Morgunblaðið - 01.04.1992, Side 1

Morgunblaðið - 01.04.1992, Side 1
56 SIÐUR B 77. tbl. 80. árg. MIÐYIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Washington. Reuter. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hrósaði í gær ákveðinni umbótastefnu rússneskra stjórnvalda og ákvað jafnframt að ryðja úr vegi síðustu hindrununum fyrir miklum lánveitingum til þeirra. Búist er við að George Bush Bandaríkjaforseti tilkynni í dag um aðstoð við sovétlýð- veldin fyrrverandi. í yfirlýsingu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sagði að Rússlandsstjórn hefði stigið stórt skref í átt til markaðsbúskapar og því hefði verið ákveðið að veita Rússum 3% hlut í sjóðnum þegar þeir gerðust aðilar, Svíþjóð: Spilavíti verði levfð Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, frétta- ritara Morgunblaðsins. BANN við starfsemi alþjóð- legra spilavíta í Svíþjóð kann að verða afnumið á næst- unni. Tekjur ríkisins gætu aukist við það um 200 millj- ónir sænskra króna (um það bil tvo milljarða ísl. kr.) á ári, ef marka má nefndarálit þar að iútandi, sem kynnt var í gær. í álitinu er haldið fram að reynslan af starfsemi spilavíta í Danmörku og Finnlandi sé góð. Þijú til fjögur spilavíti í Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey ættu að gefa um 400 milljónir s. króna í brúttótekjur fyrir rekstraraðilana. Nefndin leggur til að starfsemin sæti 60% skattlagningu, svo að tekjuaúkning ríkisins yrði í það minnsta 200 milljónir. Munurinn á rúlettuspilastöð- unum sem reknir eru í Svíþjóð nú um stundir og alþjóðlegum spilavítum er sá að upphæðirn- ar sem lagðar eru undir eru takmarkaðar á fyrrnefndu stöðunum, en slíkar takmark- anir tíðkast ekki í spilavítum. Borís Jeltsín undirritar sam- bandssáttmálann nýja en ineð honum eru sjálfstjórnarlýðveld- unum rússnesku veitt stóraukin völd í cigin máluin. líklega í næsta mánuði. Það þýðir að Rússar geta sótt -um fjögurra milljarða dollara lán hjá sjóðnum. Talið er víst að Bush forseti kynni á blaðamannafundi í dag aðstoð Bandarikjastjórnar við samveldis- ríkin. Er haft eftir heimildum að þar sé gert ráð fyrir einum millj- arði dollara í alþjóðlegan sjóð til styrktar rúblunni; 12 milljarða doll- ara aukaframlagi til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins til að auka útlánagetu hans; auknum lánum til Rússa og hugsanlega Úkraínumanna vegna kaupa á landbúnaðarvöru og 645 milljóna dollara framlagi, sem nota á til mannúðarstarfa og tæknilegrar aðstoðar. Lockerbie-málið: Keuter Frá fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Ályktunin uin refsiaðgerðir gegn Líbýu voru sam- þykktar með.atkvæðum 10 ríkja en fimm sátu hjá. Ályktanir ná því aðeins í gegn, að níu ríki samþykki þær og enginn fastafulltrúanna fimm beiti neitunarvaldi. Öryggisráð SÞ samþykkir refsiaðgerðir gegn Líbýu Síjórn Líbýu sökuð um að tefja fyrir brottflutningi útlendinga Sameinuðu þjóðununi, Kaíró. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær samhljóða tillögu Bandaríkjamanna, Frakka og Breta um refsiaðgerðir gegn Líbýu. Er þetta gert til að þrýsta á um framsal tveggja Líbýu- manna, sem eru sakaðir um að hafa komið sprengju fyrir í þotu Pan Am-flugfélagsins, sem fórst yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Tíu ríki greiddu tillögunni atkvæði en fimm sátu hjá. í refsiaðgerðunum, sem taka gildi eftir tvær vikur, felst að öllum ríkjum er gert skylt að ijúfa flug- samgöngur við Líbýu, hætta vopnasölu þangað og sjá til, að Líbýustjórn fækki verulega í starfsliði sendiráða sinna og ræðis- mannaskrifstofa erlendis. Þá er Líbýustjórn gert að fordæma hryðjuverk livers konar og aðstoð við hermdarverkamenn og auk kröfu um samvinnu í Lockerbie- málinu