Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 Þing-kosningar á Italíu: Því sem næst all- ir flokkamir tengj- ast mútumálum Titanic-slysið: Mannorð hreinsað Lundúnum. Reuter. STANLEY Lord, skipstjóri SS Californian, sem var næst farþeg- askipinu Titanic er það sökk fyrir 80 árum, var á fimmtudag hreins- aður að hluta af áburði um að hann bæri ábyrgð á dauða þeirra 1.500 manna sem drukknuðu í slysinu. Lord lést árið 1962 og hélt því ávallt fram að hann væri borinn röngum sökum. Bresk yfirvöld víttu hann árið 1912 fyrir að bregðast ekki við neyðarkalli frá Titanic en hann var þó aldrei sóttur til saka. Opinber nefnd, sem hefur rannsakað málið undanfarna mánuði, komst að þeirri niðurstöðu að Lord hefði „ekki brugðist rétt við neyðarkalli Titanic". Nefndin bætti hins vegar við að skip- stjórinn hefði hvort sem er lítið getað gert til að bjarga fólkinu, þar sem skip hans hefði verið of langt frá farþegaskipinu. Peking. Reuter. TILLAGA Li Pengs, forsætisráðherra Kína, um risastóra stíflu og raforkuver á Yangtze-fljóti mætti andstöðu á kínverska þinginu í gær. Þykir það benda til þess að hörð valdabarátta eigi sér stað innan kínverska kommúnistaflokksins milli umbótasinna og harðlínu- marxista, sem forsætisráðherrann tengist nánum böndum. Raforkuverið verður eitt það greiðslan er því talin mikið áfall stærsta í heimi verði það reist og mesta framkvæmd sem Kínveijar hafa ráðist í frá því þeir reistu Kína- múrinn árið 200 fyrir Krist. Aætlað er að verkefnið kosti tíu milljai'ða dala, 590 milljarða ÍSK. Ráðagerð- irnar hafa sætt harðri gagnrýni umhverfisverndarsinna, sem segja að framkvæmdirnar geti haft hörmulegar afleiðingar fyrir lífríkið. Flytja þarf rúma milljón manna af stíflusvæðinu áður en framkvæmdir heljast. Orkuverið hefur verið eitt af helstu gæluverkum Li Pengs og embættismenn hans höfðu lagt fast að þingmönnum að samþykkja til- löguna. Við atkvæðagreiðsluna kom þó ljóslega fram mikill ótti á meðal Kínverja við afleiðingar fram- kvæmdanna. Tillagan fékkst sam- þykkt með 1.767 atkvæðum gegn 177, en 664 sátu hjá. Þingið er vant að samþykkja stjórnarfrum- vörp nánast samhljóða og atkvæða- Reuter Friðargæslusveitir til S-Afríku? Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), heilsar hér stuðningsmönnum sínum er hann var á ferðalagi Jóhannesarborg í gær. Hann hvatti til þess að alþjóðlegar friðargæslusveitir yrðu sendar til Suður-Afríku til að koma í veg fyrir frekari bardaga í byggðum blökkumanna. fyrir forsætisráðherrann. Þegar forseti þingsins hóf at- kvæðagreiðsluna þótti einn þing- mannanna sýna mikið hugrekki með því að strunsa að ræðupúltinu og mótmæla tillögunni í hástert. Hann krafðist þess að hún yrði dregin til baka svo hægt yrði að kanna áhrif framkvæmdanna frek- ar. Þingmaðurinn, Huang Shun- shing, er tæplega sjötugur landbún- aðarsérfræðingur og flúði frá Tæv- an til Kína árið 1985. Hann kvaðst síðar hafa ákveðið að trufla at- kvæðagreiðsluna vegna þess að for- seti þingsins hefði neitað að setja hann á mælendaskrá. Hann var ánægður með hversu margir sátu hjá og greiddu atkvæði gegn tillög- unni. „Það er mitt mat að ekki verði ráðist í framkvaimdirnar, hvorki nú né í framtíðinni. Lítið bara á hversu margir voru á móti þeim eftir að hafa kannað málið,“ sagði hann. Áður hafði þingið auðmýkt for- sætisráðherrann með því að sam- þykkja meira en 150 breytingar á ársskýrslu hans að kröfu þeirra sem aðhyllast efnahagslegar umbætui'. Meðal annars var bætt í skýrsluna áskorun um baráttu gegn „vinstri- stefnu“, en það orð hafa umbóta- sinnarnir notað yfir harðlínumarx- isma. Þetta þykir til marks um að Li Peng sé mjög valtur í sessi. Brundtland hlynnt að- ild að Evrópubandalagi Vænst formlegrar yfirlýsingar um málið í dag Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. BÚIST er við, að Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, tilkynni í dag það sem allir vita, þ.e. að hún sé hlynnt inngöngu Noregs í Evrópubandalagið. Mun þetta koma fram í ræðu, sem hún flytur hjá flokksfélagi jafnaðarmanna í UHensvang í Vestur-Noregi, og hafa andstæðingar EB-aðildar stefnt sínu fólki þangað til mótmæla. „Hún mun segja já“, er haft eftir nánum samstarfsmanni Brundtlands og í leiðara Dagbladet nú í vikunni sagði, að yfirlýsing forsætisráðherr- AlhíHlÍB • ans þýddi, að háegt væri að heíja * raunverulegar umræður um EB- málin. Um þau eru skoðanir mjög skiptar í Noregi eins og sjá má af könnun, sem Verdens Gang birti í gær. Þar voru 33% hlynnt aðild, 34% á móti og 33% óákveðin. 