Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992
33
Launabreytingar mismunandi tekjuhópa:
Meðaltal
50.000 55.000 60.000 65.000 80.000 ASÍ alls
1. janúar 1992 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
1. apríl 1992 101,0 101,0 101,0 101,0 100,1 101,0
1. október 1992 104,1 103,5 103,0 102,5 101,5 101,7
1. febrúar 1993 107,0 105,7 104,6 103,7 101,7 102,1
Meðalt. á samningst.: 104,4 103,7 103,1 102,5 101,4 101,6
Kaupmáttarþróun
Eins og fram kemur hér á eftir
er í þessu mati gert ráð fyrir því
að ríkisstjórnin lýsi því yfir að gengi
verði óbreytt á samningstímanum
og að vextir á ríkisskuldabréfum
verði lækkaðir í stórum skrefum.
Ennfremur eru í gangi viðræður við
bændur um þróun búvöruverðs á
næstu mánuðum. Þetta þrennt
ásamt minnkandi verðbólgu í ná-
grannalöndunum geti falið það í sér
að verðbólgan yrði innan við 2% frá
upphafi til loka þessa árs. Ef það
gengi eftir yrði kaupmáttarþróun
þessara sömu tekjuhópa eftirfar-
andi.
máli er hægt að draga saman niður-
stöður í eftirfarandi þætti.
1. Stöðugt gengi og lækkaðir
vextir. Ríkisstjórnin er reiðubúin til
að beita sér fyrir stöðugu gengi á
samningstímanum og jafnframt
beita sér fyrir því að vextir lækki
verulegá.
2. Lög um ríkisábyrgð við gjald-
þrot. Þann 1. mars sl. tóku gildi
ný lög um ábyrgðarsjóð launa við
gjaldþrot. Samkvæmt þeim var rétt-
ur launafólks til ríkisábyrgðar á
launum afnuminn, en þess í stað
settur á fót sérstakur sjóður með
framlagi atvinnurekenda, sem
standa á undir launagreiðslum við
Kaupmáttarþróun mismunandi tekjuhópa:
Meðaltal
50.000 55.000 60.000 65.000 80.000 ASÍ alls
1. janúar 1992 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
1. mars 1992 (st. í dag) 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8
1. apríl 1992 100,9 100,9 100,9 100,9 100,9 100,9
1. október 1992 102,7 102,1 101,6 101,1 100,1 100,3
1. febrúar 1993 105,0 103,7 102,7 101,8 99,8 100,1
Meðalt. á samningst.: 103,2 102,4 101,8 101,3 100,2 100,4
Samkvæmt þessu yfirliti myndi
kaujtmátturinn að meðaltali innan
ASI haldast svo til óbreyttur á
samningstímabilinu, reyndar 0,4%
í plús. Kaupmáttur þeirra sem em
með tekjur undir 80 þ. kr. að meðal-
tali myndi aukast um 1,8%, sem
þýddi að þeir næðu þeirri kaupmátt-
arstöðu sem var í ágúst 1991, þ.e.
rúmlega þeirri stöðu sem var þegar
þjóðarsáttarsamningurinn rann út.
Þeir sem eru með allra lægstu tekj-
urnar (þ.e. undir 60 þ. kr.) myndu
hins vegar ná þeirri kaupmáttar-
stöðu sem var í júní 1991, en þá
stóð kaupmátturinn einna hæst á
þjóðarsáttartímabilinu.
Framlenging í mars 1993
í mati sínu varpaði forseti fram
þeirri hugmynd hvort stefna bæri
að því að félögin hefðu opin fram-
lengingarmöguleika til haustsins
1993. Þannig gætu einstök felög
ráðið því hvort samningar yrðu
lausir í mars eða framlengt þá til
haustsins með 1,25% grunnkaups-
hækkun og launabót í júní 1993.
Hvað vilja stórnvöld leggja
af mörkum?
