Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992 21 ílalski leikstjórinn Gabríele Salvatore með Ósk- arsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Innanlandsflug og ferjur: Afengisleyfi fyrir neðan allar hellur - segir áfengisvarnaráðunautur „Eflaust skiptir það miklu að Medi- terraneo er komin í almenna dreif- ingu nú þegar, hefur verið sýnd hérlendis í kvikmyndahúsum og trúlegt að Miramax, sem er stað- settur í New York, hafi unnið mjög grimmt að smölun meðal aka- demíufélaga þar. En ég tel að fyr- ir okkur íslendinga sé það nægur sigur að hafa náð svona langt. Fyrír mánuði vissi ekki nokkur maður í kvik- myndagerð hér að kvikmyndir _ væru gerðar á íslandi. Tilnefning Barna náttúrunnar veldur því að ekki er að- eins kominn upp áhugi hér á landi og þjóð, heldur verður ekki hjá því komist eftirleiðis að taka okkur al- varlega sem kvik- myndaþjóð. Hér hefur verið brotinn ís með eftirminni- legum hætti. Þegar einn íslenskur kvik- myndagerðarmað- ur tekur eitt skref af þessu tagi áfram er það hálft skref fyrir alla hina, — jafnvel heilt.“ Siguijón lagði sér- staka áherslu á nauðsyn þess að íslenskir ráðamenn áttuðu sig á þýð- ingu þeirrar land- kynningar sem áunnist hefði. Ef þeim fjármunum sem varið er til landkynningar erlendis væri bætt ■ við þá smámuni sem ríkið ver til kvikmyndagerðar myndi það skila sér margfalt til baka, — kannski ekki strax , heldur á fimm til tíu árum. Islenskir kvikmyndagerðar- menn hafa með eigin frumkvæði fært erlent fjármagn inn í landið. Það sama verður ekki sagt um lax- eldi eða loðdýrarækt. Siguijón kvaðst telja brýna nauðsyn á að þessum árangri væri nú fylgt eftir með sameiginlegu dreifingarátaki fyrir íslenskar kvikmyndir erlendis sem til að byija með ætti að bein- ast að sjónvarpssölu fremur en kvikmyndahúsi. „íslenskir kvik- myndaframleiðendur eigá að koma sér upp sameiginlegri dreifingarað- stöðu erlendis: söluaðferðir nor- rænu kvikmyndastofnananna eru vægast sagt fornfálegar: Markaðs- setning er orðin svo sérhæfð at- vinnugrein í kvikmyndaheiminum að við getum ekki látið hana lönd og leið.“ Hilmar Oddsson kvikmyndaleik- stjóri sem staddur er hér í Los Angeles við gerð heimildarmyndar um gildi íslenskrar kvikmynda- gerðar sagði í samtali við Morgun- blaðið: „Það kom mjög á óvart að þessi ítalska mynd skyldi verða fyrir valinu. En ég vona að þetta sé hin ágætasta mynd. Maður áttar sig ekki alveg á tilfinningunum vegna þess að sigurvégarinn var sá sem við vissum ekki að við værum að keppa við. En í rauninni var Frið- rik Þór búinn að sigra fyrirfram: Að lenda í hópi fimm bestu mynda í heimi að mati þessarar akademíu er geysilegur sigur fyrir okkur. Friðrik Þór Friðriksson verður nú í vikulokin viðstaddur sýningar á Börnum náttúrunnar á hátíð ungra leikstjóra í Lincoln Center í New York sem þykir mikill heiður og skiptir míklu að myndin fær sjálfkrafa umsögn í New York Times. ÓLAFUR Haukur Árnason, áfeng- isvarnaráðunautur, segir að ákvæði í frumvarpi til breytinga á áfengislögum, um að dómsmála- ráðlierra sé heimilt að veita leyfi til áfengisveitinga um borð í far- þegaskipum og flugvélum í innan- landsflugi, sé fyrir neðan allar hellur og gangi þvert á þá stefnu, sem mótuð sé í tillögum að frum- varpi til áfengisvarnalaga. Fram- kvæmdastjóri farþega- og