Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 i Kópavogur - Hvað er að gerast? eftir Gunnar Birgisson Málefnasamningur Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks var gerður I júní 1990. Helstu atriði hans eru talin hér á eftir. Til glöggvunar er greint frá framgangi stuttlega. ★ Stöðva verður skammtíma skuldsetningu bæjarsjóðs og stuðla að hagstæðari samsetningu lána. — Þetta Refur verið gert. Engir dráttai"vextir verða greiddir á árinu 1992. ★ Stefnt að betri nýtingu fjár- magns bæjarbúa m.a. með því að fá afslátt af aðkeyptri þjónustu. — Þetta hefur verið gert með bættu veitufjárhlutfalli. Nú er algengur afsláttur 5-20% á flestum aðkeypt- um liðum. ★ Gerð verði úttekt á rekstri og stjórnsýslu bæjarins. — Þetta hefur verið framkvæmt. Stjórnkerfinu hefur verið skipt upp í 4 svið. Stórbætt kostnaðareftirlit og skilvirkni þessu fylgjandi hefur leitt af sér að rekstrarkostnaður bæjarins hefur nánast staðið í stað í krónum talið í 2 ár. ★ Endurbygging gömlu gatnanna verði framkvæmd á 4-6 árum. — Þær götur sem lokið verður við á þessum tveimur árum frá því að málefnasamningurinn var gerður, eru: Vesturvör, Urðarbraut, Kópa- vogsbraut, Þinghólsbraut, Kópavör, Suðuivör, Skólagerði, Hlíðarvegur, Bjarnhólastígur, Kársnesbraut og Hafnarbraut. Alls um 5,5 km á fyrra helmingi kjörtímabilsins. Til viðbótar þessu má geta: — Slitlag og gangstéttar hafa verið og verða lögð á á þessu ári og fyrra ári: Fagrihjalli, Fífuhjalli, Furu- hjalli, Heiðarhjalli, Lækjarhjalli, Skógarhjalli og Trönuhjalli. Slitlag hefur verið lagt á: Fífuhvammsveg og Dalveg að hluta, Vallarsmára, Lautarsmára, Lindarsmára, Lækj- arsmára og Smárahvammsveg. ★ Haldið verði áfram byggingu Hjallaskóla og annarra skólamann- virkja. — 8 kennslustofur hafa verið byggðar við Hjallaskóla. Vinna stendur yfir við skólalóðir Hjalla- skóla og Snælandsskóla. Viðbygg- ing er hafin við Kópavogsskóla fyr- ir einhverfa nemendur. Undirbún- ingur á byggingu Smáraskóla stendur yfir. Framkvæmdir standa yfir við stækkun Menntaskólans í Kópavogi og byggingu matvælaiðjuskóla. Unnið verður fyrir 60 milljónir á þessu ári og sömu upphæð næstu ár. ★ Áhersla verði lögð á byggingu félagslegra íbúða. — Kópavogur átti engar bygginga- lóðir þegar núverandi meirihluti tók við. Þessu hefur verið snúið við. Nú geta allir sem vilja fengið lóð í Kópavogi. Á þessu ári verða milli 80 og 100 íbúðir í félagslega kerf- inu í byggingu í Kópavogi og rúm fyrir fleiri ef kerfið leyfði. ★ Unnið skal að málefnum fatl- aðra, s.s. ferlimálum ... — Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópa- vogi er með því besta sem þekkist. Ferðum hefur fjölgað á síðustu tvö árin. Unnið er að bættu aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins. ★ Unnið verður að áframhaldandi uppbyggingu hafnarsvæðisins ... — Engar fjárveitingar hafa fengist hjá ríkinu frekar en fyrri daginn. Þrátt fyrir þetta hefur verið lokið við mikla landfyllingu og byrjað á nýjum hafnargarði, svokölluðum Norðurgarði. Miklu efni hefur verið safnað af hagsýni fyrir lítið fé. ★ Fossvogsdalur verði útivistar- svæði. — Friður var saminn við Reykvík- inga þegar núverandi meirihluti kom til valda. Nú er unnið af krafti við skipulagningu dalsins í sam- vinnu við nágranna okkar og vini í Reykjavík. Sú