Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 9

Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 9 Þakka innilega heillaskeyti, gjafir og heim- sóknir á 90 ára afmœli mínu 24. niars st. Lifiö heil. Anna Jóhannesdóttir, Syðra-Langholti. Ódýr gardínuefni Nýkomin ódýr falleg gardínuefni og kappar. Verð frá kr. 390. Einnig dúkar á góðu verði. Álnabúðin, heimilismarkaður, SuðurverLsími 679440. J Blombera % ÞYSKAR WERÐLAUNA VÉLAR ! Blomberg þvottavélarnar hlutu hin eftlrsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt sparnaðarkerfi. Verð aðeins kr. 69.255 stgr. Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr. J:ís Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni28 S622901 og 622900 i * A V m u Spor í RÉTTA T j.'vA •• O . ' f i >1« ATT NYTT JALLATTE ÖRYGGISSKÓRNIR FRÁ DYNJANDA Skeifan 3h-Slmi 812670 UTANRÍKISMÁL SKÝRSLA JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR UTANRÍKISItÁDHI-RRA 1U ALÞINGIS 1992 RKYKJAVÍK MARS 1V92 Sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins Eitt stærsta vandamál, sem steðjar að sjávarútvegi í Evrópubandalaginu, er hrun fiskistofna með tilheyrandi sam- drætti í veiðum og tekjum atvinnugrein- arinnar. Staksteinar tíunda í dag fáein brot úr þeim kafla í skýrslu Jóns Baldvins Hannibalsson um utanríkismál sem fjallar um sjávarútvegsstefnu EB. Hömlur á veiðisókn I skýrslu utanríkisráð- herra segir m.a.: „Eins og fram keniur i eftii'farandi yfirliti hef- ur bandalagið (EB) enn á ný verið knúið til að að draga úr veiðiheimildum fyrir þorsk, ufsa og lýsu en kvóti fyrir ýsu, síld og makríl var aukinn. Ráðherrarnir settu einn- ig reglm- um að skipum, sem veiða þorsk og ýsu í Norðursjó, Kattegat og Skagerak, sé skylt aö vera í höfn 8 daga í mán- uði samtals 135 daga á árinu 1992. Fram- kvæmdastjórn EB gerir ráð fyrir að með þessum reglum verði hægt að draga úr ásókn flotans um allt að 30%. A fundinum í desem- ber var einnig gengið frá úthlutun veiðikvóta fyrh' árið 1992 samkvæmt samningum við Norð- menn, Svía, Færeyinga og Grænlendinga. Eins og á undanförnum árum var veiðikvóta aðeins skipt milli „gömlu aðild- arríkjanna", þ.e. kvóta var hvorki úthlutað til Spánar né Pórtúgals." Styrktur út- vegur „Fjárlög EB fyrir árið 1991 gerðu ráð fyrir að útgjöld vegna sjávarút- vegsstefnunnar væru um 346 millj. ECU, eða um 25.800 millj. kr„ en það er innan við 1% af heild- arútgjöldum bandalags- ins. Stærsti útgjaldalið- urinn var greiðslur fyrir fiskveiðiheimildir. Til að skapa aukin verkefni fyrir flota bandalagsins hefur EB nú þegai' samið við 23 ríki um veiðiheimildir, en auk þess er bandalagið nú í samningaviðræðum við nokkur riki í Afríku og S-Ameríku. Útgjöld EB vegna fisk- veiðisanminga voru á ár- inu 1991 tæplega 172 millj. ECU (tæpir 13 milljarðai' króna). Samn- ingur EB við Marokkó, sem gildir til febrúar 1992, kostaði um 70 millj. ECU. Rúmar 34 millj. ECU voru greiddar fyrir veiðiheimildir við Græn- land og 15 millj. ECU voi'u greiddai' fyrir veiði- heimildir við Senegal ... Nýlega samþykkti ráð EB áætlun um styrkveit- mgar að upphæð 86,3 millj. ECU á árunum 1991-1993 vegna endur- bóta á vinnslu og mark- aðssetningu sjávaraf- urða. Hér er um að ræða 360 verkefni, þar af 144 í Þýzkalandi, 46 í Bret- landi, 40 á Spáni og 37 í Frakklandi. Heildar- kostnaður þessara fram- kvæmda er áætlaður 359,6 millj. ECU. Auk þess samþykkti EB að veita um 40 millj. ECU til endurbóta á 16 höfn- um í Frakklandi, Italiu, I á Spáni, i Portúgal og I Bretlandi.