Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992
Ballettskóli Guðbjargar Björgvins: Atriði úr Týndu prinsessunni.
Týnda prinsessan
_________Leiklist____________
Ólafur Ólafsson
Týnda prinsessan.
Barnaballett í 4 atriðum.
Höfundur sögu: Sigríður María.
Sviðsmynd: Kjartan Kjartans-
son.
Tónlist: Ymsir höfundar.
Aðstoðarmaður: Arna Björk
Gunnarsdóttir.
Höfundur dansa og stjórnandi:
Guðbjörg Björgvinsdóttir.
Borgarleikhúsið, 30. mars
1992.
Það er ekki oft sem heilskvölds
frásagnarballett er frumsýndur á
íslandi. Það gerðist þó á stóra
sviði Borgarleikhússins 30. mars.
Þar voru á ferð nemendur Ballett-
skóla Guðbjargar Björgvins. Á
undanförnum árum hafa vorsýn-
ingar skólans verið að færast í
áttina að því að verða kvöldsýn-
ingar í leikhúsi. Nú hefur því ver-
ið náð og á Guðbjörg Björgvins
lof skilið fyrir atorkuna í þeim
málum.
Týnda prinsessan er ævintýri
eins og hefðbundin ævintýri eiga
að vera. Þarna eru kóngur og
drottning, varðmenn og hirð og
barnfóstran er á sínum stað.
Þarna er líka-góðhjörtuð kona og
þorpsbúar. Blómin dansa og fugl-
arnir og ekki má gleyma svona
eins og tveimur dúsínum af maka-
lausum dansandi flugum og prins-
essu, sem er týnd. I stuttu máli
er sagan sú, að prinsessunni er
rænt og hún svo yfirgefin í skóg-
inum. Lítill fugl vekur athygli
góðhjartaðrar konu á ungabarn-
inu og hún elur prinsessuna upp
sem sitt barn. Átta árum síðar
verður stúlkan viðskila við „móð-
ur“ sína í þorpinu, ráfar að kon-
ungshöllinni og inn á dansleik
þar. Hún þekkist á hálsmeni sem
hún ber og saga hennar kemur í
ljós. Allt fær að lokum farsælan
endi.
Kóreógrafían er samin af
smekkvísi og tilgerðarleysi með
nemendur skólans í huga. Sögu-
þráðurinn komst vel til skila og
allir eru með á nótunum. Oft örl-
aði á kímni, sem var af hinu góða.
Sýningin var litrík og þarna ríkti
sönn dansgleði. Nemendurnir eru
á misjöfnum aldri, eða frá því að
standa vart útúr hnefa að tvítugu.
Þeir eru líka komnir mislangt í
námi. Frammistaðan var eftir
því, en hallardansar elstu nemend-
anna í klassískum stíl gerðu þó
nokkrar kröfur til dansaranna.
Dansar þorpsbúanna voru í alþýð-
legri stíl og virkuðu ágætlega sem
og hirðdansamir. Það er ekki
ástæða til að nafngreina einstaka
nemendur. I heild rann sýningin
vel áfram og þessir ungu dansar-
ar, 130 talsins, stóðu sig með
sóma. Þar hefur eflaust hjálpað
mikið val á tónlistinni, sem var
mjög dansræn og valin af smekk-
yísi. Hún nánast dansaði sjálf og
túlkaði andrúmsloft sögunnar.
Hún hefur verið dönsurunum
ungu mikill stuðningur. Svona
sýning örvar ímyndunarafl nem-
endanna og samhæfir huga og
líkama, sem hefur mikið uppeldis-
legt gildi.
Nám í listdansi skilar ekki
árangri, nema að það sé hafið á
ungaaldri. Það skilar heldur ekki
árangri, nema að nemarnir fái að
reyna sig og koma fram við raun-
verulegar aðstæður. Slíkt tæki-
færi veitti Guðbjörg Björgvins-
dóttir nemendum sínum og þeir
stóðust eldraunina. Leikhúsið var
troðfullt og viðtökur þakklátra
áhorfenda frábærar. Þetta kvöld
í Borgarleikhúsinu verður öllum
þeim sem þar voru lengi minnis-
stætt.
