Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 32

Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992 Greinargerð ASÍ vegna slita á viðræðum um nýja kjarasamninga: 25-30% af landverkafólki í ASI hefði fengið launabætur HÉR FER á eftir efni fréttabréfs Alþýðusambands íslands þar sem gerð er grein fyrir slitum viðræðna um nýja kjarasamninga og mat á því hverju hægt hefði verið að ná fram í samningunum gagnvart vinnuveitendum og ríkisstjórn. Viðræðuslit T Samningar ASÍ-félaganna runnu út í september á liðnu hausti og hafa því verið lausir í meira en sex mánuði. Samningaviðræður félaga og sambanda í haust og vetur skil- uðu afar litlum árangri og nú er slitnað upp úr viðræðum ASÍ og atvinnurekenda sem staðið hafa í tæpa tvo mánuði. Við viðræðuslitin er ljóst að verkalýðssamtökin hafa góðan mál- stað. Samstaðan hefur_ verið traust ekki aðeins innan ASÍ heldur einnig milli ASÍ og félaga okkar í BSRB og Kennarasambandi íslands. Það , hefur aldrei fyrr verið jafn náið samstarf á milli samtakanna. Kröfur samtakanna um kaup- mátt júnímánaðar á síðasta ári og sérstakar greiðslur til lágtekjufólks sýna samningsvilja. Viðræður við ríkisstjórn Barátta samtakanna í vörn fyrir íslenska velferðarkei-fíð endur- speglar almenna afstöðu lands- manna. Atlaga ríkisstjórnarinnar að lífs- kjörum almennings ógnar þeirri samheldni sem hefur verið einkenni okkar þjóðfélags. Við viljum þjóðfé- tag samábyrgðar þar sem sjúkling- ar, aldraðir og börn eiga vísan stuðning. Viðræður samtakanna við stjórn- völd hafa ekki staðið um nýja land- vinninga í velferðarkerfinu. Það hefur verið tekist á um niðurskurð- arstefnu ríkisstjórnarinnar. Það hefur verið tekist á um rétt fólks við gjaldþrot fyrirtækja. Það hefur verið tekist á um áform ríkisstjórnarinnar um skerðingu at- vinnuleysisbóta og greiðsluna í fæð- ingarorlofi. Það hefur verið tekist á um gjald- töku og niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu. Fyrir viðræðuslitin hafði ríkis- stjórnin gengið til móts við ákveðin mikilvæg atriði í okkar kröfum þó verulega vantaði á að svör hennar væru ásættanleg. Staða verkalýðs- hreyfingarinnar er óhjákvæmilega erfið þegar umræðan snýst um það að fá ríkisstjórnina til að hætta við eða draga til baka ákvarðanir um félagslegar skerðingar. En vömin er ekki síður mikilvæg en sóknin. Viðræður við atvinnurekendur Atvinnurekendur hafa ekki gefið nein launahækkunartilboð í samn- ingalotunni. Þeirra eina tilboð er boðið um fast gengi. Vissulega er fast gengi mikilvægt. Kauphækkun sem strax er étin upp í gengisfell- ingum og verðbólgu kemur að engu gagni. Atvinnurekendum á hins vegar að vera Ijóst að engir samn- ingar takast án kauphækkana. Vilji þeir halda friðinn verða þeir að koma til móts við kröfur samtak- anna. Þegar til viðræðuslitanna kom höfðum við lagt okkur öll fram um að finna lausn. í formlegum og óformlegum viðræðum reyndum við að draga fram hvort engin smuga fyndist, hvort atvinnurekendur væru í raun í engu tilbúnir til þess að koma til móts við okkar kröfur. Að þeim viðræðum loknum dró for- seti ASÍ fram hvað hann teldi að atvinnurekendur mundu lengst ganga í launahækkunum. Hann lagði þetta mat sitt fyrir hina stóru samninganefnd ASÍ og félag okkar í BSRB og Kennarasambandinu. Vitað var að ágreiningur var um þetta efni í hópi atvinnurekenda. Því fór ijarri að allir einstakling- ar og hópar