Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992
37
Haraldur Gunnlaugs-
son - Kveðjuorð
Fæddur 4. desember 1898
Dáinn 1. mars 1992
Hinn 1. mars sl. lést í Kópavogi
Haraldur Gunnlaugsson, síðast
starfsmaður Síjdarútvegsnefndar,
93 ára að aldri. Útför hans fór fram
frá Kópavogskirkju mánudaginn
10. mars.
Haraldur var Húnvetningur í
báðar ættir, fæddur 4. desember
1898 á Stóru-Borg í Þverárhreppi.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur
Sigurðsson, sjómaður og járnsmið-
ur, og kona hans Þuríður Bjarna-
dóttir, bæði húnvetnsk að uppruna.
Fjölskyldan fluttist 1902 til Eyja-
fjarðar, fyrst að Dálksstöðum en
síðar að Eyrarbakka á Svalbarðs-
strönd.
Kona Haraldar var Guðný Guð-
laug Jónsdóttir, f. 21. júlí 1894, d.
11. janúar 1977, ættuð af Fljóts-
dalshéraði. Foreldrar hennar voru
Jón Eyjólfsson, f. 1867 í Fossgerði
í Eiðaþinghá, síðar bóndi í Gilsár-
teigshjáleigu og á Selsstöðum við
Seyðisfjörð, og kona hans Guðrún
Björg Jónsdóttir, f. á Skjögrastöð-
um á Völlum. Guðný og Haraldur
fluttust til Reykjavíkur 1958 og
1962 í Kópavog. Þegar Guðný lést
fluttist Haraldur til Herdísar dóttur
sinnar í Skjólbraut 4, en síðustu
þijú árin dvaldist hann í Sunnuhlíð,
hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa-
vogi.
Börn Guðnýjar og Haraldar eru
Hörður, verkamaður í Reykjavík,
f. 1921, Unnur, húsmóðir í Reykja-
vík, f. 1923, Þuríður, húsmóðir á
Siglufirði, f. 1924, Ágústa, húsmóð-
ir í Hafnarfirði, f. 1927, Gunnlaug-
ur, síldarmatsmaður á Siglufirði, f.
1928, Lórilei, sjúkraliði í Reykjavík,
f. 1932, og Herdís, sérkennari í'
Kópavogi, f. 1938. Öll hafa þau
gifst og eignast börn. Átti Haraldur
stóran hóp afkomenda er hann and-
aðist.
Haraldur lauk námi í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri, nam síðan
skipasmíði hjá Gunnari Jónssyni
skipasmið þar og varð meistari í
iðninni. Til Siglufjarðar fluttist
hann 1936 og réðst til starfa við
Slippinn, sem Ólafur Ragnars
keypti það ár af áðurnefndum
Gunnari Jónssyni. Aðalstarf hans
eftir það varð þó á vettvangi síldar-
framleiðslunnar. Hann hefur vafa-
lítið verið í fyrsta hópnum sem lauk
prófi í síldarmati, árið 1937, fór
síðan að starfa í þeirri grein, varð
verkstjóri í söltunarstöð og loks
starfsmaður Síldarútvegsnefndar;
verkstjóri, birgðavörður og síldar-
eftirlitsmaður. Ennfremur hélt
hann á hennar vegum námskeið um
meðferð síldar og síldarmat víða
um land og flutti fyrirlestra um
sama efni í Fiskvinnsluskólanum.
Hann var einkar útsjónarsamur við
öll störf, meðal annars bráðslyngur
að skipuieggja vinnu. Minnist undir-
ritaður þess ekki að hafa unnið hjá
verkstjóra sem var jafnsnjall að
fylgjast með vinnu á mörgum stöð-
um í einu, sjá um að öll aðstaða
væri fullnýtt og hvergi of margir
né of fáir starfsmenn við verk.
Eins og vænta mátti um jafn
greindan og starfshæfan mann
komst Haraldur ekki hjá þátttöku
í félagsmálum. En hann var ekki
fæddur inn í neina þá félagshreyf-
ingu sem mest hafa sett svip á öld-
ina. Hann var eldri en þær flestar.
í bernsku hans og æsku voru
sjónarmið bændaþjóðfélagsins enn
allsráðandi og meira en helmingur
þjóðarinnar búsettur í sveitum. Þeg-
ar elstu starfandi stjórnmálaflokkar
landsins og Alþýðusambandið kom-
ust á fót var hann að verða fullorð-
inn og þegar ísland fékk fullveldi
1. desember 1918 skorti hann að-
eins þijá daga í tvítugt. Helstu fé-
lagshreyfingar aldarinnar komu
fram á sjónarsviðið eftir að hann
var kominn til þroska. Hann gat
því lagt á þær og þróun þeirra kalt
og raunsætt mat fullþroska manns,
án þeirrar tilfinningablöndnu og
fyrirfram ákvörðuðu fylgispektar
sem oft mótar og setur svip á fé-
lagslega afstöðu þeirra er alast upp
við ákveðna félagslega hugmynda-
fræði.
