Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra á Alþingi í skýrslu um utanríkismál: þetta takmarkað harmsefni. Ekki
Grundvallarþættir í íslenskri ut-
anríkisstefnu í verulegri óvissu
Steingrímur Hermannsson segir íslendinga ekkert hafa að sækja til EB
UTANRIKISRAÐHERRA flutti í
gær skýrslu sína um utanríkis-
mál á Alþingi. I kjölfarið spunn-
ust umræður sem stóðu enn seint
í gærkvöldi.
Jón Baídvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra rakti í ræðu sinni
þær miklu breytingar sem orðið
hefðu í alþjóðamálum frá því að
viðræður EFTA-þjóðanna og EB
um evrópskt efnahagssvæði hófust
fyrir þremur árum og hvaða áhrif
htun Sovétríkjanna hefðu á sam-
skipti austurs og vesturs. Ráðherr-
ann sagði vaxandi líkur á að Banda-
ríkin muni fjarlægjast Evrópu og
hugsanlegt væri að hlutverki þeirra
í Evrópu ljúki á næstu árum.
„Við verðum að hafa það að
mpginmarkmiði að byggja brýr til
Evrópu án þess þó að það verði til
þess að veikja samstarf okkar við
Bandaríkin. Við verðum að forðast
í lengstu lög að lenda í þeirri stöðu
að því er varðar öryggismál okkar
að þurfa að velja í einhveijum skiln-
ingi á milli Evrópu og Bandaríkj-
anna,“ sagði hann.
Fram kom í ræðu hans að í kjöl-
far Maastricht-samkomulagsins
væri sú þróun líkleg að Vestur-Evr-
ópubandalagið yrði hugsanlega
sjálfstætt varnarbandalag og að
eðli Atlantshafssamstarfsins myndi
breytast.
Jón Baldvin sagði að hagsmuna-
‘ gæsla íslands á mörkuðum í Evrópu
væru í verulegri óvissu. „Sú sýn
að innan skamms verði allar EFTA-
þjóðirnar, fyrir utan ísland og
Lichtenstein, orðnar umsækjendur
að Evrópðubandalaginu, þýðir ein-
faldlega að fríverslunarsamtökin
EFTA, sem hafa verið ramminn
utan um viðskiptasamtstarf okkar
við Evrópu, verði ekki til í óbreyttri
mynd innan fárra ára. Grunvallar-
þættir íslenskrar utanríkis-, örygg-
is- og viðskiptastefnu, eins og við
höfum rekið hana á undanförnum
áratugum, eru verulegri óvissu und-
irorpnir,“ sagði utanríkisráðherra.
Jón Baldvin sagði að samningur-
inn um evrópskt efnahagssvæði
væri forgangsverkefni ríkisstjórn-
arinnar en sagðist þó bera mikinn
ugg í bijósti um að hann verði aldr-
ei að veruleika. Utanríkisráðherra
hafnaði þeirri gagnrýni stjórnar-
andstöðunnar að í skýrslu sinni
fælist breyting á utanríkisstefnu
íslands. Sagðist hann ítreka að
stefna ríkisstjórnarinnar væri
óbreytt.
Ráðherra sagði eðlilegt að rætt
væri um spurningar eins og þær
hvort EES hefði glatað tilgangi sín-
um í ljósi breyttra aðstæðna. „Er
evrópska efnahagssvæðið aðeins
áfangastaður fyrir flest EFTA-ríkin
áður en þau leita inngöngu í Evr-
ópubandalagið og er það haldbært-
þegar við lítum til framtíðar að
Evrópskt, efnahagss'væði fái staðist
sem tveggja stoða bygging, sem
hvílir annars vegar á stoð útvíkkaðs
Evrópubandalags, með 17 aðildar-
ríkjum og 370 milljónum íbúa, og
hins vegar á brúarstólpa sem sam-
anstendur af íslandi og Lichtensten,
með innan við 300 þúsund íbúa?
Þetta eru spurningar sem eru á
dagskrá og við þurfum að svara,“
sagði Jón Baldvin.