bíla- ferjunnar Akraborgar segir að ekki sé ljóst nú hvort óskað yrði leyfis til áfengisveitinga um borð í skipinu, verði frumvarpið að lög- um. Talsmaður Flugleiða segir að félagið telji mjög jákvætt að hafa þennan möguleika að nýta, þegar fram í sæki. „Það er fyrir neðan allar hellur ef á að leyfa áfengisveitingar um borð í flugvélum í innanlandsflugi og í farþegafeijum," sgði Ólafur Haukur. „Það er vert að benda á, að reyking- ar hafa verið bannaðar í innanlands- flugi, enda flugferðir í mesta lagi ein klukkustund. Það er því stefnt í þver- öfuga átt með því að heimila áfengis- veitingar. Fræðsla og forvarnir í skólum hafa lítið að segja ef sjálfur dómsmálaráðherra sýnir slíkt for- dæmi. Það skýtur líka skökku við, ef á enn að auka aðgengi fólks að áfengi hér á landi. í Bandaríkjunum, svo dæmi sé nefnt, hefur lögaldur til áfengiskaupa verið hækkaður í 21 ár og þar sjá menn þess strax merki í færri slysum ungmenna. Þar eru áfengisumbúðir einnig merktar á sama hátt og tóbaksvörur bera hér upplýsingar um skaðsemi. í auglýs- ingum á síðasta ári lagði Áfengis- varnaráð áherslu á slæm áhrif áfeng- isneyslu fullorðinna á börn, en sá áróður okkar virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá sumum ráða- mönnum,“ sagði Ólafur. Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Skallagríms hf., sem rekur Akra- borg, sagði að fyrirtækið hefði sótt um vínveitingaleyfi þegar feijan kom til landsins árið 1982, en þá verið synjað. „Ég get ekki svarað því nú hvort stjórn fyrirtækisins óskar eftir slíku leyfi að nýju, verði frumvarpið að lögum.“ Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að félagið teldi þessa breytingu jákvæða. „Félagið hefur ekki sett sér nein áform um ákveðn- ar dagsetningar ef frumvarpið verður samþykkt og leyfi fæst. Hins vegar er unnið að því núna, í tengslum við endurnýjun á innanlandsflotanum, sem gefur færi á fjölbreyttari veit- ingum í mat og drykk um borð, að auka þjónustuna í vélunum." ------♦ ♦ ♦------ Klausturhólar: Verk eftir Jón Stefánsson seld- ist á rúmlega 850 þúsund kr. Á UPPBOÐI Klausturhóla síðast- liðinn sunnudag seldist olímál- verkið Jarlhettur eftir Jón Stef- ánsson á 850 þúsund krónur auk 10% listamannagjalds. Auk þess seldust m.a. verk eftir Karl Kvar- an og Eyjólf Eyfells. Verk eftir Ásgrím Jónsson, Kristínu Jóns- dóttur, Kjarval og Lovísu Matt- híasdóttur seldust ekki. Jarlhettur eftir Jón Stefánsson er 98,5x73 sm að stærð. Þá seldist olí- málverkið Hrím, 84,5x99 sm, eftir Karl Kvaran á 145 þúsund krónur auk 10% listamannagjalds og Eirík- sjökull 98,5x63,5 sm eftir Eyjólf Eyfells seldist á 80 þúsund krónur auk 10% listamannagjalds. Reykja- víkurhöfn, olímálverk eftir Lovísu Matthíasdóttur, seldist ekki, en 400 þúsund krónur voru boðnar í verkið og tók eigandi því tilboði ekki. ísiensk tillaga á umhverfisráðstefnunni í Brasilíu: Bann við losun þrá- virkra lífrænna efna MIKLAR líkur eru taldar á að tillaga íslensku sendiuefndarinnar á undirbúningsfundi fyrir umhverfisráðstefnu í Brasilíu um bann við losun þrávirkra lífrænna efna í umhverfið verði borin fram á ráðstefn- unni. Magnús Jóhanncsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, segir að tillagan feli í sér eina mikilvægustu ákvörðun sem tekin hafi verið i sambandi við mengunarvarnir