Morgunblaðið - 04.04.1992, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992
Frumvarp til hjúskaparlaga:
Margvísleg nýmæli um
hjúskap og hjúskaparslit
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðhcrra mælti í gær fyrir frumvarpi
til hjúskaparlaga. Frumvarpið miðar að því að ná saman nokkrum laga-
bálkum á einn stað. Frumvarpið staðfestir jafrétti kynjanna og afnem-
ur allan mun á lagastöðu karla og kvenna sem finna má í núgildandi
lögum um réttindi og skyldur hjóna. Frumvarpið kveður ekki á um
óvígða sambúð eða sambúð og samninga samkynhneigðra.
Frumvarpið er samið af sifjalaga-
nefnd en í hinni eiga sæti dr. Ar-
mann Snævarr, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, Baldur Möller, fytrver-
andi ráðuneytisstjóri, Drífa Pálsdótt-
ir, deildarstjóri og Guðrún Erlends-
dóttir, hæstaréttardómari. Með sam-
ingu þessa frumvarps eru lög um
réttindi og skyldur hjóna og lög um
stofnun og slit hjúskapar endurskoð:
uð og felld saman í einn lagabálk. I
frumvarpinu er að finna alls 140
lagagreinar sem skipað er í 17 kafla,
s.s. um hjónavígsluskilyrði, hjóna-
skilnaði, framfærsluábyrgð, forræði
eigna, kaupmála, o.fl.
Jafnræði
í fyrsta kafla eru almenn ákvæði
m.a. um jafnstöðu hjóna. Skulu þau
' í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum
og bera jafnar skyldur hvort gagn-
vart öðru og börnum sínum.
I kaflanum um hjónavígsluskilyrði
er lagt til að ýmsum hjúskapartálm-
um verði fækkað. Ekki verður lagt
bann við hjúskap geðveikra manna
og þroskaheftra.
Sjötti kafli frumvarpsins varðar
hjónaskilnaði. Reglur hafa verið
gerðar einfaldari. I 36. grein frum-
varpsins er sá tími styttur sem sem
iíða þarf frá því að skilnaður frá
borði og sæng er veittur og til þess
að lögskilnaður sé kræfur. Gert er
ráð fyrir að ef hjón á eru einu máli
um að leita lögskilnaðar, sé hann
kræfur þá liðnir eru sex mánuðir frá
því að leyfi var gefið út til skilnaðar
að borði og sæng. En annars verði
hann áfram eitt ár.
Ákvæðum varðandi úrlausn um
kröfu til skilnaðar hefur verið breytt
til samræmis við ákvæði laga um
aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds
í héraði. 41. grein byggir á þeirri
grunnreglu að í flestum tilvikum eigi
að vera unnt að leita skilnaðar, hvort
heldur er hjá dómstólum eða stjórn-
völdum. Stjórnvaldsleiðin er að öllu
jöfnu greiðfærari og ódýrari. Ef hjón
eru sammála um að leita skilnaðar
' að borði og sæng eða lögskilnaðar,
leysir sýslumaður úr máli. Synji
sýslumaður um leyfi má skjóta synj-
uninni til dómsmálaráðuneytis. Synj-
un stjórnvalds um útgáfu leyfis er
því ekki til fyrirstöðu að unnt sé að
leggja skilnaðarkröfu fyrir dómstóla.
Ákvæðum um sáttaumleitanir er
breytt nokkuð. Sifjalaganefnd hefur
komist að þeirri niðurstöðu að ekki
séu rök til að halda í það fyrirkomu-
lag að sáttatilraunir séu skyldu-
bundnar nema þegar hjón hafa for-
sjá fyrir ósjálfráða börnum. Gert er
ráð fyrir því að prestar eða löggiltir
forstöðumenn trúfélaga leiti til um
sættir. Ef annað eða bæði hjón eru
utan trúfélaga eða hvort heyrir til
sínu trúfélagi, getur sýslumaður eða
dómari eftir því hvar mál er til með-
ferðar leitað til um sættirnar. En
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið get-
ur ákveðið í reglugerð að sátta-
umleitan í stofnun um ijölskyldu-
ráðgjöf annast þetta hlutverk.