78% töldu þó, að Noregur færi í Evrópuband- alagið einhvern tíma á næstu tíu árum. 92% kjósenda Hægriflokksins telja að Evrópubandalagsaðild bíði Norðmanna og 84% stuðningsmanna Verkamannaflokksins eru sama sinnis. Á óvart kemur að 79% stuðningsmanna. Sósíalíska vinstri- flokksins telja að innan fárra ára verði Noregur eitt aðfldarríkja EB. Andstæðingar aðildar segja, að hún komi í veg fyrir miklar niður- greiðslur í landbúnaði og jafngildi fullveldisafsali en þeir, sem eru henni hlynntir, segja, að hún auki nauðsyn- lega samkeppni í efnahagslífinu og komi í veg fyrir einangrun Norð- manna. Stjórnarflokkurinn, Verka- mannaflokkurinn, gerir upp hug sinn til EB-aðildar á landsfundi í nóvem- ber og ef hún verður samþykkt þar og á Stórþinginu er líklegt, að sótt verði um fyrir áramót. Niðurstöðu samningaviðræðnanna við EB verð- ur hins vegar að bera undir þjóðarat- kvæði og gæti það líklega orðið 1994. Svíar og Finnar hafa sótt um aðild að Evrópubandalaginu og Brundtland og fleiri hafa lagt áherslu á, að staða Norðmanna einna utan EB yrði með öllu óviðunandi. Ramiz Alia lætur af forsetaembætti Tirana. Reuter. RAMIZ Alia, forseti Albaníu og síðasti fulltrúi stalínismans í land- inu, sagði af sér embætti í gær en fyrir tveimur vikum vann Lýðræð- isflokkurinn mikinn kosningasigur og batt þar með enda á stjórn kommúnista. Verður nýr forseti kjörinn á þingi. Stuðningsmenn Lýðræðisflokks- ins fögnuðu afsögn Alía og sögðu, að hann hefði gert það eina rétta. Maður á borð við Alia, sem hefði verið valdamikill um langt skeið á dögum stalínistans Envers Hoxha, væri einfaldlega ekki boðlegur riú á tímum. Eru flokksbræður Alia í Sósíalistaflokknum, áður kommún- istaflokknum, á sama máli og segja, að hann og aðrir fyrrum valdamenn séu til óþurftar. Alia brást seint við þeirri and- kommúnísku öldu, sem fór um alla Austur-Evrópu fyrir nokkrum árum, en ákvað þó í desember 1990 að leyfa frjálsar kosningar í land- inu. Eitt síðasta embættisverk hans var að sæma ítalska hershöfðingj- ann Antonio Guintana orðu en hann hefur stjórnað hjálparstarfi ítaia í Albaníu. Hafa þeir dreift meira en hálfri milljón tonna af matvælum til hungraðs fólks en segja má, að albanskt efnahagslíf sé í rúst. Sali Berisha, leiðtogi Lýðræðis- flokksins, á þess að sjálísögðu kost að verða forseti en ekki er víst, að hann taki það embætti fram yfir forsætisráðherraembættið. Róm. Reuter. Spillingarmál hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna vegna þing- kosninganna á Italíu á sunnudag og mánudag. Sljórnmálamenn í nánast öllum flokkum lan.dsins eru viðriðnir þessi mál og kjósendur eru almennt vondaufir um að spillingunni linni þótt nýir þingmenn verði kjörnir í kosningunum. Forystumenn hægri- jafnt sem vinstriflokka í nokkrum borgum Ítalíu hafa verið handteknir, sakað- ir um að hafa þegið mútur af fyrir- tækjum vegna samninga um opin- berar framkvæmdir. Fyrirtækin verða fyrst að múta stjórnmála- mönnum til að hreppa samningana. Þegar verkinu er lokið verða þau síðan að greiða meiri mútur til að spilltir embættismenn fáist til að greiða reikningana í tíma. Mesta hneykslismálið varðar sós- íalistann Mario Chiesa, sem rak helsta munaðarleysingjahælið og stórt elliheimili í Milano. Hann hef- ur verið handtekinn fyrir að þiggja sjö milljónir líra, 325.000 ISK, í mútur. Sósíalistar ráku Chiesa úr flokknum en óttast að málið kosti þá mörg atkvæði. Lögreglan er einnig að rannsaka hvaðan Chiesa fékk 14 milljarða líra, tæpar 700 milljónir ÍSK, sem lagðir voru inn á nokkra reikninga hans. Félagar í samstarfsflokki sósíal- ista í ríkisstjórninni, kristilegir dem- ókratar, eru einnig viðriðnir spillingarmál og það sama er að segja um stjómarandstæðinga í kommúnistaflokknum fyrrverandi, Lýðræðisflokki vinstrimanna, sem hefur stært sig af að hafa hreinan skjöid í þessum efnum. Kína: Reúter Jiang Zemin, formaður kínverska kommúnistaflokksins (t.h.) og Yang Shangkun, forseti Kína (fyrir miðju), ganga á fund kínverska þingsins í gær. Fyrir aftan þá er Li Peng forsætisráðherra, sem veifar til þingmanna. Forsætisráðherrann er sagður valtur í sessi vegna valdabaráttu harðlínumarxista og umbótasinna. Merki um harða vaidabar- áttu á meðal kommúnista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.