Morgunblaðið - 04.04.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992
25
Selir í hættu
vegna geisla-
mengunar
ÞÚSUNDIR sela eru að deyja
af völdum krabbameins vegna
geislamengunar við norður-
strönd Rússlands, að því er
rússneskir vísindamenn sögðu
í gær. Þeir hvöttu til þess að
geislavirkur úrgangur yrði tek-
in úr sjónum við eyjarnar
Novaja Zemlja, þar sem kjarn-
orkutilraunir Sovétmanna fóru
fram. „Sjórinn við ströndina á
þessu svæði er orðinn að rusla-
haug fyrir geislavirkan úr-
gang,“ hafði TASS-fréttastof-
an eftir vísindamönnunum.
Bosnía biður
SÞ um aðstoð
STJÓRNVÖLD í Bosníu-
Herzegovínu báðu í gær Sam-
einuðu þjóðirnar um tafarlausa
hernaðaraðstoð til að binda
enda á bardaga sem geisuðu
víða í lýðveldinu og sköpuðu
hættu á allsherjar borgarastyij-
öld. Hersveitir Serba náðu á
sitt vald bænum Banja Luka,
þar sem hermenn Sameinuðu
þjóðanna eiga að vera með höf-
uðstöðvar er þeir hefja friðar-
gæslu í nágrannalýðveldinu
Króatíu. Um 30 manns biðu
bana í síðustu viku í hörðustu
bardögum sem hafa geisað í
Bosníu frá síðari heimsstyrjöld-
inni. Óstaðfestar fregnir
hermdu að mun fleiri hefðu
fallið.
Einkavætt
fangelsi
Almenningur fékk 'að skoða
fyrsta einkavædda fangelsi
Bretlands í gær, tveimur dög-
um áður en fyrstu fangarnir
koma í það. Fangelsið er í
Humberside í norðausturhluta
Englands og í því verða 300
fangar sem bíða réttarhalda.
Fyrirtæki, sem hefur sérhæft
sig í öryggisgæslu, annast
fangavörsluna.
Fjárlaga-
frumvarp í
Póllandi
Andrzei Olechowski, fjármála-
ráðherra Póllands, lagði í gær
fram fjárlagafrumvarp á pólska
þinginu, þar sem gert er ráð
fyrir miklum niðurskurði á rík-
isútgjöldum. S^mkomulag náð-
ist á síðustu stundu við stjóm-
arandstæðinga um frumvarpið
og er því búist við að það verði
samþykkt.
c^v-ío'92
Verð frá: 1.184.000,-
Greiðslukjör við allra hæfi
Til sýnis núna að Vatnagörðum 24
virka daga kl. 9:00 — 18:00 og
laugardaga kl. 11:00 - 15:00.
Nánari upplýsingar í síma 68 99 00
(H) 1
Bresku þingkosningarnar:
Fylgi stóru flokk-
anna orðið hnífjafnt
Lundúnum. licutcr.
íhaldsflokkurinn og Verkainannaflokkurinn í Bretlandi lögðu í
gær áherslu á að tryggja sér atkvæði miðjumanna í þingkosningun-
um 9. apríl þar sem skoðanakannanir bentu til þess að fylgi þeirra
væn hnífjafnt og að Frjalslyndir
veðrið.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
gerð var í helstu kjördæmunum, er
fylgi Ihalsflokksins og Verkamann-
aflokksins nú 40%. Stuðningurinn
við Frjálslynda demókrata er nú
kominn í 20% og leiðtogi þeirra,
Paddy Ashdown, virðist njóta æ
meiri vinsælda.
