti
þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(SK-Rv) hefði gert að umræðuefni
... minnispunkta frá skrifstofu Frí-
verslunarbandalags Evrópu, EFTA,
um óformlegan óundirbúinn rabb-
fund forseta þjóðþinga EFTA-landa
í Stassborg. í þessum punktum
væri eftir sér haft að Alþingi ætl-
aði sér að afgreiða 200 lagafrum-
vörp á 4-6 vikum.
Komið að óvörum
Þingforseti sagði að þegar hún
hefði verið innt skýringa á ummæl-
um sem eftir henni væri höfð í þess-
um minnispunktum, þá hefði hún
ekki haft tækifæri til þess að líta
yfir þá, enda hafi þeir þá verið
nýkomnir í bréfi frá forseta aust-
urríska þingsins. Nú hefði hún lesið
,Jiessa minnispunkta eða fundargerð
og borið hana saman við eigin minn-
ispunkta. Fundargerðin væri bæði
röng og villandi, þótt miskilningur-
inn væri reyndar auðrakinn.
„Eg sagði í þessu rabbi að ég
teldi líklegt — ef unnt yrði að leggja
EES-samninginn fram í maí og
heíja umræður um hann þá — að
koma þyrfti til sumarfunda eða
aukafunda Alþingis, hugsanlega í
lotum, hugsanlega í fjórar til sex
vikur, til þess að fjalla um og af-
greiða sjálfan EES-samninginn.“
Forseti Alþingis sagðist einnig hafa
greint sínum viðmælendum frá því
að Alþingi yrði að taka sér góðan
tíma til að afgreiða lagabreytingar
sem þyrftu að fylgja í kjölfar samn-
ingsins og einnig bent á það að 30.
september féllu öll óafgreidd þing-
mál niður samkvæmt þjngsköpum
og yrði að endurflytja. í umræddri
fundargerð væri þessu hins vegar
ruglað saman og eftir sér haft að
Alþingi ætlaði sér að afgreiða 200
lagafrumvörp á fjórum til sex vik-
um. Slíkt væri hrein firra og hefðu
þegar verið gerðar ráðstafanir til
að fá það leiðrétt.
Þingforseti vildi vegna þessa til-
efnis ítreka það að haft yrði samráð
við þingflokka um tilhögun þing-
halds ef bregða þyrfti frá fyrirliggj-
andi starsáætlun Alþingis. En eins
og nú stæði á, lægi ekkert fyrir og
væri mikil óviss um EES-málið
vegna margvíslegra tafa eins og
öllum þingmönnum væri kunnugt.
MMnOI
Forseti Alþingis harmaði að þessi
ranga og villandi fundargerð skyldi
hafa orðið tilefni til orðaskipta í
þingsalnum og fréttaefni fjölmiðla.
Unnt hefði verið að leiðrétta mis-
skilninginn ef málið hefði verið bor-
ið undir forseta áður utan fundar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(SK-Rv) sagði e.t.v. hafa verið
ástæðu til að bera þessa fundargerð
fyrirfram undir þingforseta. En sín
reynsla af fundargerðum frá EFTA
hefði ekki gefið tilefni til að ætla
að þessar upplýsingar væru rangar.
Hún fagnaði því að Alþingi væri
ekki svo naumt skammtaður tími
til þessarar vinnu sem 4-6 vikur.
Hún lagði áherslu að enn væri óvíst
hvenær ESS-samningurinn kæmi
fyrir þingið en ef til þess kæmi
væri nauðsynlegt fyrir þingmenn
að hafa einhveija vinnuáætlun í
höndunum.
Svavar Gestsson (Ab- Rv) og
Páll Pétursson (F- Nv) tóku undir
það að nauðsynlegt væri að fá nán-
ar upplýst hvernig ætti að standa
að þessari vinnu ef af yrði. Páll
Pétursson ítrekaði tilmæli um upp-
lýsingar um hvaða lagabreytingar
yrði að gera; það vantaði tæmandi
skrá yfir nauðsynlegar lagabreyt-
ingar.