Umræða um samein-
ingu sveitarfélaga
Borg í Miklaholtshreppi.
NÝLEGA boðaði héraðsráð Snæfellinga til fundar með sveitarstjórnar-
mönnum í dreifbýlishreppum á Snæfellsnesi. Fundurinn var haldinn í
Breiðabliki. Málefni fundarins var að ræða sameiningu sveitarfélaga.
Formaður héraðsráðs, Magnús
Stefánsson sveitarstjóri í Grundar-
firði, setti fundinn og stjórnaði hon-
um. Hann reifaði stöðu mála í upp-
hafi fundar, hann gat þess að héraðs-
ráð hefði tilnefnt tvo menn í nefnd
á vegum samtaka sveitarfélaganna
á Vesturlandi samkvæmt samþykkt
sem gerð var á aðalfundi þess í nóv-
ember 1991. Stefán Jóhann Sigurðs-
son fulltrúi héraðsráðs í fyrrnefndri
nefnd gerði grein fyrir hugmyndum
sem uppi eru um sameiningu Olafs-
víkur og Hellissands. Svanur Guð-
mundsson oddviti Eyjahrepps gerði
grein fyrir skoðanakönnun sem hann
lagði til að viðhefð yrði á fundinum
um ýmsa möguleika í sameiningu
sveitarfélaganna. All líflegar umræð-
ur urðu á þessum fundi. Síðan var
skoðanakönnunin gerð, sú sem áður
getur. 1. Skipan sveitarfélaga verði
óbreytt frá því sem er í dag: já eða
nei. 2. Ef sameina á sveitarfélög og
stækka þau, með hvaða hætti ætti
það að vera: a. Vesturlandskjördæmi
eitt sveitarfélag. b. Snæfellsnes- og
Hnappadalssýsla eitt sveitarfélag. c.
Öll dreifbýlissveitarfélögin í Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu verði
eitt sveitarfélag. d. Sveitarfélögin frá
og með Breiðuvíkurhreppi til og með
Skógastrandarhreppi verði sameinuð
í eitt sveitarfélag. e. Annað.
Niðurstaðan úr skoðanakönnun-
inni er eftirfarandi: Fyrsti liður: já
sögðu þrír, nei sögðu átján. Annar
liður: a. eitt atkvæði, b. einn, c. átta,
d. sex og e. tveir. Einn seðill var
auður. - Páll.
911KA 0107A LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJOTÉí^
fc i I vv’ta I 0 / V KRISTINNSIGURJÓNSSON.HRL.loggilturFASTEiCSNA^fttv
Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna:
Við Hulduland - sérþvottahús - bílskúr
Góð 5 herb. íbúð á 2. hæð, 120 fm nettó. 4 svefnherb. Gott skápa-
pláss. Sólsvalir. Útsýni. Yfirstandandi málning o.fl. utanhúss.
Við Blikahóla með langtímaláni
Rúmgóð 2ja herb. íb. á 3. hæð, 60,8 fm, auk geymslu og sameignar.
Laus strax. Suðursv. 40 ára húsnæðislán um 2,2 millj.
Glæsileg sérhæð í þríbýlishúsi
6 herb. neðri hæð, 146,8 fm, við Stigahlíð. 3 svefnherb. og forstofu-
herb. m. sér snyrtingu. Góður skál. Sólsvalir. Allt sér. Rúmgóður
bílsk.
Skammt frá Aflagranda
í 10 ára fjölbhúsi, 3ja herb. íb. á 1. hæð, tæpir 80 fm, við Meistara-
velli. Sólsvalir. Gott skipulag. Nýtt parket. Þvottahús á hæð. Glæsilega
frág. lóð.
Á vinsælum stað í Hlíðunum
4ra herb. íb. á 1. hæð, 103,3 fm nettó. Nýlegt gler. Gott skáparými.
Svalir. Rúmg. geymslu- og föndurherb. í kj.
