Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992
Vorverkin hafin hjá BHMR
eftir Högna S.
Kristjánsson
Undanfarin ár hafa menn mátt
reiða sig á það, að þegar forystu-
menn BHMR hafa farið að nefna
„aðgerðir" í tengslum við kjara-
samninga, þá sé vorið að nálgast
og próf í vændum í framhaldsskól-
um.
Það var heldur ekki laust við það
að vorilmur væri í lofti þegar Páll
Halldórsson birtist á skjánum laug-
ardaginn 29. febrúar sl. og til-
kynnti borubrattur og iðandi í
skinninu, að hann myndi nú mæla
með „aðgerðum" til að þrýsta á um
gerð kjarasamninga. Vorverkfall
skal það væntanlega vera, landi og
þjóð til framdráttar á erfiðleikatím-
um.
Þannig er enn á ný blásið til
skæruhernaðar af hálfu BHMR.
Á að endurtaka leikinn?
í tilefni af þessum orðum forystu-
mannsins hlýtur manni að vera
spurn hvort blessaður maðurinn
hafi ekki bara misst minnið. Það
vita nefnilega flestir, sem vilja vita,
að verkföll skila ekki neinum
árangri til framtíðar fyrir þá sem
í þeim standa. Þetta er reynsla fé-
lagsmanna í Stéttarfélagi Jögfræð-
inga í ríkisþjónustu (SLÍR), sem
fóru ásamt öðrum félögum í BHMR,
í verkfall síðast þegar til þess ráðs
var gripið. Það verkfall skilaði fé-
lagsmönnum í SLÍR litlum sem
engum kjarabótum, og engin
ástæða er til að ætla að verkfall
nú myndi skila einhvetju, nema síð-
ur væri. Félagsmenn verða tekju-
lausir í iangan tíma en fá svo lítið
sem ekki neitt í kjarabætur.
Niðurstaða síðustu „aðgerða"
BHMR var nefnilega sú, að félags:
menn SLÍR voru skildir eftir. í
þokkabót voru svo samningarnir
skotnir af með einu pennastriki
þrátt fyrir allar aðgerðir og vind-
gapa. I dag hafa menn svo fyrir
sér árangur margra vikna „að-
gerða“ forðum, þ.e. kr. 67.000 í
byijunarlaun hjá félagsmönnum í
SLIR. Ofan á allt annað er sam-
starfsviljinn á milli samningsaðila
með þvílíkum endemum að ýmis
réttindamál þokast ekkert áfram,
enda hafa „aðgerðir" BHMR und-
anfarin ár ekki skilið neitt annað
eftir sig en sviðna jörð í samskiptum
ríkisvaldsins við starfsmenn sína.
Niðurstaðan af ofangreindu er
því sú, til upplýsingar fyrir forystu-
menn BHMR, að ríkið fer sínu fram
þrátt fyrir allar „aðgerðir“ enda
hefur það greiðan aðgang að laga-
setningarvaldinu.
Lausnin fyrir opinbera starfs-
menn er því ekki fólgin í verkföll-
um, enda valda þau engu nema tjóni
og það er alveg óþarft fyrir félags-
menn SLÍR að láta æsingamenn í
forystu BHMR draga sig út í slíka
vitleysu í ljósi reynslunnar.
Hver á stefna SLÍR að vera?
í ljósi reynslunnar af verkfalls-
réttinum þá tel ég að SLÍR beri að
stefna að því að segja sig úr BHMR
og fylgja í fótspor presta og falast
eftir því að ganga á ný undir kjara-
dóm og afsala sér þannig verkfalls-
réttinum. Fyrir dóminum má ætla
að mun auðveldara verði að ná sam-
bandi við viðsemjandann þar sem
ekki vofir yfir verkfallsvopnið í
höndum misviturra manna á borð
við þá sem undanfarin ár hafa ver-
ið í forystu BMHR. Jafnframt ætti
að skapast friðsamlegt andnímsloft
á gildistíma samnings (dóms), sem
haft gæti þær afleiðingar að auð-
veldara ætti að vera að þoka ýmsum
málum einstakra félagsmanna
„í ljósi reynslunnar af
verkfallsréttinum þá tel
ég að SLÍR beri að
stefna að því að segja
sig úr BHMR og fylgja
í fótspor presta og fal-
ast eftir því að ganga á
ný undir kjaradóm og
afsala sér þannig verk-
fallsréttinum. Fyrir
dóminum má ætla að
mun auðveldara verði
að ná sambandi við við-
semjandann þar sem
ekki vofir yfir verk-
fallsvopnið í höndum
misviturra manna á
borð við þá sem undan-
farin ár hafa verið í
forystu BMHR.“
fram, sem ætla má að sé ekki mjög
auðvelt í núverandi andrúmslofti.
Menn verða nefnilega að draga þær
ályktanir af skæruhernaði undan-
farinna ára að hernaðurinn skili
engu, en það sem best sé fallið til
árangurs sé gott samstarf við gagn-
aðilann.
Högni S. Kristjánsson
Þarf nýtt stéttarfélag
lögfræðinga?
