Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992
47
KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN
íslandsmeistaramir úr leik!
Valsmenn í úrslit
„VIÐ höfðum allt að vinna og
það var fyrst og fremst frábær
liðsheild sem lagði grunninn
að sigrinum í leiknum. Þetta
varenn ánæjulegra því að
IMjarðvíkingar eru að mínu áliti
með besta liðið í dag,“ sagði
Bandaríkjamaðurinn og Vals-
maðurinn Franc Booker eftir
að lið hans hafði sigrað ný-
krýnda bikarmeistara og Is-
landsmeistara Njarðvíkinga
82:78 í Ljónagryfjunni í
Njarðvík í framlengdum leik í
úrslitakeppninni ígærkvöldi.
Þetta var þriðji leikur liðanna
og með sigrinum tryggðu Vals-
menn sér réttinn til að leika til
úrslita um íslandsmeistaratitil-
inn gegn Keflvíkingum og verð-
ur fyrsti leikur liðanna í Keflavík
á föstudaginn.
Njarðvíkingar komu ákveðnir til
leiks í gærkvöldi og þeir voru
mun betri en Valsmenn í fyrri hálf-
leik og áttu Vals-
menn í miklu basli
með að hemja þá
Teit Örlygsson og
Kristinn Einarsson
sem voru í miklum ham. Njarðvík-
ingar höfðu 9 stiga forskot í hálf-
leik, 42:33, og voru mun sigur-
stranglegri. En það var greinilegt
á Valsmönnum-að þeir ætluðu ekki
að gefa neitt baráttulaust. Þeir
komu tvíefldir til ieiks í síðari hálf-
leik og þá sýndi Franc Booker hvers
hann getur verið megnugur.
Booker var hreint frábær og það
tók Valsmenn ekki margar mínútur
að yinna upp 9 stiga forskot heima-
manna. Ekki bætti það stöðuna hjá
Njarðvíkingum að Rondey Robinson
fékk fjórðu villu sina í upphafi hálf-
leiksins og varð síðan að fara af
leikvelli með 5 villur þegar 7 mínút-
ur voru til leiksloka. Þá var staðan
jöfn, 66:66, og ljóst að staða
Njarðvíkinga var ákaflega erfíð.
Síðustu mínútumar einkenndust
af miklum taugatitringi þar sem
hvort lið skoraði aðeins 2 stig á 4
mínútum. Þá var staðan 71:71,
Valsmenn komust yfir 73:71 þegar
2 mínútur voru eftir en Kristinn
Bjöm
Blöndal
skrilarfrá
Keflavik
Morgunblaöið/Einar Falur
Valsmenn
fagna gríðar-
lega á efri
myndinni, en
til hliðar
leynir stökk-
kraftur Franc
Bookers sér
ekki.
jafnaði 73:73 og fékk auk þess víta-
skot þegar tæpar 16 sekúndur voru
eftir. Hann hitti ekki úr vítinu og
Valsmönnum tókst heldur ekki að
skora og því varð að framlengja í
5 mínútur til að knýja fram úrslit.
í framlengingunni voru ‘Vals-
menn mun betri og skoraði Booker
öll stig þeirra. Njarðvíkingar fengu
þó veika von að jafna leikinn öðru
sinni á lokasekúndunum þegar Teiti
voru dæmd 3 vítakot og staðan
80:77. En hann hitti aðeins úr einu
og það vom Valsmenn sem fögnuðu
sigri í Ljónagryfjunni öðru sinni á
fáum dögum.
Franc Booker var besti maður
vallarins að þessu sinni og sá leik-
maður sem skaut Njarðvíkinga í
kaf. Annars eiga allir { Valsliðinu
hrós skilið, því án hjálpar hinna
hefði Booker ekki komist mikið
áleiðis.