hefðu sama stöðumat. Það kom fljótt í ljós að ekki yrði samstaða um viðræður á þeim grunni. Viðræður gátu því ekki haldið áfram. í erfiðu árferði og ótraustu at- vinnuástandi verða ákverðanir um átök á vinnumarkaði ekki teknar umhugsunarlaust. Nú þegar viðræður hafa slitnað hlýtur fyrsta skrefið að vera að fara yfir málin í félögunum, vega þau og meta af raunsæi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið vel saman í viðræðunum að undan- förnu. Þeirri samstöðu verður að halda. Mat forseta ASÍ á hvað atvinnurekendur mundu lengst ganga Áður en viðræðuslit urðu lagði forseti ASI fyrir samninganefndina mat sitt á því hvað atvinnurekendur mundu Iengst vilja ganga. Það mat fengust atvinnurekendur ekki til að staðfesta með tilboði og það fréttist af ágreiningi í þeirra hópi. Þar sem þetta mat forseta ASÍ var kynnt fyrir stórum hópi og hefur borist til fjölmiðla teljum við rétt að gera grein fyrir málinu hér í fréttabréfi ASÍ. Áréttað er að hér er eingöngu um mat að ræða og ekkert liggur fyrir um að atvinnurekendur séu tilbúnir til samninga á þessum for- sendum. Launabætur Launabæturnar í júní og desem- ber eru reiknaðar á sama hátt og í síðasta samningi, þ.e. stiglækk- andi upp að 80 þ. kr. viðmiðunar- mörkum. Launabæturnar kæmu út á eftirfarandi hátt: Meðaltekjur þess landverkafólks innan raða ASI sem er með tekjur undir 80 þ. kr. á mánuði eru u.þ.b. 66 þ. kr. Samkvæmt því yrði launa- bótin að meðaltali um 7.000 kr. í hvort sinn, samtals 14.000 kr. á samningstímabilinu. Miðað við upp- lýsingar Kj ararannsóknarnefndar má gera ráð fyrir því að um 25-30% af landverkafólki innan raða ASÍ fengju einhverja launauppbót. Fyrir þennan hóp má meta launauppbót- ina sem ígildi 9,8% launahækkunar í hvort sinn miðað við 12 mánaða tímabil og samtals 1,6% á samn- ingstímanum. Launabreytingar Þessar launabætur, ásamt hækk- un desemberuppbótar um 2.000 kr., myndu valda því að launahækk- anir yrðu mjög mismunandi eftir tekjuhópum. Til þess að fá skýrari mynd af áhrifum slíkra launabóta má stilla eftirfarandi yfirliti upp til glöggvunar, þar sem dæmið er mið- að við launafólk með 50.000-80.000 kr. mánaðarlaun ásamt meðaltali fyrir ASÍ. Dæmi: 50.000 kr. að meðaltali: (80.000-50.000)/2 = 15.000 kr. tvisvar á samningstímanum. 55.000 kr. að meðaltali: (80.000-55.000)/2 = 12.500 kr. tvisvar á samningstímanum. 60.000 kr. að meðaltali: (80.000-60.000)/2 = 10.000 kr. tvisvar á samningstímanum. 65.000 kr. að meðaltali: (80.000-65.000)/2 = 7.500 kr. tvisvar á samningstímanum. 70.000 kr. að meðaltali: (80.000-70.000)/2 = 5.000 kr. tvisvar á samningstímanum. 75.000 kr. að meðaltali: (80.000-75.000)/2 = 2.500 kr. tvisvar á samningstímanUm. 1. apríl. l.júní: 1. júní-15. ágúst: 1. september: 1. desember: 1. desember: 1. apríl 1993: L júní 1993: 1,0% grunnkaupshækkun 1,00% Launabót; helming af því sem vantar á 80 0,20% þ. kr. Metið á 0,2% fyrir heild, en 0,8% fyrir þá sem eru undir viðmiðunarmörkum. Orlofsuppbót hækki úr 7.500 kr. í 8.000 kr. 0,03% 0,5% grunnkaupshækkun 0,50% Launabót; helming af því sem vantar á 80 0,20% þ. kr. Metið á 0,2% fyrir heild, en 0,8% fyrir þá sem eru undir viðmiðunarmörkum. Desemberuppbót hækki úr 10.000 kr. í 0,10% 12.000 kr., metið á 0,1%. 