Morgunblaðið - 04.04.1992, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992
VEÐUR
SKÍÐASVÆÐI
FLEST skíðasvæði landsins
verða opin um helgina. Ágætt
skíðafæri er sunnan-, austan-
og vestanlands en snjólítið á
Norðurlandi og sum skíðasvæði
lokuð af þeim sökum.
Suðuriand: í dag og á morgun
verða skíðalöndin í Bláfjöllum,
Skálafelli, Hamragili og Sleggju-
beinsskarði opin frá kl. 10-18 ef
veður leyfir. Gott færi og nægur
snjór er á öllum þessum stöðum.
í Bláfjöllum (sími 801111)
verða tíu lyftur opnar, í Skálafelli
(sími 666099) þrjár lyftur, í
Sleggjubeinsskarði . (sími
98-34666) þrjár og tvær í
Hamragili (sími 98-34699).
Vestfirðir: Á skíðasvæðinu í
Seljalandsdal við ísafjörð (sími
94-3793) verður opið um helgina
frá kl. 10-17. Nægur snjór er,
gott færi og verða þrjár lyftur í
gangi um helgina.
Norðurland:Skíðasvæði Akur-
eyringa í Hlíðarfjalli- (sími
96-22930) verður opið frá kl.
10-17 um helgina. Ekki er mikill
snjór í fjallinu en efsti hluti þess
er þó mjög góður og neðri hluti
þess viðunandi. Ágætt færi er í
fjallinu og verður Skíðamót ís-
lands haldið þar um helgina.
Stefnt er að því að hafa tvær
lyftur á skíðasvæði Siglfirðinga
við Skarðdal og Hól opnar frá
klukkan 10-17 í dag og á morg-
un. Lítill snjór er en sæmilegt
færi eigi að síður auk þess sem
gönguleiðir verða troðnar.
Skíðasvæðin við Húsavík, Ól-
afsfjörð og Dalvík verða lokuð
um helgina vegna snjóleysis.
Austurland: Skíðasvæðið í
Oddsskarði verður opið um helg-
ina frá kl. 10-17. Nægur snjór
er og mjög gott færi. Þrjár lyftur
verða opnar og gönguleiðir
troðnar.
Skíðasvæði Seyðfirðinga í
Stafdal verður opið í dag og á
morgun frá kl. 9-17. Skíðamót
Austurlands verður haldið á
svæðinu gm helgina en þar er
nægur snjór og gott færi.
Skíðafólki er bent á að
hringja í skíðasvæðin áður en
lagt er af stað til að kanna veð-
ur og færð. Þá fást upplýsingar
um veður í símsvara Veðurstofu
íslands, 91-17000.
ÍDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt ó veðurspá kl. 16.15 í gær)
I/EÐURHORFUR í DAG, 4. APRlL
YFIRLIT: Á Grænlandssundi er 1.000 mb smálægð á austurleið, en um
1.000 km suður af Hvarfi er 990 mb lægð sem mun hreyfast norðaust-
ur og síðar austur.
SPÁ: Fremur hæg norðaustanátt. Eljagangur á Vestfjörðum og vestantil
á Norðurlandi en rigning eða slydda á Noröaustur- og Austurlandi. Sunn-
an- og suövestanlands verður að öllum líkindum þurrt og skýjað meö
köflum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg austlæg átt. Slydda á Vestfjörð-
um og við norðurströndina, en annars rigning, einkum þó á Suður- og
Suðausturlandi. Hiti 1-5 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðaustanétt, sums staðar nokkuð hvöss.
Slydda eða snjókoma um landið norðanvert og hiti um frostmark, en
að mestu þurrt og tveggja til fimm stiga hiti syðra.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað
* / * * * *
* / * *
r * r * * *
Slydda Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V V V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heilfjöðurer2vindstig,
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
FÆRÐA VEGUM: (Kt. 17.30 ígær>
Góð færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnes. Fært er
um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Fært er með suðurströndinni
austur á Austfirði. Vegir á Austfjörðum og á Fljótsdalshéraði eru yfir-
leitt vel færir. Hálka er á Oddskaröi. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð, um
Snæfellsnes í Dali og þaðan til Reykhóla. Brattabrekka er fær. Fært er
frá Brjánslæk um Kieifaheiði til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals.