Verði hins vegar niðurstaðan sú
að farið verði út í „aðgerðir" af
hálfu SLÍR þá hlýtur það að koma
til skoðunar að löglærðir starfs-
menn nýrra héraðsdómstóla og
sýslumannsembætta stofni með sér
nýtt stéttarfélag, sem fari þá leið
sem að ofan er getið og reyni á
þann hátt að gæta hagsmuna sinna
í betra samkomulagi við ríkisvaldið
en nú er.
Það verður enda að telja að verð-
ir laga og réttar, eins og dómara-
fulltiúar og fulitrúar sýslumanna
eru, hafi skyldum að gegna gagn-
vart þjóðfélaginu og þegnum þess,
sem ekki samrýmist því að vera að
ana út í einhveijar „aðgerðir", sem
bitna beint á þegnunum.
Lokaorð
Að lokum vil ég hvetja alla fé-
lagsmenn SLÍR til að sameinast um
að hafna öllum „aðgerðum" er fela
í sér vinnustöðvanir á einn eða ann-
an hátt. Slíkt kemur einungis í bak-
ið á okkur, eins og raunin varð síð-
ast, og er ekki til neins annars fall-
ið en að rýra traust fólks á okkar
störfum og um leið ala á óvild al-
mennings gegn eigin þjónum. Slíkt
andrúmsloft getur aldrei verið gott •
veganesti í samningum. Lögfræð-
ingar í ríkisþjónustu þurfa nefnilega
síst á því að halda að fá sama við-
horf gagnvart sér og nú hefur lengi
ríkt gagnvart HÍK, eftir nánast
árvissar voraðgerðir þeirra undan-
farin ár.
Við Pál Halldórsson segi ég
þetta: Vonandi ber okkur félags-
mönnum SLÍR gæfa til að sýna
samstöðu um að styðja okkur sjálf
en hafna um leið samstöðu með
félögum, sem finna engan frið öðru-
vísi en í verkföllum og slíkum hana-
slag, sem hafa engu skilað í gegn-
um árin öðru en mannorðsmissi
fyrir þau félög sem fremst hafa
farið.
Höfundur er dómarafulltrúi.
Veiðimennska á villigötum
eftirlndriða
Aðalsteinsson
Tilefni þessarar greinar er vænt-
anlegt frumvarp frá umhverfisráð-
herra m.a. um veiðar og friðun
fugla, ásmat nýlegri frétt í
Morgunblaðinu af drápi alfriðaðra
anda í Ölfusforum og yfirþyrmandi
fjölgun og skotæði margra svokall-
aðra „sport“ skotveiðimanna.
Ný símanúmer
Mánudaginn 6. apríl 1992 verður tekin í notkun ný símstöð
hjá borgarverkfræðingnum í Reykjavík og öðrum borgar-
skrifstofum í Skúlatúni 2 og breytast þá símanúmer þeirra.
Helstu númer verða þessi:
Aðalskiptiborð ....63 23 OO
Beint innval:
Skrifstofa borgarverkfræðings 63 23 10
Borgarskjalasafn 63 23 70
Bílastæðasjóður 63 23 80
Byggingadeild 63 23 90
Garðyrkjustjóri 63 24 60
Gatnamálastjóri 63 24 80
Húsatryggingar 63 25 20
Manntalsskrifstofa 63 25 50
Trésmiðja 63 26 00
Vélamiðstöð 63 26 32
Eftirtalin símanúmer verða óbreytt til 14. apríi:
Til 14. apríl Eftir 14. apríl
Byggingarfulltrúi
Borgarskipulag
Ráðningarskrifstofa
62 33 60 63 24 30
2 61 02 63 23 40
62 33 40 63 25 80
Geymið auglýsinguna.
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík.
Greinarhöfundur er bóndi og
hefur hvert haust í meira en þijá
áratugi stundað ijúpnaveiði sem
aukabúgrein. Ég hef verið í sam-
bandi við allmarga veiðimenn í
bændastétt og ijúpnaáhugamenn
vítt um land og þykist því geta
talað um ofangreind málefni af
nokkrum kunnugleik.
Svo fyrst sé vikið að ijúpnastofn-
inum, þá mun það samdóma álit
mjög margra veiðimanna, að hann
sé ekki svipur hjá sjón hjá því sem
var, þótt ekki sé farið nema 15-20
ár aftur í tímann. Mætti rökstyðja
það sterklega þótt hér sé ekki rúm
til slíks. Fuglafræðingar hafa hald-
ið fram sveiflukenningu, sem ekki
hefur gengið eftir, talað um fjölda-
dauða ijúpnaunga, sem enginn,
mér vitanlega, hefur fundið fjöður
af, og síðast, en ekki síst, þeirri
stórmerkilegu kenningu, að ijúpa
sé fuglastofn, sem veiði hafi engin
áhrif á.
Samanburður milli ára á þétt-
leika ijúpnavarps í Hrísey og á
ákveðnum svæðum í Þingeyjarsýsl-
um getur gefið vísbendingu um
viðkomu stofnsins á Norðaustur-
landi, varla annars staðar. Gögn
um það, hvort ijúpan færi sig til
milli landshluta eftir verðurfari og
fæðuskilyrðum hafa engin sést, en
margir halda því fram að hún geri
það í verulegum mæli.