I lok sinnar framsöguræðu fór
dómsmálaráðherra þess á leit að
málinu yrði vísað til allsheijarnefnd-
ar þingsins. Hann vakti athygli á því
að það væri mikilvægt að þetta frum-
varp yrði ,að lögum fyrir þinglok
vegna aðskilnaðar dómsvalds og
umboðsvalds í héraði á komandi
sumri. Þótt skammur tími væri til
stefnu ætti það að vera gerlegt, enda
hefði verið vandað mjög til undirbún-
ings við samningu frumvarpsins.
Fyrir andlát
Þar sem frumvarp er viðamikið
og var mjög nýiega framlagt, höfðu
þingmenn ekki átt þess kost að
kynna sér málið til neinnar hlítar.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) bað um
skýringu á orðalagi 5. greinar frum-
varpsins sem fjallar um lok hjúskap-
ar: „Hjúskap lýkur fyrir andlát maka
eða vegna ógildingar hjúskapar eða
lögskilnaðar." Dómsmálaráðherra
sagði það vera sína máltilfinningu
að orðið „fyrir“ gæti vísað til ein-
hvers sem gerðist á undan tilteknum
atburði en einnig „vegna“ einhvers
atburðar. Kristínu fannst þetta
orðaval óheppilegt, lagði til að reynt
yrði að fínna betra orðalag svo venju-
legt Jplk skildi hvað við væri átt.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv)
nefndarmaður í allsheijarnefnd gerði
tillögu um orðalagið „við andlát".
Dómsmálaráðherra sagðist tilheyra
þeim hópi sem teldist „venjulegt
fólk“ Ráðherra kvaðst þó ekki gera
athugasemd við það að allheijar-
nefnd tæki þetta orðalag til athugun-
ar.
Fleiri þingmenn hvöttu til þess að
orðalagi 5. greinar yrði breytt. Ey-
jólfur Konráð Jónsson taldi margt í
frumvarpinu vera til bóta en hann
varð þó að gera athugasemd við
ákvæði í frumvarpinu sem kveður á
um „verkefnaskiptingu og upplýs-
ingar um efnahag" sem hljóðar svo:
„hjón skulu skipta milii sín verkefn-
um á heimili eftir föngum, svo og
útgjöldum vegna heimilsrekstrar og
framfærslu fjölskyldu. Hjónum er
skylt að veita hvort öðru upplýsingar
um efnahag sinn og afkornu."
Það væri nú svo illa komið að
konurnar væru nú í augnablikinu í
meirihluta á Alþingi. „Ég er nú allt-
af svolítið hræddur við konur. En
mér finnst nú óþarft að vera alltaf
að hnýsast í öll einkamál okkar karl-
, Pjármálaráðherra hefur svarað
fyrirspurn frá Rannveigu Guð-
mundsdóttur (A-Rn) um kostnað
við auglýsingar og sölu á spariskír-
teinum ríkissjóðs á árabilinu
1987-91. í svari fjármálaráðherra
kemur m.a. fram að á árinu 1987
var kostnaður við sölu 47 milljónír
króna en innlend lánsfjáröflun á
því ári var 2.204 milljónir króna.
1988 var kostnaður 110,9 milljón-
ir króna en innlend lánsfjáröflun
4.978 milljónir króna. 1989 var
kostnaður 137,2 milljónir króna
og innlend lánsfjáröflun 5.193
milljónir króna. 1990 var sölu-
kostnaður 231,6 milljónir króna
og innlenda lánsfjáröflunin 8.542
milljónir króna. 1991 var kostnað-
ur 232,9 milljónir króna, innlend
lánsfjáröflun var 5.912 milljónir
króna.
anna, fjármál og annarð slíkt.“ Þing-
maðurinn bað menn að gæta varúð-
ar, „svo menn hefðu að minnsta kosti
vasapeningana í friði".
Birni Bjarnasyni (S-Rv) og fleiri
þingmönnum var til efs að unnt yrði
að afgreiða svo yfirgripsmikið frum-
varp með vönduðum hæt'ti fyrir þing-
frestun í vor. Dómsmálaráðherra ít-
rekaði tilmæli sín um að nefndin
gerði allt sem í hennar valdi stæði
til þess að frumvarpið gæti orðið að
lögum um leið og lögin um aðskilnað
dómsvalds- og umboðsvalds í héraði,
1. júlí næstkomandi.
