Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 22

Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 Danmörk: Fyrrverandi formað- ur SF neitar því að hafa unnið fyrir KGB GERT Petersen, fyrrum formaður Sósialíska þjóðarflokksins (SF), vísar á bug ásökunum um að hann hafi unnið fyrir KGB, leyniþjón- ustu Sovétríkjanna. A sunnudag hafði Ekstm Bladet, haft það eftir heimildarmönnum að hann hefði verið í hópi bestu njósnara KGB. Reuter Leikararnir fjórir sem fengu óskarsverðlaunin í fyrrinótt, talið frá vinstri: Mercedes Ruehl, fyrir leik i aukahlutverki, Anthony Hopkins, besti leikarinn, Jodie Foster, besta leikkonan, og Jack Palance, fyr- ir leik í aukahlutverki. „Lömbin þagna“ hlýtur fimm Oskarsverðlaun Los Angeles. Reuter. „LÖMBIN þagna“ (The Silence of the Lambs) fékk óvænt flest Ósk- arsverðlaun, alls fimm, er þau voru afhent í Los Angeles í fyrri- nótt. Búist hafði verið við að tvær aðrar myndir, „Bugsy“ og „JFK“, sem voru báðar mun dýrari, myndu sópa að sér verðlaununum. Petersen, sem er þingmaður SF og hefur átt sæti í utanríkismála- nefnd danska þingsins frá árinu Japan: Bráðaað- gerðir í efna- hagsmálum Tókýó. Reuter. JAPANSKA stjórnin kynnti í gær bráðaaðgerðir í efnahagsmálum sem ætlað er að blása lífi í efna- haginn eftir samdrátt undan- farna mánuði. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að opinberum framkvæmdum verður flýtt, auk þess sem gerðar eru ráðstafanir til að auka einka- neysluna og fjárfestingar fyrir- tækja og einstaklinga. Þær eru ennfremur liður í þeirri stefnu stjórnarinnar að skapa 3,5% hag- vöxt á fjárhagsárinu, sem hefst í dag, 1. aprfl. A síðasta fjórðungi ársins í fyrra minnkaði verg þjóðar- framleiðsla Japana um 0,2%. Búist er við að seðlabanki Japans tilkynni á næstunni að forvextir til viðskiptabankanna verði lækkaðir en þeir eru núna 4,5%. 1972, viðurkenndi í samtali við Berl- ingske Tidende sem birtist í gær að hann hefði hitt menn á áttunda og níunda áratugnum sem síðar hefði komið í ljós að væru starfs- menn KGB í sovéska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. „Ég talaði við Rússana alveg einsog ég talaði við kanana en það er ekkert rangt við það,“ sagði Petersen. Árið 1984 hafi hann t.d. átt átta fundi með Rússum og sjö morgunverðarfundi með Bandaríkjamönnum. Petersen sagðist hafa ráðfært sig við Jens Otto Krag forsætisráðherra þegar hann tók sæti í nefndinni og spurt hvað hann gæti leyft sér að eiga mikil samskipti við erlenda stjórnarerindreka. Krag hefði svar- að að hann mætti hitta slíka menn á meðan hann sæi til þess að fund- imir væru fyrir opnum tjöldum. Tveimur árum síðar hefði Axel Ni- elsen dómsmálaráðherra staðfest þessa þumalputtareglu. Petersen segir að hann hafi aldr- ei gefið leynilegar upplýsingar í samtölum við sovéska sendiráðs- menn, þ. á m. Oleg Gordíjevskíj, sem var háttsettur starfsmaður KGB í Kaupmannahöfn. Hins vegar hafi hann fært rök fyrir stjórnmála- skoðunum sínum. Ékki hafi verið mikið rætt um sameiginleg viðhorf eins og bann við kjarnorkutilraun- um. En harkalega hafi verið deilt um málefni Afganistans, Póllands og mannréttindi almennt í Sovétríkj- unum. „Lömbin þagna“ fjallar um fjöldamorðingja og var valin besta myndin. Leikstjórinn, Jonathan Demme, fékk Óskarinn fyrir leik- stjórnina og aðalleikarnir, Bretinn Anthony Hopkins og Jodie Foster, urðu fyrir valinu sem bestu leikar- arnir. Þetta er í annað sinn sem Foster hlýtur Óskarsverðlaunin því hún var einnig valin besta leikkonan árið 1988 fyrir leik í myndinni „Hin- ir ákærðu" (The Accused). „Lömbfn þagna“ hlaut einnig verðlaunin fyr- ir besta ófrumsamda handritið. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd hlýtur fimm helstu Óskarsverðlaun- in frá árinu 1975, er „Gaukshreiðr- ið“ (One Flew Over the Cuckoo’s Nest) lék sama leikinn. Það var fyrirtækið Orion Pictures sem framleiddi „Lömbin þagna“. Fyrirtækið' framleiddi einnig mynd- ina „Dansað við úlfa“ (Dances With Wolves), sem sópaði að sér verð- laununum í fyrra. Þrátt fyrir þessa velgengni fór fyrirtækið fram á greiðslustöðvun í desember vegna fjárhagserfiðleika. „Bugsy“ eftir Warren Beatty fékk aðeins tvenn verðlaun, fyrir útlitshönnun og búningahönnun, og hið sama er að segja um „JFK“ eftir Oliver Stone, sem fékk verð- launin fyrir kvikmyndatöku og klippingu. Sidney N. Graybeal, sérfræðingur á sviði afvopnunarmála: Tími kominn til að endurmeta hlut- verk kjarnorkuvopna frá grunni SIDNEY N. Graybeal, bandarískur sérfræðingur á sviði öryggis- og afvopnunarmála, segir þær breytingar sem orðið hafa á heims- málum hafa gert heiminn óstöðugri en áður. Menn hafi ekki enn náð tökum á því hvernig bregðast beri við hinum nýju aðstæðum og upplausnarástand ríki í fyrrum Sovétríkjunum. Hann telur þó hættuna á styrjöld milli austurs og vesturs, hvort sem er með kjarn- orkuvopnum eða hefðbundnum vopnabúnaði, vera enga en aftur á móti séu mörg svæði í heiminum þar sem til átaka gæti komið. Graybeal segir einnig að kjarnorkuvopn þjóni ekki lengur fæling- artilgangi sínum fyrir Bandaríkin líkt og áður og tímabært sé að endurmeta hlutverk þeirra frá grunni. Sidney N. Graybeal er einn af helstu samningamönnum Banda- ríkjanna á sviði öiyggis- og af- vopnunarmála og vann m.a. hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIÁ, í íjórtán ár og sem aðstoðarfor- stjóri System Planning Corporati- on í tíu ár. Hann hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir bandarísk stjórnvöld og tók t.d. þátt í samningaviðræðunum um SALT, SALT 2 og ABM-sáttmál- ana. Hann flutti á laugardag er- indi á vegum Varðbergs og Sam- taka um vestræna samvinnu um viðbrögð við nýjum ógnum i breytt- um heimi. Graybeal segir í samtali við Morgunblaðið að upplausnin í Austur-Evrópu hafi það í för með sér að í stað spennu milli austurs og vesturs komi spenna milli norð- urs og suðurs. Vandinn sé að vitn- eskja um mörg þau þriðjaheims- lönd sem þar komi við sögu sé af allt of skomum skammti. „Okkur bráðvantar meira af fólki sem þekkir til þessara ríkja. Það þarf að stórauka upplýsingaöflun um þau og hvað þau ætlast fyrir. Til hvers ætla þau að nota gereyðing- arvopn sín? Hvað eru þau reiðubú- in að gera? í 45 ár höfum við mið- að allt við samskipti austur og vesturs og vandinn nú er að menn nota enn sömu greiningaraðferð- imar þrátt fyrir að heimurinn hafi breyst." Samveldi sjálfstæðra ríkja taldi hann eiga eftir að verða skammlíft fyrirbæri. Það myndi ekki megna að halda lýðveldunum saman í einni heild og því yrðu menn nú þegar að einbeita sér að hvetju lýðveldi fyrir sig. Það bæri líka að hafa í huga að líklegt væri að fyrr- um Sovétlýðveldunum myndi fyrr stafa ógn af óróleika í t.d. Kóreu eða Mið-Austurlöndum og það væru því mjög sterk rök sem mæltu með samvinnu við þau. Hann sagðist þó ekki telja að sam- eiginlegar geimvarnir væru æski- legar. Uppsetning