I samningaviðræðunum hefur
dijúgur tími farið í að ræða við
stjórnvöld um það með hvaða hætti
hið opinbera getur greitt fyrir gerð
kjarasamninga. Þær viðræður hafa
bæði verið um atriði sem snerta
launafólk á almennum vinnumark-
aði fyrst og fremst og atriði sem
eru sameiginleg mál ASÍ, BSRB
og KÍ. Þær yfirlýsingar sem stjórn-
völd hafa gefið eru allar háðar því
að kjarasamningar takist. í stuttu
gjaldþrot. Skv. lögunum nær
ábyrgð sjóðsins t.d. ekki til iðgjalda-
greiðslna lífeyrissjóðanna, engin
ákvæði eru um vexti af kröfum eða
um kostnað vegna innheimtu. Afar
brýnt er að þessi lög verði afnumin
og ný lög með skýrum réttinda-
ákvæðum sett í þeirra stað. í yfir-
lýsingu sem forsætisráðherra gaf
20. mars sl. sagði að hann myndi
beita sér fyrir því að réttur launa-
fólks til launa og lífeyrisréttar við
gjaldþrot verði færður til samræmis
við þær hugmyndir sem aðilar
vinnumarkaðarins hafa kynnt.
3. Óskertur réttur til atvinnu-
leysisbóta. Samkvæmt þeim áform-
um sem stjórnvöld höfðu átti að
breyta lögum um atvinnuleysisbæt-
ur og skerða greiðslur til sjóðsins.
Forsætisráðherra lýsti því yfir þann
20. mars sl. að réttur til atvinnu-
leysisbóta yrði ekki skertur á samn-
ingstímanum.
4. Óskertur réttur til fæðingar-
orlofs. Áform voru uppi um breyt-
ingar á fæðingarorlofslögum, sem
miðuðu m.a. að því að draga úr
kostnaði hins opinbera. í yfirlýsingu
forsætisráðherra frá 20. mars sl.
kemur fram að engar skerðingar
verða gerðar á rétti til fæðingaror-
lofs á samningstímanum.
Auk þess sem fram kom í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar 20. mars
lýsti fulltrúi hennar því yfir á fundi
með aðilum, að tækjust samningar
væri hún reiðubúin til eftirfarandi
aðgerða:
5. Óbreyttir vextir í félagslega
íbúðakerfinu. Stjórnvöld muni ekki
hækka vexti í félagslega íbúðakerf-
inu á samningstímabilinu. Þennan
Fæðuvenjur mismun-
andi eftir búsetu
. MANNELDISRÁÐ hefur gefið út ritið Mataræði og mannlíf um könn-
un heilbrigðisráðuneytis á mataræði íslcndinga. Fyrsta skýrsla um
könnunina kom út í fyrra þar sem fjallað var um sameiginleg einkenni
á mataræði íslendinga. 1 ritinu Mataræði og mannlíf er hins vegar
greint frá mismunandi fæðuvenjum fólks eftir búsetu, atvinnu, heimilis-
tekjum og menntun.
Það vekur athygli að áhrif búsetu,
atvinnu og menntunar á mataræði
karla eru óvenju skýr hér á landi
borið saman við nágrannaþjóðir.
Heimilistekjur hafa einnig áhrif á
fæðuvalið en samt sem áður virðist
hollusta fæðunnar engu síðri meðal
tekjulægri hópa en þeirra tekju-
meiri. Mataræði kvenna dregur síður
dám af atvinnu eða menntun en
mataræði karla. Þegar á heildina er
litið borða fullorðnir karlar með
stutta skólagöngu að baki eða með
búsetu í stijálbýli feitasta og trefja-
snauðasta fæðið en fólk á höfuðborg-
arsvæðinu og Akureyri borða fit-
uminnsta og trefjaríkasta fæðið.
í skýrslunni er einnig greint frá
næringagildi einstakra máltíða eftir
aldri og kyni og hversu algengt sé
að fólk borði morgunverð og heita
máltíð. Skýrt er frá neyslu algengra
skyndibita eftir aldri og kyni og bor-
ið sáman næringargildi heitra
máltíða í mötuneytum og heimahús-
um.
Ritið „Könnun á mataræði íslend-
inga — mataræði og mannlíf“ er til
sölu á skrifstofu Manneldisráðs, Ár-
múla la, í skólavörubúð Námsgagna-
stofnunar og Bóksölu stúdenta við
Háskóla íslands. (Frcttatilkynning)
þátt einán og sér metur ríkisstjórn-
in á 350 milljónir.
