Morgunblaðið - 01.04.1992, Side 25

Morgunblaðið - 01.04.1992, Side 25
Bátarnir Nancy Joanne og Laura stunda heimaslóðina og verða því bundnir við bryggju fram í maí. Það eru fáir sem eru í þeirri stöðu að vinna fisk um þessar mundir. Það er því ekki nema von að Gerald O’Brien í Bay Buls sé glaðhlakka- legur með saltfiskinn sinn. ' «n og algjör óvissa er með vinnu á annað þúsund manns í landi og á sjó. „Óvissan um framtíðina er algjör“ SJÁVARÚTVEGUR skiptir þjóðarbúskap Kanada ekki miklu máli. Hann skilar innan við 1% af útflutningstekjunum. Sjávarútvegur skiptir Ný- fundnaland hins vegar öllu máli. Þar eru sjómenn um 30.000, skip og bátar um 17.000 og fiskverkafólk er um 11.000 alls. íbúar Nýfundna- lands eru um 570.000 og er atvinnuleysi hvorki meira né ininna en 20%. Þar sem ástandið er verst, eins og í sjíivarútvegsbænum Catalina, er atvinnuleysi um 90%. Eina stóra vinnustaðnum, frystihúsi Pishery Products International, var lokað um miðjan febrúar, en þar unnu um 1.000 manns. Það er í fyrsta skipti í áratugi sem atvinnuleysisvofan leggst yfir bæjarbúa og íbúa nærliggjandi byggða. „Óvissan uin framtíð- ina er algjör,“ segir Claude Stagg, bæjarstjóri og fyrrum starfsmaður frystihússins. „Okkur er sagt að veiðar og vinnsla hefjist kannski í sum- ar eða haust, en útlitið er svart ." Fyrr á öldum var fiskigengdin við Nýfundnaland annáluð. I júlí 1776 sagði Cartwright skipstjóri svo frá: „Ég varð var við að mikið af þorski kom upp að ströndinni þar sem að- djúpt var. Ég lagðist fram á klöpp, tók í sporðinn á dauðri loðnu og dýfði henni í sjóinn og vonaðist til að þorskurinn tæki hana. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þegar í stað reif einn þorskurinn loðnuna úr hendi mér og um leið stökk annar upp úr sjónum og beit í fingur mér. Hefði ég dýft hendinni í sjóinn, er ég sann- færður um að ég hefði iðrazt heimsku minnar, því þetta eru afar gráðug og'stór kykvendi." Árið 1622 segir John Mason svo frá í stuttum frásögum frá Ný- fundnalandi, að í júní hafí loðnuna drifið að landi í gífurlegum torfum til að hrygna í fjörunni og þorsktorf- ur, sem fylgdu í kjölfarið, hafi verið svo þykkar að erfitt hafi verið að róa í gegnum þær. í öðrum heimildum frá 1911 er þess getið að um 50.000 manns, fjórðungur íbúa Nýfundna- lands, lifi beint af veiðum og saltfisk- vinnslu og þrír fjórðu hlutar þjóðar- innar lifi óbeint af sjávarútveginum. Um 15% af tekjum Nýfundnalands koma úr sjávarútveginum og er það hæsta hlutfallið innan ríkja Kanada. Sjávarútvegurinn er Nýfundnalend- ingum því vissulega mikilvægur, en þó er það athygiisvert, að af þeim sem atvinnulausir eru, eru aðeins um 20% úr sjávarútvéginum. Ríkið er rekið með um 100 milljarða fjárlaga- halla og kemur mismunurinn frá al- ríkisstjórninni í Ottawa. Hinn venju- legi gangur í útveginum framan af var sá, að veiðar voru eingöngu stundaðar á heimaslóðinni og á tíma- bilinu frá því í maí Og fram á haust. Þorskurinn fylgdi þá loðnunni er hún kom inn til hrygningar og voru gildr- ur helzti veiðiskapurinn. Yfir vetrar- mánuðina hafði fólkið ekki vinnu, en nýtti tímann meðal annars í ýms- an veiðiskap og skógarhögg. Lengst af voru útlendingar einráð- ir á dýpra vatni. Með útfærslu land- helginnar og yfirtöku fiskveiðistjórn- unar