slíks kerfis myndu vera mistök og hafa það í för með sér að Bandaríkin gætu í raun ráðið því hver hefði aðgang að geimnum sem væri hættulegt. I staðinn ættu menn að einbeita sér að varnarkerfum á jörðu niðri. Graybeal sagði að töluverð hætta væri á að upp úr syði ein- Sidney N. Graybeal hvers staðar í heiminum, t.d. í Mið-Austurlöndum, Afríku, Ind- landi og Pakistan eða Kóreu. Þeir væru til sem segðu að þar sem Bandaríkin væru eina risaveldið sem eftir væri yrðu þau að bregð- ast við slíkum vandamálum þegar þar að kæmi. Það væri hins vegar útilokað að Bandaríkjamenn yrðu einhvers konar alheimslögregla sem yrði að hlaupa til og slökkva alla eldsvoða sem kynnu að kvikna. I staðinn yrði raunin sú að reynt yrði að byggja upp breiða sam- stöðu ríkja, líkt og gert var í Persa- ílóastríðinu, og nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í auknum mæli. Aðspurður um hvort að hann teldi að heimsbyggðin byggi við meira öryggi í dag heldur en á dögum kalda stríðsins sagði hann erfitt að meta hvort svo væri, heimurinn væri fyrst og fremst breyttur. „Þær ógnir sem nú steðja að eru öðruvísi en áður og við höfum ekki enn fullan skilning á þeim. Eitt sem er víst er að það er minni stöðugleiki í heiminum. Sovétríkin gömlu eru þannig óstöð- ugri heldur en þau hafa verið í fjörutíu ár og það mun taka þau tíma að ná jafnvægi að nýju.“ Sjálfur sagðist Graybeal vera órólegri vegna heimsmála en áður. Menn væru ekki enn búnir að ná tökum á því hvernig þeir ættu að hegða sér við hinar breyttu að- stæður. Líkti hann samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna áður fyrr sem ákveðnum dansi þar sem báðir aðilar hefðu þekkt spor- in. Nú vissi hins vegar enginn hvaða dans ætti að dansa hvað þá við hvern. „Það er samt ekki þar með sagt að hætta sé á stríði. Ég tel nákvæmlega enga möguleika á að háð verði kjarnorkustríð og það sama á við um stríð með hefð- bUndnum vopnum. Áhættan á hins vegar eftir að aukast og við verð- um að fara að spyija þeirrar spurn- ingar hver sé eiginlega framtíð kjarnorkuvopna. Ég held að ef maður á borð við Saddam Hussein myndi nota kjarnorkuvopn gegn Bandaríkjunum myndu þau ekki svara í sömu mynt. Aftur á móti er möguleiki á að Israelar myndu gera það éf ráðist væri á þá. Þau þjóna því tilgangi sínum sem fæl- ingarmáttur fyrir Israel en ekki fyrir Bandaríkin. Það er kominn tími fyrir kjarnorkuveldin að end- urmeta frá grunni hlutverk kjarna- vopna." St.S. Mercedes Ruehl varð fyrir valinu sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni „Bilun í beinni útsendingu“ (Fisher King). Jack Palance var valinn besti Ieikar- inn í aukahlutverki fyrir gaman- myndina „Fjörkálfar" (City Slick- ers). Palance er 73 ára og hefur leikið „góða manninn" í meira en 50 kúrekainyndum. Italska myndin „Mediterraneo“, sem fjallar um átta ítalska hermenn er hertaka gríska eyju í síðari heimsstyijöldinni, varð fyrir valinu sem besta erlenda myndin. HELSTU VERÐLAUNAHAFAR 64. afhending Óskarsverðlaunanna Besta myndin: Lömbin þagna Besti leikari: Anthony Hopkins (Lömbin þagna) Besta lelkkona; Jodie Foster (Lömbín þagna) ' /• Besti leikstjóri: \ Jonathan Demme \ (Lömbin þagna) Besta leikkona I aukahlutv.: Mercedes Ruehl (Bilun l beinni útsendingu) Besti leikari i aukahlutverki: Jack Palance . (Fjörkálfar) Besta erlenda myndin: Mediterraneo (italla) | REUTER J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.