“ Fiskveiðiveldi og sjávarvöru- markaður „EB er fjórða stærsta fiskveiðiveldi í heimi á eftir Sovétríkjunum, Kina og Japan. A árinu 1989 veiddu EB-þjóðir um 7 milljónir tonna. Danir veiddu mest eða um 1,9 millj. toiina, Spán- veijai- um 1,4 millj. tonna, Frakkar um 875 þús. tonn, Bretar 823 þús. tonn og ítalir um 550 þús. tonn. EB er mikilvægur markaður fyrir sjávaraf- urðir. A sama tíma og veiði hefur minnkað hef- ur eftirspurn aukizt og verðlag hækkað. Á árinu 1990 voru fluttár inn sjávarafurðir fyrir um 6.433 millj. ECU (um 475.000 millj. kr.). Á sama ári voru fluttar út sjávai-afurðir fyrir um 1.204 millj. ECU. Við- skiptahalli bandalagsins er því um 5.229 millj. ECU. Til samanburðai' iná geta þess að við- skiptahalli EB fyrir sjáv- ai'afurðir var á árin 1984 2.282 miilj. ECU.“ Stefnumörkun og „Kvóta- hoppsdómur“ „I lok júlímánaðar 1991 kvað Evrópudóm- stóllinn upp forúrskurð í svokölluðu „kvótahopps- máli“, en það er mál sem höfðað var vegna laga- setningar Breta 1988 þegar þeir vildu koma í veg fyrir skráningu spænskra skipa í Bret- landi og veiðar þessara skipa úr fiskveiðkvótum Breta. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Bretai' megi ekki krefj- ast þess í löggjöf sinni að eigendur eða útgerð- armenn skuli vera brezk- ir ríkisborgarar og að minnst 75% hluthafa við- komandi útgerðarfélags skuli vera brezkir. Þess- ai' reglur bijóta gegn reglum EB, sem kveða á um afnám á hömlum á réttindum þegnanna til að stunda atviimu í hveiju því aðildaiTÍki sem þeim þóknast og að ekki megi mismuna eftir þjóðerni ... Engai' beinar tillögur um breytmgar á núgild- andi sjávarútvegsstefnu eru lagðar fram (í skýrslu framkvæmda- stjómar) heldur verður á gmndvelli þessai-ar skýrslu og umræðu sem fer fram meðal embættis- manna framkvæmda- stjómar, sérfræðinga og embættismanna aðildar- ríkjanna, auk umræðu innan samtaka hags- munaaðila í sjávarútvegi um endurskoðun sjávar- útvegsstefnu bandalags- ins, lagðai’ fram af hálfu framkvæmdastj órnar- imiar tillögur um sjávar- útvegsstefnu sem gilda á frá 1. janúar 1993. Ráð- herraráð EB mun síðan taka ákvarðanir fyrir árslok 1992.“ Ný gerð barnabílstóla * Fyrir börn frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa fristandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verð kr. 9.997 - Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 ÞEGAR ÞESSI KRUKKA ER TÓM MUN EINHVER LÍTA BETUR ÚT Stendhal kynnir með stolti árangur vísindamanna, sem við eigum að þakka að þessi nýja kremlína varð til. Þetta er bylting í kremlínu sem styrkir húðina og dregur úr ótímabœrri öldrun. Og við getum sannað það. Stendhal B fiiP sími 686334 t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.