Aðspurð sagði Þuríður Back-
mann sem hefur undanfarið setið
á þingi í íjarveru Hjörleifs Gutt-
ormssonar (Ab-Al) að hún hefði í
starfi sínu sem fræðslufulltrúi
Krabbameinsfélags Austurlands
orðið áskynja — og þyrfti ekki
mikla þefvísi, — að ólöglegar reyk-
ingar ungmenna undir sextán ára
aldri væru algengar og væri að
bersýnilega litlum erfiðleikum háð
fyrir unglingana að kaupa þennan
varning. Nauðsynlegt væri að taka
á þessu máli, hvort það væri ekki
íhugunarefni að það þyrfti sér-
stakt leyfi til að selja þennan varn-
ing. En einnig yrði að huga að
öðrum neyslumáta tóbaksins sér-
staklega væri snuffneysla og jafn-
vel munntóbaksneysla orðin veru-
legt áhyggjuefni. Nikótíninnihald-
ið þarna væri hátt og fyrir suma
einstaklinga væri stutt yfir í annað
sterkara. Varaþingmaður Aust-
firðinga taldi einnig nauðsynlegt
að reyna að forða mönnum frá
tóbaksnautn og neyslu með verð-
stýringu, þ.e.a.s. hærra verði á
tóbaksvörum.
Stuttar þingfréttir
Auglýst í Alþýðublaði
Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv)
lagði fram fyrir nokkru fyrir-
spurnir um auglýsingakostnað
ráðuneyta í Alþýðublaðinu.
Hversu háa upphæð ráðuneytin
greiddu fyrir auglýsingar í Al-
þýðublaðinu frá 1. maí 1991 til
1. mars 1992. Guðrún Helga-
dóttir beindi fyrirspurnum sínum
einungis til þeirra ráðuneyta sem
eru undir tilsjón Alþýðuflokks-
manna. Fjögur ráðuneyti hafa
nú svarað skriflega fyrirspurn
hennar. Einungis ráðuneyti heil-
brigðis- og tryggingamála á eftir
að svara.
Utanríkisráðuneytið hefur
upplýst að það hafi auglýst fyrir
422.880 krónur í Alþýðublaðinu.
Auglýstir voru kynningarfundir
með utanrikisráðherra um EES
og GATT. Einu sinni var auglýst
laus staða til umsóknar.
Á fyrrgreindu tímabili greiddi
félagsmálaráðuneytið fyrir aug-
lýsingar í Alþýðublaðinu, alls
105.078 kr. í svari ráðuneytisins
eru tilgreind alls sex skipti sem
ráðuneytið auglýsti í blaðinu.
Auglýstir voru viðtalstímar fé-
lagsmálaráðherra á Norðurlandi,
kynningarfundir með sveitar-
stjórnum, orðsending til atvinnu-
rekenda, umsóknir um Evrópu-
ráðsstyrki á sviði félags- og
vinnumála. Tvívegis var auglýst
lokun aðalskrifstofu vegna
jarðarfara.
Iðnaðarráðuneytið auglýsti á
fyrrgreindu tímabili fyrir 47.734
kr í Alþýðublaðinu. Auglýstir
voru viðtalstímar ráðherra.
Viðskiptaráðuneytið auglýsti
fyrir 119.111 kr. Meðal þess sem
auglýst var, voru viðtalstímar
ráðherra, námskeið í verðbréfa-
miðlun o.fl.
Skýrsla um Norður-Atlantshafsþingið 1992:
Fortíð Alþýðubandalagsins ljót
- segir Karl Steinar Guðnason
FORTÍÐ Alþýðubandalagsins er ljót og ættu menn þar á bæ að biðj-
ast afsökunnar á henni, segir Karl Steinar Guðnason (A-Rn) formað-
ur íslandsdeildar Norður-Atlantshafsþingsins. Björn Bjarnason
(S-Rv) þakkar formanninum þörf orð og tímabær. Kristinn H. Gunn-
arsson (Ab-Vf) segir Karl Steinar og Björn vera frosna í hugsana-
gangi kalda stríðsins.
Kork*o*Plast
Sænsk gæðavara
KORK-gólfflísar
með vinyl-plast-áferð
Kork-o-Plast;
í 10 gerðum
Veggkork
í 8 gerðum.
Ávallt til
á lager
Aðrar korkvörutogundir á lager:
Undirlagskork í þremur þykktum
Korkvélapakkningar í tveimur þykktum
Gufubaöstofukork
Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum
Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum
Einkaumboö á íslandi:
Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 • Reykjavík ■ Sími 38640
Skýrsla um starf Norður-Atl-
antshafsþingsins 1992 varð tilefni
snarpra orðaskipta í gær. Atlants-
hafsþingið sækja þingmenn þjóð-
þinga Atlantshafsbandalagsins,
NATO. 27. . febrúar gerði Karl
Steinar Guðnason (A-Rn) grein fyr:
ir starfi íslandsdeildar þingsins. í
framsöguræðu sinni þá gagnrýndi
Karl Steinar Aþýðubandalagsmenn,
Alþýðubandalagið og fyrirrennara
þess, Sósíalistaflokkinn og Komún-
istaflokkinn. Hann hvatti til þess
að menn könnuðu sagnfræðilegar
heimildir. Karl Steinar taldi næsta
líklegt ef ekki fullvíst að þá myndi
margt skuggalegt koma í ljós. Það
varð að fresta frekari umræðum
um þessa skýrslu en í gær var
umræðu framhaldið.
Gamall stíll
Kristinn H. Gunnarsson (Ab-
Vf) sagði að framsöguræða Karis
Steinars Guðnasonar frá því í fyrra
mánuði hefði um margt verið í
gömlum stíl. Það væri leitt til þess
að vita að enn væru menn fastir í
gömlum viðjum; freðnir í fortíðinni
og tryðu á kalda stríðið. Kristinn
taldi að formanni Islandsdeildarinn-
ar stæði nær að kynna sér kúgun
á Kúrdum í NATO-landinu Tyrk-
landi heldur en vega að Alþýðu-
bandalagsmönnum. Hann kvaðst
ekki þurfa að biðjast afsökunar á
því sem einhver hefði einhvern tím-
ann sagt í Alþýðubandalaginu eða
biðjast afsökunar fyrir orð og at-
burði sem jafnvel hefðu gerst fyrir
sinn fæðingardag.
Björn Bjarnason (S-Rv) taldi
ástæðu til að þakka Karli Steinari
fyrir sína þörfu og tímabæru ræðu.
Hann taldi að þróun Atlantshafs-
þingsins myndi mótast af þeim
breytingum sem væru í Evrópu og
á Atlantshafsbandalaginu. Nú væru
fundir í höfuðstöðvum bandalagsins
ekki einungis með fulltrúum frá
aðildalöndum heldur einnig frá
Austur-Evrópu og þeim landsvæð-
um sem Svovétríkin hefðu náð til.
Atlantshafsþingið gæti orðið virkur
samráðsvettvangur í öryggis- og
varnarmálum. Þetta þing ætti að
geta starfað samhliða og í nánu
samstarfi við Evrópuþingið.
Fortíðaruppgjör
Ræðumaður kvaðst sjálfur hafa
mátt sæta ákúrum frá þingmönnum
Alþýðubandalagsins fyrir kalda-
stríðshugsunarhátt. Björn taldi að
ef einhveijir væru í fjötrum kalda
stríðsins væru það þingmenn
Aþýðubandlagsins sem treystust
ekki til að taka þátt í þessu sam-
starfi þingmanna. Þeir gætu ekki
lagað sig að þeim breytingum sem
orðið hefðu. Öll fyrrverandi ríki
Varsjárbandalagsins hefðu óskað
eftir samstarfi og aðild að Atlants-
hafsbandalaginu. En ekki Alþýðu-
bandalagsmenn þeir treystust ekki
til að gera upp við sína fortíð.
Steingrími J. Sigfússyni (Ab-
Ne) fannst ræður Karls Steinars
Guðnasonar og Björns Bjarnasonar
nánast heimilislegar; vekja upp
bemskuminningar. En Steingrím
fýsti ekki á Atlantshafsþing, taldi
það þingmannaklúbb eða viðhengi
við hernaðarbandalag sem hefði
tapað sínum óvin og þar með til-
gangi. Ræðumaður hvatti til þess
að NATO fylgdi í kjölfar Varsjár-
bandalagsins og legði sig niður.
Hann óttaðist að áframhaldandi til-
vera NATO myndi draga hugsana-
gang fortíðar til framtíðarinnar,
hugsanagang vígbúnar og gereyð-
ingarfælingar. Steingrímur taldi
það ámælisvert og afsökunarefni
að Karl Steinar hefði í sinni fram-
söguræðu, sem hann flytti fyrir
hönd þingmannahóps, blandað sam-
an við sínum persónulegu skoðun-
um og sögutúlkunum.
Karl Steinar Guðnason sagði að
ánægulegt að þessi skýrsla hefði
orðið tilefni nokkurrar umræðu.
Þeir sem hefðu beitt fyrir varn-
arsamstarfi lýðræðisþjóða hefðu
verið rægðir og beittir lygum. Hann
hefði í sinni framsöguræðu vakið
athygli á nokkrum sögulegum stað-
reyndum sem væri ástæða til að
rifja upp og því yrði haldið áfram
þangað til Alþýðubandalagið bæðist
afsökunar á sinni fortíð sem væri
ljót.
Fleiri þingmenn tóku þátt í þess-
ari umræðu sem stóð u.þ.b. tvo
tíma.