Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 47
47
IÞROTTIR
FOSTUDAGUR 20. MARZ 1992
gæfumuninn
n
Frabær vöm
UMFIM gerði
MEÐ FRABÆRUM varnarleik í síðari hálfleik
tókst Njarðvíkingum að tryggja sér bikar-
meistaratitilinn í körfuknattleik. Varnarleikur
þeirra sló leikmenn Hauka út af laginu, þeir
fundu ekkert svar og þá var ekki að sökum
að spyrja. Þetta er ífimmta sinn sem Njarð-
víkingar verða bikarmeistarar og þeir verð-
skulduðu sigurinn fyllilega.
Njarðvíkingar eru vel að titlinum komnir. Þeir
voru sterkari í gær á flestum sviðum og
hernaðarlist Friðriks Inga Rúnarssonar þjálfara
Njarðvíkinga gekk upp. Þrátt fyrir
Skúli Unnar að liðið ætti í miklum vandræðum
Sveinsson með Hauka í fyrri hálfleik, þegar
skrífar þejr ]éku maður á mann vörn, beið
hann með að skipta um varnarað-
ferð þar til eftir leikhlé, til að Haukarnir gætu
ekki rætt um hvemig þeir ættu að bregðast við.
Þetta gekk upp. Svæðisvörnin, svæðispressu-
vörnin, eða l-2-l-l vörnin, eða hvað sem menn
vilja kalla hana, skilaði svo sannarlega árangri.
Vömin kom Haukunum greinilega í opna skjöldu.
Leikmenn urðu allt of staðir og aðstoðuðu félag-
ann ekki nægilega mikið. Það var sama hver fékk
boltann, alltaf voru tveir til þrír Njarðvíkingar
mættir til að trufla.
Leikurinn vár hinn fjörugasti. Hraðinn mikill
og falleg tilþrif, bæði í vöm og sókn, en hittnin
hefði þó mátt vera betri. John Rhodes fór á kostum
í fyrri háifleik fyrir Hauka og átti Rondey Robin-
son í hinum mestu vandræðum með hann. Eftir
að vörninni var breytt gekk erfiðlega að koma
boltanum inná Rhodes og nýtingin hjá honum var
slæm í síðari hálfleik. Jón Arnar og ívar, menn
sem era með 15-20 stig í leik, sáust varla og það
munar um minna.
Haukarnir léku lengst af ágætlega, en vora oft
klaufalegir upp við körfuna í opnum færam. Um
miðjan síðari hálfleik var dæmd ásetningvilla á
einn leikmann Hauka. Staðan var þá 68:64. Þetta
virtist hafa slæm áhrif á Haukana því í kjölfarið
kom kafli sem gerði út um leikinn. Njarðvíkingar
gerðu 19 stig á móti sex stigum Hauka. Fram að
þessum kafla hafði verið nokkuð gott jafnvægi
með liðunum, Njarðvíkingar reyndar oftast með
forystu en ekki það afgerandi að Haukar ættu
ekki möguleika.
Njarðvíkingar léku vel, allir sem einn. Robinson
var sterkur, sérstaklega í sókninni í fyrri hálfleik
en í þeim síðari var hann góður, bæði í vöm og
sókn enda var hann útnefndur besti maður leiks-
ins. Nýtingin var góð og hann tók 15 varnarfrá-
köst. Ekki má gleyma þætti Friðriks Ragnarsson-
ar. Hann var geysilega sterkur í vörninni og gerði
að auki 16 stig. Teitur var einnig sterkur, og ef
til vill óþarfi að taka það fram. Þessir tveir leik-
menn vora bestir í liði UMFN en allir léku vel.
Haukar léku ekki illa, þeir mættu einfaldlega
ofjörlum sínum og urðu að játa sig sigraða. Það
var sama hvað þeir reyndu í sókninni, ekkert gekk
upp í síðari hálfleik enda gerðu þeir aðeins 30
stig þá. Vömin var ágæt lengst af en það var
sóknin sem var höfuðverkurinn. Rhodes var góð-
ur, nýting hans hefði mátt vera betri, sérstaklega
í síðari hálfieik, en hann tók 29 fráköst í leiknum.
FOLIC
■ MYNDIN hér að ofan er af eina
bikarnum sem karlalið Hauka fór
með heim í gær. Pétur Ingvarsson
hefur greinilega farið til hárskera
áður en hann mætti til leiks í Laug-
ardalshöllinni í gær.