vinna er langt kom- in og framkvæmdir munu hefjast í sumar. ★ íþróttahöllin í Kópavogsdal. Ósk- að verði eftir endurskoðun á samn- ingi þeim sem gerður var við ríkið um hlutdeild ríkissjóðs í byggingar- kostnaði. — Samningar náðust ekki við ríkið. Kostnaður fyrir bæinn hefði orðið í það minnsta 600 milljónir. Meiri- hlutinn taldi þetta óábyrga ráðstöf- un fjármuna bæjarsjóðs og alósann- gjarna kostnaðarskiptingu við ríkið. Nú er verið að vinna að undirbún- ingi byggingar íþróttahúss í Kópa- vogsdal, sem hentar bæjarbúum. ★ Gerð verði framkvæmdaáætlun um sameiginlega skolpfráveitu höf- uðborgarsvæðisins. — Lokið er samningum um sameig- inlega fráveitu Kópavogs, Garða- bæjar, Reykjavíkur og Seltjarnar- ness. Þessir 'samningar eru tví- mælalaust hagstæð lausn fyrir bæjarfélagið. Fyrri meirihluti var gersamlega úrræðalaus í þessu máli. Nú er það í höfn og fjörur Kópavogs verða orðnar hreinar árið 1995. Þetta er mesti sigur í um- hverfismálum Kópavogs fyrr og síð- ar, það hljóta allir að sjá. Allir áherslupunktar í málefna- samningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfiokks eru þannig vel á vegi staddir og hafa flokkarnir því fyllilega staðið við kosningaloforð sín. Er það nýmæli í Kópavogi. Fjármál Kópavogs Nettóskuldir Kópavogs stefndu í um 1400-1500 milljónir króna um síðustu áramót. En nettóskuldir eru heildarskuldir að frádregnum pen- ingalegum eignum. Það er villandi að einblína á heildarskuldir einung- is. Hægt er að taka lán upp á til dæmis einn milljarð. Leggja upp- hæðina í banka til ávöxtunar. Þá hafa heildarskuldirnar hækkað um Gunnar Birgisson „Núverandi meirihluti mun ekki láta deigan síga, heldur halda ótrauður áfram á mark- aðri braut. Arangurinn verður lagður í dóm kjósenda árið 1994. Það er ofur eðlilegt að A- flokkarnir kvíði þeim dómi í ljósi framan- sagðs.“ einn milljarð en néttóskuld ekki neitt. Vegna uppbyggingar í Kópa- vogsdal hefur Kópavogur bundið fé í gatnagerð og landakaupum sem nemur um 600 milljónum króna. Þessir fjármunir eru í raun pening- ar á banka, þar sem þeir munu koma inn sem tekjur á næstu árum í gatnagerðargjöldum af hinni miklu uppbyggingu, sem hafin er í dalnum. Þessar 600 milljónir eru ekki taldar sem peningalegar eign- ir. En væri það gert myndi nettó- skuld lækka sem því næmi. En góðum reikningsskilavenjum er fylgt af núverandi meirihluta. En talandi um reikningsskila- venjur, þá oftaldi fyrri meirihluti peningalegar eignir hjá gjaldþrota aðilum og reiknaði sjálfum sér samvizkusamlega dráttarvexti af þessu löngu glataðá fé. En núver- andi meirihluti neyddist til að af- skrifa 150 milljónir á fyrsta ári sínu, þegár þessi sannleikur kom í ljós. Þetta voru beinar falsanir á reikn- ingum bæjarins framkvæmdar vís- vitandi í áróðursskyni af ábyrgðar- lausum lýðskrumurum fyrri meiri- hluta. Hvað þýðir endurskipulag rekstrarins? Núverandi meirihluti hefur geng- ið hart fram í að halda rekstrarút- gjöldum bæjarins niðri. Árangurinn fyrir getu bæjarins til framkvæmda og greiðslu skulda má sjá af því, að rekstrarafgangur var kominn niður í 14,3% af tekjum árið 1989, alls um 169 milljónir. Á þessu ári er rekstrarafgangur áætlaður 400 milljónir króna. Þetta er áþreifanlegur árangur af stjórn- unarlegri endurskipulagningu t meirihlutans. Með þessari stefnu munu skuldir bæjarins lækka í framtíðinni. Staðreyndir um störf A-flokkanna Á síðasta kjörtímabili söfnuðu A-flokkarnir skuldum á hveiju ári, þrátt fyrir áætlanir sínar um ann- að. Draumsýnir og veruleiki þeirra: Fjárhagsáætlun Veruleikinn 1986 + 30 millj. + 139 millj. 