Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 45 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á LEIÐ Á LÆKJARTORG Um atburðarásina í S-Afríku Frá Frá Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur: ÞESS var ekki að vænta að Hilmar Kristjánsson ræðismaður í Suður- Afríku gæfi hlutlæga mynd af at- burðarásinni þar. I viðtölum við fréttamenn Ríkisútvarpsins 17. og 18. mars gerði hann tvennt. Hann lýsti viðbrögðum eignamanna í at- vinnulífinu við alvarlegum sam- drætti sem hefur einkennt efna- hagslífið í Suður-Afríku síðustu tvö árin, og pólitískri kreppu minnihlut- astjórnarinnar. Og hann endur- ómaði stefnu íhaldsflokksins. Nelson Mandela ritaði grein um stjórnmálaástandið sem birtist viða, hér heima í Pressunni 12. mars. Þar segir að sú staða sé ekki lengur fyrir hendi að einn hluti íbúanna hafi neitunarvaid yfir þeim breyt- ingum sem skulu leiða til stofnunar lýðveldis. Nítján helstu stjórnmálasamtök í Suður-Afríku tóku þátt í ráðstefn- unni Conference On Democratic South-African, Codesa-fundinum, í desember sem markaði upphaf þeirra viðræðna sem nú standa. Ihaldsflokkurin og hinn hægri sinn- aða Afrikaner-andspyrnuhreyfmg voru ekki þar á meðal. Þessi samtök beina máli sínu til hvítra manna sem eru slegnir ótta og óöryggi, og þjáð- ir af áratuga innrætingu og kúgun apartheid-kerfisins. (Hvitasunnu- maður sem rætt var við í morgunút- varpi 18. mars fangaði þetta and- rúmsloft þegar hann sagði að „allir“ væru óttaslegnir. Blökkumenn líka?) Hægri sinnar taka vitaskuld ekki upp frekar en borgaralegir stjórn- málamenn, alls staðar, að kreppan er alþjóðleg og kerifslæg. Því skyldu þeir reyna að útskýra það? Þeir nota lýðskrum: Ástandið er ríkis- stjórninni að kenna af því að hún lét Afríska þjóðarráðið (ANC) teyma sig. íhaldsflokkurinn og hægri sinnarnir eru um þessar mundir í skipulegri herferð fyrir „ríki hvítra“ og afturhvarfi til yfirlýstrar apart- heid-stefnu. Hilmar Kristjánsson talar innan þess ramma. Rök hans fyrir því að viðræðum við ANC verði slitið eru í anda lagagreina frá 1950 og 1976 um að allir sem ekki þekkjast apart- heid-stefnuna séu kommmúnistar. Hilmar segir: Það loðir við ANC að það hefur ekki slitið sig frá komm- únismanum. Þess vegna eru hvítu mennirnir viðbúnir að fara burt með fyrirtæki sín. (Ritað eftir minni höf.) Mandela ritar í áðurnefndri grein: „Hinar lagalegu forsendur aðskiln- aðarstefnunnar hafa verið ógiltar. En aðskilnaðurinn byggist á fleiru ... 87% landsins eru í eigu hvítra, sem eru aðeins 15% ... meira en 75% hlutabréfa í kauphöllinni eru í eigu fjögurra fyrirtækjasamsteypna ... meira en 90% iðnfyrirtækja í eigu hvítra ... Engra efnahagslegra framfara er að vænta án þátttöku athafnamanna og höfum við óskað eftir hugmyndum úr þeirri átt um hvernig jafna megi hag landsmanna með öðrum hætti en þjóðnýtingu. Við lítum til þessara mála með opn- um huga.“ Framhleypni hægri öfgasinna er alþjóðlegt fyrirbrigði á því skeiði sem við Iifum nú. Treurnicht, for- ystumaður Ihaldsflokksins, sagði: „Ef við töpum (atkvæðagreiðslunni um framhald viðræðna) verður eng- inn endir á pólitísku stríði í Suður- Afríku.“ Sannleikurinn er sá, að hægri öflin geta haldið uppi þrýst- ingi meðal hvítra, en eru lítill hluti þjóðarinnar að missa vægi þegar sérhver fullvaxinn íbúi Suður-Afr- íku getur nýtt atkvæðisrétt sinn. SIGURLAUG S. GUNNLAUGSDÓTTIR Seljavegi 11 Reykjavík. Hjólreiðar eru skemmtilegar, en þær geta líka verið hættu- legar. Hjólreiðamenn verða að fylgja öllum umferðarregl- um, og sýna sérstaka gætni. Þannig geta þeir komið í veg fyrir alvarleg slys. Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig og sýndu mér vinarhug ú úttrœöis- af mœli minu 19. mars sl. GuÖ blessi ykkur öll. Valgerður Daníelsdóttir, Seltúni 2, Hellu. Eg sendi öllum þeim, sem mundu eftir mér d afmœlisdeginum, 24. mars, og gerðu mér hann únœgjulegan. Hugheilar kveðjur og þakkir. Ellen S. Stefánsdóttir, Ásgarði 165, Reykjavík. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. apríl kl. 19.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Erindi: Dr. Helgi Sigurðsson, læknir: „Um orsakir krabbameins.11 4. Kaffiveitingar. Tilkynnið þátttöku í síma 688 188. Stjórnin. ÍSLENSKA ÓPERAN --I i 111 GAMLA BÍÓ INGÓLFSSTRÆT! Síðustu sýningar! Láttu ekki einn helsta listviðburð ársins framhjá þér fara! Sýning laugardag 4. apríl kl. 20.00. Sýning laugardag 11. apríl kl. 20.00. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega og til kl. 20.00 sýningardaga. Greiðslukortaþjónusta. Sími 11475. Tölvunámskeið Windows (9 kist.) Word Perfect fyrir Windows (16 kist.) Word fyrir Windows (16 kist.) PC byrjendanámskeið (i6kist.) Excel fyrir PC og Machintosh (16 klst.) Næstu námskeið hefjast fljótlega. Verð frá kr.9.200,- VR og fleiri stéttarfélög styrkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.