Lítil sérfb. í gamla bænum
3ja herb. efri hæð í tvíbhúsi (timburhúsi), hálfur kjallari fylgir. Eignar-
lóð. Laus strax. Þarfn. endurbóta. Tilboð óskast.
í lyftuhúsi - tilboð óskast
Ný 1 herb. íb. á 4. hæð í lyftuhúsi við Tryggvagötu. Sólsvalir. Húsið
er nýlega endurbyggt. Laus fljótlega.
Rétt vestan borgarmarkanna
Glæsilegt raðhús á vinsælum stað. Húsið er á tveimur hæðum með
innb. bílsk. um 280 fm fullb. undir trév. Gott langtímalán um kr. 8,0'
millj. fylgir. Eignaskipti möguleg.
• • •
Opið ídag kl. 10-16.
Fjársterkir kaupendur.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASAIAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 635. þáttur
Að rifa segl(in) er að haga
se^labúnaðinum svo, að við-
námsflötur seglanna minnki í
vindi. Þetta getur verið nauðsyn-
legt, svo að menn kollsigli sig
ekki. Það er sem sagt varúðar-
ráðstöfun gætinna sjómanna,
sbr. líka að lægja eða lækka
seglin.
Þetta er svo haft í yfirfærðri
merkingu = láta undan, minnka
umsvif sín. Virðulegur borgar-
fulltrúi í Reykjavík mun hafa
átt við eitthvað slíkt, er hann
talaði um að „rífa seglin“. En
það þætti hvergi góð sjó-
mennska. Því miður hefur um-
sjónarmaður einnig heyrt í frétt-
um að segl hafi verið „rifin“ í
staðinn fyrir rifuð.
Og svo er orðið sómi komið
í fleirtölu í þessu blessaða blaði.
í leikdómi 10. mars síðastliðinn
var sagt að tiltekin leiksýning
hefði verið nemendum „til mik-
illa sóma“.
★
Ef ég fæ hundrað krónur og
annar maður helmingi meira,
þá hlýtur sá tvö hundruð krónur
eftir gamalli hefð málsins og
málvitund umsjónarmanns. Til
frekari skýringar hefur Svavar
Ármannsson í Reykjavík leyft
mér að hafa eftir sér þessa mjög
svo greinargóðu reglu, sem
styðja má dæmum úr klassískum
ritum, ef-þurfa þykir:
„Gagnstætt reglum prósentu-
reiknings gildir sú regla í ís-
lensku máli, að sé eitthvað auk-
ið t.d. fjórðungi, þriðjungi eða
helmingi, þá er fjórðungur, þriðj-
ungur eða helmingur reiknaður
af niðurstöðu, en ekki grunni.“
Ég þakka Svavari þetta skýra
og skilmerkilega orðalag.
★
Kristján heitir maður Eiríks-
son á Laugarvatni. Hann hefur
sett fram athyglisverða kenn-
ingu, þá sem gengur undir nafn-
inu skinnduldakenningin.
Þessi kenning hefur að vísu birst
í heild sinni í Bændablaðinu,
en eigi að síður þykir umsjónar-
manni hún svo merkilegog nýst-
árleg, að hann hefur fengið leyfi
höfundar til þess að birta úr
henni glepsur hér í þáttunum.
Þessi kenning, sem einnig nefn-
ist skinnsemikenning, fjallar
um tilurð og geymd íslenskra
fornrita, en kjarni hennar er sá
að menn hafi skrifað á skinn lif-
andi skepna, og fer þá ýmislegt
að skýrast sem áður var hulið
nokkru mistri. Gef ég nú Krist-
jáni Eiríkssyni orðið um sinn:
„Dræpist skepna ofan í fjarri
byggðum og fyndist ekki, mátti
bóka að sá kafli, sem á hana
var skrifaður, færi forgörðum.
Er þannig vafalaust hægt að
skýra eyður í mörgum handrit-
um. Reyndar má, ef glöggt er
leitað, finna óyggjandi heimildir
um að á skepnurnar hefur verið
skrifað lifandi og er meira að
segja hægt að nefna einstaka
skepnur í því sambandi. Hyrna
frá Vatni, eða Vatnshyrna eins
og hún var líka kölluð á sinni
tíð, var t.d. fræg handritakýr,
þótt flest sé nú glatað sem á
henni stóð ...
