Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 21 nýlega og reynist mjög vel. d) Tvær nýjar jarðstöðvar eru nú í byggingu hjá Póst- og síma- málastofnun fyrir Alþjóðaflugþjón- ustuna og er stefnt að því að þær verði tilbúnar í október 1992. Ónn- ur þeirra er af gerðinni INTELSAT og er fyrir fjarskipti milli flug- stjórnarmiðstöðvar í Reykjavík og á Grænlandi. Hin er af gerðinni EUTELSAT er fyrir fjarskipti við ratsjárstöðina í Færeyjum. Einnig munu þessar jarðstöðvar nýtast sem varasambönd fyrii- jarðstöðina Skyggni. e) Aiþjóðaflugþjónustan mun að öllum líkindum leigja rásir í hinum fyrirhugaða ljósleiðárastreng milli Norður-Ameríku og Evrópu. Því er mjög mikilvægt að hann verði tengdur til íslands. Framkvæmdir hjá Veðurstofu: Hjá Veðurstofunni er í undirbún- ingi endurnýjun og stækkun tölvu- kerfis til móttöku og úrvinnslu veðurgagna. Kerfið mun veita mik- ilvægar upplýsingar fyrir alþjóða- flugið. Af framangreindu er ljóst að margskonar hátæknibúnaður er settur upp af innlendum verktökum og stofnunum fyrir Alþjóðaflug- þjónustuna. Með innlendu vinnu- framlagi skapast gjaldeyristekjur og auk þess mikilvæg reynsla og þekking sem er grundvöllur að ýmsum öðrum verkefnum á öllum sviðum þjóðlífsins. Lokaorð íslendingar hafa orð á sér fyrir þekkingu og dugnað á sviði alþjóða flugmála. Eg hef vikið að no'kkrum dæmum um athafnasemi flug- rekstraraðila og fleiri á þessu sviði og lýst sérstaklega alþjóðaflug- þjónustunni. Hin ötula uppbygging alþjóðaflugþjónustunnar sem nú á sér stað er grundvöllur að tilvist þessarar þjónustu hér á landi í framtíðinni. Ekki er sjálfgefið að íslendingar haldi þjónustunni nema að gætt verði fjárhagslegrar hag- kvæmni í rekstri og framkvæmdum auk markvissrar stjórnunar við veitingu þjónustu af hæsta gæða- flokki að því er varðar starfslið og tæknibúnað. Á næstu árum verða teknar mikilvægar ákvarðanir um flugstjórnarsvæði á hnettinum. Með því að halda rétt á málum getum við horft með bjartsýni fram á veginn um framtíð alþjóðaflug- þjónustunnar. Höfundur er varaflugmálastjóri og rafmagnsverkfræðingur. %•* Abendingar frá LÖGREGLUNNI: Umferðin og fólkið Vegna þess hve umferðin er eðlilegur þáttur lífs okkar veitum við henni minni athygli dags daglega en ástæða þykir til. Við veitum henni svo litla athygli að fáir virðast gera sér grein fyri'r mögulegum afleiðingum ef út af ber. A síð- asta ári slasaðist 321 einstaklingur í umferðinni í Reykjavík. Enginn þessara einstaklinga ætlaði sér að slasast eða var það ætlun annarra að valda slysi á þeim. Eitt víxlspor í dagsins önn eða leik markaði þó einhveijum þessara einstaklinga óvænta lífsstefnu. Lífsstefnu sem enginn þeirra reiknaði með, en var þó allt í einu og skyndilega að bláköldum veruleika. Til þess að draga úr lík- um á slysum er nauðsynlegt að vita hvað maður er að gera hveiju sinni og hvers vegna. Umferðin er ekkert einangrað fyrirbæri. Hún er hluti af miklu stærra dæmi, sem snýst um almennan skilning okkar á umhverfinu. Þetta er spurning um virðingu fyrir okkur sjálfum sem og virðingu fyrir öðrum. T.d. eru til einstaklingar sem virðast leggja sig fram við að aka allt of hratt, þrátt fyrir að