árið 1977 var svo talið að Kanadamenn gætu aukið afla sinn verulega og farið var út í uppbygg- ingu togaraflota og stórra frysti- húsa. Sú uppbygging var byggð á slökum grunni og virðist vandséð að hvort tveggja geti lifað af, smápláss- in og heimaslóðin og stóru frystihús- in og togaraflotinn. Afkastageta fiskiskipaflotans er að minnsta kosti meira en tvöfalt meiri en þörf er á, líklega fjórfalt meiri. Skipunum hef- ur lítið fjölgað frá árinu 1977, en þau hafa stækkað og veiðigetan eykst stöðugt. Árið 1988 voru fisk- vinnslustöðvar í Kanada 876 og starfsmenn í þeim 32.800. Á Ný- fundnalandi voru þá 240 vinnslu- stöðvar og starfsmenn 11.000. Heild- arafli var um 486.000 tonn að verð- mæti um 13 milljarðar króna. 90 togarar voru gerðir út og 1.800 sjó- menn skráðir á þá. Þá voru skráðir rúmlega 10.000 sjómenn í fullu starfi á heimaslóðinni og 13.000 í hluta- starfi. Tekjur sjómanna eru mjög mis- munandi,. en verð á þorski er mun lægra en hér. Á úthafsflotanum eru sjómenn á föstu kaupi og hlut að auki, nái aflaverðmæti ákveðnu marki. Sjómenn frá Nova Seotia eru að jafnaði tekjuhæstir með um 30.000 dollara í árslaun, 1,5 milljón- ir króna 1988, en á Nýfundnalandi fara tekjur sjómanna niður í 550.000 krónur á heimaslóðinni, enda ér veiðitími og afli takmarkaður. Sjó- menn njóta atvinnuleysisbóta úr sameiginlegum sjóði landsmanna og árið 1988 kom um 34% ráðstöfun- arfjár sjómanna á Nýfundnalandi úr þeim sjóði. Hlutfallið hefur farið heldur vaxandi. Hæstu tekjur af ein- stökum veiðiskap eru hjá sjómönnum á togurum og togbátum, 1,5 milljón- ir króna upp í 4,5 milljónir. Fiskverkafólk býr eins og sjómenn við takmarkað atvinnuöryggi, en nýtur atvinnuleysisbóta eins og þeir. Þeir sem byggja afkomu sína á fiski af heimaslóðinni hafa aðeins vinnu í nokkra mánuði á ári að jafnaði og eru með 600.000 til 700.000 krónur á ári. Þeir, sem vinna við fisk af togurunum hafa vinnu lengur, stund- um allt árið og tekjur í samræmi við það upp að einni milljón króna. Mörg og inikil tækifæri ónýtt Það er ljóst að mikið hefur farið úrskeiðis við nýtingu fiskimiðanna og vinnslu úr afurðunum. Stöðugt vex sá hluti ráðstöfunarfjár íbúa Nýfundnalands sem kemur úr sam- eiginlegum sjóðum þjóðarinnar. Fólkið gengur atvinnulaust mánuð- um saman, og bjáti eitthvað á hleyp- ur hið opinbera undir baggann. Slík- ur gangur rnála slævir vitund fólks- ins til sjálfsbjargar og drepur niður frumkvæði og dugnað. Togaraflotinn er slakur og ræður ekki við veiðar á djúpu vatni með góðu móti og frystihúsin eru rekin á magni. Gæði fiskins eru takmörkuð og hátt hlut- fall hans fer í blokk til frekari vinnslu í Bandaríkjunum og kanadíska fisk- vinnslan verður að sætta sig við lægra afurðaverð en íslendingar til dæmis. Ljóst er að hægt er að bæta stöðuna verulega með aukinni sókn þeirra sjálfra í tegundir eins og grá- lúðu, karfa, langhala, rækju og fleiri tegundir. Þá er aukin fullvinnsla í fiskvinnslunni nauðsynlegtil að bæta rekstrargrundvöil hennar og skapa aukna atvinnu. Þar er hægur vandi að jafna aðstreymi hráefnis með tví- frystingu og geymslu fisksins í sjó í gildrum og kvíum. Það eru'mörg og mikil tækifæri ónýtt á Nýfundna- landi. Grein og myndir: Hjörtur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.