Sagt var að þeir, sem trauðla
fengju lesið það sem á einum
grip stóð, hefðu varla gripsvit,
og lifir sá talsháttur enn í mál-
inu. Þeir sem voru vel læsir á
lifandi fénað, voru aftur á moti
kallaðir glöggir eða skinnsamir
(nú er reyndar skrifað skynsam-
ur, en það er aldrei sagt og
óvíst að svo hafi nokkurn tímann
verið gert) og sagðir hafa lifandi
eftirtekt...
Mestu menningar- og listahá-
tíðir til forna hafa verið göngur
og réttir. Það hefur t.d. ekki
verið lítill viðburður, er Njálu-
bóndi réttaði þá gripi er varð-
veittu Njálssögu. Ymislegt bend-
ir til að lesturinn hafi einkum
verið kvennastarf, sbr. orðið
lespía, þ.e. pían sem les (orðið
er nú oftast ritað með b-i í stað
p-s og talið grískt að uppruna
og tengt við ergi kvenna. Þessu
mun þó ekki svo háttað heldur
er hér um sunnlenskt linmæli
að ræða). Lespíur hafa setið á
réttarveggnum og lesið rétt
sem kailað var. Notuðu þær við
lestur þar til gerða pijóna til að
benda á textann, sbr. orðið
prjónles. Þær hafa lesið upp-
hátt fyrir réttarfólkið.“
Verður hér lát á skinndulda-
kenninguimi um sinn, en fram-
hald hennar kemur í næstu þátt-
um.
★
Björn S. Stefánsson í Reykja-
vík sendir eftirfarandi athuga-
semdir sem umsjónarmaður birt-
ir fúsléga:
„I spurningaþætti framhalds-
skóla á Rás 2 var spurt um fylki
í suðurríkjum _ Bandaríkjanna.
Fréttamaður Útvarpsins þar
vestra talar oft um fylki Banda-
ríkjanna. Hvers vegna talar fólk-
ið þá ekki líka urn Bandafylkin?
Ég ætla, að það tefji, að það
sem þar heitir ríki sé í reynd
ekki ríki, og því telji það lýsa
málinu betur að tala um fylki.
Þetta er ekki rétt skilið. Ríki
þessi eru að vísu ekki fullvalda,
enda gerir orðalagið fullvalda
ríki ráð fyrir því, að svo sé ekki
alltaf. Með bandalagi færðu þau
hluta af valdi sínu til alríkis-
stjórnar. Oðru máli gegnir um
fylki, t.a.'m. í Noregi. Þar hefur
ríkisvaldið fært hluta af valdi
sínu til fylkjanna og getur tekið
það aftur til sín hvenær sem er.
I þessu efni tel ég rétt að
nota þá einkunn sem viðkomandi
velur sér. Ríki er kallað lýðveldi
fyrir það eitt, að fyrir því er
forseti, en ekki konungur, þótt
umdeiianlegt kunni að vera, að
lýðurinn (almenningur) hafi þar
nokkur völd. Þess vegna er líka
rétt að tala um ríkið Tennessee
í suðurríkjum Bandaríkjanna,
meðan stjórnvöld í Tennessee
kalla svo, hversu þröngt sem þau
kunna að starfa undir alríkis-
stjórninni í Washington."
★
I síðasta þætti þótti mér ör-
vænt að þýða mætti á íslensku,
svo vel færi, limru þá alfræga
sem þar birtist á ensku og lat-
ínu. Én nú hefur Hrólfur Sveins-
son leyst vandann af þeirri list
sem honum einum er lagin, hvað
sem fermingarbróðir hans
ónefndur kann þar um að segja.
Umsjónarmaður birtir með
þökkum:
Hann Bárður í Svalvogum brosti,
á bjarndýri reið hann í frosti.
Þó endar sú saga
í mjög hlýjum maga;
og þá var það Bangsi sem brosti.