1987 + 80 millj. + 310 millj. 1988 + 75 millj. + 395 millj. 1989 + 100 millj. + 275 millj. 1990 + 70 millj. + 360 millj. Þeir leystu vandamál sin með þvi að taka skammtímalán upp á einn milljarð króna, á óhagstæðum vöxt- um, sem gjaldféllu árið 1991 370 milljónir. Arið 1992 430 milljónir og 200 milljónir árið 1993 og 1994. Þetta kallar Guðmundur Oddsson, I „að það er ekki mjög stórmannlegt að láta aðra um að greiða öll lán sem maður tekur“. Guðmundur Oddsson er þannig sannlega ekki mikið stórmenni sam- kvæmt eigin skilgreiningu. Fjárhagsáætlun árið 1990 Fjárhagsáætlun fyrri meirihluta fyrir 1990 var því miður röng. Odd- viti Alþýðubandalagsins viður- Málræktar sj óður Síðari grein eftir Baldur Jónsson í fyrri grein minni um Málrækt- arsjóð var sagt nokkuð frá stofnun sjóðsins, tilefni hennar og markmiði hans. Hér verður vikið að skipulags- atriðum og söfnun til sjóðsins. Stofnendur og höfuðstóll Skipulagsskrá Málræktarsjóðs var staðfest af dómsmálaráðuneyti 7. mars 1991. í 3. grein hennar segir svo um stofnendur sjóðsins: „íslensk málnefnd er stofnandi Málræktarsjóðs. Einstakiingar, samtök, fyrirtæki eða stofnanir, sem leggja honum til fjármuni í einhverri mynd fyrir árslok 1992, teljast einnig stofnendur." Og í 4. grein er þetta ákvæði: „Þau framlög sem skila sér til ársloka 1992 telj- ast stofnfé sjóðsins sem ekki má skerða." Samkvæmt skipulagsskránni skal sjóðstjórnin beita sér fyrir því að safna til sjóðsins fé frá öðrum en ríkinu allt að 50 milljónum króna á verðlagi ársins 1991, og mennta- málaráðherra skal beita sér fyrir því að ríkið leggi fram samsvarandi fjárhæð af sinni hálfu. Þannig er gert ráð fyrir því að höfuðstóll Málræktarsjóðs verði 100 milljónir króna, og hann má ekki skerða. Til útgjalda má einungis nota tekjur sjóðsins. Stjórn og fulltrúaráð í umræðum þeim sem fram fóru við undirbúning sjóðsstofnunarinn- ar var gert ráð fyrir almennri fjár- söfnun til sjóðsins. Málnefndin taldi þá eðlilegt að hún sæti ekki ein að stjórn hans. í skipulagsskránni er því gert ráð fyrir sérstöku fulltrúa: ráði sem geti haft nokkur áhrif. I ráðinu eiga sæti þeir sem sitja í íslenskri málnefnd (15 manns) og að auki fulltrúar samtaka, fyrir- tækja eða stofnana sem teljast stofnendur samkvæmt skipulags- skránni. Framlög einstaklinga veita ekki rétt ti) setu í fulltrúaráði. Þegar fram í sækir verða fimm menn í sjóðstjórn, kosnir til fjögurra ára í senn, og skipar stjórn íslenskr- ar málnefndar þrjá þeirra. En aðal- hlutverk fulltrúaráðs verður að til- nefna tvo stjómarmenn til viðbótar og tvo til vara og álykta í megin- atriðum um stefnu og starfshætti sjóðsins til leiðsagnar fyrir stjórnina. Fulltrúaráð heldur aðalfund í jún- ímánuði ár hvert, í fyrsta skipti nú í vor. Þá á samkvæmt bráðabirgða- ákvæðum að kjósa tvo menn í stjórn til eins árs, en eftir það gilda aðalá- kvæði skipulagsskrárinnar. Samtök, fyrirtæki og stofnanir sem gerast stofnendur fyrir 1. júní nk. öðlast rétt til að tilnefna mann í fulltrúaráð fyrir