1,25% grunnkaupshækkun, þó á valdi hvers 1,25% félags að taka ákvörðun um framhald í ljósi samningsstöðu um sérmál á þeim tíma. Launabót; helming af því sem vantar á 80 0,20% þ. kr. Metið á 0,2% fyrir heild, en 0,8% fyrir þá sem eru undir viðmiðunarmörkum. Dystophia Tilraunadauðarokk FYRSTA tilraunakvöld Músíktilrauna Tónabæjar var haldið sl. fimmtudagskvöld. Þá kepptu átta bílskúrs- sveitir um tvö sæti í úrslitum, sem haldin verða 10. apríl næstkomandi. Mikið var af dauðarokki, enda sú tónlistarstefna vinsæl meðal unglinga. Fyrsta sveit á svið var hafnfirska sveitin Not Correct. Sveitarmenn segj- ast leika hipparokk og víst var vísað aftur í tímann. Það dugði þó ekki til, því sveitar- menn virtust áhugalausir og ekki með allan hugann við tilraunirnar. Fyrsta lag sveitarinnar var og klúður, en í öðru lagi sýndi sveitin hvað í henni bjó, en því lyfti píanókafli. Næsta sveit, Blimp, vísaði og aftur og sveitarmenn stóð föstum fótum í rokkkeyrslu fyrri ára. Lagasmíðar voru þó full fumkenndar og söngv- ari sveitarinnar á eftir að ná betri tökum á röddinni. Besta lag Blimp var „Nir- vana“-lagið, þriðja lag sveitarinnar, sem lofar góðu um framtíðina. Gítarleikar- inn er efnilegur. Þá var komið að annarri Hafnar- fjarðarsveit, Auschwitz, sem var prýðileg, en hersl- umuninn vantaði; kannski vegna söngvara sveitarinn- ar, sem féll ekki nógu vel inní, þó hann virtist öruggur á sviði. Það spillti og fyrir sveitinni að í fyrsta lagi vantaði annan gítarinn. ís- lenskir textar sveitarinnar voru áberandi bestir þetta kvöldið. Fyrsta dauðarokk- sveitin, en ekki sú síðasta, var Dystophia; þétt sveit og efnileg, en einnig þar féll söngyarinn (rymjarinn?) ekki vel inní, þó prýðilegur væri. Síðasta lag sveitarinn- ar þarfnast og mun meiri vinnu, en önnur lög voru þokkaleg, sérstaklega það þriðja. Eftir stutt hlé kom Cra- nium á svið og fluti geysi- þétt dauðarokk með mikilli keyrslu. Enn hijáðu gítar- Not Correct vandamál, því gítarleikarar sveitarinnar virðast hafa gleymt að hækka í mögn- urunum og því var fyrsti kafli fyrsta lagsins bara bassi og trommur. Trymbill sveitarinnar var áberandi frískur og ákveðinn og bas- saleikarinn líflegur og dríf- andi. Lagasmíðar minntu á köflum frekar á trashrokk en dauðarokk, sem gaf skemmtilega blöndu. Sveit sem kom ánægjulega á óvart. Dauðarokksveitin Inflammatory var næst á svið, yngsta sveitin í Mús- íktilraunum að þessu sinni, en vel undirbúin, sem skil- aði sér. In Memoriam var eina sveitin í seinni hálfleik sem ekki lék dauðarokk, en þess þyngra trashrokk. Ekki náði In Memoriam að leika nema þrjú lög, því í byrjum fjórða lags sleit gít- arleikarinn streng og varð frá að hverfa við svo búið. Lokasveit var svo þyngsta dauðarokksveit kvöldsins, Condemned. Líklega fór þar og ein þéttasta sveit kvölds- ins, en lögin voru fullöng og ekki nógu persónuleg, þrátt fyrir góða tilburði söngvara sveitarinnar. Ogetið er textagérðar sem fram komu þetta kvöld. Víst er erfitt að greina hvað dauðarokksöngvari rymur, en þó ljóst að textar hafa sjaldan verið meiri hráka- smíð í Músíktilraunum og megnið á ensku. Urslit þessa fyrsta til- raunakvölds, Sem fór vel fram að öllu leyti, voru þau að Inflammatory sigraði nokkuð örugglega og In Memorian varð í öðru sæti. Þessar sveitir tvær taka því Cranium Lijósmynd/Björg Svei.radóttir Condemned þátt í lokahrinu Músíktil- rauna 10. apríl næstkom- andi, en hinar sveitirnar geta farið að undirbúa sig fyrir næstu tílraunir. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.