Brasilísk börn á útigangi.
Barnamorð í Brasilíu:
Krefjast verður að þessi
glæpastarfsemi hætti
- segir umhverfisráðherra 1 þingræðu um ráðstefnu í Ríó
Umhverfisráðuneytið hefur aflað upplýsinga frá framkvæmda-
stjórn umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, mannréttindaskrif-
stofu SÞ og í gegnum sendiráð íslands í Washington um sannleiks-
gildi frétta um skipulögð morð á vegalausum börnum í Rio de
Janeiro. Sagði Eiður Guðnason umhverfisráðherra I fyrirspurnar-
tíma á Alþingi í gær að skýrsla rannsóknarnefndar brasilíska þings-
ins staðfesti að barnamorð í Brasilíu hefðu átt sér stað allt frá
árinu 1975 og að flest börn væru talin myrt í Ríó, eða að meðal-
tali rúmlega fjögur á hverjuni degi. Ráðherra sagði ekki ástæðu
til að hætta við þátttöku í umhverfisráðstefnu SÞ vegna þessara
upplýsinga en sagði ótvírætt að nota verði það tækifæri til að
koma hörðustu mótmælum á framfæri við stjórnvöld í Brasilíu.
Sagði Eiður ennfremur að Islendingar ættu að gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að fá sem flestar þjóðir heims til að samein-
ast, um kröfur á hendur stjórnvöldum í Brasilíu um rástafanir til
að uppræta þessa glæpastarfsemi.
Þetta kom fram í svari umhverf-
isráðherra við fyrirspurn frá Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur
Auglýsingakostnaður spariskírteina:
Sjö hundruð og fimmtíu
milljónir á fimm árum
Á árabilinu 1987 til og með 1991 var auglýsinga- og sölukostnað-
ur vegna sölu á spariskírteinum ríkissjóðs rúmlega 750 m.kr. Á
þessum tíma nam innlend lánsfjáröflun með þessum hætti milli
26 og 27 milljörðum króna.
(Kv-R), sem fjallaði m.a. um það
hvort ráðherra teldi upplýsingar um
að vegalaus börn séu drepin með
skipulögðum hætti í Rio de Janeiro
gefi tilefni til að endurskoða þátt-
töku íslendinga í umhverfisráðstefn-
unni í júní. Ingibjörg sagði málið svo
alvar’egt að þjóðir heimsins yrðu að
nýta sér umhverfisráðstefnuna til
að knýja stjórnvöld í Brasilíu til að-
gerða. Beindi hún þeirri spurningu
til ráðherra hvort hann væri tilbúinn
til að beita sér fyrir því að fram-
kvæmdastjórn ráðstefnunnar gerði
kröfu til að farið verði að tillögum
brasilísku þingnefndarinnar. Ingi-
björg sagðist ekki á þessari stundu
vilja ganga svo langt að leggja til
að Islendingar hættu við þátttöku í
ráðstefnunni, en það yrði að íhuga.
Umhverfisráðherra sagði að skv.
þeim upplýsingum sem hann hefði
aflað benti ekkert sérstakt til að
gripið hafi verið til sérstakra að-
gerða gegn götubörnum í Ríó í febr-
úar og mars. Ráðherra greindi hins
vegar frá að rannsóknarnefnd þings-
ins hefði yfirheyrt 115 aðila vegna
þessara morða, sem væru algeng
víða í landinu. Rannsóknarnefndin
hefði einnig staðfest þátttöku lög-
reglu og einkarekinna öryggisfyrir-
tækja í morðum og misþyrmingum
á börnum. Fullvíst væri talið að aðil-
ar í viðskiptalífi landsins fjármögn-
uðu þessa glæpastarfsemi.