„Gangi Evrópska efnahagssvæð-
ið ekki upp samningslega, verðum
við að láta reyna á það hvaða kost-
ir aðrir standa okkur til boða,“ sagði
hann. „Við þurfum núna alveg eins
og aðrar þjóðir sem standa frammi
fyrir svipuðum kostum, að hefja
umræðu um það og ég tel það nán-
ast skylduverk íslenska stjórnkerf-
isins að láta fara fram ítarlega
skoðun á nokkrum þáttum þessa
máls sem hingað til hafa ekki feng-
ið nógu vandlega skoðun,“ sagði
Jón Baldvin.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, flytur Alþingi skýrslu sína í gær.
Morgunblaðið/Þorkell
Undir lok ræðu sinna sagði ráð-
herra m.a.: „íslendingar geta áfram
byggt öryggi landsins á aðildinni
að Atlantshafsbandalaginu og
styrkt það frekar með aukaaðild
að Vesturevrópusambandinu.
Aukaaðild að sambandinu vægi upp
á móti breyttum starfsháttum Atl-
antshafsbandalagsins í kjölfar auk-
innar samvinnu Evrópubandalags-
ríkja á sviði öryggis- og varnar-
mála,“ sagði hann.
Þá sagði utanríkisráðherra að
það ætti að vera full samtaða allra
flokka á Alþingi um nauðsyn þess
að kanna hvaða kostir og gallar
fælust í aðild að EB. „Enginn tekur
ákvörðun að óathuguðu máli,“ sagði
Jón Baldvin.
Hjörleifur Guttormsson(Abl-A)
kvaddi sér hljóðs til að veita and-
svar við ræðu utanríkisráðherra og
sagði að ráðherra hefði kveðið upp
dauðadóm yfir samningnum um
EES og varpað rekunum á hann.
Hjörleifur sagði að ef velja ætti á
milli tveggja slæmra kosta væri
EES-samningurinn illskárri en aðild
að Evrópubandalaginu. Hélt hann
því fram að í orðum utanríkisráð-
herra fælist að hann vildi hefja
undirbúning að inngöngu í Evrópu-
bandalagið.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
sagði sig ekki undra að utanríkis-
ráðherra boðaði nú stefnubreyt-
ingu; stefndi inn í EB. Líklega hefði
það frá upphafi verið áform ráð-
herrans að koma okkur inn í banda-
lagið. Þrátt fyrir að það hefði verið
samstaða, t.d. í Evrópustefnunefnd
1990, um að aðild væri ekki á dag-
skrá. Nú væri það ljóst að a.m.k.
hluti ríkisstjórnarinnar vildi setja
þetta mál'á dagskrá. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
benti á að hann hefði varið drjúgum
ræðutíma til að ræða þær breyting-
ar sem orðið hefðu undanfarin ár
eða allar götur síðan 1989. Því
hefði aldrei verið haldið fram með
einhvetjum nauðhyggjurökum að
EES væri ekki af sjálfu sér nóg;
að það væri nauðsynlega áfanga-
staður á leið í EB. Hins vegar hefði
hann bent á að ef að EES yrði
ekki raunveruleiki þá myndi þrýst-
ingur m.a. frá forráðamönnum at-
vinnulífsins aukast á að við sæktum
um aðild. Það væri eðli þessa máls
samkvæmt rökrétt fyrir hörðustu
mótstöðumenn EB-aðildar, í hverra
flokki Kristín Einarsdóttir væri, að
styðja EES með ráðum og dáð.
Steingrímur Hermannsson
(F-Rn) fyrrum forsætisráðherra
vakti á því athygli að utanríkisráð-
herrann hefði varið miklu máli til
að ræða hugsanlega aðild að EB.
Steingrími sýndist að Jón Baldvin
Hannibalsson hefði „dáleitt sjálfan
sig inn í EB“. Það var auðheyrt að
Steingrími hryllti við þeirri um-
gjörð. „EB-flíkin passar okkur alls
ekki“ og okkar aðstæður væru allt
aðrar en þeirra þjóða sem nú sækt-
ust eftir aðild. Ræðumaður taldi
okkur hafa ekkert að sæka í EB,
nema hugsanlega einhveijar styrkt-
arölmusur sem hann hafði vanþókn-
un á. Hins vegar væri sjálfstæði
voru, fullveldi, rétti til auðlinda láðs
og lagar háski búinn í þessu banda-
lagi.