Greiðfært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og þaðan um Steíngríms-
fjarðarheiði til ísafjarðar og Bolungarvíkur. Fært er um Botns- og Breiða-
dalsheiðar. Greiðfært er til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar, þá
er einnig fært um Lágheiði. Fært er frá Akureyri um Þingeyjarsýslur í
Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Vopnafjarðar. Fært er um
Mývatns- og Möðrudalsöræfi og einnig um Vopnafjarðarheíði.
Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hftl veður
Akureyri 7 alskýjað
Reykjavík 6 súid
Bergen 5 léttskýjað
Helsinki 4 rigning
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Narssarssuaq 0 skýjað
Nuuk -r6 snjókoma
Ósló 1 snjókoma
Stokkhólmur 11 léttskýjað
Þórshöfn 5 léttskýjað
Algarve 18 léttskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Barcelona 16 skýjað
Berltn 7 alskýjað
Chicago vantar
Feneyjar 13 þokumóða
Frankfurt 10 skýjað
Glasgow 7 skýjað
Hamborg 7 þokumóða
London 8 skýjað
Los Angeles 16 mistur
Lúxemborg ð skýjað
Madríd 11 skúr
Malaga 14 skýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal +1 snjókoma
New Vork 2 léttskýjað
Orlando vantar
París 7 alskýjað
Madeira 17 léttskýjað
Róm 17 þokumóða
Vín 15 skýjað
Washlngton vantar
Winnipeg +1 léttskýjað
Frumvarp um breytingu
ríkisbankanna í hlutafélog:
Oheimilt að selja
einum aðila meira
en 1/2% hlutafjár
Starfsmenn eigi áfram kost á starfi en
ekki rétt til launa á uppsagnarfresti
I FRUMVARPI viðskiptaráðherra um stofnun hlutafélaga um rekst-
ur Landsbanka og Búnaðarbanka, sem gert er ráð fyrir að taki gildi
um næstu áramót, segir að við stofnun hlutafélaganna verði allt
hlutafé í eigu ríkissjóðs en ráðherra geti ákveðið skiptingu þess í
lduti með það í huga að einstaklingar og lögaðilar geti keypt hluti
í félögunum. Sala á hlutabréfum ríkissjóðs skal vera háð samþykki
Alþingis. Við sölu hlutabréfa skal þess gætt að sem mest dreifing
fáist á hlutafjáreign og er ríkissjóði óheimilt að selja einstökum
aðila meira en svo að hann eigi að hámarki '/2% hlutafjár í hvoru
félagi. Ákvæði er um að öllum fastráðnum starfsmönnum bankanna
verði gefinn kostur á starfi hjá hlutafélagsbönkunum en við það
falli niður réttur þeirra til launa það sem eftir er af uppsagnar-
fresti þeirra.
Mælt er fyrir um að hlutabréf
félaganna skuli skráð á Verðbréfa-
þingi íslands og í athugasemdum
frumvarpsins segir að þetta ákvæði
komi ekki í veg fyrir að einstakir
aðilar geti síðar eignast aukinn
hluta í félögunum með viðskiptum
á Verðbréfaþingi eða með öðrum
hætti, en meðan ríkissjóður hafi
bréf til sölu skuli þess ávallt gætt
að ekki séu seld bréf til einstaks
aðila meira en svo að hann eigi að
hámarki '/2% í hvoru félagi.
Málið ekki útkljáð á
ríkissljórnarfundi
Óvissa ríkir enn um hvort við-
skiptaráðherra leggur frumvarpið
fram sem stjórnarfrumvarp vegna
andstöðu Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra og þriggja ann-
arra Alþýðuflokksþingmanna. Mál-
ið var til umræðu á ríkisstjórn-
arfundi í gærmorgun en engin nið-
urstaða fékkst. Þingflokkur sjálf-
stæðismanna hefur afgreitt frum-
varpið fyrir sitt leyti en andstaða
er innan þingflokksins við að frum-
varpið verði lagt fram. Matthías
Bjarnason sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera andvígur því að
frumvarpið verði lagt fram, áður
en lög sem barma einokun og hring-
amyndun hafa verið sett.
„Eg er á móti þessu, því það ligg-
ur ekkert á. Við þurfum ekki þenn-
an æðibunugang," sagði Matthías.
