Morgunblaðið - 04.04.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992
21
Island viðurkennir
sjálfstæði Georgíu
Sjálfstæðisflokkur-
inn Hafnarfirði:
Fundur um
utanríkismál
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Fram í
Hafnarfirði og Félag ungra sjálf-
stæðismanna, Stefnir í Hafnar-
firði gangast fyrir hádegisverð-
arfundi í Sjálfstæðishúsinu í dag,
laugardaginn 4. apríl klukkan
12 og er ráðgert að fundurinn
standi til klukkan 13,30. Um-
ræðuefni fundarins eru utanrík-
ismál.
Gestur fundarins verður Björn
Bjarnason alþingismaður, en Magn-
ús Gunnarsson formaður fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnar-
firði verður fundarstjóri. í frétt frá
félögunum er allt sjálfstæðisfólk
hvatt til þess að sækja fundinn.
Jón Gunnarsson listmálari.
Jón Gunn-
arsson sýnir
í Hafnarborg
JÓN Gunnarsson listmálari opn-
ar málverkasýningu í Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, laugardaginn 3.
apríl kl. 14.00.
Jón Gunnarsson stundaði nám í
Handíða- og myndlistarskólanum
1947-1949. Hann hefur einnig far-
ið fjölda náms- og kynnisferða til
annarra landa. Jón hefur haldið
margar einkasýningar, m.a. á Kjar-
valsstöðum, í Norræna húsinu, Há-
holti og Hafnarborg. Hann hefur
einnig tekið þátt í samsýningum
hér heima og erlendis.
Á sýningunni í Hafnarborg verða
olíumálverk og vatnslitamyndir sem
flestar eru unnar á síðustu þremur
árum. Myndefnið sækir hann að
störum hluta til sjávarsíðunnar en
einnig notar hann mótív hvaðanæva
af landinu.
----♦ ♦ ♦---
Kvikmynda-
sýning fyrir
börn í Nor-
ræna húsinu
KVIKMYND fyrir böru og ungl-
inga verður sýnd sunnudaginn
5. apríl kl. 14.00 í fundarsal Nor-
ræna hússins. Sýnd verður
sænska myndina Elvis! Elvis! sem
byggð er á sögu eftir Maríu
Gripe.
Elvis er 6 ára strákur sem fékk
nafnið sitt af því að mamma hans
er svo mikill Elvis Presley aðdá-
andi. Elvis á stundum svolítið erfitt
með að átta sig á heimi hinna full-
orðnu því vill hann vera misskilinn.
Þetta er mynd full af kímni og hlýju
og hæfir fólki á öllum aldri. Sýning -
myndarinnar tekur rúma Wi klst.
Boðið verður upp á ávaxtasafa í
hléi.
Björn Bjarnason alþingismaður.
Magnús Gunnarsson.
í FRAMHALDI af ákvörðun um
þátttöku Georgíu í Ráðstefnunni
um öryggi og samvinnu í Evrópu
og í ljósi þess að georgísk stjórn-
völd hafa gengjð að samþykktum
og gildum RÖSE-ferilsins, af-
henti Ólafur Egilsson, sendi-
herra Islands í Moskvu, fastafull-
trúa georgískra stjórnvalda bréf
frá Jóni Baldvini Hannibalssyni,
utanríkisráðherra, til Alexander
Chikvaidze, utanríkisráðherra
Georgíu, 27. mars sl. þar sem
viðurkenning íslenskra stjórn-
valda.á sjálfstæði og fullveldi
ríkisins er staðfest.
Jafnframt gekk sendiherra ís-
lands á fund fastafulltrúa Úkraínu
í Moskvu 31. mars sl. og afhenti
honum orðsendingu þess efnis að
íslensk stjórnvöld hefðu fallist á til-
lögu ríkisstjórnar Úkraínu um
stofnun stjórnmálasambands ríkj-
anna.
Héraðsdóm-
ari skipaður
Forseti íslands hefur skiþað Sig-
ríði Ingvarsdóttur héraðsdómara til
þess að vera héraðsdómari við hér-
aðsdóm Reykjavíkur frá 1. júlí 1992
að telja.
HJUK RU N ARFRÆÐING AR LÆKNAR
OKKUR
BRAÐVANTAR
FÓLK
Okkur á Borgarspítalanum
vantar samstarfsfólk vegna
nýrra og aukinna verkefna á
bráðadeildum. Framundan eru
krefjandi tímar og mikið
uppbyggingarstarf. Því
þörfnumst við enn fleiri
hjúkrunarfræðinga og
aðstoðarlækna.
7SR
g^ffiPSjr f
i—
Borgarspítalinn er
skemmtilegur og
líflegur vinnustaður.
Starfsfólki gefst
kostur á sveigjan-
legurn vinnutíma,
aðstöðu til heilsu-
ræktar undir leiðsögn sjúkraþjálfara,
afnotum af sundlaug og auk þess er
möguleiki á barnaheimilisplássi.
Á Borgarspítalanum gefst kostur á að
taka þátt í lifandi þróunarstarfi.
Aðstoðarlæknum býðst skipulagt námsár
(blokkarstöður) sem byggir á markvissri
starfsþjálfun í hinum ýmsu sérgreinum.
Hjúkrunarfræðingum, nýútskrifuðum
sem öðrum, er vilja kynnast nýjum
starfsvettvangi, stendur til boða skipulagt
starfsþjálfunarár, kjörár. Ennfremur
gefast fjölbreytt tækifæri til símenntunar
fyrir hjúkrunarfræðinga á spítalanum.
Borgarspítalinn er einn stærsti
spítali landsins og hefur
sérstöðu á mörgum
sviðum.Hann er aðalbráða-
spítalinn og veitir
landsmönnum slysaþjónustu
allan sólarhringinn.
Borgarspítalinn býður ykkur velkomin til starfa.
Nánari upplýsingar veitir Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri
í síma 696356 og yfirlæknar viðkomandi deilda í síma 696600.
BORGARSPÍTALINN