Steingrímur sagðist vel geta
sætt sig við að hafa ekki meiri
metnað en svo að vilja EES sem
lausn okkar viðskiptamála — svo
frehii sem öllum fyrirvörum sem
gerðir hefðu verið í hans ríkisstjórn
væri til skila haldið. Hann rakti í
nokkru mál þessa fyrirvara og
mátti ráða að honum þætti vorir
hagsmunir næsta ótryggir og svo-
nefnar „girðingar“ hrörlegar og lítt
MMÍMSI
fjárheldar. Spurði talsmaður fram-
sóknarmanna utanríkisráðherrann
margs um EES-samningana og
málefni þeim tengd. Steingrímur
taldi sig ekki geta tekið afstöðu til
þessara samninga fyrr en fjöldi atr-
iða væri skýrari. Ræðumaður ásak-
aði utanríkisráðherra fyrir að hafa
spillt stórlega þeirri samstöðu og
og samhug sem þó hefði verið um
EES. Með því sem honum væri
næst að kalla óafsakanlegu frum-
hlaupi.
EÉS ei meir
Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) og
Kristín Einarsdóttir komu í ræðu-
stól til að veita andsvör. Kristín
ítrekaði þá skoðun sína að enginn
stoppaði við EES, á þeirri biðstöð
þyrfti ekki lengi að bíða eftir vagn-
inum til Brussel. Guðrún Helgdóttir
sagði álver og EES hafa verið til-
greind sem helstu ástæður þess að
Alþýðuflokkurinn hefði hafnað
þjóðarvilja sem fram hefði komið í
síðustu kosningum; hafnað því að
framlengja lífdaga fyrri ríkisstjórn-
ar, en þess í stað kosið Sjálfstæðis-
flokkinn til fylgilags. Nú væri álver
fyrir bý og trúlega yrðu lífdagar
ríkisstjórnarinnar allir áður en EES
yrði að raunveruleika. Guðrúnu var
virtist hún óttast þann möguleika
að ef EES yrði ei, myndi það leiða
oss í EB. Guðt'ún taldi suma Islend-
inga hafa of háar hugmyndir um
eigið mikilvægi. Guðrún vitnaði til
orða sem formaður allsheijarnefnd-
ar Evrópuþingsins mun hafa látið
falla á fundi með EFTA-nefndum
um miðjan þennan mánuð. Sá mað-
ur hefði greint frá erfiðleikum
bandalagsins í því að taka við nýjum
þjóðum og sagt að þátttaka íslands
í bandalaginu kæmi ekki til greina
og bætt því við að vafasamt væri
um_ Norðmenn.
Olafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rv) vildi að Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra svaraði því fyrr en seinna
hvort Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra talaði fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar í sinni skýrslu
eður ei. Ólafur Ragnar sagði það
veik rök hjá utanríkisráðherra að
vitna til nokkurra setninga, úr sam-
hengi, í ræðu sem Davíð Oddsson
hefði haldið á Varðbergsfundi.
Samkvæmt sinni heimild, Morgun-
blaðinu, hefði forsætisráðherrann
sagt hugsanlega EB-aðild hafa já-
kvæðar hliðar sem gætu auðveldað
hagsmunagæslu á meginlandinu en
ráðherrann hefði einnig sagt að
hins vegar mætti ekki flana að
neinu sem fæli í sér meiri áhættu
fyrir íslendinga. Sú óvissa lyti að
yfirráðum yfir fiskistbfnum og yfir-
ráðum yfir veiðum og vinnslu. Að
þessum ástæðum væri aðild að EB
ekk) á dagskrá þessarar ríkisstjórn-
ar. Ólafur vonaði að þessi orð stæðu
enn.
Ólafur Ragnar Grímsson vitnaði
til fleiri ummæla forsætisráðherra,
máli sínu til stuðnings. Davíð Odds-
son hefði margítrekað lýst því yfir
að það væri ekki á dagskrá sinnar
ríkisstjórnar hvorki í bráð né lengd
að fjalla um aðild að EB. Nú boð-
aði utanríkisráðherrann að það
væi'i brýn nauðsyn að allt stjórn-
sýslukerfið fjallaði um þetta mál.
Ræðumaður sagði aðild að EB
snúast um grundvallaratriði. Ut-
anríkisráðherra yrði tíðrætt um
tæknileg og peningaleg vandamál
í sinni skýrslu, en EB væri ekki
tæknilegt eða peningalegt fyrir-
bæri. Það væri tilraun til að búa
til nýtt sambandsríki. Þetta væri
spurning um afsal á fullveldi, sjálf-
stæði og jafnvel lýðræði því lýðræði
væri mjög áfátt í bandalaginu.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
utanríkisráðherra vera kominn
70-80% að því marki að leggja til
að við sæktum um aðild að EB og
segði eða léti að því liggja að EES
væri lausn fyrir ríki með takmark-
aðan metnað.