Eðlilegasti féiagsvettvangurinn
Guðmundur Gils-
son - Kveðjuorð
Fæddur 27. júlí 1926
Dáinn 6. janúar 1992
Kveðja frá Selfossi og Tón-
listarskóla Arnessýslu
„Tónlistin gefur alheiminum sál, huganum
vængi, ímyndunaraflinu flug, alvörunni ynd-
isþokka og blæs gleði og lífi í a!lt.“
(Platon)
Árið 1955 markaði spor í tónlist-
ar- og menningarsögu Sunnlend-
inga, en einnig urðu þá tímamót í
þróun og endurnýjun hins liturgíska
kirkju- eða safnaðarsöngs á ís-
landi. Það ár bundust áhugamenn
samtökum, að frumkvæði sr. Sig-
urðar Pálssonar, að hefja tónlist-
arnám til vegs og brautargengis,
meir en verið hafði. Þetta ár var
Tónlistarfélag Árnessýslu stofnað.
Markmið þess var að standa fyrir
tónlistarkennslu og tónleikahaldi.
Kirkjubygging stóð þá yfir á Sel-
fossi og fyrirsjáanlegur vöxtur í
safnaðarstarfi hjá sóknarbörnum
undir forystu sóknprestsins. Þáver-
andi organisti lagði áherslu á að
leitað væri eftir ungum og vel
menntuðum organista. Við fengum
ábendingu um efnilegan organista,
sem væri að ljúka námi í Þýska-
landi. Ferð var gerð til Páls ísólfs-
sonar og leitað ráða hjá honum með
val á góðum manni, sem gæti veitt
forstöðu væntanlegum tónlistar-
skóla, jafnframt organistastarfi við
hina nýju kirkju. Álit Páls var stutt
og laggott: „Guðmundur Gilsson er
mjög vel hæfur til þessara verk-
efna, þið eigi ekki völ á öðrum
betri“.
Um haustið 1955 kom Guðmund-
ur og var ráðinn til að veita for-
stöðu hinum nýja tónlistarskóla og
sem organisti í Selfosskirkju. Þess-
um verkum sinnti hann óslitið til
ársins 1968 er hann fluttist til
Reykjavíkur og hóf störf hjá tónlist-
ardeild Ríkisútvarpsins. Nemendum
tónlistarskólans fjölgaði jafnt og
þétt, en fyrstu árin stóð hann einn-
ig fyrir kennslu og upphafi Tónlist-
arskóla Rangæinga.
Áhugi Guðmundar beindist fyrst
og fremst að organistastarfinu og
safnaðarsöngnum. Hinn vel mennt-
aði organisti veitti sr. Sigurði Páls-
syni tækifæri á að koma í fram-
kvæmd endurnýjun liturgíska
kirkjusöngsins, er síðan hefur
hljómað í Selfosskirkju og náð al-
mennri iðkun á íslandi. Hann gerð-
ist hönnuður að væntanlegu pípu-
orgeli kirkjunnar. Útlitsteikningu
lagði hann fram, en hann réð einn-
ig miklu um raddskipan orgelsins.
Orgelsmiðirnir sem unnu í nafni
Steinmeiers rökstuddu það jafnvel
að orgelið mætti alveg eins nefnast
Gilsson eins og Steinmeier.
Hinsta ferð Guðmundar og fram-
lag til tónlistarinnar á Selfossi var
síðastliðið sumar við vígslu hins
nýja og endurbyggða orgels í kirkj-
unni. Þar lék hann óhikað á sinn
listræna hátt tónverk eftir Buxte-
hude. í þessu nýja orgeli sá hann
drauma sína rætast.
Guðmundur var tilfinninganæm-
ur tónlistarmaður. Hæfni hans að
túlka texta sem fylgdu tónverkum
var sérstök. Almenn hæfni er að
ná fram þessari túlkun, þegar söng-
flokkur flytur textann og það fund-
um við sem vorum undir hans
stjórn. Sérstaða Guðmundar og tón-
listarhæfni kom þó best fram þegar
hann túlkaði textann með orgeltón-
unum eingöngu. Ógleymanlegt
dæmi og kunnugt var flutningur
hans á orgelforleik Bach við sálm-
inn „Ó, höfuð dreyra drifið“. Fyrstu
tónleikar hans með kirkjukór Sel-
foss eftir kirkjuvígsluna voru haldn-
ir í maí 1956. Það var samstilltur
sönghópur sem laut stjórn Guð-
mundar. Hugarflug okkar fékk
vængi og yndisþokka, hann blés
gleði og lífi í söng- og safnaðar-
starfið.
Honum sé heiður og þökk. Bless-
uð sé hans minning.