hafsins. Ekki síst vegna þess að um- töluð efni séu af þekktum efnum sennilega langmesta ógnunin við líf- ríki hafsins. Tillagan verður borin undir aðalnefnd undirbúningsfundar- ins í vikunni. „Við lögðum fram allmargar til- lögur um mengunarvarnir hafsins og sumar þeirra náðu fram að ganga og aðrar ekki,“ sagði Magnús í sam- tali við Morgunblaðið. „Ein þeirra, sem náði fram og við vorum mjög ánægðir með, fjallar um að hætt verði losun þrávirkra lífrænna efna sem hafa tilhneigingu til að safnast fyrir hafinu. Tillagan fól í sér að þessari losun yrði hætt árið 2000 en það náðist ekki samstaða um ákveð- ið ártal og ástæðan fyrir því var kannski fyrst og fremst sú að fulltrú- ar þeirra ríkja sem þarna voru sögð- ust ekki hafa þær upplýsingar að þeir gætu fallist á ákveðna tímasetn- ingu. Hins vegar var fallist á að gerð yrði könnun í hveiju ríki þar sem notkun þessara efna yrði skoðuð með það fyrir augum að ákveða sið- ar einhveija dagsetningu." Magnús sagði að umtöluð efni væru mjög hættuleg lífríki hafsins. „Þau eyðast ekki, safnast fyrir í líf- verum og eru eitruð. Bæði leiða þau til dauða lífvera og hjá spendýrum hefur komið í ljós að þau hafí áhrif á fijósemi," sagði hann og fram kom að lífræn klórsambönd væru um 90% þessara efna. „Þau koma mjög víða. Af þessum toga eru t.d. DTT, PCB- efni og díoxín.“ Rannsóknir hafa að sögn Magnús- ar sýnt aukið magn umtalaðra efna á nórðurslóðum þótt enn sé lítið af þeim að finna hér við land. „Þau hafa tilhneigingu til að safnast fyrir á kaldari svæðum og mikið af þeim flyst með andrúmsloftinu og virðist setjast að á pólarsvæðunum. Þess vegna höfum við kannski enn meiri áhyggjur af þessu og höfum lagt áherslu á að samstaða náist um málið á alþjóðavettvangi því efnin berast hingað frá öðrum þjóðum," sagði Magnús, en notkun og fram- leiðslu þessara efna hér á landi sagði hann vera í afar litlum mæli. Af hálfu Islendinga voru einnig lagðar fram tillögur um geislavirkan úrgang. Ein þeirra er að sögn Magn- úsar tillaga um að settar verði reglut' um notkun og beitingu kjarnorku í sambandi við hernaðarumsvif. Ekki var fallist á tillöguna en um hana urðu töluverðar umræður. „Ég er nokkuð sannfærður um að sú um- ræða á eftir að aukast í framtíðinni og fyrr en seinna munu menn faliast á þau sjónarmið að hernaðarumsvif verði að taka tillit til umhverfissjón- armiða og taka mið af þeim.“ Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónverk eftir Gunnar Þórðarson TÓNLEIKAR í gulri tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíó verða nk. fiinmtudag 2. apríl og hefjast þeir kl. 20.00. Á þessum tónleikum frumflytur hljómsveitin verk eftir Gunnar Þórðarson, og er þetta jafnframt fyrsta verk hans sem er samið sérstaklega fyrir sinfóníuliljómsveit. Þá leikur Þorsteinn Gauti Sigurðsson einleik á píanó. Á efnisskránni vei'ða þijú verk: Nocturne eftir Gunnar Þórðarson, Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rakh- manínov og Sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. Einleikari verður eins og áður seg- ir Þorsteinn Gauti Sigurðsson og hljómsveitarstjóri Petri Sakari. Kaupmen athugið DRAUMUR Beint úr draumasmiðjunni — Ljúfur og lakkriskenndur Nú er DRAUMURINN á sérstöku tilboðsverði Gerið góð kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.