Ashdown leggur áherslu á að
þrettán ára valdatími íhaldsflokks-
ins hafi leitt til lengstu efnahags-
kreppu landsins frá íjórða áratugn-
um en segir að Verkamannaflokkn-
um sé ekki heldur treystandi fyrir
stjórn efnahagsmála. Hann stefnir
að því að tryggja flokki sínum nógu
mörg þingsæti til að geta knúið á
um breytingar á kosningalöggjöf-
inni. Ashdown vill að teknar verði
upp hlutfallskosningar í stað núver-
andi kerfis, þar sem sá flokkur sem
fær mest fylgi í tilteknu kjördæmi
fær þingsæti þess. Hann hyggst
setja það sem skilyrði fyrir aðild
demókruLii' væru að sækja í sig
að samsteypustjórn að kosninga-
löggjöfinni verði breytt fái hvorugur
stóru flokkanna þingmeirihluta.
Talið er að allt að ellefu milljónir
af þeim 44 milljónum Breta, sem
hafa kosningarétt, kunni að vera
hallar undir boðskap Ashdowns.
Stóru flokkarnir reyndu að höfða
til þessa hóps með mismunandi
hætti. Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, kvaðst reiðubúinn
að skipa nefnd með aðild annarra
flokka til að kanna hvort æskilegt
væri að taka upp hlutfallskosning-
ar. Ashdown sagði hann ekki ganga
nógu langt.
John Major forsætisráðherra
hafnaði hins vegar hvers konar
breytingum á kosningalöggjöfinni
og sagði að með tali sínu um nefnd
væri Kinnock að reyna að laða til
sín kjósendur, sem væru hallir und-
ir Frjálslynda demókrata.
Strætísvagnar ganga
fyrir repjufræolíu
Kaupmannahöfn. Reuter.
FIMM strætisvagnar í Kaupmannahöfn verða látnir ganga fyrir repju-
fræolíu í stað díselolíu í tilraunaskyni. Tilraunin hefst í þessum mánuði
og miðar að því að draga úr koltvísýringsmengun. Það eru bændasam-
tökin í Danmörku, fyrirtækið sem rekur strætisvagnana og danska
tæknistofnunin sem standa sameiginlega að þessari framkvæmd.
„Repjufræolía er laus við koltví- ávinning og ávinning bænda af því
sýring eins og aðrir lífrænir orku-
gjafar,“ sagði talsmaður bændásam-
takanna í gær. „Við erum að reyna
að tvinna saman umhverfislegan
að losna við umframframleiðslu sem
Evrópubandalagið kærir sig ekkert
um.
Staðgreiðsluafsláttur af öllum gólfefnum til páska
5% afsláttur af raðgreiðslum VISA og Eurocredit
Fullt verð Staðgr. Afsláttur
Boen-parket eik Natur 3.785.- 3.217.- pr.m 2 15%
Boen-parket Beta eik 3.495.- 2.970.- n 15%
Vesterby-plast parket eik og beyki 2.780.- 2.363.- n 15%
Höganás-leirflísar 10x20 cm 4.300,- 3.740.- n 15%
Höganás-leirflísar 20x20 cm 4.800.- 4.080.- ii 15%
Gólfflísar Oder 30x30 cm 1.680.- 1.428.- ii 15%
Gólfflísar Ormuz 20x20 cm 1.790.- 1.522,- ii 15%
Veggflísar Sphinx-Forum 15x20 cm 1.987.- 1.689.- n 15%
Armstrong-gólfdúkar í 2, 3 og 4 metra breidd — þarf ekki að líma:
Spectrum - margir litir 1.567.- 1.175.- II 25%
Boutique — mörg mynstur 1.269.- 952.- II 25%
Gólfteppi og filtteppi, 400 cm breið
Alpha — 3 fallegir litir 1.290.- 995.- II 23%
íslensk ullarteppi — Álafoss 4.430.- 3.322.- II 25%
Royal Berber - 5 ára blettaábyrgð 2.536.- 1.895.- II 25%
STAR - nælonteppi 980.- 735.- II 25%
Allar mottur og smáteppi með 15-50% staðgreiðsluafslætti.
TEPmBUÐIN
GóHelnamarkaOup, Suðunlandsbnaut 26, sími 91-681950