Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 23

Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 23 Skattabreyt- ingar sagðar óraunhæfar BRESKA endurskoðunarfyrir- tækið Coopers and Lybrand Deiloitte olli miklu uppnámi í Bretlandi í gær með því að lýsa því yfir breskt efnahagslíf væri of veikburða til að þoia boðaðar skattkerfisbreytingar jafnt Ihaldsflokksins sem Verka- mannaflokksins. 1 skýrslu fyrir- tækisins, sem unnin var fyrir dagblaðið Independerit, er farið í tillögur fiokkanna lið fýrir lið og komist að þeirri niðurstöðu að þær séu úr takt við raunveru- leikann. Formenn flokkannna, John Major og Neil Kinnock, andmæltu því báðir í gær að tölur þeirra væru úr lausu lofti gripnar. Samkvæmt skoðana- könnun sem birt var í gær hefur Verkamannaflokkurinn nú sex prósenta forskot á íhaldsflokk- inn. Bráðabirgða- stjórn boðuð í S-Afríku GERRIT Viljoen, aðalsamninga- maður F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, sagði í gær að bráðabirgðastjórn, skipuð full- trúum hvítra og svartra, kynni að verða mynduð „innan nokk- urra mánaða“. Búist er við að tilkynnt verði 15. eða 16. maí hvenær stjórnin verður mynduð. Þá hefst önnur lota viðræðna hvítra og svartra um nýja stjórn- arskrá. Blökkumannasamtökin Afríska þjóðarráðið (ANC) og Þjóðarflokkur F.W. de Klerks forseta eru sammála um að mynda þurfi bráðabirgðastjórn allra kynþátta sem færi með völdin þar til efnt yrði til kosn- inga samkvæmt nýrri stjórnar- skrá. ANC vill að bráðabirgða- stjórnin verði aðeins við völd í fjóra mánuði en stjórnin og Ink- atha-freisisflokkur Zulu-manna vilja hins vegar ekki setja nein tímamörk. Indverskur ráðherra segir af sér Madhavsinh Solanki, utanrík- isráðherra Indlands, sagði af sér í gær vegna ásakana um að hann hefði reynt að hindra rann- sókn á Bofors-málinu svokall- aða. Er hann sagður hafa lagt að svissneskum yfirvöldum að fara sér hægt í að afhjúpa hverj- ir ættu leynilega bankareikn- inga þar í landi. Inn á þá hafi verið lagt mútufé sænska her- gagnafyrirtækisins Bofors en í staðinn hafi það fengið viðskipti við Indverja. Sér eftir Jómfrúreyjum UFFE Elle- mann-Jensen, utanríkisráð- herra Dan- merkur, segir það hafa verið misráðið þegar danska stjórn- in seldi Banda- ríkjunum Ellemann-Jensen Jómfrúreyjar sem nú heita, Karíbahafseyjarnar St. Thomas, St. Croix og St. Jan, fyrir 25 milljónir dollara. Segir Elle- mann-Jensen, að Bandaríkja- menn hafi aðeins viljað fá ey- jarnar í hernaðarlegum tilgangi og telur, að landar sfnir væru fúsir til að leggja það sama af mörkurn við íbúa Jómfrúreyja og við Grænlendinga og Færey- inga nú. Vamarmálaráðherra Þýskalands segir af sér: Segist ekki hafa vitað af vopnasend- ingunum óleyfilegu Bonn. Reutcr. GERHARD Stoltenberg sagði af sér embætti varnarmálaráðherra Þýskalands í gær vegna þess að ráðuneyti hans hafði sent fimmtán árásarskriðdreka til Tyrklands þrátt fyrir að þingið hefði bannað slík- ar sendingar. Við embættinu tekur Volker Riihe, sem var framkvæmda- stjóri Kristilega demókrataflokksins. Stoltenberg Riihc neitaði því á frétta- mannafundi í gær að hann bæri nokkra ábyrgð á sendingunni til Tyrklands. Hann segði af sér til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin og Kristilegi demó- krataflokkurinn biðu tjón af. Nefndi hann tvær mikilvægar kosn- ingar á sunnudag en þá verður kosið til þinga í Slésvík- Holtsetalandi og Baden-Wúrttem- berg. Auk Stolten- bergs sögðu af sér í gær tveir hátt- settir aðstoðarmenn hans í ráðuneyt- inu. Annar þeirra, Ottfried Hennig, verður einmitt í framboði í Slésvík- Holtsetalandi fyrir Kristilega demó- krata. Afsögn Stoltenbergs tengist deilu milli Þjóðverja og Tyrkja um meðferð Kúrda. Þýska stjórnin sakaði Tyrki um að nota vopn sem