Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 9 Þakka innilega heillaskeyti, gjafir og heim- sóknir á 90 ára afmœli mínu 24. niars st. Lifiö heil. Anna Jóhannesdóttir, Syðra-Langholti. Ódýr gardínuefni Nýkomin ódýr falleg gardínuefni og kappar. Verð frá kr. 390. Einnig dúkar á góðu verði. Álnabúðin, heimilismarkaður, SuðurverLsími 679440. J Blombera % ÞYSKAR WERÐLAUNA VÉLAR ! Blomberg þvottavélarnar hlutu hin eftlrsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt sparnaðarkerfi. Verð aðeins kr. 69.255 stgr. Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr. J:ís Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni28 S622901 og 622900 i * A V m u Spor í RÉTTA T j.'vA •• O . ' f i >1« ATT NYTT JALLATTE ÖRYGGISSKÓRNIR FRÁ DYNJANDA Skeifan 3h-Slmi 812670 UTANRÍKISMÁL SKÝRSLA JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR UTANRÍKISItÁDHI-RRA 1U ALÞINGIS 1992 RKYKJAVÍK MARS 1V92 Sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins Eitt stærsta vandamál, sem steðjar að sjávarútvegi í Evrópubandalaginu, er hrun fiskistofna með tilheyrandi sam- drætti í veiðum og tekjum atvinnugrein- arinnar. Staksteinar tíunda í dag fáein brot úr þeim kafla í skýrslu Jóns Baldvins Hannibalsson um utanríkismál sem fjallar um sjávarútvegsstefnu EB. Hömlur á veiðisókn I skýrslu utanríkisráð- herra segir m.a.: „Eins og fram keniur i eftii'farandi yfirliti hef- ur bandalagið (EB) enn á ný verið knúið til að að draga úr veiðiheimildum fyrir þorsk, ufsa og lýsu en kvóti fyrir ýsu, síld og makríl var aukinn. Ráðherrarnir settu einn- ig reglm- um að skipum, sem veiða þorsk og ýsu í Norðursjó, Kattegat og Skagerak, sé skylt aö vera í höfn 8 daga í mán- uði samtals 135 daga á árinu 1992. Fram- kvæmdastjórn EB gerir ráð fyrir að með þessum reglum verði hægt að draga úr ásókn flotans um allt að 30%. A fundinum í desem- ber var einnig gengið frá úthlutun veiðikvóta fyrh' árið 1992 samkvæmt samningum við Norð- menn, Svía, Færeyinga og Grænlendinga. Eins og á undanförnum árum var veiðikvóta aðeins skipt milli „gömlu aðild- arríkjanna", þ.e. kvóta var hvorki úthlutað til Spánar né Pórtúgals." Styrktur út- vegur „Fjárlög EB fyrir árið 1991 gerðu ráð fyrir að útgjöld vegna sjávarút- vegsstefnunnar væru um 346 millj. ECU, eða um 25.800 millj. kr„ en það er innan við 1% af heild- arútgjöldum bandalags- ins. Stærsti útgjaldalið- urinn var greiðslur fyrir fiskveiðiheimildir. Til að skapa aukin verkefni fyrir flota bandalagsins hefur EB nú þegai' samið við 23 ríki um veiðiheimildir, en auk þess er bandalagið nú í samningaviðræðum við nokkur riki í Afríku og S-Ameríku. Útgjöld EB vegna fisk- veiðisanminga voru á ár- inu 1991 tæplega 172 millj. ECU (tæpir 13 milljarðai' króna). Samn- ingur EB við Marokkó, sem gildir til febrúar 1992, kostaði um 70 millj. ECU. Rúmar 34 millj. ECU voru greiddar fyrir veiðiheimildir við Græn- land og 15 millj. ECU voi'u greiddai' fyrir veiði- heimildir við Senegal ... Nýlega samþykkti ráð EB áætlun um styrkveit- mgar að upphæð 86,3 millj. ECU á árunum 1991-1993 vegna endur- bóta á vinnslu og mark- aðssetningu sjávaraf- urða. Hér er um að ræða 360 verkefni, þar af 144 í Þýzkalandi, 46 í Bret- landi, 40 á Spáni og 37 í Frakklandi. Heildar- kostnaður þessara fram- kvæmda er áætlaður 359,6 millj. ECU. Auk þess samþykkti EB að veita um 40 millj. ECU til endurbóta á 16 höfn- um í Frakklandi, Italiu, I á Spáni, i Portúgal og I Bretlandi.