Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992
! Handboltalandsliðið kemur í heimsókn kl. 14.00
Coka Cola býður gestum upp á
Coke og meðlæti.
í Nýa Kökuhúsið býður strákunum upp á Hnallþóru.
j Veitt verða verðlaun fyrir rétt svar í getrauóaleik
i Adidas, Kringlusports, Stöðvar 2 og Bylgjunnar
sem fram fór á dögunum.
Verðlaunin veita Adidas og Kringlusport.
Verslanir Borgarkringlunnar
veita ríflegan afslátt af vörum.
rangurs íslenska
Handknattleiksliðsins.gerum við okkur
dagamun og höldum veislu.
Það verður margt um að vera í
Borgarkringlunni í dag.
AFMÆLISBÚÐIN BLÁI FUGLINN BLAZER BLÓM OG LISTMUNIR
BORÐ FYRIR TVO CINDERELLA DEMANTAHÚSIÐ FIL A FIL
ENDUR OG HENDUR FIÐRILDIÐ FÖRÐUNARMEISTARINN
GLERAUGNASMIÐJAN HÁRPRÝÐI/FATAPRÝÐI KÚNIGÚND
HERBIER DE PROVENCE KRINGLUSPORT KRINGLUKRÁIN
LEONARD MAMMAN MEKKA NÝA KÖKUHÚSIÐ PLEXIGLAS
RODIER SIGFÚS EYMUNDSSON STEPP STEINAR MÚSIK
SVEINN BAKARI TÖFRAR TÖLVULAND TÓMSTUNDAHÚSIÐ
WITTARD OF LONDON
adidas
A-VEISLA
Furðulegar en ekki óvæntar!
eftir Úlfar
Þórðarson
I ljölmiðlum hefur verið sagt
frá yfirlýsingum Steingríms Her-
mannssonar fyi-rv. forsætisráð-
herra með meiru, bæði á Alþingi
og annars staðar opinberlega, þar
sem hann leggur að jöfnu stjórn-
málastefnu núverandi ríkisstjórn-
ar Þýskalands og Adolfs Hitlers,
sem lagði Evrópu nánast í rúst,
frá Volgubökkum til Atlantshafs,
þar sem 30 milljónir manna lét-
ust, en enginn veit hve margir
örkumluðust.
Það er vitað, að þegar Weiz-
aker forseti Þýskalands bauð for-
seta íslands í opinbera heimsókn
fyrir tveimur árum síðan, vakti
framkoma þáverandi forsætisráð-
herra, mikla undrun og vonbrigði
hjá þýskum frammámönnum.
Fyrrverandi forsætisráðherra,
Steingrímur Hermannsson, virðist
Úlfar Þórðarson
telja sér til framdráttar að reyna
að spilla þeirri miklu góðvild, sem
ávallt frá stríðslokum og raunar
áður, hefur ríkt í Þýskalandi,
bæði hjá leikum og lærðum í garð
íslendinga og það á þeim tíma,
þegar okkur er þýðingarmest að
njóta góðvildar og skilnings á
stöðu íslensku þjóðarinnar í þeirri
nýsköpun sem á sér stað í Evrópu.
Það er óhætt að fullyrða, að
þetta er ekki leiðin til þess að
vinna íslendingum fylgis og álits
á erlendum vettvangi, því það
mega menn vita, að það eru fleiri
en Þjóðverjar í Evrópu og það eru
fleiri en Þjóðverjar senr furða sig
á þessari framkomu við þá þjóð,
sem stendur mest í því í Evrópu
að rétta hjálparhönd til þeirra sem
eru í nauðum staddir í álfunni.
Það er ekki langt síðan Þjóð-
vetjar sjálfir voru í þeim sporum
og þeir skilja betur en aðrir hvað
gera þarf og hvað hægt et' að
gera á örlagastundum.
Höfundur er læknir.
Málverka-
uppboð á
Frá Þingvöllum, verk eftir Ásgrím Jónsson.
Hótel Sögu
MÁLVERKAUPPBOÐ Gallerís
Borgar, haldið í samvinnu við
Listmunauppboð Sigurðar Bene-
diktssonar hf., verður haldið á
Hótel Sögu sunnudagskvöldið 5.
apríl kl. 20.30.
Boðin verða upp um 80 verk, flest
eftir þekktustu listamenn landsins,
t.d. Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím
Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Svav-
ar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur,
Þorvald Skúlason, Kristínu Jónsdótt-
ur, Gunnlaug Blöndal, Jón Stefáns-
son, Sverri Haraldsson, Karen Agn-
ete, Finn Jónsson, Jón Engilberts,
Karl Kvaran, Valtý Pétursson, Eyj-
ólf Eyfells, Hring Jóhannesson, Jón
Reykdal, Gunnar Örn og Svein Þór-
arinsson.
Uppboðsverkin vet'ða sýnd í Gall-
eríi Borg við Austurvöll föstudaginn
3., laugardaginn 4. og uppboðsdag-
inn, 5. apríl, frá kl. 14 til 18.
Hægt verður að bjóða símleiðis í
verkin í símum 985-28173 og 985-
28174.
SPA
AKIÐ Á
GOODfYEAR
GOODfÝEAR
60 ÁR
Á ÍSLANDI
0
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S 695560 & 674363