Leiðrétting
í frásögn af umræðum á Alþingi
um forkaupsrétt sveitarfélaga á
veiðiheimildum í blaðinu á föstudag
var missagt er greint var frá ræðu
Jóhanns Ársælssonar, þingmanns
Alþýðubandalagsins á Vesturlandi,
að Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum, hefði flutt ræðuna. Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Rannsóknarnefndin krefst þess í
skýrslunni að 103 nafngreindir ein-
staklingar og samtök verði ákærð
fyrir útrýmingu á munaðarlausum
börnum og í skýrslunni er greint frá
lögreglustöðvum þar sem pyntingar
á börnum hafi farið fram og að í
þremur lögreglustöðvum séu sérstök
pyntingarherbergi, skv. upplýsing-
um ráðherra.
Sagði Eiður að engin tilmæli
hefðu borist frá ríkjum Sameinuðu
þjóðanna um að hætt verði við ráð-
stefnuna vegna þessa máls og ekk-
ert ríki hefði lýst því yfir að það
ætli að hætta við þátttöku. Hins
vegar hefði verið ákveðið að fram-
kvæmdastjóri ráðstefnunnar legði
fram sérstaka áætlun um Ijárhags-
stuðning frá öllum sendinefndum á
ráðstefnunni til hjálpar heimilislaus-
um börnum.
Eiður taldi ekki rétt að hætta við
þátttöku íslands í ráðstefnunni af
þessum sþkum vegna mikilvægis
hennar. „Ég tel á hinn bóginn rétt
og ótvírætt að þjóðarleiðtogar og
fulltrúar þeirra ríkja sem sækja ráð-
stefnuna noti tækifærið til að þrýsta
á stjórnvöld í Brasilíu að taka á
vandanum og uppræta þá hörmulegu
glæpstarfsemi sem barnamorðin í
Brasilíu eru,“ sagði ráðherra.
Frumvarp fjárlaganefndar:
Eng-ar greiðslur
án heimildar fjár-
veitingavaldsins
FJÁRLAGANEFND telur að framkvæmdavaldið vanvirði stjórnar-
skrána með „svokölluðum aukafjárveitingum". Nefndin hefur lagt
fram frumvarp um greiðslur úr ríkissjóði. Frumvarpið stefnir að
því að girða fyrir greiðslu úr ríkissjóði sem ekki eigi sér stoð í
fjárlögum eða eftir atvikum fjáraukalögum.
Allir nefndarmenn í fjárlaga-
nefnd standa að þessu frumvarpi
sem byggir í meginatriðum á frum-
varpi um sama efni sem fjárveiting-
arnefndarmenn stóðu að og fluttu
á síðustu tveimur þingum. í hvor-
ugt skiptið varð málið útrætt.
Fjárlaganefnd vitnar í greinar-
gerð til 41. greinar stjórnarskrár-
innar: „Ekkert gjald má reiða af
hendi nema heimild sé til þess í fjár-
lögum eða fjáraukalögum." Nefnd-
armenn segja í greinargerð: „Um
árbil hafa svokallaðar aukafjárveit-
ingar fjármálaráðherra tíðkast og
þá ýmist með eða án samráðs við
ríkisstjórn eða fjárveitingarnefnd."
Nefndarmenn í fjárlaganefndinni
segja einnig að öllum ætti að vera
ljóst að í þessum efnum hafi ein
af grundvallarreglum íslenskrar
stjórnskipunar verið brotin, þ.e.
reglan um að Alþingi fari með fjár-
veitingarvaldið. Frumvarpið ítrekar
því og útfærir nánar 41. grein
stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn
benda á það í greinargerð að í kjöl-
far banns við aukafjárveitingum
með gamla laginu verði ekki hjá
því komist að aðlaga fjárlagaaf-
greiðsluna og fjárlögin sjálf að
strangari reglum. T.a.m. er kveðið
á um í annarri grein frumvarpsins:
„Nú eru gerðir kjarasamningar,
sem kveða á um frekari launaút-
gjöld ríkisins en fjárlög gera ráð
fyrir, og skal þá svo fljót sem verða
má leita heimilda Alþingis til slíkra
útgjalda með fjáraukalögum.
Launagreiðslum skal þó haga í sam-
ræmi við hina nýju kjarasamninga."
Aðspurður dró einn nefndar-
manna, Guðmundur Bjarnason
(F-Ne), enga dul á það að ef frum-
varpið ætti að verða meira en texti
í iagasafninu kallaði það á vand-
aðri vinnu við gerð fjárlaganna og
aukið starf í nefndinni.