6. Frítt á heilsugæslustöð og
heimilislæknisheimsóknir fyrir börn
6 ára og yngri. Gjaldtaka vegna
komu á heilsugæslustöð og U1 heim-
ilislæknis var tekin upp í janúar.
Þetta kom sérstaklega illa við
barnafjölskyldur. Til að létta
greiðslubyrði barnafjölskyldna í
heilbrigðiskerfinu mun ríkisstjórnin
breyta reglum um greiðslur þannig
að ekki verði tekið gjald fyrir börn
að 6 ára aldri.
7. Hámarksgreiðslur fyrir lækn-
isheimsókiiir barna undir 16 ára
aldri verði 6 þúsund krónur í stað
12 þúsund. Áður en reglum var
breytt var þetta hámark 12 þúsund.
Breytingin mundi létta greiðslu-
byrði barnafólks. Samkvæmt þessu
fellur gjaldskylda niður það sem
eftir er ái-sins vegna barna eftir
íjórar heimsóknir til sérfræðings.
8. Börn sem njóta umönnunar-
bóta falli undir sömu reglur og ör-
yrkjar vegna greiðslna í heilbrigðis-
kerfinu og greiði þannig 'A af al-
mennri gjaldskrá vegna læknis-
heimsókna.
9. Stjórnvöld muni yfirfara regl-
ur um gjaldtöku vegna hjálpar-
tækja.
10. Vegna ákvarðana um flatan
niðurskurð á sjúkrahúsum séu
stjórnvöld reiðubúin að endurskoða
áform um lokanir á öldrunardeild-
um og barnageðdeildum.
11. Vegna lyfjakostnaðar og
áforma um hlutfallsgjald í lyfjamál-
um vilja stjórnvöld samráð við aðila
um þak á greiðslur einstaklinga og
fjölskyldna. Ekkert þak er á lyfja-
kostnaði í dag, en þeir einstaklingar
sem nota lyf að staðaldri geta feng-
ið lyfjakort. Tæplega 20.000 slík
kort hafa verið gefin út. Jafnframt
var vísað til markmiða fjárlaga
varðandi lyfjakostnað.
12. Staða leigjenda sem búa við
lökust kjör verði skoðuð sérstak-
lega.
13. Hert skattaeftirlit. Stjórn-
völd vilja herða skattaeftirlit í sam-
starfi við verkalýðshreyfinguna.
14. Lög um starfsmenntun. Rík-
isstjórnin mun beita sér fyrir því
að frumvarp um starfsmenntun,
sem nú liggur fyrir Alþingi, verði
að lögum.
15. Reglur um hópuppsagnir.
Þess má vænta að settar verði regl-
ur sem skerði rétt atvinnurekenda
til fjöldauppsagna starfsmanna. í
viðræðum við atvinnurekendur kom
fram vilji til að semja um þetta mál.
Ríkisstjórnin metur þessi atriði á
samtals rúmlega einn milljarð, og
öllum má vera ljóst að forsenda
þessara aðgerða er að kjarasamn-
ingar náist.
Auk þessara atriða hefur verið
rætt um að breyta fyrirkomulagi
barnabóta þannig að bætur hækki
til þeirra hópa sem hafa fjölskyldu-
tekjur undir 230.000, en lækki til
annarra, og þeir sem hafa fjöl-
skyldutekjur yfir kr. 300.000 fá þá
engar barnabætur. Verði þessi leið
farin mun kaupmáttur barnafólks
með tekjur undir 100.000 aukast
verulega.
Afnám skatts á verslunarhúsnæði:
Skattbyrðin færð
á einstaklingana
SÉRSTAKUR skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem fyrst
var lagður á 1979 og síðan framlengdur árlega verður felldur niður
þegar breytingar verða gerðar á skattlagningu eigna og eignatekna
samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að skattur þessi
skili ríkissjóði tæplega 500 milljónum kr. í ár.
Þegar Friðrik Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi
um álagningu skaltsins fyrir þetta ár sagðist hann vona að það væri
í síðasta skipti sem það þyrfti að gera. Þegar hann stóð fyrir kynn-
ingu á áfangaskýrslu eignatekjunefndar sagði hann líkur á að fram-
lengja þyrfti skattinn í enn eitt ár því þó eignatekjuskatturinn tæki
gildi um næstu áramót skilaði hann ekki tekjum fyrr en 1994.