■ HENNING Henningsson gerði
trúlega fallegustu körfuna í úrslita-
leiknum. Haukar fengu innkast í
síðari hálfleik á móts við miðjan
eigin vallarhelming. Eftir að Henn-
ing hafði reynt að fínna samheija
án árangurs henti hann knettinum
langt fram og ætlaði Rhodes aðw"
grípa hann undir körunni. Boltinn
fór beinustu leið ofan í körfuhring-
inn og karfan var dæmd af.
■ ÍSAK Tómasson lék að vanda
vel með liði sínu. Hann átti flestar
stoðseningar allra í gær, 8 talsins.
I FRIÐRIK Rúnarsson þjáflari
UMFN er ekki nema 23 ára gam-
all. Hann sagði í hálfkæringi að
hann ætlaði að setjast í helgan stein
og hætta ef Njarðvíkingum tækist
að vinna báða titlana. Það verður
trúlega erfitt fyrir hann, ekki eldri
en hann er.
■ ÞAÐ vakti athygli í úrslitaleik
kvenna að Haukastúlkur vora í
mjög mislitum bolum innan undii**#
félagsbúningum sínum. Þetta sting-
ur í augum og það ætti ekki að
vera erfitt fyrir nýkrýnda bikar-
meistara að finna rauða boli til að
vera í innanundir!
Morgunblaðið/Einar Falur
Lok, lok og læs! Teitur Örlygsson og félagar í Njarðvíkurliðinu lokuðu á leikmenn Hauka með frá-
bærri vöm í síðari hálfleik. Hér er Teitur á lofti hátt fyrir ofan Pétur Ingvarsson.
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
Kronberger vann þriðja árið í röð
UMFN - Haukar91:77
Laugardalshöll, bikarúrslitaleikur
karla í körfuknattleik, fimmtudag
19. mars 1992.
Gangur leiksins: 2:0, 8:11, 19:19,
25:19, 39:26, 44:36, 50:47, 52:52,
60:54, 68:66, 77:66, 86:72, 91:77.
Stig UMFN: Rondey Robinson 28,
Teitur Örlygsson 23, Frirðik Ragn-
arsson 16, Kristinn Einarsson 10,
ísak Tómasson 8, Ástþór Ingason 6.
Stig Hauka: John Rhodes 27,
Henning Henningsson 13, Jón Örn
Guðmundsson 9, ívar Ásgrímsson
7, Bragi Magnússon 6, Tryggvi
Jónsson 6, Jón Amar Ingvarsson
5, Pétur Ingvarsson 4.
Áhorfendur: 1.300 greiddu að-
gangseyri.
Dómarar: Bergur Steingrímsson
og Kristinn óskarsson. Ágætir en
full smámunasamir á stundum.
PETRA Kronberger frá Austur-
ríki tryggði sér sigur í heims-
bikarkeppninni íalpagreinum
kvenna þriðja árið í röð í gær.
Hún haf naði í 19. sæti i risas-
vigi í Crans Montana í Sviss
og það nægði henni til að vinna
stigakeppnina þó svo að eitt
mót sé eftir. Sigurvegari í
risasviginu var f ranska stúlkan,
Carol Merle.
Kronberger, sem er 23 ára, er
önnur konan á eftir Önnumar-
íu Moser-Röll til að vinna heimsbik-
arinn oftar en tvisvar. „Ég var svo
taugaóstyrk og var ekki róleg fyrr
en allir voru komnir niður og ljóst
að mér hafði tekist að vinna heims-
bikarinn," sagði Kronberger og tár-
aðist af gleði.
„Fyrsta árið sem ég sigraði sam-
anlagt var ég mjög yfirveguð og
róleg og trúði varla að ég hafði
unnið. Á síðasta keppnistímabili
náði ég að sigra í öllum greinum
og sigurinn því nokkuð auðveldur
fyrir mig þó svo að ég hafi ekki
tekið þátt í síðustu mótunum vegna
meiðsla. Þetta keppnistímabil hefur
verið mjög erfitt og ég þurfti svo
sannarlega að hafa fyrir sigrinum,"
sagði Kronberger, sem átti erfitt
uppdráttar í upphafi keppnistíma-
bilsins. Hún var meidd s.l. haust
og eins lést þjálfari hennar, Alois
Kahr, í bílslysi í desember.
Kronberger getur vel við unað
því hún varð einnig tvöfaldur
ólympíumeistari í Albertiville í síð-
asta mánuði og státar því að betri
árangri en Moser-Pröll náði nokkru
sinni á Ólympíuleikum. Pröll vann
aðeins ein gullverðlaun á Ólympíu-
leikum - í brani 1980, en hún vann ’
heimsbikarinn sex sinnum og það
gæti reynst Kronberger erfitt að
leika eftir.