kveður ályktun öryggis- ráðsins á um, að Líbýumönnum beri að aðstoða við rannsókn á sprengingu í þotu franska UTA- flugfélagsins yfir Níger árið 1989. Refsiaðgerðirnar gegn Libýu eru um margt líkar þeim, sem Ir- aksstjórn var beitt á sinum tíma, en þó frábrugðnar í því, að þær Sambandssáttmálinn mik- ill sigur fyrir Borís Jeltsín Neyðarástand í Tsjetsjníja vegna uppreisnartilraunar Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði í gær nýjan sambandssátt- mála við 18 af 20 rússnesku sjálfstjórnarlýðvcldanna en með hoiiuin eru völd þeirra í eigin málum aukin verulega. Fulltrúar Tatarstans undirrituðu ekki sáttmálann að þessu sinni og í Tsjetsjníja í Kákasus- fjöllum, sein var lýst sjálfstætt ríki í nóvember, hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna valdarahstilraunar. Að sögn stjórnvalda eru þar að verki öfl, sem ekki vilja slíta sambandinu við Rússland. Sambandssáttmálinn fer fyrir rússneska þingið 6. apríl og búist er við að hann verði samþykktur. Yrði það mikill sigur fyrir Jeltsín því að málefni þjóðarbrotanna eru ekki síð- ur viðkvænj í Rússlandi en í Sovét- ríkjunum fyn-verandi. Míkhaíl Gorb- atsjov, fyrrum forseta Sovétríkjanna, tókst ekki að fá lýðveldin 15 til að undirrita nýjan sambandslagasátt- mála og það leiddi til þess að Sovét- ríkin liðuðust í sundur. Höfðu marg- ir spáð að þannig færi einnig fyrir Jeltsín. Rússnesku sj álfstjórnarlýðveldin höfðu áður aðeins sjálfstjórn að nafn- inu til en nú fá þau meiri yfirráð yfir náttúruauðlindum sínum. Þau mega annast landamæragæslu, reka eigin utanríkisstefnu og. utanríkis- verslun. Forseti þingsins í Tatarstan sagði í gær, að verið væri að vinna að sambandssáttmála við Rússland og stæði ekki til að lýsa yfir fullu sjálfstæði. Þingið í Tsjetsjníja lýsti yfir neyðarástandi í gær en þá höfðu flokkar vopnaðra manna lagt undir sig stöðvar útvarps og sjónvarps í höfuðborginni, Grozníj. Sagði frétta- stofan Ítar-Tass, að uppreisnarmenn hefðu umkringt forsetahöllina en þar voru þeir Dzhokhar Dúdajev forseti og Zviad Gamsakhurdia, útlægur forseti Georgíu. Mátti heyra skothríð í borginni og að sögn fréttastofunnar létu andstæðingar Dúdajevs frá sér fara yfirlýsingu, sem lesin var í út- varpinu, þar sem krafist var afsagn- ar forsetans og þjóðaratkvæða- greiðslu um sambandið við Rússland. taka ekki til olíusölu. Þær banna hins vegar varahlutasölu og aðra þjónustu við líbýskar flugvélar og líbýska ríkisflugfélagið verður að loka öllum skrifstofum erlendis. Auk fulltrúa Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands voru full- trúar Rússlands, Austurrikis, Belgiu, Ekvadors, Ungveijalands, Japans og Venesúela samþykkir ályktujiinni en fulltrúar Kína, Grænhöfðaeyja, Indlands, Marokkós og Zimbabwe sátu hjá. Sendiherrar allra þeirra evr- ópsku ríkja, sem hafa sendiráð í Líbýu, komu saman til fundar i gær í Trípólí. Lýstu þeir yfir áhyggjum sínum vegna þess að svo virðist sem Líbýumenn tefji úr hófi fram að veita Evrópubúum vegabréfsáritun til að yfirgefa landið. Mun sendiherra Möltu af- henda líbýskum stjórnvöldum formlega mótmæli vegna þessa i dag fyrir hönd allra evrópsku sendiherranna. Svo stærstu hóp- arnir séu nefndir þá er talið, að um 5.000 Bretar, 5.000 Suður- Kóreumenn, 2.800 Pólverjar, 1.000 Bandaríkjamenn, 1.050 ítal- ir, 600 Þjóðveijar og 500 Frakkar séu starfandi i Líbýu, oft í trássi við vilja eigin stjórnvalda, auk hundruða þúsunda manna frá ar- abarikjunum. Líbýska fréttastofan JANA hafði í gær eftir talsmanni í líb- ýska utanríkisráðuneytinu, að af- greiðsla vegabréfsáritana til að yfirgefa landið færi fram með eðli- legum hætti. Tilkynnt um að- stoð við Rússland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.