Hér á Vestfjörðum var nánast
engin ijúpa árin 1989 og 1990,
þrátt fyrir þau bestu skilyrði á síð-
asta ári, sem hugsast gátu, til upp-
sveiflu í stofninum varð hún ekki
veruleg. Meira veiddist hins vegar
en efni stóðu til vegna þess, að
bleytuhríðir, sem ieiddu af sér jarð-
bönn, þrengdu ijúpunni saman í
kjarrlendi, en undir þannig kring-
umstæðum er nánast hægt að gjör-
eyða henni af stórum svæðum með
veiði.
Hin gífurlega fjölgun skot(veiði)-
manna frá ystu nesjum til innstu
öræfa, skjótandi á allt kvikt, haf-
andi undir sér fjallabíla, véisleða,
fjórhjól og jafnvei þyrlur, gæti
stefnt fleiri fuglastofnum en ijúpu
í hættu. Marghlæður (pumpur) í
höndum óvandaðra „sport“skyttna,
sem virðast fá útrás í því, fyrst og
fremst, að geta skotið sem flestum
skotum í rennu, gætu hafa gert
Indriði Aðalsteinsson
„Hin gífurlega fjölgun
skot(veiði)manna frá
ystu nesjum til innstu
öræfa, skjótandi á allt
kvikt, hafandi undir sér
fjallabíla, vélsleða, fjór-
hjói og jafnvel þyrlur,
gæti stefnt fleiri fugla-
stofnum en rjúpu í
hættu.“
mikinn usla í gæsa-, anda- og
tjúpnahópum og hækkað hlutfall
særðra og tapaðra fugla úr öllu
hófí, en það á einmitt að vera aðals-
merki hvers góðs veiðimanns að
slík slys séu sem allra fæst. Fjöl-
skotabyssur á skilyrðislaust að
banna, því með notkun þeirra er
alltof hætt við að vandvirkni skot-
manns fari þverandi.
Nú er það fjarri mér að halda
því fram að allir skotveiðimenn og
allir þeir, sem fuglaveiðar stunda,
séu drápsóðir vandræðagemsar.
Mikill meirihluti er vafalaust sóma-
kærir útivistarmenn, sem sækja sér
endurnæringu og heilsubót ti! fjalla
og láta sig litlu skipta t.d. hvort
íjúpurnar sem veiðast eru ein eða
tíu. En „svörtu sauðirnir", þeir sem
virða hvorki lög né reglur, hvað
þá landamerki, að við nú ekki tölum
um virðingu þeirra fyrir veiðidýrun-
um, eru að verða ansi hvimleiðir.
Og þeir eru víða á ferðinni, jafnvel
svo íjarri „menningunni“ sem hér
við ísaijarðardjúp.
Sem dæmi get ég nefnt bræður
tvo úr grannbyggð Reykjavíkur,
rómaða „sport“veiðimenn, er
grandalaus bóndi hér í sveit leyfði
„að skreppa snöggvast“ í kjarrlendi
í landareign sinnii. Þar héldu þeir
sig svo allan daginn. Morguninn
eftir fór ég um þetta svæði og auk
aragrúa tómra skothylkja um allt,
varð það mitt hlutskipti að aflífa á
annan tug ijúpna, sumar væng-
brotnar, undan öðrum höfðu fæt-
urnir verið skotnir, ein hafði fengið
hagl inn um annað augað en út
um hitt og gengið í eilífa hringi,
og enn ein var frosin niður lifandi
í blóðbæli sínu. Undir kvöld kom
ég að þessum sömu aðilum við veið-
ar í annarri landareign, án heimild-
ar. Væri slíkum veiðimönnum far-
sælast að róa á önnur mið í framtíð-
innni.
í fyrirliggjandi frumvarpi, ef að
lögum verður, er margt er til bóta
horfir, svo sem ákvæði um útgáfu
veiðikorta og bann við fjölskota-
byssum, en það þarf líka að kveða
á um hertar reglur um veitingu
skotvopnaleyfa og þyngri viðurlög
við brotum á fuglafriðunarreglum,
veiðiþjófnaði og misþyrmingum á
landi og lífríki.
Svo aftur sé vikið að íjúpunni
tel ég mjög koma til greina að friða
hana í svo sem þijú ár til þess að
reyna að ná upp stofninum um allt
land. Ef þess er ekki talin þörf eða
að rannsóknir þurfi áður er sjálf-
sagður áfangi að stytta veiðitímann
þannig að honum ljúki 30. nóvem-
ber í stað 22. desember eins og nú
er. Ekki er kjötskortinum fyrir að
fara í landinu, birtutíminn stuttur
í desember, veður orðin varasöm
og til skammar þjóð, sem telur sig
kristna, að standa blóðug til axla
við ijúpnadráp á jólaföstu.
Höfundur er bóndiá Skjaldfönn
við Isafjarðardjúp.