þeir þekki lögin, sjái umferð- armerkin og geti auðveldlega lesið af hraðamælin- um. Þeir aka ölvaðir, jafnvel dauðadrukknir, þó að þeir viti að slíkt er bannað, stórhættulegt og ámælisvert í alla staði. Svona má lengi telja. Ef þetta er ekki virðingarleysi fýrir sjálfum sér og öðrum, hvað er þá virðingarleysi? Það er allt annað er ánægjulegt að lenda í þeirri aðstöðu að slasa fólk. Sá sem það gerir bíður þess stundum aldrei bætur, ekki frekar en hinn sem slasast. Þessari vitneskju hefur verið reynt að koma inn í kollinn á fólki, en með tak- mörkuðum árangri þó. Óaðgæsla er aðalorsök flestra umferðarslysa. Verst er að allt of margir virðast ekki þurfa að reka sig hastalega á til þess að geta skilið einfalda hluti. Umferðarmálin eru þess eðlis að auðvelt á að vera sæmilega greindum manni að skilja þýðingu þeirra fyrir hann sjálfan sem og aðra. Einstakling- arnir mynda heildina, heildin skapar menning- una. Umferðarmenningin hvetju sinni endurspegl- ar þroskastig einstaklinganna sem mynda heild- ina. Eftir því sem þroskastigið er hærra, því betri , umferðarmenning. i möguleikar fyri r þig í kas kótryggingum Nú bjóðast þér þrjár nýjar og mismunandi kaskótryggingar hjá VÍS. Þarfir bifreiðaeigenda fyrir kaskótryggingar eru mismunandi og loksins getur þú valið tryggingu sem hentar þér, bæði hvað varðar þótasvið og verð. MFERÐAR AL-KASKO Ný og víðtækari kaskótrygging Inn á bótasvið gömlu kaskó- tryggingarinnar hefur verið bætt eftirfarandi áhættuþáttum: • Skemmdarverk • Björgunarkostnaður • Akstur crlendis • Víðtækari akstursheimildir • Nýjar reglur um útborgun bíla • Bætur vegna flóða Bónusflokkum hefur verið fjölgað og eru þeir nú fjórir: 10%, 20%, 30% og 40%. Góðir ökumenn falla nú minna í bónus við tjón. Þessa nýju kaskó- tryggingu býður VIS á óbreyttu iðgjaldi. A S K O Ný trygging sem er sniðin að umferð í þéttbýli Umferðartrygging bætir tjón sem verða vegna árekstra og áaksturs. Bónus er ávallt sá saitii og í ábyrgðartryggingu bifreiða og getur orðið allt að 70%. Þessi trygging er mun ódýrari en venjuleg kaskótrygging. Eigináhætta í þessari tryggingu er fóst, nú kr. 48.800. Dærni um iðgjald fyrir Umferðarkaskó miðað við 70% bónus. Lítill bíll Meðalbíll Stór bíll 8.900 11.532 12.493 K A S K O Nýjung fyrir þá sem aka aðallega á þjóðvegum landsins Vegakaskó er nýjung fyrir þá sem aka aðallega á þjóðvegum landsins en lítið í þéttbýli. Tryggingin bætir tjón vegna veltu, bruna, foks, hruns og hraps. Vegakaskó er nýr og ódýr valkostur fyrir bifreiðaeigendur. Iðgjald er óháð bónus. Eigináhætta í þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800. Dæmi um iðgjald fyrir Vegakaskó: Lítill bíll Meðalbíll Stór blll 8.688 11.256 12.195 -»§ Já takk, ég óska eftir nánari upplýsingum um nýju kaskótryggingarnar Klipptu þennan miða út og sendu Vátryggingafélagi íslands hf. Þá færð þú upplýsingabækling um nýju kaskótryggingamar sendan um hæl. 'ér Nafn Kennitala Heimilisfang Sveitarfélag - Sími VATRYGGINGAFELAG ISIANDS HF -þar sem tryggingar snúast um fólk ÁRMÚLI3, REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 8400, SÍMI60 50 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.