aðalfund þess í júnímánuði næstkomandi, og hafa a.m.k. tvenn samtök og ein stofnun öðlast þann rétt nú þegar. Þeir sém leggja í sjóðinn eftir 31. maí 1992 en fyrir lok þessa árs, teljast einnig stofnendur, en geta ekki átt fulltrúa á aðalfundi fyrr en 1993. Söfnunarmarkmið Sem fyrr segir var stefnt að því með skipulagsskránni að höfuðstóir' sjóðsins yrði 100 milljónir króna við lok þessa árs; þar af kæmi helming- ur frá ríkinu. Nú er orðið ljóst að stjórnvöld treysta sér ekki til að keppa að því marki á svo skömmum tíma og stjórn sjóðsins hefír haldið að sér höndum vegna óvissu um afstöðu þeirra. í fjárlögum fyrir árið 1992 er heimild fyrir 2,4 millj- óna króna framlagi til Málræktar- sjóðs. Stjórn sjóðsins gerir sér von- ir um að geta náð saman miklu hærri fjárhæð fyrir sitt leyti frá einstaklingum, samtökum, fyrir- tækjum og stofnunum þegar á þessu ári. Hins vegar er óvíst að henni takist að safna 50 milljónum króna fyrir árslok. Þeir sem hlut eiga að máli eru því undir það bún- ir að lengri tíma þurfi en upphaf- lega var ætlað til að ná 100 millj- óna króna markinu. Með hliðsjón af þessum aðstæð- um hefir stjórn Málræktarsjóðs nýlega endurmetið stöðuna og vill fyrir sitt leyti stefna að því að höf- uðstóll sjóðsins verði kominn í 100 milljónir á 50 ára afmæli lýðveldis- ins 17. júní 1994. Þjóð og þing hafa þá um það bil tvö ár til stefnu og ætti ekki að verða skotaskuld Baldur Jónsson „Með hliðsjón af þess- um aðstæðum hefir stjórn Málræktarsjóðs nýlega endurmetið stöðuna og- vill fyrir sitt leyti stefna að því að höfuðstóll sjóðsins verði kominn í 100 milljónir á 50 ára af- mæli lýðveldisins 17. júní 1994.“ úr því að reyta saman þessa fjárhæð á tveimur árum. Ef einhverjum skyldi vaxa það í augum má minna á að íslendingar létu sig ekki muna um að fá sér aukasopa af öli fyrir einar 50 milljónir króna á tveimur sólarhringum í marsbyijun 1989! Til tals hefir komið að heija eins konar söfnunarátak 17. júní næst- komandi eða hafa þann dag fyrir heitstrengingardag í þágu Mál- ræktarsjóðs. En jafnvel þótt svo verði þarf enginn að bíða með fram- lag sitt eftir þeim degi. Söfnun í Málræktarsjóð er hafin fyrir löngu og stofnframlögum veitt viðtaka hvenær sem er. Um skipulega lands- söfnun verður varla að ræða, enda hefir sjóðurinn hvorki bolmagn til að hrinda henni af stað né standa fyrir henni. Hann verður að treysta því að hann eigi nógu marga góða að sem heyra kallið þótt ekki sé blásið í hina stærstu lúðra. Framlög Loks er rétt að vekja aftur at- hygli á því sem minnst var á í fyrri greininni um Málræktarsjóð, að þeir „sem leggja honum til fjármum í einhverri mynd fyrir árslok 1992 teljast stofnendur", eins og segir í skipulagsskrá. Framlög til sjóðsins þurfa sem sé ekki að vera bein fjár- framlög. Hvers konar eignir, sem fémætar teljast, koma til greina. Þeir sem vilja taka þátt í stofnun Málræktarsjóðs geta lagt inn á póstgíróreikning nr. 37 55 00 eða snúið sér til framkvæmdastjóra sjóðsins, Kára Kaaber, íslenskri málstöð, Aragötu 9, 101 Reykjavík. Minningarspjöld Málræktarsjóðs eru einnig fáanleg þar. Síminn er 28530. Höfwulur cr prófessor í íslenskri málfiræili, forstöömnn ður Islenskrnr málstöðvnr og sljórnnrf'ormnður Mnlræktnrsjóðs,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.