„Ég hef verið hlynntur einkavæð-
ingu, en menn eiga að fara varlega
í þessum efnum. Það samræmist
ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins að
hlaða á örfáa aðila í landinu öllu
fjármagni. Það er einmitt það sem
hefur gerst í mörgum almennings-
hlutafélögum, og því vil ég fara að
öllu með gát,“ sagði Matthías.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að frumvarpið fjallaði á þessu
stigi eingöngu um að breyta ríkis-
bönkunum í hlutafélög. Hann sagð-
ist hins vegar ekki útiloka að annar
bankanna verði einkavæddur á
næstu árum, „en ég tel ólíklegt að
Landsbankinn kæmi til greina sem
sölufyrirtæki á fyrirsjáanlegum
tíma, við skulum segja á starfstíma
þessarar ríkisstjórnar," sagði Jón.
Þingmenn sem eru andvígir
frumvarpinu hafa m.a. lagt áherslu
á að það verði látið bíða þess að
frumvarp um samkeppnislög, sem
dreift var á Alþingi í gær, verði að
lögum. Skv. upplýsingum Morgun-
blaðsins er við því búist að sérstök
löggjöf um framkvæmd einkavæð-
ingar verði sett, jafnhliða þessum
frumvörpum og er í þeirri löggjöf
ætlunin að hafa enn strangari
ákvæði um dreifða hlutafjáreign,
t.d. að því er varðar fjármála-
stofnanir. Slík löggjöf yrði almenn
og næði þar með einnig til íslands-
banka og hlutafjáreign í honum,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins.
Skv. frumvarpinu um ríkisbank-
ana verður ríkisábyrgð ekki á skuld-
bindingum hlutafélagabankanna en
ríkisábyrgð helst á innstæðum sem
bundnar eru við gildistöku laganna
og jafnframt helst einföld ábyrgð
ríkissjóðs um viðskiptabanka á öll-
um skuldbindingum sem bankarnir
hafa stofnað til fyrir 1. janúar 1993.
Skv. frumvarpinu skal heild-
arfjárhæð hlutafjár í bönkunum
ákveðin af ráðherra skv. tillögum
sérstakrar matsnefndar.
Gert er ráð fyrir að öllum fast-
ráðnum starfsmönnum bankanna
verði gefinn kostur á starfi hjá við-
komandi hlutafélagi. Jafnframt
segir í frumvarpinu að taki starfs-
maður sem áður gegndi störfum
hjá ríkisbönkunum við starfi hjá
hlutafélagabönkunum falli niður
réttur hans til launa það sem eftir
er af uppsagnarfresti, ef hinu nýja
starfi fylgja jafnhá eða hærri laun
en hann áður hafði, en ella gréiðist
launamismunurinn til loka upp-
sagnarfrestsins.
Jafnræði banka á
fjármagnsmarkaði
Umboð núverandi bankaráða
fellur niður þegar hlutafélögin taka
við rekstri bankanna, skv. frum-
varpinu og ennfremur er gert ráð
fyrir breytingum á verkaskiptingu
bankaráðs og bankastjórnar, m.a.
um að bankastjórar hafi frumkvæði
að ráðningu undirmanna sinna, en
þurfi þó að leita staðfestingar bank-
aráðs og að ákvörðunarvald um
vexti og þjónustugjöld verði flutt
til bankastjórnar.
Hlutafélagabankarnir taka við
öllum skattalegum skyldum og rétt-
indum ríkisbankanna og sama gild-
ir um lífeyrisskuldbindingar vegna
starfsmanna bankanna.
í athugasemdum við frumvarpið
segir m.a. að með rekstri bankanna
í hlutafélagaformi sé skapað jafn-
ræði banka á fjármagnsmarkaði og
að nýir möguleikar opnist fyrir
bankana til þess að afla sér aukins
eiginfjár með útboði hlutafjáraukn-
ingar, ábyrgð ríkissjóðs á banka-
rekstri minnki og möguleikar opnist
fyrir ríkissjóð til að selja hlut sinn
í bönkunum að einhveiju eða öllu
leyti.
------♦ ♦ ♦------
Reykjavík:
>
Astand gatna
er ekki gott
GÖTUR í Reykjavík eru í frekar
slæmu ástandi eftir snjóléttan
vetur, að sögn Sigurðar Skarp-
héðinssonar gatnamálastjóra.
Ástand gatnanna er álíka eða
verra en það hefur verið undan-
farin ár þar sem yfirborð þeirra
hefur lengst af í vetur verið
bæði autt og rakt.
Nýlega var tekið tilboði Halldórs
og Gunnars í malbiksviðgerðir á
vegum gatnamálastjóra. Viðgerðii'
á götum borgarinnar hefjast vænt-
anlega í næstu viku, að sögn Sig-
urðar.