„Valsmenn voru einfaldlega
betri, það er greinilegt að þeir hafa
undirbúið sig vel og Tómas Holton
er að gera góða hluti. Þeir eru einn-
ig með sterkan erlendan leikmann
þar sem Franc Booker er,“ sagði
Teitur Örlygsson leikmaður
Njarðvíkinga eftir leikinn. „Ég veit
ekki hvað þeir gera gegn Keflvík-
ingum, en það er gi-einilegt á öllum
leikjum Valsmanna að þeir eru uppi
á réttum tíma.“
UMFN-Valur 78:82
íþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, úrslita-
keppni Japisdeildar, þriðji leikur, þriðjudaginn 31. mars 1992.
Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 11:11, 20:20, 26:20, 30:24, 34:31,42:
33, 42:40, 49:49, 57:58, 64:64, 70:67, 71:73, 73:73, 77:77,
77:80, 78:80,78:82.
Stig UMFN: Teitur Örlygsson 24, Kristinn Einarsson 21, Frið-
rik Ragnarsson 15, Rondey Robinson 9, Sturla Örlygsson 7,
ísak Tómasson 2.
Stig Vals: Franc Booker 39, Tómas Holton 13, Svali Björgyins-
son 11, Magnús Matthíasson 8, Ragnar Jónsson 6, Símon Olafs-
son 4, Guðni Hafsteinsson 1.
Áhorfendur: Um 750.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Einarsson.
íslendingar í
sterkari riðlinum
DREGIÐ hefur verið í riðla
( vegna Norðurlandamótsins í
körfuknattleik, sem verður
haldið í Noregi 7. til 10. maí
( n.k. ísland er í B-riðli ásamt
Finnlandi, Sviþjóð og Lett-
landi og er þetta mun sterk-
| ari riðill en hinn, en þar eru
Danmörk, Noregur, Eistland
og Litháen.
að er nokkuð ljóst að þetta
verður strembið, við erum í
ansi sterkum riðli,“ sagði Torfí
Magnússon landsliðsþjálfari um
riðlaskiptinguna. „Við höfum
aldrei unnið Svía í landsleik og
aldrei unnuð Finna í móti. Auk
þess er Lettlandi raðað í sterkasta
flokk ásamt Litháe_n,“ sagði Torfi.
Fyrsti leikur íslands verður
gegn Finnlandi, þá Svíþjóð og loks
Lettlandi. Leikur um sæti verða
sunnudaginn 10. maí og leika þá
sigurvegarar riðlanna til úrslita,
liðin númer tvö spila um bronsið,
liðin í þriðja sæti leika um fimmta
sætið og neðstu liðin um sjöunda
sætið.
ÚRSLIT
England
England
Arsenal - Nottingham Forest.....3:8
(Dixon 5. vsp., Merson 85., Adams 89.) -
(Woan 40., Clough 44., Keane 69.). 27.036.
Aston Villa - Sheffield United..1:1
(Regis 89.) - (Gage 79.). 15.745.
Liverpool - Nott-S County.......4:0
(Thomas 13., MeManaman 34., Rush 58.,
Venison 76.) 25.457.
Norwich - Manchester Unitcd.....1:3
(Power61.) - (Ince 41., 59., MeC!air66.).
Skotland
Undanúrslit bikarkeppninnar
Celtic - Rangers................0:1
(Ally McCoist 44.) 45.000
Þýskaland
Wattcnscheid - Dynamo Dresden...3:0
Ítalía
Undanúrslit bikarkeppninnar
Fyrri leikur:
AC Milan - J uventus............0:0
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Manchester United á toppinn
lanchester United endur-
heimti fyrsta sætið í 1. deild
ensku knattspyrnunnar, þegar liðið
vann 3:1 í Norwich.
Liðið er með 70 stig
eftir 35 leiki, en
Leeds er með 69 stig
eftir 36 leiki.
Paul Ince, sem hafði ekki skorað
í hálft ár, gerði tvö af mörkum
United og það seinna af um 25
metra færi. Bruce Grobbelaar, sem
Frá
Bob
Hennessy
í Englandi
fékk orð í eyra eftir frammistöðu
sína um helgina, hélt stöðu sinni
og var í marki Liverpool, þegar lið-
ið vann Notts County 4:0. Ian Rush
lagði upp fyrstu tvö mörkin og skor-
aði síðan sjálfur, en Barry Venison,
sem skorar sjaldan, átti lokaorðið
fyrir Liverpool, sem er í fjórða sæti.
Arsenal mátti þakka fyrir jafn-
teflið heima gegn Nottingham For-
est, gerði tvö mörk á síðustu fímm
mínútunum.
David Robertson hjá Rangers
fékk að sjá rauða spjaldið, þegar
aðeins sex mínútur voru liðnar af
undanúrslitaleik liðsins gegn Celtic
í skosku bikarkeppninni í gær-
kvöldi. En Ally McCoist skoraði
fyrir Rangei's rétt áður en flautað
var til hálfleiks og 10 leikmenn
Rangers með vindinn í fangið í
seinni hálfleik tókst að halda fengn-
um hlut.
SKIÐI
Landsmótið hefst á
Ólafsfirði á morgun
SKÍÐAMÓT íslands hefst á
morgun með keppni í göngu
karla og kvenna og pilta 17-19
ára á Ólafsfirði. Göngugrein-
arnar fara fram á Ólafsfirði en
alpagreinarnar í Hlíðarfjalli við
Akureyri. Skíðafélag Dalvíkur
og Ólafsfjarðar sjá um fram-
kvæmd mótsins.
Undirbúningur fyrir mótið-hefur
verið mikill og það hefur ver-
ið lagt í mikinn kostnað til að gera
mótið sem eftirminnilegast. Dalvík-
ingar hafa reist myndarlgan skíða-
skála og Ólafsfirðingar hafa verið
að huga að ýmsum endurbótum á
sínu skíðasvæði. Allt miðaðist við
að mótið færi fram á þessum stöð-
um, en snjóleysi á Dalvík gerði það
að verkum að alpagreinarnar voru
fluttar í Hlíðarfjall.
Dagskrá mótsins verður sem hér
segir:
Fimmtudagur 2. apríl:
Ólafsfjörður: 15 km ganga karla,
10 km ganga 17-19 ára pilta og 5
km ganga kvenna. Keppni hefst kl.
11.
Föstudagur 3. apríl:
Akureyn: Stðrsvig karla og kvenna.
Keppni hefst kl. 10.
Laugardagur 4. apríl:
Akureyri: Svig karla og kvenna.
Keppni hefst kl. 10.00
Ólafsjörður: 30 km ganga karla,
15 km ganga 17-19 ára pilta og
7,5 km ganga kvenna. Keppni hefst,
kl 11.
Sunnudagur 5. apríl:
Akureyri: Samhliðasvig karla og
kvenna. Keppni hefst kl. 09.00.
Ólafsfjörður: 3 x 10 km boðganga
karla og 3 x 5 km boðganga
kvenna. Keppni hefst kl. 11.
í kvöld
Handknattleikur
Úi-slitekeppni 1. deildar kvenna:
Vestm.: ÍBV - Stjaman......kl. 20
Keflavik: ÍBK - Vikingur...kl. 20
Valsheimili: Valur-Fram....kl. 20
Seltj’nes: Grótta-FH..........kl. 20
Körfuknattleikur
Úrslitakeppni 1. deildar karla:
Egilsstaðir: Höttur - ÍR.kl. 20.30
Akranes: ÍA - UBK........kl. 20.30
Blak
Úrslitekeppni kvenna:
Digranes: UBK-ÍS..............kl. 20
Digranes: HK-Víkingur...kl. 21.30
1. deild karla:
Hagaskóli: Þróttur - Umf. Skeiðkl. 20
Knattspyrna
Rcykjavíkurmótið
Gei’vigras: ÍR - Ármann .......20-