þeim voru seld gegn Kúrdum þótt skilyrði hefði ver- ið að þeim væri einungis beitt til varnar utanaðkomandi árásum á svæði Atlantshafsbandalagsins. Fjöl- miðlar komust á snoðir um að þýska varnarmálaráðuneytið hefði sent fimmtán Leopard-1 árásarskriðdreka til Tyrklands þótt þingið hefð( bann- ac^ slíkar sendingar árásarvopna. Stoltenberg var áður forsætisráð- herra Slésvíkur-Holtsetalands. Á ár- unum 1983-1989 var hann fjármála- ráðherra eða þangað til hann tók við Brasilía: Hreinsan- ir í rílds- stjórninni Rio de Janeiro. Frá Huldu Geirlaugsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. SKÝRT var frá því á mánudags- kvöld að forseti Brasilíu, Fern- ando Collor, hefði beðið alla ráð- herra ríkisstjórnar sinnar að segja af sér. Síðar kom í ljós að forset- inn hafði farið þess á leit við þrjá ráðherra þ. á m. Marcílio Marquez Moreira fjármálaráðherra, að sitja áfram. Undanfari og ástæða þessara „hópafsagna“ er sú allsheijar upp- lausn sem ríkt hefur í stjómkerfi Brasilíu á undanförnum mánuðum. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað og ráðherrar jafnt sem hátt- settir embættismenn hafa verið bendlaðir við mútumál og annars konar undirferli. Að sögn talsmanns ríkisstjórnar- innar vill forsetinn með afsögnum þessum bæta ímynd stjórnar sinnar. Umrót og spenna hefur einkennt stjórnmálalíf í Brasilíu frá því Fern- ando Collor var kjörinn forseti árið 1990 en það voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu í þijá ára- tugi. Enginn þeirra ráðherra sem tók þá sæti í ríkisstjórn hans er lengur við völd. Framganga Marcílio Marques Moreira í embætti fjármálaráðherra þykir hafa einkennst af festu og stöð- ugleika. Hann er fyrrum sendiherra Brasilíu í Washington og er, vegna reynslu sinnar, talinn hafa sérlega mikilvægu hlutvérki að gegna í samningaviðræðum við Alþjóðabank- ann um erlendar skuldir landsins. embætti varnarmálaráðherra. Þegar upp komst um vopnasöluna óleyfi- legu til Tyrklands á föstudag krafð- ist stjórnarandstaðan afsagnar hans.. Stoltenberg reyndi að iægja óánægjuöldurnar á mánudag með því að reka embættismann í varnarmála- ráðuneytinu. Talið er að þegar hann fann að hvorki Helmut Kohl kanslari né aðrir frammámenn í flokknum reyndu að veija hann þá hafi hann ákveðið að segja af sér. Eftirmaður Stoltenbergs, Volker Rúhe, er 49 ára gamall fyrrverandi enskukennari í Hamborg. Hann er sérfróður um utanríkis- og öryggis- mál og hefur um nokkurt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Kohls kanslara. í ágúst 1989 tók hann við framkvæmdastjórn Kristilega demó- krataflokksins af Heiner Geissler, kunnum þýskum stjórnmálamanni, sem hafði í vaxandi mæli andmælt stefnu Kohls. Reuter Brotlending á Spáni Þota af gerðinni DC-9 í eigu spænska flugfélagsins Aviaco brot- lenti á flugvellinum í Granaáa í suðurhluta Spánar í gær. Sjö manns slösuðust, þar af einn lífshættulega. Þykir mesta mildi að ekki skyldi hafa farið verr því afturhluti þotunnar rifnaði af henni, eins og sjá má á myndinni. Bjóddu fermingarbarninu framtíðareign Markmið NAD er að framleiða hágæða hljómtæki sem þjóna sínum tilgangi. Allar tónstillingar eru einfaldar í notkun og hafa hagnýtan tilgang. Engin áhersla er lögð á tilgangslitla stillitakka og Ijósabúnað sem hækka verð tækjanna, heldur gæði sem heyrasl. NAD hljómtækin hafa áunnið sér alhcimsviðurkenningu í öllum helstu fagtímaritum fyrir gæði og gott verö. í þessu tilboði eru eftirtalin tæki: NAD 7020 útvarpsmagnari 2x40 vött NAD 5420 margverðlaunaður geislaspijari IA/HARFEDALE Delta 30, 100 vatta enskir gæðahátalarar Verðið er aðeins kr 59.900 staðgreitt MIW þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685149, 813176

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.