í erindisbréfi sem eignatekju-
nefnd fékk frá fjármálaráðherra
segir að sérstakan skatt af verslun-
ar: og skrifstofuhúsnæði skuli fella
niður um leið og skattlagning eigna
og fjármagnstekna verður sam-
ræmd. Nefndin miðar tillögur sínar
við þetta og þar sem skrifstofu- og
verslunarhúsnæðisskatturinn hefur
aðallega lagst á fyrirtæki og ekki
er ætlast til þess að tekjúr ríkis-
sjóðs minnki færist þessi skattur
yfir á einstaklinga.
Baldur Guðlaugsson formaður
eignatekjunefndar sagði að nefndin
hefði fengið það vegarnesti að sér-
stakur skattur af skrifstofu- og
verslunarhúsnæði félli niður sam-
hliða þessum breytingum. „Kemur
þá að þeirri spurningu hvort menn
ætla að stilla dæmið þannig af að
heildarútkoman verði sú sama og
áður með því að taka þann skatt
undir líka eða hvort menn eru til-
búnir til að afmarka skattlagning-
una við eignatekjuskattinn einan
og sér. Þetta er auðvitað pólitísk
ákvörðun sem nefndin hefur ekki
fjallað um en fékk í vegarnesi,“
sagði Baldur.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði að þessi umræddi skatt-
ur hefði verið gagnrýndur sérstak-
lega vegna þess að hann mismun-
aði atvinnugreinum. Boðað hefði
verið að hann yrði afnuminn í
tengslum við samræmingu á skatt-
lagningu eigna og eignatekna, jafn- *'-
vei þó þar væri eingöngu verið að
tala um einstaklinga. „A móti kem-
ur að það hafa verið lagðir pinklar
og gjöld á atvinnufyrirtækin í öðru
formi á undanförnum árum sem
réttlætir þetta. Fyrst og fremst er
um það að ræða að það var óverj-
andi að áliti ríkisstjórnarinnar að
halda áfram til eilífðarnóns að
skattleggja sumar atvinnugreinar
en ekki aðrar í því formi sem þessi
skattur er,“ sagði fjármálaráðherra.
Frumvarp um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög:
Mikilvæg skipu-
lagsbreyting
- segir Jón Signrðsson viðskiptaráðherra
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn nýtt
frumvarp um að breyta ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðar-
banka, í hlutafélög. Jón segir að hér sé um mikilvæga skipulagsbreyt-
ingu að ræða á rekstrarformi bankanna en ekki sölu á þeim. Bank-
arnir yrðu eftir sem áður í eigu ríkisins.
„Það sem þessi breyting tiyggir
er meðal annars að jöfnuður náist
í bankamálum hérlendis en nefna
má að ríkisbankarnir borga nú
meiri skatta en hlutafélagsbankarn-
ir,“ segir Jón. „Þar að auki tryggir
breytingin það að ef bankar þessir
þurfa í framtíðinni að afla sér meira
rekstrarfjár geta þeir gert það með
útboði á almennum hlutafjármark-
aði í stað þess að þurfa að seilast
í vasa skattborgara.“
Aðspurður um hvort eining sé
um mál þetta innan ríkisstjórnar-
flokkanna segir Jón að umræða sé
enn i gangi. „Málið er til athugunar
í þingflokkunum og innan ríkis-
stjórnarinnar sem stendur. Hins-
vegar vil ég ítreka að hér er um
skipulagsbreytingu að ræða sem
horfir til heilla enda verið að
ábyrgðarvæða þessar stofnanir með
því að breyta þeim í hlutafélög,"
segir Jón.
Morgunverðarfundur fimmtudag 2. apríl nk. kl. 8.00 á Holiday Inn, Hvammi
STAÐfl VIÐSKIPTAFRÆÐINGA 0G HAGFRÆÐINGA Á ATVINNUMARKAÐINUM,
HVER VERÐUR HÚN ÁRIÐ 2000?
Framsögumen veröa:
Hjálmar Kjartansson, nemi í viðskipta- og hagfræðideíld H.(.
Þórir Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild H.l.
Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri Hagvangs hf.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA