Morgunblaðið - 31.03.1992, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 31.03.1992, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 félk í fréttum Eldri félagar gæða sér á afmælistertunni. Morgunblaðið/Þráinn Bjarnason Blásið á 80 afmælis- kerti í Staðarsveit Ungmennafélag Staðarsveitar bauð öllum hreppsbúum til hátíðarfundar í félagsheimilinu á Lýsuhóli fyrir nokkru í tilefni 80 ára afmælis félagsins. Um 50 manns sóttu fundinn, bæði ungir og aldnir. Margt bar á góma á fundinum. Rifjuð voru upp ýmis atriði úr störf- um félagsins á liðnum árum. Því miður eru takmarkaðar heimildir til um sögu félagsins frá fyrri tíð vegna þess að bækur þess brunnu árið 1961 þegar eldingu sló niður í íbúðarhúsið í Neðri-Hól í Staðar- sveit. Ákveðið var á fundinum að stefna að því að halda veglega upp á þessi tímamót í sögu félagsins með samkmu laugardaginn 20. júní nk. og bjóða öllum burtfluttum fé- lögum til þeirrar hátíðar. Jafnframt fari fram vígsla nýs íþróttavallar sem Ungmennafélag Staðarsveitar hefur látið gera við félagsheimilið á Lýsuhóli. Að fundinum loknum var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju. Á borðum var meðal annnars fagur- lega skreytt afmælisterta með 80 kertum og nákvæm eftirlíking af fánamerki Ungmennafélagsins, listilega unnin af nokkrum félags- konum. Yngstu fundargestirnir fengu að sjálfsögðu það hlutverk að blása á kertin. Stjórnendur félagsins beina þeim tilmælum til gamalla Staðarsvei- tunga og annarra að fá að vita um ef þeir eiga í fórum sínum heimild- ir um sögu og starfsemi félagsins eða gamlar myndir frá fyrri tíð. Formaður Ungmennafélags Staðar- sveitar er Margrét Björk Björns- dóttir, Böðvarsholti. , - Þ.B. FÆÐINGAR Mágkonur fæddu barn sömu nóttina Tvær mágkonur, Kristín Björk Johannsdóttir og Sigríður Margrét Gunnarsdóttir, fæddu nýlega hvor sína dótturina sömu nóttina á fæðingadeild Sjúkrahúss Suðurlands. Litlu telpurnar, sem eru frum- burður mæðranna, fæddust 18. mars með þriggja tíma millibili, klukkan 1.17 og 4.28. Sigríður Margrét fæddi á undan en hennar maður er Helgi Jóhannsson bróðir Kristínar Bjarkar en hennar mað- ur er Guðmundur Björgvin Gylfa- son. Telpurnar eru mjög svipaðar að stærð, dóttir Sigríðar Margrétar var 13 merkur og 51 sm en dóttir Kristínar Bjarkar 12 merkur og 50 sm. Báðar fjölskyldurnar eru búsettar á Selfossi. Ljósmæður á sjúkrahúsinu segja þetta einstæða tilviljun og vita ekki til að slíkt hafí gerst áður. Á síðastliðnu ári fæddust 140 börn á fæðingadeild sjúkra- hússins, 81 drengur og 59 stúlk- ur. Það sem af er þessu ári hafa fæðst 24 börn sem er það sama og í fyrra. Konur sem eiga börn á sjúkrahúsinu eru af öllu Suður- landi. Sig. Jóns. Cterkurog k j hagkvæmur auglýsingamiöill! LUXEMBORG íslendingar í Lúxemborg blóta þorra Samkvæmt venju blótuðu íslend- ingar í Lúxemborg þorra. Eru þorrablót orðin fastur liður á dag- skrá Félags íslendinga i Lúxem- borg, en stjórn félagsins annast undirbúning og skipulagningu mannamóta af þessu tagi. Til að sjá um matinn komu mat- reiðslumennirnir Sigurður Sumar- liðason og Gísli Kærnested frá ís- landi og var matur mikill og góður. Um skemmtiatriði kvöldsins sá Leikklúbburinn Spuni. í tilefni þess að Félag íslendinga í Lúxemborg heldur upp á 20 ára afmæli sitt á árinu setti leikklúbburinn saman nokkurs konar annál íslendinga- byggðar í Lúxemborg. Hlaut verkið nafnið í gegnum tíðina. Var víða komið við og rifjað upp ýmislegt spaugilegt sem upp hefur komið. Til að leikstýra þessari uþpsetningu fékk Leiklúbburinn Spuni Hörð Torfason til liðs við sig. Að afloknum skemmtiatriðum lék hljómsveitin Sambandið fyrir dansi fram á nótt við góðar undir- tektir Islendinganýlendunnar í Lúx- emborg. Morgunoiaoio/öigurour jonsson íristín Björk Jóhannsdóttir og Sigríður Margrét Gunnarsdóttir með læturnar í faiurinu. COSPER Komdu, þú getur ekki staðið þarna í allt kvöld. Frá leikverkinu í gegnum tíðina sem Leikklúbburinn Spuni í Lúxemborg setti upp. VAKORTALISTI Dags. 31 5414 5414 5414 5414 5414 5421 5422 5412 5221 3.1992. NR. 76 8300 0362 1116 8300 2890 3101 8300 2717 4118 8300 2772 8103 8301 0407 4207 72** 4129 7979 7650 8309 0321 7355 0010 9115 1423 | Ofangreind kort eru vákort, sem takaberúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 VISA 269 31.3 1992 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 4543 3700 4543 3700 4543 3700 4543 3700 4548 9000 4548 9000 4548 9000 4548 9000 0014 0003 0005 0007 0008 0033 0035 0033 0039 1613 6486 1246 3075 4965 0474 0423 1225 8729 Afgreiöslufólk vinsamlegast takiö ojangreind kort úr umferö og sendiö VISA íslandi sundurklíppt. VERBLAUN kr. 5000,- fyrir aö klófesta kort og visa á vágest. I - UMIUIJ.U.I Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Sími 91-6/1700

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.