“ Fiskveiðiveldi og sjávarvöru- markaður „EB er fjórða stærsta fiskveiðiveldi í heimi á eftir Sovétríkjunum, Kina og Japan. A árinu 1989 veiddu EB-þjóðir um 7 milljónir tonna. Danir veiddu mest eða um 1,9 millj. toiina, Spán- veijai- um 1,4 millj. tonna, Frakkar um 875 þús. tonn, Bretar 823 þús. tonn og ítalir um 550 þús. tonn. EB er mikilvægur markaður fyrir sjávaraf- urðir. A sama tíma og veiði hefur minnkað hef- ur eftirspurn aukizt og verðlag hækkað. Á árinu 1990 voru fluttár inn sjávarafurðir fyrir um 6.433 millj. ECU (um 475.000 millj. kr.). Á sama ári voru fluttar út sjávai-afurðir fyrir um 1.204 millj. ECU. Við- skiptahalli bandalagsins er því um 5.229 millj. ECU. Til samanburðai' iná geta þess að við- skiptahalli EB fyrir sjáv- ai'afurðir var á árin 1984 2.282 miilj. ECU.“ Stefnumörkun og „Kvóta- hoppsdómur“ „I lok júlímánaðar 1991 kvað Evrópudóm- stóllinn upp forúrskurð í svokölluðu „kvótahopps- máli“, en það er mál sem höfðað var vegna laga- setningar Breta 1988 þegar þeir vildu koma í veg fyrir skráningu spænskra skipa í Bret- landi og veiðar þessara skipa úr fiskveiðkvótum Breta. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Bretai' megi ekki krefj- ast þess í löggjöf sinni að eigendur eða útgerð- armenn skuli vera brezk- ir ríkisborgarar og að minnst 75% hluthafa við- komandi útgerðarfélags skuli vera brezkir. Þess- ai' reglur bijóta gegn reglum EB, sem kveða á um afnám á hömlum á réttindum þegnanna til að stunda atviimu í hveiju því aðildaiTÍki sem þeim þóknast og að ekki megi mismuna eftir þjóðerni ... Engai' beinar tillögur um breytmgar á núgild- andi sjávarútvegsstefnu eru lagðar fram (í skýrslu framkvæmda- stjómar) heldur verður á gmndvelli þessai-ar skýrslu og umræðu sem fer fram meðal embættis- manna framkvæmda- stjómar, sérfræðinga og embættismanna aðildar- ríkjanna, auk umræðu innan samtaka hags- munaaðila í sjávarútvegi um endurskoðun sjávar- útvegsstefnu bandalags- ins, lagðai’ fram af hálfu framkvæmdastj órnar- imiar tillögur um sjávar- útvegsstefnu sem gilda á frá 1. janúar 1993. Ráð- herraráð EB mun síðan taka ákvarðanir fyrir árslok 1992.“ Ný gerð barnabílstóla * Fyrir börn frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa fristandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verð kr. 9.997 - Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 ÞEGAR ÞESSI KRUKKA ER TÓM MUN EINHVER LÍTA BETUR ÚT Stendhal kynnir með stolti árangur vísindamanna, sem við eigum að þakka að þessi nýja kremlína varð til. Þetta er bylting í kremlínu sem styrkir húðina og dregur úr ótímabœrri öldrun. Og við getum sannað það. Stendhal B fiiP sími 686334 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.