Hjörtur Þórarinsson.
t
Móðir okkar og amma,
ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Grettisgötu 66,
Reykjavík,
lést 14. mars sl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
hjúkrunarfólki Landakotsspítala fyrir
góða umönnun. Einnig þökkum við
sjúkrahúsprestinum, Kjartani Erni Sigurbjörnssyni, fyrir stuðning
við okkur ( þessari sorg. Þá þökkum viö Rúnari Steindórssyni
fyrir ómetanlega hjálp, sem hann veitti okkur.
Eybjörg Ásta Guðnadóttir, Guðrún Ingunn Magnúsdóttir,
Magnús Hafliði Guðnason, Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir,
Eyrún Guðnadóttir, Erla Þóra Björgvinsdóttir,
Einar Steindór Guðnason, Gísli Óskarsson,
Guðni Örvar Þór Guðnason,
Ingi Guðnason.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
UNNAR LILJU JÓHANNESDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til systranna á St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi fyrir góða umönnun síðustu árin. Einnig viljum við þakka
sérstaklega sr. Þóri Stephensen fyrir sýndan hlýhug.
I ngveldur Sigurðardóttir, Þór Hróbjartsson,
Skúli Sigurðsson,
Ólafur Sigurðsson
og barnabörn.
fyrir snauðan mann sem stofnaði
heimili og settist á mölinni upp úr
fyrra stríðinu var verkalýðshreyf-
ingin. í sjávarplássunum ríkti þá
víðast alræði örfárra kaupmanna
og útvegsmanna. Þessir valdamenn
höfðu mikið vald en litla ábyrgð
gagnvart vinnulýðnum sem
streymdi á mölina úr fullsetnum
sveitunum. Einhverntíma á þessu
skeiði mun Haraldur hafa gengið
til liðs við Alþýðuflokkinn og starf-
aði síðan allmikið á hans vegum
fram á sjötta áratug aldarinnar, var
m.a. bæjarfulltrúi fyrir hann á Sigl-
ufirði 1950—1954. Þá sat hann í
stjórn Kaupfélags Siglfirðinga um
árabil.
Haraldur var einn af stofnendum
Landssambands síldverkunar-
manna og sat í stjórn þess meiri-
hlutann af starfstíma þess, þar af
formaður í fjögur ár. Þá var hann
framkvæmdastjóri Samvinnufélags
sjómanna, sem stofnað var á Akur-
eyri um eða skömmu fyrir 1930,
en stofnun þess var ein af þeim til-
raunum sem verkalýðshreyfingin
gerði á því áraskeiði til að leysa
atvinnu- og afkomuvanda fólksins
í sjávarbyggðunum, sem ráðastéttin
og stjórnvöld hennar töldu ekki
koma sér við. En kreppan var að-
gangshörð og kom þessu félagi
fljótlega á kné, eins og mörgum
öðrum fyrirtækjum sem stofnuð
voru í sama tilgangi.
Ég kynntist Haraldi töluvert síð-
ustu árin sem hann bjó á Siglu-
firði. Þau kynni voru öll góð. Eftir
að hann fluttist til Reykjavíkur urðu
samfundir fáir, en alltaf kom ég
af þeim nokkru fróðari en áður,
ekki síst um menn og málefni liðins
tíma, bæði á Siglufirði og á Akur-
eyri á kreppuárunum.
Nú hefur þessi aldni heiðursmað-
ur lokið langri lífsgöngu. Hvíli hann
í friði.
Benedikt Sigurðsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát ástkærr-
ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
ÖNNU SVANHILDAR DANÍELSDÓTTUR.
Synir, bræður og fjölskyldur.
t
Þökkum af hjarta öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÁSGEIRS EINARSSONAR.
Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks á deild B-5, Borgarspítala.
Guð blessi ykkur öll.
Halldóra S. S. Jónsdóttir
ogfjölskyldur.
t
Innilegar þakkir eru færðar öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
SIGRÍÐAR ÞORLÁKSDÓTTUR,
Hofi,
Ólafsfirði.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum.
SigurðurT. Magnússon,
Gunnar M. Sigurðsson,
Sigríður Ósk Sigurðardóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓNASÍNU ANDRÉSDÓTTUR
frá Lokinhömrum,
Arnarfirði.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
;
j
l
í
j
.1
!
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURJÓNS JÓNSSONAR,
Ártúni 7,
Selfossi.
Gerður Guðjónsdóttir,
Jónína Sigurjónsdóttir, Óli Þ. Óskarsson,
Jón Garðar Sigurjónsson, Ólöf Tryggvadóttir,
Ævar Smári Sigurjónsson, Kristin Bjarnadóttir,
Sigurður Ellert Sigurjónsson, Steindóra K. Þorleifsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVEINBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Sauðholti,
Hólmgarði 18.
Guð blessi ykkur öll.
Reynir Þórðarson,
Halldór Þórðarson,
Þórir Þórðarson,
Kristjóna Þórðardóttir,
Magnús Þórðarson,
Bára Sigurðardóttir,
Jóhanna Eðvaldsdóttir,
Ingibjörg Einarsdóttir,
Björn G. Jónsson,
Elínborg Ingólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.