Þingfundi var frestað kl. 18.00
en skyldi framhaldið kl. 20.30.
Varð Ólafur Ragnar Grímsson að
gera hlé á sinni ræðu.
Frumvarp sjö framsóknarmanna til lyfjalaga:
Lyfjakaupanefnd leiti til-
boða á alþjóðlegum markaði
HÁR lyfjakostnaður hefur verið áhyggjuefni stjórnvalda mörg undan-
, farin ár, segja sjö þingmenn Framsóknarflokksins. Þcir hafa lagt fram
frumvarp til lyfjalaga. Þeir vilja m.a. skipa lyfjakaupanefnd til að leita
tilboða á alþjóðlegum markaði til að ná sem hagstæðustum skilmáluin
og verði.
Flutningsmenn, Finnur Ingólfsson
(F- Rv), Guðmundur Bjarnasson
(F-Ne), Steingrímur Hermannsson
(F-Rn), Jón Kristjánsson (F-Al), Páll
Pétursson (F- Nv), Jóhannes Geir
Sigurgeirsson (F-Ne) og Ingibjörg
Pálmadóttir (F-Vl), segja í greinar-
gerð með frumvarpinu að stefnt sé
að grundvallarbreytingum á stjórnun
og skipulagi lyfjamála. M.a. verði
Lyfjaverðlagsnefnd, Lyfsölusjóður
og Lyfjaeftirlit ríkisins lögð niður.
Til þess að gera framkvæmd lyfja-
mála markvissari er í frumvarpinu
gert ráð fyrir að sett verði á fót
embætti lyfjamálastjóra sem verði
heilbrigðisráðherra til ráðuneytis og
aðstoðar.
Meint einokunaraðstaða lyfsala
skal afnumin og komið á samkeppni
í heildsölu og smásölu lyfja. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að stofnað verði
hlutafélag sem hafi með höndum
smásöludreifingu lyfja. Það skal að
jafnaði bjóða út lyfjadreifingu og
semja við þá aðila sem lægst bjóða,
að teknu tilliti til þjónustunnar. Ráð-
herra skal með reglugerð kveða á
um öryggiskröfur, aðstöðu, starfslið
og starfshætti á útsölustöðum lyfja.
Fyrsti flutningsmaður, Finnur
Ingólfsson, segir að ráð sé fyrir því
gert að prósentuálagning á lyf verði
afnumih þannig að lyfsalar geti ekki
lengur hagnast um tugi * ef ekki
hundruðir þúsunda króna fyrir það
eití að rétta dýr lyf yfir afgreiðslu-
borðið í apótekum. Einnig myndi
frumvarpið, ef samþykkt yrði og að
dómi flutningsmanna, bæta dreif-
ingu lyfja með mögulegri fjölgun
lyfsölustaða. Þeir sem þyrftu að
sækja um langan veg til að fá af-
greidd lyf eftir lyfseðli gætu þá,
fengið lyfin afgreidd á svo til sama
stað og lyfseðillinn væri gefinn út á.
Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir
að skipuð verði lyfjakaupanefnd og
í henni sitji fulltrúar Alþýðusam-
bands íslands, ASÍ, Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, Trygg-
ingastofnunar ríkisins og heilbrigðis-
yfirvalda. Nefndin starfi í tengslum
við lyfjamálastjóra. Finnur Ingólfs-
son sagði að nefndin ætti að á að
hafa með höndum að semja um verð
lyfja. Nefndin skyldi leita tilboða á
alþjóðlegum markaði þar sem verð
og skilmálar væru hagstæðastir að
öryggiskröfum uppfylltum.
Finnur Ingólfsson sagði það
reynslu norskra og sænskra heil-
brigðisyfirvalda að með þessu fyrir-
komulagi mætti lækka lyfjaverð um
7-10% Hann var þeirrar skoðunar
að með samþykkt þessa frumvarps
ætti að nást sambærilegur árangur
hér á landi. Það þýddi, varlega áætl-
að, að hægt væri að draga úr kostn-
aði íslenska ríkisins vegna lyfjakaupa
um 200-300 milljónir króna.